KA
0
1
Víkingur R.
0-1
Pape Mamadou Faye
'19
08.06.2013 - 14:00
Akureyrarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: 13°, léttskýjað og 5 m/s
Dómari: Valdimar Pálsson
Akureyrarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: 13°, léttskýjað og 5 m/s
Dómari: Valdimar Pálsson
Byrjunarlið:
29. Sandor Matus (m)
5. Ómar Friðriksson
6. Atli Sveinn Þórarinsson
7. Bjarki Baldvinsson
8. Brian Gilmour
('71)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
20. Mads Rosenberg
('25)
21. Kristján Freyr Óðinsson
25. Carsten Faarbech Pedersen
28. Jakob Hafsteinsson
('81)
33. Ivan Dragicevic
Varamenn:
4. Andrés Vilhjálmsson
10. Bessi Víðisson
('71)
18. Jón Heiðar Magnússon
23. Fannar Freyr Gíslason
Liðsstjórn:
Davíð Rúnar Bjarnason
Gunnar Örvar Stefánsson
Gul spjöld:
Carsten Faarbech Pedersen ('76)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu héðan af Akureyrarvelli þar sem heimamenn í KA taka á móti Víking R.
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikurinn sem fer fram á Akureyrarvelli en síðasti heimaleikur KA fór fram í Boganum. Völlurinn hefur tekið alveg hreint ótrúlegum framförum á síðustu dögum og virðist vera í ágætis standi.
Fyrir leik
Heimamenn hafa ekki byrjað tímabilið vel og eru í 9. sæti með aðeins fjögur stig eftir fjórar umferðir ásamt því að hafa dottið út úr Borgunarbikarnum eftir ósigur gegn Magna sem spilar í þriðju deild.
Fyrir leik
Víkingar eru í fjórða sæti með sjö stig fyrir leik dagsins. Eina breytingin á byrjunarliði frá síðasta leik er sú að Hjalti Már Hauksson fyrrverandi leikmaður KA kemur inn en markavélin Hjörtur Júlíus fær sér sæti á tréverkinu.
1. mín
Valdimar Pálsson flautar leikinn á, heimamenn byrja á því að sækja gegn vindi sem er nú ekki merkilegur.
2. mín
Carsten Pedersen og Pape eru strax byrjaðir að pirrast í hvor öðrum en þó ekkert alvarlegt.
8. mín
Bæði lið eru svona að prófa sig áfram hér í upphafi, völlurinn virðist vera ágætlega þéttur þó að hann gæti alveg verið bæði fallegri og sléttari.
9. mín
Sandor Matus í marki KA alveg hressilega kaldur á því þegar hann sólar Pape eins og ekkert væri eðlilegra í eigin vítateig.
18. mín
Víkingar nálægt því að komast í gott færi en Pape og Taskovic voru meira í því að þvælast fyrir hvor öðrum en að klára færið og því varð ekkert úr þessu annað en horn sem varnarmenn KA komu frá.
19. mín
MARK!
Pape Mamadou Faye (Víkingur R.)
Dofri slapp einn í gegn og skilaði boltanum fyrir markið þar sem Pape hreinlega gat varla annað en rúllað boltanum í opið markið.
19. mín
Heimamenn vilja meina að Dofri hafi verið rangur þegar sendingin kom en það er erfitt að taka undir það, virtist hreinlega vera frábærlega tímasett sending og hlaup.
22. mín
Mads Rosenberg kom útaf og er að fá smá aðstoð frá sjúkraþjálfara KA, virðist allt stefna í skiptingu hjá heimamönnum.
23. mín
Hallgrímur Mar kemst í ágætis færi eftir hnoð en Ingvar Kale í marki Víkinga varði skot Hallgríms nokkuð auðveldlega.
28. mín
Gestirnir vilja fá víti! Pape skallar boltann eftir horn beint í hendina á Ivan Dragicevic af stuttu færi... það hefði alveg verið hægt að dæma víti á þetta.
35. mín
Tæpt! Hallgrímur Mar með skot fyrir utan teig sem fer af varnarmanni og skoppar rétt framhjá tréverkinu, mikill snúningur á boltanum.
38. mín
Aron Elís með skalla að marki en Sandor Matus varði glæsilega í horn! Það var Ivan Dragicevic sem gaf Víkingum þetta færi með afar lélegri sendingu út úr vörn KA.
42. mín
Dauðafæri! Aftur er það Dragicevic sem á lélega sendingu en í þetta sinn slapp Sigurður Egill Lárusson aleinn í gegn en Sandor varði frá honum og svo skaut hann framhjá eftir það, virkilega illa farið með gott færi.
45. mín
Hálfleikur - Gestirnir eru yfir og það verðskuldað enda betra liðið í þessum fyrri hálfleik.
50. mín
Þetta var svo vel gert! Dofri með glæsilega sendingu inn á Pape sem á skot framhjá einn á móti markmanni, Víkingar verða að fara að klára þessi færi!
56. mín
Valdimar Pálsson stoppar leikinn til að tala aðeins við Óla Þórðar sem greinilega sagði eitthvað sem Valdimar var ekkert of ánægður með.
59. mín
Núna eru það heimamenn sem vilja fá víti eftir horn en boltinn virtist fara í hendina á varnarmanni Víkinga en aðstoðardómarinn var ekki sammála því.
65. mín
Hallgrímur Mar með skot framhjá rétt fyrir utan teig eftir að boltinn barst út eftir horn.
66. mín
Taskovic með skot rétt framhjá marki KA, enn og aftur kom færið eftir lélega sendingu frá Dragicevic en drengurinn virðist eiga í stökustu vandræðum með auðveldar sendingar.
71. mín
Inn:Hjörtur Júlíus Hjartarson (Víkingur R.)
Út:Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.)
79. mín
Heimamenn eru aðeins að lifna við sóknarlega enda duglegri að koma boltanum á Hallgrím Mar en sóknarleikur þeirra hingað til hefur verið óspennandi, vægast sagt.
85. mín
Pavlov í ágætis færi eftir horn en skot hans laust og Sandor Matus á auðvelt með að verja.
87. mín
Þvílíkt skot! Hallgrímur Mar með aukaspyrnu af ca. 30 metra færi og smellir honum yfir Ingvar og beint í slá.
89. mín
Heimamenn voru rétt í þessu að velja Sandor Matus sem mann leiksins og það er verðskuldað enda hefur hann haldið KA í leiknum með glæislegum vörslum.
90. mín
Hnoð! Heimamenn með horn og Ingvar Kale missir boltann í miðjum markteignum. Menn falla í allar áttir og allir eru brjálaðir en á endanum er boltanum sparkað úr teignum.
95. mín
Heimamenn fá afar ódýra aukaspyrnu við vítateigshornið á hægri vængnum. Dragicevic kemur boltanum fyrir markið þar sem boltinn fer í gegnum pakkann og í stöngina!
Byrjunarlið:
4. Igor Taskovic
20. Pape Mamadou Faye
21. Aron Elís Þrándarson
('76)
27. Tómas Guðmundsson
Varamenn:
9. Viktor Jónsson
('89)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Dofri Snorrason ('91)
Marko Pavlov ('74)
Tómas Guðmundsson ('16)
Rauð spjöld: