City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valur
4
0
Keflavík
Haukur Páll Sigurðsson '18 1-0
Rúnar Már Sigurjónsson '60 2-0
Rúnar Már Sigurjónsson '69 , víti 3-0
Kolbeinn Kárason '78 4-0
Samúel Kári Friðjónsson '83
26.05.2013  -  19:15
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Rok á annað markið
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 1067
Maður leiksins: Rúnar Már Sigurjónsson (Valur)
Byrjunarlið:
Matthías Guðmundsson ('77)
Haukur Páll Sigurðsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
13. Arnar Sveinn Geirsson ('83)
23. Andri Fannar Stefánsson ('70)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið!
Hér verður bein textalýsing frá leik Vals og Keflavíkur í 5. umferð Pepsi-deildarinnar. Valur er fyrir leikinn með 8 stig en Keflavík er með 4 stig.
Fyrir leik
Björgólfur Takefusa er annan leikinn í röð í fremstu víglínu Vals en Kolbeinn Kárason er á bekknum.

Stefán Ragnar Guðlaugsson kemur inn fyrir Jónas Þór Næs sem er meiddur og Matthías Guðmundsson kemur inn í liðið fyrir Arnar Svein Geirsson.
Fyrir leik
Samúel Kári Friðjónsson leikur sinn fyrsta leik í vinstri bakverðinum hjá Keflavík í dag en hann kemur inn í liðið fyrir Fuad Gazibegoivc.

Samúel er 17 ára gamall en hann mun ganga í raðir Reading í sumar.

Andri Fannar Freysson tekur út leikbann eftir rauða spjaldið gegn Fylki en Benis Krasniqi verður í bakverðinum í hans stað.

Hörður Sveinsson kemur einnig aftur inn í liðið fyrir Magnús Þóri Matthíasson.
Fyrir leik
Talsverður vindur er á Vodafonevellinum í dag og hann gæti átt eftir að gera leikmönnum erfitt fyrir.
Fyrir leik
Geir Ólafsson er mættur á völlinn og hann ætlar að taka lagið fyrir leik. Alvöru prógram hjá Valsmönnum.

Geir er harður Valsari en vill lítið gefa upp spádóma fyrir leikinn. ,,Megi betra liðið vinna," segir Geir áður en hann stígur á stokk.
Fyrir leik
Liðin eru mætt inn á völlinn. Garðar Örn Hinriksson flautar leikinn í dag en honum til aðstoðar eru Ásgeir Þór Ásgeirsson og Einar Sigurðsson.
Fyrir leik
Halldór Kristinn Halldórsson og Hörður Sveinsson eru báðir að leika á sínum gamla heimavelli í dag.
1. mín
Leikurinn er hafinn.
Tómas Meyer:
Mættur á Valsvöllinn og Geir Ólafsson með magnaðan söng fyrir leik ! #fótbolti #aðeinseinnGeir
7. mín
Samúel Kári getur kastað mjög langt. Hann fer úr vinstri bakverðinum yfir á hægri kantinn til að taka innkast sem fer yfir allann pakkann og í fangið á Fjalari í markinu.
10. mín
Marjan Jugovic fær fyrsta færi leiksins en er í engu jafnvægi og Fjalar ver laust skot hans.
18. mín MARK!
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Rúnar Már Sigurjónsson
Valsmenn komast yfir! Haukur Páll Sigurðsson skorar með hörkuskalla eftir hornspyrnu frá Rúnari Má. Þriðja mark Hauks í Pepsi-deildinni í sumar, vel gert hjá þessum grjótharða miðjumanni.
23. mín
Hörður Sveinsson klúðrar dauðafæri! Samúel Kári á langa sendingu fram völlinn, Hörður á skot sem Stefán Ragnar kemst fyrir og fær síðan boltann aftur í dauðafæri. Skot hans fór hins vegar framhjá markinu.
26. mín
Rúnar Már Sigurjónsson er með hörkuskot úr aukaspyrnu sem David Preece ver vel.
32. mín
Hörður Sveinsson með laglegan snúning og skot frá vítateigslínu en boltinn yfir.
38. mín
Valsmenn sækja gegn vindi og reyna af og til að stinga boltanum inn fyrir. Færin láta hins vegar á sér standa líkt og hjá Keflvíkingum.
45. mín
Frans Elvarsson fær flott færi í teignum en Fjalar Þorgeirsson ver vel í horn. Upp úr hornspyrnunni bjargar Kristinn Freyr Sigurðsson síðan á línu. Hörkupressa frá Keflavík undir lok fyrri hálfleiks.
45. mín
Fyrri hálfleik lokið. Haukur Páll Sigurðsson skoraði eina markið hingað til með hörkuskalla eftir hornspyrnu. Keflvíkingar nýttu vindinn undir lok hálfleiksins og pressuðu stíft en náðu ekki að skora.
46. mín
Áhorfendur eru búnir að fá sér kaffi og með því í hálfleik og leikmennirnir eru mættir aftur út á völl.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Liðsskipan er sú sama.
46. mín
Arnór Ingvi fíflar varnarmenn Vals og sendir boltann út í teiginn á Jóhann Birni Guðmundsson en hann skýtur hátt yfir úr ágætis færi.
48. mín
Jóhann Birnir á fyrirgjöf sem verður að ágætis skoti en boltinn fer rétt yfir og hafnar ofan á markinu.

Keflvíkingar leika á móti vindi núna í síðari hálfleik.
50. mín
Rúnar Már með þrumuskot af 35 metra færi en boltinn fer rétt framhjá. Þetta hefði getað orðið rosalegt mark.
55. mín
Rúnar Már skorar eftir skallasendingu frá Kristni Frey en búið var að flagga rangstöðu á Kristinn.
56. mín
Inn:Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík) Út:Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Sigurbergur fer meiddur af velli. Þess má geta að Sigurbergur útskrifaðist úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja í gær. Fótbolti.net óskar honum til hamingju með áfangann.
60. mín MARK!
Rúnar Már Sigurjónsson (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Rúnar Már skorar með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Boltinn fer með vindinum neðst í bláhornið. Þetta verður þungur róður fyrir Keflvíkinga núna.
63. mín
Marjan Jugovic með ágætis takta en skot hans fer framhjá.
68. mín
Valsmenn fá vítaspyrnu. Björgólfur Takefusa tók boltann á kassann eftir fyrirgjöf og í kjölfarið fór boltinn í hendina á Haraldi Frey. Garðar gat lítið annað gert en að benda á punktinn.

Kristinn Freyr misnotaði vítaspyrnu gegn Fram í síðasta heimaleik Vals en Rúnar Már fer á punktinn núna.
69. mín Mark úr víti!
Rúnar Már Sigurjónsson (Valur)
Rúnar Már þrumar boltanum af öryggi í netið. Game over, segi ég og skrifa.
70. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
75. mín
Inn:Elías Már Ómarsson (Keflavík) Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
77. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Valur) Út:Matthías Guðmundsson (Valur)
78. mín MARK!
Kolbeinn Kárason (Valur)
Stoðsending: Iain Williamson
Varnarleikur Keflvíkinga í molum. Iain Williamson og Rúnar Már Sigurjónsson fara aleinir og taka stutta hornspyrnu. Williamson röltir síðan inn á vítateiginn og vippar boltanum á Kolbeinn sem skorar með skalla rétt fyrir utan markteiginn. Hrikalegur varnarleikur.
81. mín
Inn:Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
83. mín
Inn:Arnar Sveinn Geirsson (Valur) Út:Björgólfur Takefusa (Valur)
Síðasta skipting Vals.
83. mín Rautt spjald: Samúel Kári Friðjónsson (Keflavík)
Furðulegt atvik. Samúel Kári fær rautt spjald en enginn veit af hverju. Líklegt að um kjaftbrúk hafi verið að ræða. Leikmenn Keflavíkur hópast að Ásgeir Þór Ásgeissyni aðstoðardómara en Garðar Örn skiptir ekki um skoðun og Samúel er rekinn af velli í sínum fyrsta leik í Pepsi-deildinni.
88. mín
Valsmenn halda boltanum gegn 10 Keflvíkingum. Held að allir séu að bíða eftir að Garðar flauti af.
90. mín
1067 áhorfendur á vellinum í dag....einhverjir þeirra þó farnir hei á leið núna.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með mjög sannfærandi sigri Vals. Umfjöllun og viðtöl koma inn á Fótbolta.net innan tíðar.
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('75)
Sigurbergur Elísson ('56)
10. Hörður Sveinsson
25. Frans Elvarsson (f) ('81)

Varamenn:
5. Magnús Þór Magnússon (f) ('81)
20. Magnús Þórir Matthíasson ('56)

Liðsstjórn:
Ómar Jóhannsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Samúel Kári Friðjónsson ('83)