City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Breiðablik
2
0
Víkingur Ó.
Emir Dokara '5
Guðjón Pétur Lýðsson '6 , víti 1-0
Guðjón Pétur Lýðsson '61 , víti 2-0
10.06.2013  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Völlurinn fínn, smá bleyta og smávægilegur vindur.
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 920
Byrjunarlið:
4. Damir Muminovic
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('89)
10. Árni Vilhjálmsson
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('72)

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
16. Ernir Bjarnason ('72)
17. Elvar Páll Sigurðsson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson ('59)
27. Tómas Óli Garðarsson ('89)
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Guðjón Pétur Lýðsson ('69)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Hér mun vera bein textalýsing frá leik Breiðabliks og Víkings Ólafsvíkur í 6. umferð Pepsi-deildar karla.
Fyrir leik
Blikar sitja í 6. sæti með 2 sigra, 1 jafntefli og 2 töp. Þeir myndu vilja hafa náð fleiri stigum en það þarf líka að hafa í huga að þeir hafa leikið við FH, KR og ÍBV. Þrjú fjögurra efstu liða síðasta sumar.
Fyrir leik
Víkingar gera fjórar breytingar frá 2-1 sigri sínum á Álftanesi í síðasta leik. Arnar Már Björgvinsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Brynjar Kristmundsson og Mate Jujilo koma út fyrir Björn Pálsson, Guðmund Magnússon, Alfreð Má Hjaltalín og Eldar Masic.
Fyrir leik
Blikar hins vegar, gera þrjár breytingar frá 4-0 sigri sínum á HK í bikarnum. Þórður Steinar Hreiðarsson, Olgeir Sigurgeirsson og Jökull I. Elísabetarson koma út fyrir Guðjón Pétur Lýðsson, Árna Vilhjálmsson og Andra Rafn Yeoman.
Fyrir leik
Gaman verður að sjá hversu vel verður mætt í Kópavoginn í kvöld, enda stórleikur KR og FH á dagskrá síðar í kvöld.
Fyrir leik
Athyglisvert er að Guðmundur Steinn, fyrirliði Víkinga og Brynjar Kristmundsson eru á bekknum. Þeir hafa báðir byrjað hvern einasta leik í deildinni í sumar. Ljóst að Ejub telur nauðsynlegt að breyta til.
Fyrir leik
Víkingar voru töluvert slakir gegn 4. deildarliði Álftaness í bikarnum þann 30. maí. Þeir voru heppnir að komast áfram þar og ljóst að einhverjar breytingar verða að vera á leik þeirra í kvöld gegn sterku Breiðabliksliði.
Fyrir leik
Liðin koma bæði út á völl nú, þegar að um 40 mínútur eru í leik og hefja upphitun.
Fyrir leik
Arnar Már Björgvinsson má að sjálfsögðu ekki taka þátt í leiknum í kvöld með Víkingum enda lánsmaður frá Breiðabliki.
Fyrir leik
Kristófer Jacobson Reyes er í hóp hjá Víkingum í fyrsta skipti í sumar en hann er enn í 3. flokki. Fæddur á því herrans ári 1997. Það ár var Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, sem stendur að venju í ramma Blika í dag, 22 ára markvörður Vals á Reyðarfirði. Skemmtilegt nokk.
Fyrir leik
Skemmtileg upphitun hjá Breiðabliki þar sem þeir eru 5 gegn 5 að halda bolta innan liðs. Ekki frásögu færandi nema vegna þess að þeir eru með boltann í höndunum en ekki fótunum.
Fyrir leik
Nú eru tíu mínútur í leik og það er að tínast hægt og rólega í stúkuna.
Fyrir leik
Liðin halda nú til búningsklefa og þjálfarar koma að lokaorðum fyrir átökin.
Fyrir leik
Þá halda liðin inn á völlinn leidd af Kristni Jakobssyni dómara leiksins í dag. Að sjálfsögðu hljómar meistari Hemmi Gunn undir.
Fyrir leik
Liðin leika með sorgarbönd til heiðurs Hemma Gunn. Rétt eins og fyrir landsleik Íslands og Slóveníu er einnar mínútu klapp honum til heiðurs.
1. mín
Blikar hefja leik!
1. mín
Blikar spila 4-4-2 í dag. Finnur Orri er í hægri bakverði. Rohde er á hægri kanti, Ellert á þeim vinstri og Elfar Árni og Árni Vilhjálms eru uppi á topp.
4. mín
Víkingar eru einnig að spila 4-4-2. Guðmundur Magnússon og Steinar Már Ragnarsson eru fremstir. Alfreð Hjaltalín á hægri kanti og Eldar Masic á þeim vinstri.
5. mín Rautt spjald: Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Árni Vill felldur er hann er kominn í gegn. Víti og rautt!
6. mín Mark úr víti!
Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Stoðsending: Árni Vilhjálmsson
Guðjón átti háa sendingu innfyrir á Árna sem féll við er hann skaut boltanum yfir markið. Fyrst að Kristinn dæmdi þurfti hann að reka manninn útaf.
8. mín
Þetta kom algjörlega sem þruma úr heiðskíru lofti. Nákvæmlega ekkert hafði gerst í leiknum fram að því þegar að Árni datt innfyrir.
11. mín
Leikurinn fer í samt horf eftir markið. Voðalega lítið er að gerast. Víkingar liggja til baka og Blikar halda boltanum eðlilega betur án þess þó að skapa sér færi.
12. mín
Renee Troost varnarmaður Blika, steinliggur eftir að þrumuskot Eldars Masic fer í hausinn á honum. Hann stendur þó á lappir og ætlar að halda áfram.
19. mín
Blikar eiga erfitt með að halda boltanum þrátt fyrir að vera manni fleiri. Þeir virðast ekki ná neinu flæði í sitt spil.
22. mín
Finnur Orri er nú búinn að reyna u.þ.b. fjórar sendingar inn fyrir úr bakverðinum en engin þeirra hefur gengið upp.
26. mín
Guðjón Pétur á skot úr aukaspyrnu sem fer framhjá.
27. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Víkingur Ó.)
Damir fær gult spjald fyrir hressilega tæklingu.
33. mín
Insa Bohigues Fransisco klobbar Árna Vilhjálmsson við fögnuð Ólafsvíkinga í stúkunni. U.þ.b. það markverðasta sem hefur átt sér stað frá markinu á 6. mínútu.
35. mín
Nicolas Rohde klúðrar dauðafæri. Datt innfyrir eftir að Víkingar höfðu hætt sér of framarlega. Einar Hjörleifsson varði en missti svo boltann sem hafði næstum því með sér hræðilegar afleiðingar. Damir Muminovic kom boltanum þó í burtu.
39. mín
Árni Vilhjálmsson á hrikalega slappt utanfótar skot af um 25 metra færi. Hann hafði sendingarkosti með sér í þokkabót. Slakt hjá Árna.
41. mín
Ellert Hreinsson með gott skot af um 20 metra færi. Rétt framhjá.
42. mín
Elfar Árni í ágætis færi. Á vinstri fótar skot hægra megin í teignum, en fer rétt yfir.
45. mín
Hálfleikur. - Rosalega bragðdaufur fyrri hálfleikur að baki. Víkingar geta lítið gert manni færri og hafa í besta falli sótt á þremur mönnum. Blikar hafa ekki verið góðir og er mikið um misheppnaðar sendingar hjá þeim.
46. mín
Þá hefja Ólsarar síðari hálfleikinn. Vonandi verður boðið upp á betri fótbolta en í fyrri hálfleik.
48. mín
Renee Troost á langskot beint á Einar Hjörleifsson, ég held að allir á vellinum hafi vitað að Troost væri ekki að fara að skora af 30 metra færi.
52. mín
Enn ógnar Troost. Á skalla eftir hornspyrnu Guðjóns Péturs frá hægri, yfir markið.
54. mín
Einhver pirringur er á milli Insa Fransisco og Elfars Árna eftir tæklingu hins fyrrnefnda á Elfar. Kristinn Jakobsson ætlar að kalla þá til sín og líklega gefa þeim báðum tiltal en þeir sættast sín á milli og knúsast. Kristinn hætti þá við að tala við þá. Hjartnæmt augnablik.
55. mín
Guðjón Pétur með slakt skot langt yfir og framhjá af um 25 metrum.
59. mín
Inn:Páll Olgeir Þorsteinsson (Breiðablik) Út:Nichlas Rohde (Breiðablik)
Rohde hefur lítið sýnt.
60. mín
Önnur vítaspyrna fyrir Blika! Elfar Árni potar boltanum framhjá Einari Hjörleifs, Einar fer í hann og ekki annað hægt en að dæma víti. Ekkert spjald.
61. mín Mark úr víti!
Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
Hann skorar aftur í vinstra hornið, hinu megin á vellinum.
66. mín
Blikar stjórna leiknum algjörlega. Eru að spila betur en í fyrri hálfleik en eiga þó enn erfitt með að brjóta aftur varnarmúr Víkinga.
69. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Fyrir brot á Farid Zato.
71. mín Gult spjald: Eldar Masic (Víkingur Ó.)
Fyrir brot á Guðjóni Pétri, aukaspyrna á hættulegum stað.
71. mín
Kristinn Jónsson á ágætis skot í markmannshornið úr spyrnunni. Einar ver í horn.
72. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Breiðablik) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
73. mín
Inn:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.) Út:Eldar Masic (Víkingur Ó.)
81. mín
Allt er með kyrrum kjörum hér í Kópavogi, voðalega lítið að gerast.
83. mín
Inn:Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.) Út:Guðmundur Magnússon (Víkingur Ó.)
Guðmundur kemur útaf í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í deildinni í sumar.
87. mín Gult spjald: Steinar Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
89. mín
Inn:Anton Jónas Illugason (Víkingur Ó.) Út:Steinar Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
89. mín
Inn:Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
90. mín
Leik lokið! Maður hefur séð betri leiki hér í Kópavoginum en 2-0 sigur staðreynd.
Byrjunarlið:
1. Einar Hjörleifsson (m)
Alfreð Már Hjaltalín
4. Damir Muminovic
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
9. Guðmundur Magnússon ('83)
10. Steinar Már Ragnarsson ('89)
13. Emir Dokara
15. Farid Zato
20. Eldar Masic ('73)
25. Insa Bohigues Fransisco

Varamenn:
30. Kaspars Ikstens (m)
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
17. Kristófer Jacobson Reyes
21. Fannar Hilmarsson ('83)
23. Anton Jónas Illugason ('89)

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Steinar Már Ragnarsson ('87)
Eldar Masic ('71)
Damir Muminovic ('27)

Rauð spjöld:
Emir Dokara ('5)