KR
3
1
Grindavík
Atli Sigurjónsson
'30
1-0
1-1
Jósef Kristinn Jósefsson
'63
Baldur Sigurðsson
'69
2-1
Jónas Guðni Sævarsson
'76
3-1
30.05.2013 - 19:15
KR-völlur
Borgunarbikarinn | 32 liða úrslit
Aðstæður: Völlurinn fínn, veðrið nokkuð kalt en stillt.
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Maður leiksins: Jónas Guðni Sævarsson (KR)
KR-völlur
Borgunarbikarinn | 32 liða úrslit
Aðstæður: Völlurinn fínn, veðrið nokkuð kalt en stillt.
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Maður leiksins: Jónas Guðni Sævarsson (KR)
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
8. Baldur Sigurðsson
('83)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
('64)
8. Jónas Guðni Sævarsson
11. Emil Atlason
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
('87)
23. Atli Sigurjónsson
Varamenn:
9. Kjartan Henry Finnbogason
('87)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Hér mun vera bein textalýsing frá leik KR og Grindavíkur í Borgunarbikar karla.
Fyrir leik
Á bekk Grindavíkur hér til hægri vantar Ægi Þorsteinsson, varamarkvörð og Guðmund Egil Bergsteinsson.
Fyrir leik
KR-ingar gera þrjár breytingar á liði sínu en Bjarni Guðjónsson, Gary Martin og Brynjar Björn Gunnarsson eru teknir út fyrir Hauk Heiðar Hauksson, Þorstein Má Ragnarsson og Emil Atlason.
Fyrir leik
Milan Stefán Jankovic gerir einnig þrjár breytingar á sínu liði. Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Óli Baldur Bjarnason og Alexander Magnúson koma inn fyrir Jordan Edridge, Juraj Grizelj og Alex Frey Hilmarsson.
Fyrir leik
Bæði lið eru á toppi sinna deilda. KR-ingar hafa unnið 4 af fyrstu 5 í Pepsi-deildinni. Grindavík hefur unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni eftir að hafa tapað fyrsta leik og er efst í 1. deildinni með 6 stig úr 3 leikjum.
Fyrir leik
Mikla athygli vekur að Kjartan Henry Finnbogason er í hóp KR í dag. Hann er eins og alþjóð veit búinn að vera meiddur og átti í raun að missa af mstöllu tímabilinu.
Fyrir leik
Smá rigning hefur látið sjá sig nú þegar rúmar 20 mínútur eru í leik. Þar að auki er Rauði Baróninn að dæma. Það stefnir því í hörkuleik.
Fyrir leik
Grindvíkingar koma fullir sjálfstrausts inn í þennan leik eftir 6-1 slátrun á skástrikinu um helgina. Þar skoruðu Scott Ramsey og Magnús Björgvinsson skoruðu tvö mörk hver.
Fyrir leik
Það verður því gaman að fylgjast með Scotty í dag en fáir leikmenn á Íslandi standast honum snúning þegar hann er í formi. KR-ingar minnast stórkostlegs marks hans í Landsbankadeildinni sálugu í 1. umferð árið 2008.
Fyrir leik
Fjórir leikmenn sem spiluðu með KR þann dag eru í liðinu í dag. Það eru Grétar Sigfinnur, Jónas Guðni, Óskar Örn og Guðmundur Reynir. Í hóp Grindavíkur í þeim leik voru Scott Ramsey, Óskar Pétursson og Jóhann Helgason sem er á bekknum í dag.
Fyrir leik
Kjartan Henry er í séræfingum hér í upphituninni. Spurning hvort að hann spili. Ég sé allavega ekki tilganginn með því að hafa hálfmeiddan mann í hóp ef hann spilar ekki neitt.
Fyrir leik
U.þ.b. 10 Grindvíkingar eru mættir í stúkuna og svona 30 KR-ingar. Verður að teljast slappt þegar 10 mínútur eru í leik. Vonum að flestir séu inni að hlýja sér og komi út fljótlega.
Fyrir leik
Siggi Helga er að sjálfsögðu mættur á leikinn og heldur uppi stemmningunni í stúkunni.
6. mín
Grindvíkingar spila 4-4-1-1 með Ramsey og Daníel Leó fyrir aftan Stefán Pálsson. Hafþór á vinstri og Óli Baldur á hægri.
7. mín
KR-ingar búnir að fá 3 aukaspyrnur hægra megin á vellinum þar sem að Atli tekur "in-swing" spyrnur, ekkert komið upp úr þeim þrátt fyrir ágætis fyrirgjafir.
8. mín
Þorsteinn Már er uppi á topp hjá KR, Emil fyrir aftan hann, Atli á hægri kanti eins og í Breiðabliks-leiknum.
11. mín
Hættulegur sprettur upp hægri kantinn hjá Magnúsi Björgvinssyni, þeir fá hornspyrnu upp úr því.
11. mín
Mikill darraðadans er í teignum eftir hornið en Grindvíkingar ná ekki að færa sér það í not.
16. mín
Grindvíkingar leyfa KR-ingum að halda boltanum og reyna að beita skyndisóknum eins og búist var við fyrir leikinn. KR-ingar eru þó ekki að standa sig í því að halda honum.
18. mín
Baldur Sigurðsson hefur átt 3-4 slakar sendingar í upphafi leiks. Byrjar ekki á sannfærandi hátt í þessum leik.
19. mín
Þorsteinn Már í dauðafæri eftir slæm mistök Scott Ramsey á miðjunni. Scotty missti boltann til Baldur Sigurðssonar sem tók á sprett og kom honum fyrir á Þorstein sem átti skot yfir af markteig.
20. mín
Fyrrum Grindvíkingurinn Óskar Örn er eitthvað að kveinka sér, heldur þó áfram leik.
22. mín
Atli Sigurjónsson í ágætis skotfæri rétt fyrir utan teig. Skotið fer hins vegar af varnarmanni rétt yfir. Hornspyrna KR.
23. mín
Magnús Björgvinsson klúðrar sannkölluðu dauðafæri! Datt innfyrir vörn KR við miðjulínuna, tók á sprett en skaut framhjá þar sem að Hannes lokaði markinu vel.
25. mín
Óli Baldur á skot af vítateigshorninu hægra megin sem fer rétt framhjá, minnstu munaði að Hafþór Ægir næði að pota boltanum inn af fjærstönginni.
26. mín
Grindvíkingar eru með öll völd á vellinum þessa stundina. Kr-ingar eiga gríðarlega erfitt með að halda boltanum. Þeir ná í mesta lagi 5 sendingum sín á milli.
30. mín
MARK!
Atli Sigurjónsson (KR)
Algjörlega upp úr þurru! Daníel Leó með hrikaleg mistök á miðjunni er Atli kom á blindu hliðina á honum og rændi af honum boltanum. Óskar stóð framarlega í markinu og Atli skaut fallegu skoti í boga yfir hann.
32. mín
Fyrir markið benti ekkert til þess að KR-ingar myndu skora mark í þessum leik. Spurning hvort að þetta spíti lífi í leik þeirra.
33. mín
Emil Atlason á skalla framhjá eftir fyrirgjöf Óskars Arnar frá vinstri, hefði mátt gera betur, skallinn var frír.
34. mín
Önnur hrikaleg mistök á miðju Grindvíkinga, Baldur Sigurðsson vann boltann og átti skot í stöngina!
36. mín
Emil Atlason í enn einu dauðafærinu. Fékk sendingu innfyrir hrikalega flata vörn Grindavíkur. Fékk nægan tíma en skaut beint í Óskar Pétursson.
38. mín
Og áfram fá KR-ingar dauðafæri! Boltinn barst til Atla Sigurjínssonar í teignum eftir fyrirgjöf Þorsteins Más frá vinstri. Óskar Pétursson varði vel.
43. mín
Leikurinn hefur aðeins róast núna eftir þessar fáránlegu mínútur áðan er KR stjórnuðu ferðinni.
45. mín
Hálfleikur. Nokkuð ljóst að þetta mun reynast Grindvíkingum erfitt. Úr þessu á ég bágt með að sjá þá snúa þessu sér í hag. Sjáum hvað setur!
46. mín
Inn:Juraj Grizelj (Grindavík)
Út:Scott Ramsay (Grindavík)
Scotty náði sér heldur betur ekki á strik í kvöld.
48. mín
Alen Sutej á skalla rétt framhjá eftir eftir hornspyrnu Óla Baldurs frá hægri, hættulegt færi.
54. mín
Stefán Þór Pálsson með frábæran sprett, lék sér að því að fara framhjá Grétari Sigfinni en skot hans fór í þverslánna. Hefði mátt nýta þetta, dauðafæri.
55. mín
Inn:Guðmundur Egill Bergsteinsson (Grindavík)
Út:Alexander Magnússon (Grindavík)
59. mín
Atli Sigurjónsson með góðan sprett og skot, varnarmaður Grindavíkur kemst fyrir. Hornspyrna fyrir KR.
60. mín
Hornspyrnan var tekin stutt á Hauk Heiðar sem átti góða fyrirgjöf á Baldur Sigurðsson sem var á auðum sjó á nærstönginni. Móttakan hans fór hins vegar í hendina á honum og aukaspyrna réttilega dæmd.
63. mín
MARK!
Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Stoðsending: Óli Baldur Bjarnason
Stoðsending: Óli Baldur Bjarnason
KR-ingar missa boltann á miðjunni, Guðmundur Reynir langt út úr stöðu og enginn datt niður í staðinn. Óli Baldur hafði allt pláss í heiminum, skaut í fjærhornið, Hannes varði en Jósef var mættur í frákastið og átti ekki erfitt með að koma boltanum í opið markið.
64. mín
Inn:Gary Martin (KR)
Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Í sömu andrá gerir Rúnar breytingu á sínu liði. Emil og Þorsteinn hafa báðir verið slakir í kvöld.
69. mín
MARK!
Baldur Sigurðsson (KR)
Frábært einstaklingsframtak hjá Baldri, sneri á tvo með góðri hreyfingu og afgreiddi boltann snyrtilega niðrí vinstra hornið.
70. mín
Inn:Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík)
Út:Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Grindavík)
Síðasta skipting Grindvíkinga.
76. mín
MARK!
Jónas Guðni Sævarsson (KR)
Stoðsending: Gary Martin
Stoðsending: Gary Martin
ÞVÍLÍKT MARK! Fyrirgjöf Gary Martin frá vinstri datt út til hans fyrir utan teiginn, hann gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum í samskeytin af 30 metra færi.
80. mín
Baldur Sigurðsson í dauðafæri eftir sendingu innfyrir frá Atla Sigurjónssyni, Óskar varði vel frá honum. Afgreiðslan ekki nægilega góð.
82. mín
Gary Martin fær nú gott færi eftir sendingu inn fyrir frá Óskari Erni. Þröngt færi vinstra megin en Óskar Péturs ver það í horn.
83. mín
Inn:Björn Jónsson (KR)
Út:Baldur Sigurðsson (KR)
Björn fær hér um 7 mínútur til að sanna sig.
87. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
KR-hluti stúkunnar stendur allur upp og fagnar gríðarlega er Kjartan kemur inn.
88. mín
Gary Martin á skalla framhjá úr dauðafæri eftir fallega fyrirgjöf Kjartans Henrys. Hann er strax farinn að láta til sín taka.
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Óli Baldur Bjarnason
Jósef Kristinn Jósefsson
3. Daníel Leó Grétarsson
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Scott Ramsay
('46)
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson
('70)
14. Alen Sutej
17. Magnús Björgvinsson
20. Stefán Þór Pálsson
25. Alexander Magnússon
('55)
Varamenn:
12. Ægir Þorsteinsson (m)
2. Hákon Ívar Ólafsson
('70)
5. Juraj Grizelj
('46)
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Jóhann Helgason
21. Guðmundur Egill Bergsteinsson
('55)
24. Björn Berg Bryde
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: