KR
1
1
Breiðablik
0-1
Elfar Árni Aðalsteinsson
'41
Atli Sigurjónsson
'64
1-1
27.05.2013 - 20:00
KR-völlur
Pepsi-deildin
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Maður leiksins: Sverrir Ingi (Breiðablik)
KR-völlur
Pepsi-deildin
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Maður leiksins: Sverrir Ingi (Breiðablik)
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson
('65)
Varamenn:
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
('31)
11. Emil Atlason
('65)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Jónas Guðni Sævarsson ('34)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heldur betur! Nú er það stórleikur hér á KR-velli í fimmtu umferð Pepsi-deildarinnar. KR getur endurheimt toppsæti deildarinnar en liðið hefur ekki stigið feilspor og er með fullt hús stiga.
Blikar hafa tapað bæði fyrir ÍBV og FH og ef þeir tapa gegn KR í kvöld þá eru þeir komnir átta stigum á eftir Vesturbæjarliðinu. Það yrði mikið áfall fyrir liðið sem gaf það út fyrir tímabilið að stefnan væri sett á titilinn.
Úr vefskrá KR:
Félögin hafa leikið einn leik á þessu ári. Blikar unnu 3-1 á gervigrasvelli KR í átta liða úrslitum Lengjubikarsins. Baldur Sigurðsson skoraði fyrir KR en Páll Olgeir Þorsteinsson, Árni Vilhjálmsson og Jökull Elísabetarson skoruðu fyrir Breiðablik.
KR og Breiðablik hafa leikið 52 deildarleiki. KR-ingar hafa sigrað í 26 leikjum, Blikar í 12 leikjum en 14 sinnum hafa félögin gert jafntefli. Markatalan er 81-51 fyrir KR.
Tveir í leikmannahópi Breiðabliks hafa leikið með báðum félögum í efstu deild. Gunnleifur Gunnleifsson lék 36 leiki með KR á árunum 1998 og 1999, þar af 11 í efstu deild. Jökull I Elísabetarson lék 140 leiki með KR á árunum 2001 til 2005, þar af 61 í efstu deild.
Báðir þjálfarar Breiðabliks, Ólafur Helgi Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson, hafa leikið með KR í efstu deild.
Dómgæslan:
Þóroddur Hjaltalín flautar leikinn í kvöld en Sigurður Óli Þórleifsson og Frosti Viðar Gunnarsson eru aðstoðardómarar.
Guðjón Guðmundsson, Gaupi, spáir í spilin:
KR 3-1 Breiðablik
"KR-ingarnir eru bestir þessa dagana, þeir eru með gríðarlega öflugt lið, mikla leikreynslu og Blikarnir þurfa að gera betur en þeir hafa verið að gera í síðustu leikjum en þeir eru hins vegar ekki nógu góðir til að vinna KR í Frostaskjóli og þetta er öruggur sigur KR-inga í vesturbænum og Marka-Baldur mun skora enn eitt markið í deildinni."
Blikar hafa tapað bæði fyrir ÍBV og FH og ef þeir tapa gegn KR í kvöld þá eru þeir komnir átta stigum á eftir Vesturbæjarliðinu. Það yrði mikið áfall fyrir liðið sem gaf það út fyrir tímabilið að stefnan væri sett á titilinn.
Úr vefskrá KR:
Félögin hafa leikið einn leik á þessu ári. Blikar unnu 3-1 á gervigrasvelli KR í átta liða úrslitum Lengjubikarsins. Baldur Sigurðsson skoraði fyrir KR en Páll Olgeir Þorsteinsson, Árni Vilhjálmsson og Jökull Elísabetarson skoruðu fyrir Breiðablik.
KR og Breiðablik hafa leikið 52 deildarleiki. KR-ingar hafa sigrað í 26 leikjum, Blikar í 12 leikjum en 14 sinnum hafa félögin gert jafntefli. Markatalan er 81-51 fyrir KR.
Tveir í leikmannahópi Breiðabliks hafa leikið með báðum félögum í efstu deild. Gunnleifur Gunnleifsson lék 36 leiki með KR á árunum 1998 og 1999, þar af 11 í efstu deild. Jökull I Elísabetarson lék 140 leiki með KR á árunum 2001 til 2005, þar af 61 í efstu deild.
Báðir þjálfarar Breiðabliks, Ólafur Helgi Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson, hafa leikið með KR í efstu deild.
Dómgæslan:
Þóroddur Hjaltalín flautar leikinn í kvöld en Sigurður Óli Þórleifsson og Frosti Viðar Gunnarsson eru aðstoðardómarar.
Guðjón Guðmundsson, Gaupi, spáir í spilin:
KR 3-1 Breiðablik
"KR-ingarnir eru bestir þessa dagana, þeir eru með gríðarlega öflugt lið, mikla leikreynslu og Blikarnir þurfa að gera betur en þeir hafa verið að gera í síðustu leikjum en þeir eru hins vegar ekki nógu góðir til að vinna KR í Frostaskjóli og þetta er öruggur sigur KR-inga í vesturbænum og Marka-Baldur mun skora enn eitt markið í deildinni."
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Það blæs nokkuð hér á KR-vellinum og fréttamannastúkan virkar eins og frystiklefi. Hér er drullukalt.
Fyrir leik
KR-ingar stilla fram sama byrjunarliði og vann öruggan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum. Nokkrar breytingar eru á liði Breiðabliks. Rohde er sestur á bekkinn.
Fyrir leik
Kristján Jónsson á Morgunblaðinu er mættur til starfa. Bolvíska stálið eins og Kristján er jafnan nefndur spáir 1-0 sigri KR.
Fyrir leik
Magnús Agnar umboðsmaður er mættur á völlinn. Hann spáir 1-3 sigri Blika og Árni Vill með tvö. Hlutlaust mat.
Guðni Þ. Guðjónsson, stuðningsmaður KR:
Það er svívirðilegt að bjóða uppá þennan jökulkulda í pepsi
Það er svívirðilegt að bjóða uppá þennan jökulkulda í pepsi
Fyrir leik
Röddin sjálf, vallarþulurinn Páll Sævar, hefur heldur betur farið hamförum í tónlistarvali. Hápunktinum var þó náð þegar hann hlóð í Disarm með Smashing Pumpkins. Siggi Helga mætir í heimsókn í fréttamannastúkuna til að fá frítt kaffi.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Heimamenn í KR byrjuðu með knöttinn. Blikar sækja í átt að félagsheimilinu.
4. mín
KR með skemmtilega útfærslu á aukaspyrnu, Atli Sigurjónsson með baneitraða sendingu inn í teiginn en Blikar bægja hættunni frá á síðustu stundu.
6. mín
Elfar með fyrstu skottilraun Blika en skot hans laflaust og auðvelt viðureignar fyrir Hannes.
7. mín
Áhorfendamætingin í kvöld ekki í samræmi við stærð leiksins. Það er gríðarlega kalt og það fælir líklega frá.
12. mín
Stórhættuleg sending inn á teiginn hjá Blikum þar sem Baldur Sigurðsson var að ógna.
Kristinn Steindórsson:
Trúi ekki að @SverrirIngi sé með hanska þarna inná! gífurleg vonbrigði... hann á að vera harðari en þetta
Trúi ekki að @SverrirIngi sé með hanska þarna inná! gífurleg vonbrigði... hann á að vera harðari en þetta
18. mín
Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, með skemmtileg tilþrif og komst í mjög gott færi. Vel varið hjá Gunnleifi!
21. mín
Kristinn Jónsson með frábæra sendingu á Árna Vilhjálms í teignum. Árni skaut lélegu skoti framhjá. Hefði átt að gera betur.
31. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Út:Brynjar Björn Gunnarsson (KR)
Brynjar orðið fyrir einhverjum meiðslum.
Arnar Daði Arnarsson:
Fór til sjúkraþjálfara í vikunni. Þar voru: Aron Bjarki, Brynjar Björn og Jónas Guðni. #Hnjask #Tæpir #Efstir
Fór til sjúkraþjálfara í vikunni. Þar voru: Aron Bjarki, Brynjar Björn og Jónas Guðni. #Hnjask #Tæpir #Efstir
Sóli Hólm, sjónvarpsþætti Fótbolta.net:
Helvítis bruðl fyrir Rúnar að þurfa reglulega að taka Brynjar Björn af velli i fyrri hálfleik.
Helvítis bruðl fyrir Rúnar að þurfa reglulega að taka Brynjar Björn af velli i fyrri hálfleik.
40. mín
Þessi leikur er ekki að skora hátt hvað skemmtanagildi varðar. En ég var í Ólafsvík í gær svo mér líður eins og ég sé í rússíbana.
41. mín
MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Sverrir Ingi Ingason
Stoðsending: Sverrir Ingi Ingason
BLIKAR KOMNIR YFIR! Umdeilt mark! Virtist sem Sverrir Ingi Sverrisson hefði brotið á Óskari Erni Haukssyni í aðdragandanum. Hann sendi fyrir á Elfar Árna sem skallaði knöttinn í netið. Áhorfendur á bandi KR alls ekki sáttir!
S. Mikael Jónsson:
Ég bölva því sjaldnast þegar KR-ingar fá á sig mark. En þeir voru ILLA sviknir af dómaranum þarna! Klárt brot! #fotbolti
Ég bölva því sjaldnast þegar KR-ingar fá á sig mark. En þeir voru ILLA sviknir af dómaranum þarna! Klárt brot! #fotbolti
Guðmundur Karl:
Átta mig ekki á vælinu í KR-ingum. Eru þeir að kvarta yfir því að Óskar togi í stuttbuxurnar hjá Sverri? #fotbolti #KRvsBlix #krvæll
Átta mig ekki á vælinu í KR-ingum. Eru þeir að kvarta yfir því að Óskar togi í stuttbuxurnar hjá Sverri? #fotbolti #KRvsBlix #krvæll
45. mín
Hálfleikur! Þetta mark hefur hleypt lífi í þetta! Loksins eitthvað til að tala um.
Guðni Þ. Guðjónsson, stuðningsmaður KR:
Þóroddur þú ert sóun á súrefni heimska donk vonandi kafnaru a flautunni i halfleik
Þóroddur þú ert sóun á súrefni heimska donk vonandi kafnaru a flautunni i halfleik
Egill Einarsson, Gillzenegger:
King Doddi JR er ekki að dæma sinn fyrsta leik. Nákvæmlega ekkert að þessu, drullast bara til að standa í lappirnar og hætta þessum dýfum!
King Doddi JR er ekki að dæma sinn fyrsta leik. Nákvæmlega ekkert að þessu, drullast bara til að standa í lappirnar og hætta þessum dýfum!
Ásgeir Börkur Ásgeirsson:
Tveir skemmtilegir miðjumenn að kljást í sjónvarps-leik kvöldsins! Yeoman & Jónas Guðni #duglegir #flinkir #gottcombo
Tveir skemmtilegir miðjumenn að kljást í sjónvarps-leik kvöldsins! Yeoman & Jónas Guðni #duglegir #flinkir #gottcombo
56. mín
Óskar Örn Hauksson með fyrirgjöf og Baldur Sigurðsson með skalla sem var of laus og auðveldur fyrir Gulla.
61. mín
Blikum er oft hrósað fyrir skemmtilegan sóknarleik en hingað til í þessum leik fær varnarleikurinn mesta hrósið.
64. mín
MARK!
Atli Sigurjónsson (KR)
Stoðsending: Guðmundur Reynir Gunnarsson
Stoðsending: Guðmundur Reynir Gunnarsson
Laglegt mark hjá Atla Sigurjónssyni! Fyrirgjöf frá vinstri, Guðmundur Reynir með sendinguna. Boltinn datt fyrir Atla sem tók hann með einni snertingu og skoraði í fjærhornið.
65. mín
Inn:Emil Atlason (KR)
Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Markaskorarinn Atli tekinn af velli. Hlýtur að hafa verið eitthvað meiddur því hann hefur staðið sig vel í kvöld.
84. mín
Emil Atlason með skalla sem sveif naumlega yfir! Mér sýndist þessi bolti stefna inn.
89. mín
Þórður Steinar Hreiðarsson var að taka aukaspyrnu sem kemst á lista yfir fimm vandræðalegustu aukaspyrnur sögunnar. Lýsi henni ekki frekar.
92. mín
DAUÐAFÆRI!!! Frábær tilþrif hjá Rohde sem lék illa á Grétar Sigfinn og Bjarna og komst einn á móti Hannesi!! En skotið ekki nægilega gott og fór í utanverða stöngina. Ótrúlegt.
Byrjunarlið:
4. Damir Muminovic
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Árni Vilhjálmsson
('69)
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson
('75)
77. Þórður Steinar Hreiðarsson
Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
16. Ernir Bjarnason
('75)
17. Elvar Páll Sigurðsson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson
Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Gul spjöld:
Elfar Árni Aðalsteinsson ('81)
Nichlas Rohde ('77)
Ellert Hreinsson ('71)
Kristinn Jónsson ('26)
Rauð spjöld: