City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Þór
6
7
Stjarnan
0-1 Halldór Orri Björnsson '24
Jóhann Helgi Hannesson '27 1-1
1-2 Baldvin Sturluson '60
Jóhann Helgi Hannesson '90 2-2
2-3 Veigar Páll Gunnarsson '96
Hörður Árnason '115
Jóhann Þórhallsson '117 , víti 3-3
Jóhann Þórhallsson '120 , misnotað víti 3-3
3-4 Ólafur Karl Finsen '120 , víti
Mark Tubæk '120 , misnotað víti 3-4
3-5 Veigar Páll Gunnarsson '120 , víti
Chukwudi Chijindu '120 , víti 4-5
4-6 Halldór Orri Björnsson '120 , víti
Jóhann Helgi Hannesson '120 , víti 5-6
5-6 Martin Rauschenberg '120 , misnotað víti
Sveinn Elías Jónsson '120 , víti 6-6
6-6 Atli Jóhannsson '120 , misnotað víti
Srdjan Rajkovic '120 , misnotað víti 6-6
6-7 Baldvin Sturluson '120 , víti
30.05.2013  -  19:15
Þórsvöllur
Borgunarbikarinn | 32 liða úrslit
Aðstæður: Stórglæsilegar. Sólskin og dúnalogn.
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 581
Maður leiksins: Jóhann Helgi Hannesson
Byrjunarlið:
Orri Freyr Hjaltalín
Andri Hjörvar Albertsson ('7)
5. Atli Jens Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson ('82)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
15. Janez Vrenko
20. Jóhann Þórhallsson

Varamenn:
13. Ingi Freyr Hilmarsson ('82)
14. Hlynur Atli Magnússon

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)

Gul spjöld:
Orri Freyr Hjaltalín ('90)
Jóhann Helgi Hannesson ('6)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið sælir lesendur. Kl. 19:15 leikur Þórs og Stjörnunnar í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Fótbolti.net verður með beina textalýsingu frá leiknum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Þórsarar gera tvær breytingar frá sigurleiknum gegn Fylki. Atli Jens Albertsson og Jóhann Helgi Hannesson fylla skörð Hlyns Atla Magnússonar og Sveins Elíasar Jónssonar sem fara á bekkinn. Orri Freyr Hjaltalín ber fyrirliðabandið hjá Þór. Einnig er Josh Wicks á bekknum eftir að hann varð faðir í gær.

Stjarnan gerir eina breytingu frá sigri sínum gegn Fram. Michael Præst er farinn til Danmerkur vegna fjölskylduástæðna og Baldvin Sturluson tekur sæti hans.
Fyrir leik
Stjörnumenn komust í úrslitaleikinn í fyrra þar sem þeir töpuðu 2-1 fyrir KR. Árið 2011 komust Þórsarar hins vegar í úrslitin þar sem þeir töpuðu 2-0, einnig fyrir KR.
Fyrir leik
Þórsvöllurinn lítur betur og betur út. Orðinn meira grænn núna heldur en "gulhvítur," sem er ekkert nema jákvætt.
Silfurskeiðin
Skeiðin fékk konunglegar móttökur hjá mjolnismenn börger+bjór og allir vinir. #snillingar
Fyrir leik
Dómarari leiksins í dag er Gunnar Jarl Jónsson. Haukur Erlingsson og Sverrir Gunnar Pálmason eru honum til aðstoðar. Bragi Bergmann er síðan eftirlitsmaður.
Fyrir leik
Liðin eru að labba inn á völlinn undir lófaklappi og dramatísku inngöngulagi handvöldu af flameboypro.
1. mín
Gunnar Jarl Jónsson hefur flautað leikinn á.
2. mín
Silfurskeiðin er mætt í stúkuna. Fjórir í harðri keppni við fjölmennt lið Mjölnismanna.
5. mín
Andri Hjörvar meiddur fyrir utan völl. Hreinsaði boltann út af, lagðist niður og bað um skiptingu.
6. mín Gult spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Heimskulegt spjald hjá Jóhanni Helga. Fékk sendingu innfyrir og ákvað að kýla boltann í markið.
7. mín
Inn:Baldvin Ólafsson (Þór ) Út:Andri Hjörvar Albertsson (Þór )
14. mín
Fyrsta skot leiksins. Tubæk með stutta aukaspyrnu á Chuck sem lék á Hörð Árna og náði skoti. Beint á Ingvar í markinu.
16. mín
Sending innfyrir ætluð Chuck sem Ingvar neyðist til að koma út úr teignum og skalla frá.
20. mín
Fyrsta skot Stjörnumanna á Jóhann Laxdal. Langt langt langt framhjá.
24. mín MARK!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Veigar Páll með sendingu innfyrir á Halldór sem skoraði laglega. Lyfti boltanum yfir Rajko í markinu. Unnu boltann á miðjunni eftir varnarmistök Edin Beslija.
25. mín
Fjórir Silfurskeiðarmenn eiga stúkuna í augnablikinu! "Hér kemur Silfurskeiðin" ómar hátt. Á sama augnabliki er Halldór Orri bölvaður klaufi að bæta ekki við öðru marki. Sending frá Garðari og Halldór er einn gegn Rajko en skýtur framhjá úr dauðafæri.
27. mín MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Þór búinn að jafna! Skelfingar varnarvinna hjá Daníel Laxdal sem ætlar að vera yfirvegaður og koma boltanum á Ingvar. Jóhann vann boltann og rúllaði honum í markið.
28. mín
Og nú eru Mjölnismenn að vinna enda fjölmennari. "Jóhann skorar alltaf mörk."
35. mín
Halldór Orri nálægt því að skora úr hornspyrnu. Fór nærrum því upp í skeytinn fjær. Baldvin Sturluson var líka hættulega nálægt því að stanga boltann í netið á fjær.
37. mín
Jói Þórhalls með fyrirgjöf sem var á leiðinni í netið. Ingvar þurfti að teygja sig til að verja.

Eftir hornspyrnuna náði Chuck skoti sem fór rétt framhjá.
38. mín
Ólafur Karl Finsen með hörkuskot sem Rajko ver. Beint á markið. Stjörnumenn ná boltanum, senda hann fyrir á Garðar Jó sem hittir ekki boltann. Afar slappt hjá honum.
42. mín
Baldvin Sturluson með skot fyrir utan teig sem Rajko þurfti að verja. Hornspyrna.
45. mín
Þórsvöllurinn kominn í það gott stand að liðin ná upp spili eftir jörðinni. Jóhann Helgi fékk fínt hálffæri til að skora en skýtur framhjá. Áður höfðu Chuck og Tubæk leikið vel á milli sín.
45. mín
Hálfleikur.
45. mín
Smá uppgjör fyrri hálfleiksins. Stjörnumenn ógnað meira og fengið fleiri og betri hálffæri auk eins dauðafæris. Þórsarar hafa barist vel og átt sína spretti.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
56. mín
Tubæk með sendingu innfyrir á Jóa Þórhalls sem var sloppinn einn í gegn. Flaggaður rangstæður. Blaðamannastúkan er alls ekki sannfærð um að það hafi verið réttur dómur.
60. mín MARK!
Baldvin Sturluson (Stjarnan)
Stoðsending: Daníel Laxdal
Halldór Orri með sendingu fyrir á Daníel Laxdal sem fékk allan tíma heimsins til að athafna sig. Lagði boltann út á Baldvin Sturluson sem skaut. Skotið var ekki fast og nánast beint á markið en sveif einhvernvegin yfir Rajko í markinu. Óhætt að fullyrða að Rajkovic hefði átt að verja.
62. mín
Ólafur Karl Finsen með fast skot sem Rajko ver út í teig. Virðist hafa meitt sig í skotinu og haltrar aðeins um völlinn.
64. mín
Tubæk fíflaði Hörð, sendi fyrir með hægri. Chuck náði einhverjum moldvörpuskalla, svo lág var sendingin, af markteig sem Ingvar varði.
71. mín
Inn:Sveinn Elías Jónsson (Þór ) Út:Edin Beslija (Þór )
72. mín
Allt í einu eru hérna ský en ekki sól, byrjað að rigna aðeins og blása. Íslenska veðrið.
75. mín
Garðar Jó nálægt því að setja sitt fyrsta mark í sumar. Allt í einu eru Þórsarar á móti vindi og Stjarnan er að nýta sér það aðeins. Garðar með skot frá vítateigshorninu yfir Rajko og sentimetrum framhjá markinu.
76. mín
Ólafur Karl Finsen heldur áfram að skjóta. Reynir að nota þessa litlu bleytu og vindinn til að fleyta boltanum eftir jörðinni í markið. Rajko náði að grípa knöttinn.
82. mín
Inn:Ingi Freyr Hilmarsson (Þór ) Út:Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
85. mín
Allur vindur úr leiknum einhvernvegin. Lítið að gerast, Stjörnumenn yfirvegaðir á meðan Þórsarar eru hálfandlausir.
86. mín
Nýbúnn að hallmæla Þórsurum og þá er Jóhann Helgi í ágætis hálf séns. Chuck með góðan sprett, sendir fyrir frá hægri og Jóhann vantar bara herslumuninn að ná almennilega í boltann.
88. mín
Inn:Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan) Út:Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
90. mín
Venjulegur leiktími liðinn.
90. mín MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Stoðsending: Chukwudi Chijindu
ÞETTA STEFNIR Í FRAMLENGINGU! ÞAÐ BENTI EKKERT TIL ÞESS! Á 92. mínútu.

Tubæk með kross og mikill klaufaskapur í vörninni. Jóhann Þórhalls fær boltann inn í teig, leggur hann á Chuck sem tekur boltann niður, leggur hann til hliðar og Jóhann Helgi skorar örugglega af fjærstönginni. Hafði allt pláss alheimsins fyrir sig. Gjöf úr Garðabænum.
90. mín Gult spjald: Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
Stjörnumenn með aukaspyrnu á hættulegum stað. Samt þremur metrum aftar en hún ætti að vera. Tekin á vitlausum stað. Fyrir miðju marki. Veigar Páll tekur spyrnuna. Yfir.
90. mín
Venjulegum leiktíma lokið.
90. mín
Stjörnumenn eiga tvær skiptingar inni og það gæti verið dýrmætt að fá ferska fætur inn.
91. mín
Hér er framlenging að fara í gang. Stjarnan byrjar með boltann.
91. mín
Tubæk með skot af löngu færi. Notar vindinn. Fær krampa strax eftir það. Engin skipting í boði fyrir kallinn samt.
92. mín
Jóhann Þórhalls sendir á Svein Elías sem sendir innfyrir á Jóhann Helga. Einn gegn Ingvari reynir hann að leika á markmanninn sem bjargar stórkostlega. Jóhann Helga langar í þrennuna.
96. mín MARK!
Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Tryggvi Sveinn Bjarnason
Veigar búinn að skora þetta sumarið. Langur bolti fram frá Ingvari, Tryggvi flikkar boltanum áfram á Veigar sem gerir listilega vel. Tekur boltann niður, leikur á tvo varnarmenn og skorar á nærstöngina.
97. mín
Inn:Atli Jóhannsson (Stjarnan) Út:Robert Johan Sandnes (Stjarnan)
Sandnes haltrar útaf. Ólafur Karl Finsen búinn að haltra lengi en fær ekki skiptingu.
99. mín
Tubæk með skot rétt framhjá úr undarlegri Roberto Carlos hornfána stöðu. Setur hann framhjá fjærstönginni.
102. mín
Jóhann Helgi reynir enn við þrennuna. Með skot úr vítateigsboganum eftir horn beint á Ingvar í markinu.
103. mín
Orri Freyr Hjaltalín með skot himinhátt yfir.
104. mín
Hér liggja hinir ýmsu leikmenn á víð og dreif um völlinn og teygja til að losna við krampa. Þar fer Tubæk fremstur í flokki.

Einnig er vert að minnast á að Martin Rauschenberg gerði afar heiðarlega tilraun til að skora sjálfsmark en setti hann framhjá.
105. mín
Hálfleikur í framlengingu.
106. mín
Seinni hálfleikur framlengingar dottinn í gang.
111. mín
Halldór Orri með fáránlegan sprett, nánast einn gegn Rajkovic ákveður hann að leggja boltann til hliðar á Veigar Pál. Rajko eins og köttur komst fyrir boltann og bjargaði málunum.
112. mín
Þórsarar aftur svipaðir og undir lok venjulegs leiktíma. Ógna ekki mikið en töluvert grimmari samt. Leggja allt í sölurnar að reyna að ná inn marki.
114. mín
Veigar Páll er eins og keila inn á vellinum. Hreyfist ekkert. Tubæk er álíka staður.
115. mín
VÍTI!
115. mín Rautt spjald: Hörður Árnason (Stjarnan)
Skallað til baka og klaufaskapur í gangi. Skelfingar kæruleysi í vörninni og tekur Svein Elías niður inn í teig. Víti.
117. mín Mark úr víti!
Jóhann Þórhallsson (Þór )
Öruggt í vinstra hornið. Markmaðurinn í öfugt horn.
118. mín Gult spjald: Baldvin Sturluson (Stjarnan)
119. mín
HVERNIG KLÚÐRAÐI JÓHANN HELGI ÞESSU?

Tubæk með aukaspyrnu, Orri skallar áfram og Jóhann Helgi er einn á fjær. ALEINN. Boltinn samt framhjá. Skil þetta ekki.
120. mín
Stúkan að öskra á Þórsara. Hvetur þá grimmt.

Sveinn Elías með skalla eftir hornspyrnu sem er varin.
120. mín
Jarlinn hefur flautað af. Vítaspyrnukeppni að fara í gang.
120. mín
Vítaspyrnukeppnin fer fram nær Boganum, beint fyrir framan Mjölnismenn. Hinum megin hefði það verið fyrir framan fimm Silfurskeiðar.
120. mín Misnotað víti!
Jóhann Þórhallsson (Þór )
Setur hann í sama horn og áðan nema núna ver Ingvar.
120. mín Mark úr víti!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
120. mín Misnotað víti!
Mark Tubæk (Þór )
Dauðþreyttur Tubæk dreif varla á markið. Ingvar varði vel.
120. mín Mark úr víti!
Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Rajko í öfugt horn. Sama horn og Ólafur valdi.
120. mín Mark úr víti!
Chukwudi Chijindu (Þór )
Ingvar varði hann inn
120. mín Mark úr víti!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
120. mín Mark úr víti!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
120. mín Misnotað víti!
Martin Rauschenberg (Stjarnan)
Rajko ver. Sveinn Elías með seinustu Þórsara spyrnu.
120. mín Mark úr víti!
Sveinn Elías Jónsson (Þór )
120. mín Misnotað víti!
Atli Jóhannsson (Stjarnan)
120. mín Misnotað víti!
Srdjan Rajkovic (Þór )
Nýbúinn að verja frá Atla. Bráðabani.
120. mín Mark úr víti!
Baldvin Sturluson (Stjarnan)
Rajko varði hann í slánna og inn.
Leik lokið!
Stjarnan sigrar í vítaspyrnukeppni.
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen
27. Garðar Jóhannsson ('88)

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
7. Atli Jóhannsson ('97)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Baldvin Sturluson ('118)

Rauð spjöld:
Hörður Árnason ('115)