City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Grindavík
4
1
Tindastóll
Stefán Þór Pálsson '14 1-0
Juraj Grizelj '21 2-0
2-1 Atli Arnarson '25
Jóhann Helgason '62 3-1
Óli Baldur Bjarnason '79 4-1
02.06.2013  -  15:00
Grindavíkurvöllur
1. deild karla
Dómari: Leiknir Ágústsson
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Óli Baldur Bjarnason
Jósef Kristinn Jósefsson
5. Juraj Grizelj
7. Alex Freyr Hilmarsson ('60)
8. Jóhann Helgason
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Scott Ramsay ('80)
14. Alen Sutej
20. Stefán Þór Pálsson
25. Alexander Magnússon ('84)

Varamenn:
2. Jordan Edridge ('84)
3. Daníel Leó Grétarsson ('80)
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson
15. Denis Sytnik ('60)
18. Guðfinnur Þórir Ómarsson
24. Björn Berg Bryde

Liðsstjórn:
Benóný Þórhallsson

Gul spjöld:
Juraj Grizelj ('88)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og verið velkominn í þessa beina textalýsingu frá Grindavíkurvelli.

Tindastóll er hér í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 15:00.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru kominn hér beggja megin við þennan texta. Seb Furness, markvörður Tindastóls, er líklegast meiddur því hann er ekki í hóp í dag.

Denis Sytnik er í fyrsta sinn í hóp Grindavík í dag, en hann kom til liðsins fyrir tímabilið. Hann spilaði með ÍBV í fyrra og er klárlega liðsstyrkur fyrir lið Grindavíkur.
Fyrir leik
Grindavík er í fimmta sæti með sex stig og getur með sigri skotið sér á toppinn. Tindastóll er í sjöunda sæti, stigi á eftir Grindavík. Við búumst því við hörkuleik í dag.
Fyrir leik
Sjálfur er hann bara í bíl á leiðinni til Grindavíkur, þannig ég er ekki klár hvernig veðrið er né hvernig völlurinn lítur út! Ég kem þó með nánari útlistun á því inann skamms.
1. mín
Smá basl á netinu, en leikurinn er farinn af stað!
3. mín
Scott Ramsay með fínt skot úr aukaspyrnu sem Sigurður Hrannar lendir í basli með en nær að slá boltann frá.
14. mín MARK!
Stefán Þór Pálsson (Grindavík)
Stoðsending: Juraj Grizelj
MARK! Eftir stórhættulega aukaspyrnu frá Juraj Grizelj skallaði Stefán Þór boltann í netið á fjærstönginni. Virkilega vel af verki staðið!
17. mín
Eftir vel útfærða sókn hjá Tindastól, slapp Tsonis inn fyrir en Óskar kom út á móti og varði vel.
21. mín MARK!
Juraj Grizelj (Grindavík)
JAHÁ! Beint úr horni. Nýtti sér vindinn frábærlega og setti hann í fjærstöngina og inn. 2-0 og útlitið ekki bjart hjá Tindastól!
25. mín MARK!
Atli Arnarson (Tindastóll)
Augljóst brot í aðdraganda marksins, en Leiknir dæmdi ekki neitt. Atli hirti boltann inni í teig Grindavík og lagði hann framhjá Óskari í markinu.
26. mín
Grindvíkingar voru æfir hvers vegna Leiknir dæmdi ekki brot í teignum og ekki kættust þeir þegar þeir fengu dæmda á sig aukaspyrnu stuttu síðar fyrir nákvæmlega sama brot og hann dæmdi ekki í aðdraganda marksins hjá Tindastól.
31. mín Gult spjald: Ingvi Hrannar Ómarsson (Tindastóll)
Fyrir brot á Alexander Magnússyni. Hefnibrot (staðfest)
35. mín
Atli Arnarson er funheitur þessa daganna. Hann skoraði bæði mörk liðsins í bikarsigri á Hamri í vikunni, og er búinn að skora eina mark liðsins í dag.
38. mín
Dauðafæri hjá Jóhanni Helgasyni eftir hornspyrnu Scott gullfóts Ramsay, en skallinn rétt framhjá markinu.
45. mín
Kominn hálfleikur í Grindavík. Þrjú mörk skoruð og fjörið heldur vonandi áfram í síðari hálfleik!
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
48. mín
Meðal áhorfenda hér í dag eru þjálfararnir Óli Jó, Bjarni Jó, Freyr Alexandersson og fleiri góðir. Orri Freyr Hjaltalín, leikmaður Þórs, er einnig mættur að sjá sína gömlu félaga spila.
56. mín
Scott Ramsay heldur áfram uppteknum hætti að taka stórhættulegar aukaspyrnur. Sigurður Hrannar var vel á verði í markinu og sló boltinn í horn.

Uppúr hornspyrnunni gerðist ekkert.
60. mín
Inn:Denis Sytnik (Grindavík) Út:Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
Denis kemur inná í sínum fyrsta leik fyrir Grindavík.
62. mín MARK!
Jóhann Helgason (Grindavík)
Frábært mark! Jóhann Helgason klippti boltann snyrtilega í netið eftir hornspyrnu Juraj Grizelj.
64. mín
Inn:Ágúst Friðjónsson (Tindastóll) Út:Loftur Páll Eiríksson (Tindastóll)
Arnar Skúli kemur inná fyrir Loft Pál sem hefur átt ágætis leik.
68. mín Gult spjald: Ágúst Friðjónsson (Tindastóll)
Varamaðurinn kominn í svörtu bókina.
70. mín
Inn:Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson (Tindastóll) Út:Arnar Sigurðsson (Tindastóll)
75. mín
Stólarnir hafa fimmtán mínútur til að skora tvö mörk, en eins og lekurinn er að þróast núna er það ekki að fara gerast.
79. mín MARK!
Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
Eftir flottan samleik Juraj og Jósefs Kristins á kantinum gaf Jósef flotta sendingu fyrir markið þar sem Óli Baldur var og kláraði í autt markið.
80. mín
Inn:Fannar Örn Kolbeinsson (Tindastóll) Út:Ágúst Friðjónsson (Tindastóll)
Arnar Skúli farinn aftur útaf.
80. mín
Inn:Daníel Leó Grétarsson (Grindavík) Út:Scott Ramsay (Grindavík)
83. mín
Fín sókn hjá Stólunum sem endar með skalla Tsonis en boltinn beint á Óskar í markinu.
84. mín
Inn:Jordan Edridge (Grindavík) Út:Alexander Magnússon (Grindavík)
88. mín Gult spjald: Juraj Grizelj (Grindavík)
Leik lokið!
Leik lokið. Umfjöllun og viðtöl innan skamms.
Byrjunarlið:
12. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
Ingvi Hrannar Ómarsson
2. Loftur Páll Eiríksson ('64)
5. Edvard Börkur Óttharsson
6. Björn Anton Guðmundsson
7. Atli Arnarson
8. Ruben Resendes
9. Christopher Tsonis
13. Steven Beattie
14. Arnar Sigurðsson ('70)
21. Elvar Páll Sigurðsson

Varamenn:
6. Fannar Örn Kolbeinsson ('80)
16. Konráð Freyr Sigurðsson
19. Rodrigo Morin
23. Kári Eiríksson
25. Ágúst Friðjónsson ('80) ('64)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ágúst Friðjónsson ('68)
Ingvi Hrannar Ómarsson ('31)

Rauð spjöld: