City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Keflavík
1
2
Fram
Magnús Þórir Matthíasson '41
0-1 Hólmbert Aron Friðjónsson '43
0-2 Steven Lennon '56
Sigurbergur Elísson '67 1-2
10.06.2013  -  19:15
Keflavíkurvöllur
Pepsi-deildin
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Maður leiksins: Hólmbert Friðjónsson (Fram)
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('63)
Sigurbergur Elísson
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
12. Bergsteinn Magnússon (m)
5. Magnús Þór Magnússon (f)
10. Hörður Sveinsson ('63)
11. Bojan Stefán Ljubicic ('63)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bojan Stefán Ljubicic ('93)
Arnór Ingvi Traustason ('91)
Haraldur Freyr Guðmundsson ('86)
Benis Krasniqi ('79)
Sigurbergur Elísson ('71)

Rauð spjöld:
Magnús Þórir Matthíasson ('41)
Fyrir leik
Keflavík fær Fram í heimsókn í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld og er þetta fyrsti leikur þeirra bláu undir stjórn Ríkharðs Daðasonar og Auðuns Helgasonar.

Fram situr í áttunda sæti, sætinu fyrir ofan Keflvíkinga. Keflavík vann báða deildarleikina gegn Fram á síðustu leiktíð og heimsóknina til Keflavíkur í fyrra vilja fæstir Framarar væntanlega ræða í þaula. Keflavík vann 5-0 og fylgdi þar eftir ágætum sigri í Laugardalnum í fyrri umferðinni, 2-0.

Breiðhyltingurinn Gunnar Jarl Jónsson dæmir leikinn í kvöld. Honum til aðstoðar með flöggin verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Sigurður Óli Þórleifsson.
Fyrir leik
Ríkharður Daðason gerir enga breytingu á byrjunarliði Fram frá síðasta leik Þorvaldar Örlygssonar sem var sigurleikur gegn Val í bikarnum.

Tvær breytingar eru á byrjunarliði Keflavíkur frá síðasta leik í deildinni sem var gegn Val. Þeir Andri Fannar Freysson og Magnús Þórir Matthíasson koma í staðinn fyrir Samúel Kára Friðjónsson og Hörð Sveinsson.
Fyrir leik
Tónlistin er sett í háan styrk í Bítlabænum. Menn enn í gírnum eftir Keflavík Music Festival. Óli Geir er þó farinn af landi brott og verður ekki meðal áhorfenda í kvöld. Bæði lið hita upp af miklum móð.
Hlynur Valsson, KR-röddin jr:
Rikki Daða hefur ekki ballllzin í þetta, engar breytingar á liðinu...
Fyrir leik
Keflvíkingar eru að frumsýna nýja vallarklukku. Hún er glæsileg og vallarstjórinn bendir á að hún sé flottari en sú sem er á Laugardalsvelli. Ég get tekið undir það.
Fyrir leik
Eftirlitsmaður er Eyjólfur Ólafsson. Hann býst við rólegu kvöldi enda dómaratríóið allt skipað milliríkjadómurum. Dómarinn Gunnar Jarl var reyndar ekki á jólagjafalista Keflvíkinga um tíma en það er allt gleymt og grafið í dag.
Fyrir leik
Tómas Meyer frá Stöð 2 Sport er að sjálfsögðu mættur í sinn annan heimabæ og er hann fullur tilhlökkunar. Þegar ég bað hann um að spá fyrir um leikinn snérist hann í tólf hringi og sagði ómögulegt að spá fyrir um úrslitin.
Fyrir leik
Fyrir áhugasama má sjá nýju vallarklukkuna í Keflavík með því að smella hérna.
Fyrir leik
Fyrir leik voru áhorfendur látnir klappa fyrir Hemma Gunn sem féll frá í síðustu viku. Vallarþulurinn reyndar með ansi slæma tímasetningu og voru liðin enn að labba inn á völlinn þegar hann sagði fólki að klappa.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Rikki Daða spaðalegur á bekknum. Trefill og allur pakkinn.
3. mín
Fyrsta skot leiksins á Steven Lennon úr aukaspyrnu. Laflaust og auðvelt viðureignar fyrir Preece í marki Keflavíkur.
7. mín
Þvílík hætta upp við mark Fram. Magnús Þórir með fyrirgjöf og Marjan Jugovic nálægt því að ná til knattarins.
13. mín
Það er þokkaleg harka í þessum leik í byrjun. Framarar mæta ákveðnir til leiks.
17. mín
Henrik Bödker Stjörnumaður kíkir í fréttamannastúkuna og fær kaffibolla, enda toppmaður mikill. Af leiknum er lítið að frétta, jafnræði með liðunum.
19. mín
Stórhættuleg sókn hjá Fram. Eftir aukaspyrnu datt boltinn inn í teiginn en á síðustu stundu náðu heimamenn að bjarga frá.
22. mín
Rætt er um í fréttamannastúkunni að Rikki Daða sé mjög Mourinho-legur úr fjarska. Silfurrefur.
31. mín
HÖRKUFÆRI! Ögmundur markvörður Fram þurfti að taka á honum stóra sínum til að koma í veg fyrir að Bjarni Hólm myndi skora sjálfsmark, boltinn barst svo út á Frans Elvarsson en Ögmundur bjargaði aftur.
33. mín
SLÁARSKOT! Eftir ótrúlega þvögu í teignum skaut fyrirliðinn Haraldur Freyr Guðmundsson í slánna á marki Fram! Gestirnir stálheppnir þar. Rétt á undan átti Fram stórhættulega skyndisókn en Almarr Ormarsson átti lélega sendingu.
35. mín
Skyndilega er mikið líf í leiknum og sótt á báða bóga.
41. mín Rautt spjald: Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Magnús Þórir missti stjórn á skapi sínu og hrinti Jordan Halsman, bakverði Framara, svo hann féll. Boltinn hafði farið afturfyrir í markspyrnu og þeir voru að kljást. Magnús Þórir sendur í sturtu. Glórulaust hjá honum.
42. mín
DAUÐAFÆRI! Marjan Jugovic skyndilega í dauðafæri en Ögmundur varði.
43. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
Stoðsending: Viktor Bjarki Arnarsson
ÍSINN BROTINN! Hólmbert með flott skot utarlega í teignum sem söng í netinu. Verkefnið orðið býsna strembið fyrir heimamenn. Viktor Bjarki tók boltann með sér.
45. mín
Hálfleikur - Keflavík fékk betri færi í fyrri hálfleiknum en Framarar með forystuna. Rauða spjaldið sem Magnús fékk var þriðja rauða spjaldið sem Keflavík fær á sig í deildinni í sumar.
45. mín
Keflvíkingar voru að taka völdin á vellinum þegar Magnús Þórir missti stjórn á skapi sínu. Stuðningsmenn liðsins eru því skiljanlega ansi pirraðir.
45. mín
Keflvíkingar voru að taka völdin á vellinum þegar Magnús Þórir missti stjórn á skapi sínu. Stuðningsmenn liðsins eru því skiljanlega ansi pirraðir.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
50. mín
Flott sókn Framara. Lennon tók léttan þríhyrning við Hewson, renndi svo boltanum á Almarr sem átti skot en auðvelt viðureignar.
52. mín
Framarar byrja seinni hálfleikinn vel og eru greinilega ákveðnir í að ná öðru marki sem fyrst til að setja sig í öruggari stöðu.
56. mín MARK!
Steven Lennon (Fram)
Stoðsending: Hólmbert Aron Friðjónsson
Fram komið í tveggja marka forystu! Frábær undirbúningur hjá Hólmberti, fór framhjá varnarmönnum Keflavíkur og átti fullkomna sendingu á Lennon sem komst einn gegn Preece. Lennon fór framhjá Preece og setti boltann í stöngina og inn.
60. mín
Fram með öll tök á leiknum þessa stundina. Keflvíkingar orðnir pirraðir.
63. mín
Inn:Hörður Sveinsson (Keflavík) Út:Marjan Jugovic (Keflavík)
63. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
66. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Fram) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (Fram)
67. mín MARK!
Sigurbergur Elísson (Keflavík)
ÞETTA ER ORÐIÐ AÐ LEIK Á NÝ! Sigurbergur Elísson fékk boltann eftir aukaspyrnu og skoraði á afmælisdegi sínum. Breytti um stefnu af varnarmanni og boltinn alveg út við stöng og Ögmundur kom engum vörnum við, stóð kyrr í markinu.
71. mín Gult spjald: Sigurbergur Elísson (Keflavík)
73. mín
Þetta mark hefur hleypt lífi í Keflvíkinga, bæði áhorfendur og leikmennina tíu á vellinum.
75. mín
DAUÐAFÆRI! Varamaðurinn Kristinn Ingi skaut yfir úr dauðafæri eftir góða fyrirgjöf frá Sam Hewson.
79. mín Gult spjald: Benis Krasniqi (Keflavík)
83. mín
Inn:Haukur Baldvinsson (Fram) Út:Almarr Ormarsson (Fram)
85. mín
Kristinn Ingi með skot en beint á Preece, slakt skot. Hann átti að gera betur og veit það sjálfur. Keflavík ekki náð að ógna neitt síðustu mínútur.
86. mín Gult spjald: Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík)
88. mín
Fyrsta sókn Keflvíkinga í langan tíma, fyrirgjöf frá bakverðinum Benis en Hörður náði ekki að teygja sig í knöttinn.
91. mín Gult spjald: Arnór Ingvi Traustason (Keflavík)
92. mín
Keflvíkingur fengu hornspyrnu. Arnór Ingvi tók hana en fyrirgjöfin fór yfir allt og alla, arfadapurt.
93. mín Gult spjald: Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
Leik lokið!
Sigur í fyrsta leik Fram undir stjórn Rikka Daða.
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
11. Almarr Ormarsson ('83)
13. Viktor Bjarki Arnarsson ('66)
28. Bjarni Hólm Aðalsteinsson

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
8. Aron Þórður Albertsson
9. Haukur Baldvinsson ('83)
14. Halldór Arnarsson
23. Benedikt Októ Bjarnason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: