City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Benfica
1
1
Man Utd
Oscar Cardozo '24 1-0
1-1 Adnan Januzaj '42
14.09.2011  -  18:45
Estadio do Sport Lisboa e Benfica
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar
Dómari: Damir Skomina
Byrjunarlið:
1. Artur (M)
3. Emerson
4. Luisao
5. Ruben Amorim ('56)
6. Javi Garcia
7. Oscar Cardozo
10. Aimar ('75)
14. Maxi Pereira
20. Nicolas Gaitán ('91)
24. Garay
28. Witzel

Varamenn:
8. Bruno Cesar ('91)
9. Nolito ('56)
12. Yannick Djalo
19. Rodrigo Moreno
21. Matic ('75)
30. Javier Saviola
47. Eduardo (M)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Aimar ('39)
Maxi Pereira ('61)
Nicolas Gaitán ('69)

Rauð spjöld:
93. mín
Leiknum er lokið með 1-1 jafntefli. Úrslitafrétt úr öllum leikjum kvöldsins kemur innan skamms.
91. mín
Inn:Bruno Cesar (Benfica) Út:Nicolas Gaitán (Benfica)
87. mín
Gott færi!! Nolito spænir sig á einhvern hátt í gegnum vörn United en hann er í þröngu færi og hitt r boltann auk þess illa. Skotið fer í hliðarnetið og Spánverjinn er brjálaður út í sjálfan sig.
85. mín
Koilbeinn Sigþórsson mun ekki skora sitt fyrsta Meistaradeildarmark í kvöld. Hann fór út af fyrir Dmitry Bulykin á 81. mínútu í stöðunni 0-0 gegn Lyon.
83. mín
Basel komnir í 2-1 og í þetta skiptið var það nafni minn Alexander Frei sem skoraði úr víti!
80. mín
Bastian Schweinsteiger búinn að koma Bayern í 2-0 gegn Villareal.
79. mín
Tyrkneska liðið Trabzonspor er komið yfir gegn Inter á útivelli! Þess má til gamans geta að Tyrkirnir áttu ekki einu sinni að vera í keppninni, en þeir fengu sæti Benfica.
78. mín
Inn:Phil Jones (Man Utd) Út:Zlatan Ibrahimovic (Man Utd)
77. mín
Gaitan á þrumuskot en Anders Lindegaard ver virkilega vel í hornspyrnu! Daninn er að standa sig býsna vel á milli stanganna!
76. mín
Það tók Aleksandar Kolarov ekki nema fimm mínútur að jafna metin fyrir City gegn Napoli, staðan 1-1. Það væri mjög gaman ef þessi tvö lið spiluðu bæði í heimabúningunum sínum.
75. mín
Inn:Matic (Benfica) Út:Aimar (Benfica)
74. mín
Benfica hafa verið hættulegri aðilinn undanfarna mínútu. Hafa verið nokkuð hættulegir en Lindegaard virðist mun öruggari í markinu heldur en De Gea.
73. mín
Edison Cavani er búinn að koma Napoli yfir gegn Manchester City! Og Gunnleifur, þetta er staðreynd!
69. mín Gult spjald: Nicolas Gaitán (Benfica)
69. mín
Inn:Juan Mata (Man Utd) Út:Shinji Kagawa (Man Utd)
69. mín
Inn:Anthony Martial (Man Utd) Út:Timothy Fosu-Mensah (Man Utd)
66. mín
Ótrúlega vel útfærð skyndisókn hjá Benfica!!! Þeir keyra upp á ógnarhraða og spila sig frábærlega upp völlinn. Að lokum berst sending til Nolito sem nær ágætu skoti en Anders Lindegaard ver virkilega vel frá honum. Þetta hefði orðið geðveikt mark ef þeir hefðu skorað!
65. mín Gult spjald: Michael Carrick (Man Utd)
64. mín
Dauðafæri hjá Giggs!!! Hann fíflar þrjá varnarmenn Benfica upp úr skónum og er kominn einn gegn markmanni, en Artur í markinu ver naumlega frá honum.
63. mín
Vil biðja Gunnleif Gunnleifsson markvörð FH og Benfica stuðningsmann innilegrar afsökunar á því að hafa sagt að heimavöllur Benfica væri sameiginlegur leikvangur þeirra og Sporting. Það er auðvitað alrangt. Leiðrétti í leiðinni að það var ekki nafni minn Alexander Frei sem skoraði fyrir Basel áðan, heldur Fabian Frei.
61. mín Gult spjald: Maxi Pereira (Benfica)
Fyrir brot á Park.
56. mín
Inn:Nolito (Benfica) Út:Ruben Amorim (Benfica)
56. mín
Benfica eru að þjarma ágætlega að United mönnum. Pablo Aimer átti rétt í þessu skot naumlega framhjá.
54. mín
Real Madrid er komið yfir gegn Dinamo Zagreb, en það var Angel Di Maria sem skoraði þetta mark.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Flautað hefur verið til hálfleiks, staðan 1-1.
42. mín MARK!
Adnan Januzaj (Man Utd)
HVÍLÍKT MARK!!! RYAN GIGGS HEFUR JAFNAÐ METIN FYRIR MAN UTD MEÐ ÞRUMUSKOTI! ÞETTA VAR AF DÝRARI GERÐINNI!! HANN HEFUR ENGU GLEYMT, GIGGS!
40. mín
Í hinum leik C-riðils er Basel komið í 1-0 gegn Otelul Galati. Markið skoraði nafni minn og góðvinur, Alexander Frei.
39. mín Gult spjald: Aimar (Benfica)
Pablo Aimer fær að líta fyrsta gula spjald heimamanna fyrir að stöðva Wayne Rooney á groddaralegan hátt.
34. mín
Verð að segja að fyrir minn smekk er þessi nýi varabúningur Man Utd mjög flottur. Annað má hins vegar segja um frammistöðu liðsins það sem af er þessum leik. En þeir eiga nokkrar kanónur á bekknum sem þeir geta sett inn á ef þetta fer ekki að skána.
Heiðar Ingi Helgason
Ætla að vona að Evans hafi borgað sig inn á leikinn eins og aðrir áhorfendur! #amatur #fotbolti
27. mín Gult spjald: Wayne Rooney (Man Utd)
Rooney fær að líta gula spjaldið fyrir mjög litlar sakir.
24. mín MARK!
Oscar Cardozo (Benfica)
OSCAR CARDOZO KEMUR BENFICA YFIR!!! Hann fór hrikalega illa með Johnny Evans og afgreiddi af algerri snilld í vinstra hornið, óverjandi fyrir Lindegaard! Þvílíkt mark!
17. mín
Dauðafæri hjá Benfica! Þeir eiga frábæra sókn, Fabio gerir slæm mistök í vörn United og Gaitán kemst í hörku skotfæri, en skot hans fer framhjá markinu.
10. mín
Benfica menn vilja fá víti þegar Pablo Aimar skýtur í Johnny Evans inni í teignum. Þeir vildu meina að boltinn hefði farið í hendina á honum en ekkert var dæmt.
7. mín
Fyrsta mark kvöldsins er komið. Það skoraði Toni Kroos er hann kom Bayern Munchen í 1-0 gegn Villareal.
7. mín
Leikurinn byrjar nokkuð rólega. Ferguson er klæddur í rándýra stutterma skyrtu, enda með eindæmum heitt í Portúgal. Þessi heimavöllur Benfica er pakkfullur af rauðklæddum stuðningsmönnum. (Ekki United menn samt)
5. mín
Kolbeinn Sigþórsson er í byrjunarliði Ajax sem mætir Lyon í Amsterdam í kvöld. Vonandi setur strákurinn eitt til tvö stykki.
Rúnar Ingimarsson
Hvar er Berbi í kvöld ? #fotbolti #seldur #C-liðið #mufc
Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net
Eðlilegt að ManU gerir átta breytingar á byrjunarliðinu frá 5-0 sigrinum gegn Bolton #vantaralvegbreidd #fótbolti
3. mín
Við minnum fólk sem vill tjá sig um leikinn á Twitter að nota endilega hashtaggið #fotbolti. Vel valdar færslur birtast hér í textalýsingunni.
1. mín
Leikurinn í Portúgal er hafinn! Benfica leika í sínum rauðu búningum en United spilar í blá-svörtum treyjum.
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Benfica og Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Í kvöld fara fram fyrstu leikirnir í riðlum A-D og er þessi viðureign í C riðli. Við munum auk þess birta það helsta úr öðrum leikjum í þessari textalýsingu.
Byrjunarlið:
13. Anders Lindegaard (m)
5. Marcos Rojo
9. Zlatan Ibrahimovic ('78)
10. Wayne Rooney
11. Adnan Januzaj
12. Chris Smalling
16. Michael Carrick
22. Henrikh Mkhitaryan
24. Timothy Fosu-Mensah ('69)
26. Shinji Kagawa ('69)
36. Matteo Darmian

Varamenn:
1. David de Gea (m)
20. Sergio Romero (m)
4. Phil Jones ('78)
8. Juan Mata ('69)
11. Anthony Martial ('69)
17. Daley Blind
25. Antonio Valencia (f)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Wayne Rooney ('27)
Michael Carrick ('65)

Rauð spjöld: