City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
ÍBV
3
1
Fylkir
Víðir Þorvarðarson '15 1-0
Ian Jeffs '22 2-0
Aaron Spear '58 3-0
3-1 Tryggvi Guðmundsson '63
02.06.2013  -  17:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Völlurinn í toppstandi, 4 m/s og flott fótboltaveður!
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 1205
Byrjunarlið:
6. Gunnar Þorsteinsson
11. Víðir Þorvarðarson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
5. Jón Ingason ('69)
22. Gauti Þorvarðarson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Guðjón Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
Gunnar Þorsteinsson ('79)
Jón Ingason ('75)
Bradley Simmonds ('73)
Arnór Eyvar Ólafsson ('8)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og bullandi blessuð á þessum ljúfa sunnudegi.

Hér eftir 50 mínútur eða svo hefst bein textalýsing frá Vestmannaeyjum þar sem viðureign ÍBV & Fylkis fer fram!

Fyrir leik
ÍBV er í 5.sæti með 8 stig og Fylkir er í því 11 með 2 stig.

Tryggvi Guðmundsson og Viðar Örn Kjartansson mæta á sinn gamla heimavöll!
Fyrir leik
Áhorfendur streyma í hópum inn á völlinn!

Tveir vel þekktir eru nú þegar mættir, þeir Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson!
Fyrir leik
Jæja nú eru 10 mínútur til stefnu, byrjunarliðin farin inn í klefa...

Ein pepp-up ræða og leikur er on!
1. mín
Leikurinn er hafinn og eru það fylkismenn sem byrja með tuðruna!
3. mín
Leikurinn byrjar af krafti!

Liðin skipta boltanum á milli sín!
3. mín
Leikurinn byrjar af krafti!

Liðin skipta boltanum á milli sín!
3. mín
Arnór Eyvar á skot af 27 metra færi, boltinn laus og lítil hætta!
4. mín
David James kominn með nýja hárgreiðslu, mjög flott.
7. mín
Bæði lið reyna að búa til eitthvað af færum, gengur brösulega og enda allar sóknir í langskotum!
8. mín Gult spjald: Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV)
Brýtur á Viðari Erni rétt fyrir utan teig, TG9 tekur spyrnuna.
9. mín
Spyrnan er góð! Eyjamenn rétt ná að hreinsa í burtu.
11. mín
Viðar Örn Kjartansson fær flotta stungu frá Tryggva, kemst einn á móti David James og James ver stórglæsilega.. dæmt var rangstöðu löngu á eftir og því hefði þetta ekki talið.
13. mín
What a human being!

Viðar Örn er allt í öllu þessa stundina, tekur boltann niður á lærið og lætur síðan vaða hörkuskoti rétt framhjá! Tryggvi Og Viðar virðast ná mjög vel saman!
15. mín MARK!
Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Stoðsending: Matt Garner
Frábært mark! Fyrsta sókn ÍBV í þessum leik verður að marki.

Matt Garner með frábæran bolta á nærstöng, beint á kollinn á Víði Þorvarðar sem stýrir boltanum ótrúlega vel í nærhornið!
19. mín
Fylkismenn reyna að jafna sig eftir mark sem kom þannig séð upp úr þurru!
20. mín
Gunnar Már vinnur skallabaráttuna rétt fyrir aftan miðju, boltinn dettur á Víði og hann brunar af stað! Reynir síðan skot en það fer rett framhjá!
22. mín MARK!
Ian Jeffs (ÍBV)
Stoðsending: Aaron Spear
Frábær hornspyrna frá Aaron Spear sem Bjarni nær að slá í, en beint á hausinn á Ian Jeffs sem skallar boltann í hornið!
24. mín
Leikurinn mikið búið að breytast, áðan voru það Fylkismenn sem voru líklegri en nú er það ÍBV sem er allt í öllu.. fastir fyrir og sækja stíft!
30. mín
Eyjamenn sækja stíft!
Gunnar Már var rifinn niður inn í teig og vildi víti fyrir, Gunnar Jarl var ekki sammála!
33. mín
Tryggvi týndur, ég vil sjá meira!
39. mín
Eyjamenn eru meira til baka þessa stundina, fylkismenn að koma sér inn í leikinn!
39. mín
Inn:Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir) Út:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
40. mín
Skyndisókn hjá ÍBV, Víðir Þorvarðarson tekur góðan sprett með boltann og lætur síðan vaða rétt fyrir utan teig! Boltinn fer af varnarmanni fylkis og endaði í hornspyrnu! ÍBV fá hornspyrnu
40. mín
Ekkert verður úr þessari sókn og Fylkir heldur boltanum!
45. mín
Gunnar Jarl flautar til hálfleiks þegar að klukkan segir 44 mínútur búnar.. en jæja það er kominn hálfleikur hér á hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.. staðan er 2-0 fyrir ÍBV!

Sjáumst eftir 15 mín ;)
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað!

46. mín
Inn:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Út:Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
48. mín
Eyjamenn fá aukaspyrnu sem Aaron spear tekur, Aaron leggur boltann á Tonny Mawejje og hann lætur vaða! LANGT FRAMHJÁ
51. mín
Kristján Páll gerir vel og kemur sér í gott skotfæri, ætlar að setja boltann í nærhornið en of mikill snúningur og endar hann í hliðarnetinu!
54. mín
Fylkismenn næla sér í hornspyrnu! Tryggvi Guð eins og hann er kallaður í eyjum tekur hana og kemur með stórhættulegan bolta framhjá öllum inn í teig.. vantaði einhvern til að pota boltanum inn!
57. mín
Aaron Spear kemur sér í gott færi inn í teig fylkismanna! Reynir skot með flottum snúning, Bjarni Þórður ver í horn!
58. mín MARK!
Aaron Spear (ÍBV)
Aaron Spear gerir lítið úr Bjarna í markinu og kemur með einhverja flottustu spyrnu sem ég hef séð í sumar! Hann neglir boltanum inn og skorar beint úr hornspyrnunni! Smá vindur með boltanum og endar hann í stönginn inn á fjær!
63. mín MARK!
Tryggvi Guðmundsson (Fylkir)
Stoðsending: Andrés Már Jóhannesson
Andrés Már nýkominn inn á með frábæra sendingu fyrir markið, David James kemur út á móti en rennur! Tryggvi Guðmunds nýtir sér það og skallar boltann yfir andlitið á James! 3-1
66. mín
Inn:Bradley Simmonds (ÍBV) Út:Gunnar Már Guðmundsson (ÍBV)
67. mín
Mikil keyrsla í leiknum þessa stundina, þar sem tæklingar og barátta raða ríkjum!
68. mín
Bradley Simmonds smellir í Tryggva Guðmunds með öxlinni, Tryggvi flýgur á hausinn og persónulega fannst mér þetta vera vítaspyrna.
69. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Aaron Spear (ÍBV)
Aaron Spear sem skoraði 3 mark ÍBV á stórglæsilegan hátt fær ekki meiri tíma í dag, Jón Ingason kemur inná í hans stað. Ungt og efnilegt hér á ferð, mikið kjöt.
73. mín Gult spjald: Bradley Simmonds (ÍBV)
Annað brot hans í leiknum, kemur hratt inn í Kristján ! Verðskuldað spjald
75. mín Gult spjald: Jón Ingason (ÍBV)
Stoppar skyndisókn fylkismanna með hendinni, virkaði óvart hjá peyjanum!
76. mín
Fylkismenn sýna mikla baráttu og ætla sér að sjálfsögðu ekki að leggja árar í bát!
79. mín Gult spjald: Gunnar Þorsteinsson (ÍBV)
Togar í hendina á Tryggva Guð!
83. mín
Aðeins minna að frétt af leiknum þessa stundina, eyjamenn þéttir og verjast vel á meðan Fylkismenn reyna skyndisóknirnar!
87. mín
Tryggvi Guðmunds er svo sannarlega ekki hættur í dag, sendir flotta sendingu fyrir markið þar sem það myndast mikil hætta! Endar þannig að Matt Garner gerir enn betur og neglir boltanum út úr teig!
89. mín
Víðir Þorvarðar reynir skot sem er oft kallað ''bjartsýnisskot''! Endar niður í dal.
89. mín
Kristján á lúmskan bolta fyrir mark eyjamanna, hættulegasta sending fyrir mark í leiknum en aftur bjargar Garner!
90. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Út:Kristján Páll Jónsson (Fylkir)
90. mín
Inn:Ragnar Pétursson (ÍBV) Út:Ian Jeffs (ÍBV)
90. mín
Viðar Örn prjónar sig í gegnum vörn eyjamanna, leggur boltann fyrir á ég veit ekki hvern.. Brynjar Gauti hreinsar!
Leik lokið!
Það er búið að flauta leikinn af hér í eyjum! ÍBV sigrar Fylkir með 3 mörkum gegn 1.

Flottur leikur og mikil harka í dag, ÍBV spilaði vel og verðskuldaði þesssi 3 stig í dag.

Ég þakka fyrir mig! Stay tuned og allt það.
-J.N
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson ('39)
2. Ásgeir Eyþórsson (f) ('46)
4. Andri Þór Jónsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
16. Tómas Joð Þorsteinsson
24. Elís Rafn Björnsson

Varamenn:
10. Andrés Már Jóhannesson ('46)
17. Davíð Þór Ásbjörnsson ('39)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: