City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Breiðablik
3
1
͍BV
0-1 Shaneka Jodian Gordon '23
1-1 Rosie Sutton '35 , sjálfsmark
Rakel Hönnudóttir '40 2-1
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '82 3-1
14.06.2013  -  18:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Rjómablíða
Dómari: Valdimar Pálsson
Byrjunarlið:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
1. Mist Elíasdóttir (m)
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala ('67)
3. Hlín Gunnlaugsdóttir ('75)
4. María Rós Arngrímsdóttir
9. Gréta Mjöll Samúelsdóttir (F)
10. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('82)
10. Jóna Kristín Hauksdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
2. Lilja Dögg Valþórsdóttir
6. Rakel Ýr Einarsdóttir
7. Hildur Sif Hauksdóttir ('82)
19. Esther Rós Arnardóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir ('75)

Liðsstjórn:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn og velkomin í beina textalýsingu af leik Breiðabliks og ÍBV í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna.
Fyrir leik
Leikurinn hefst á slaginu 18:00 en nokkrar breytingar eru á liðunum.
Fyrir leik
Mist Elíasdóttir kemur í búrið hjá Blikum, en hún var kölluð til baka frá Þrótturum þar sem Birna Kristjánsdóttir meiddist.
Fyrir leik
Rakel Ýr Einarsdóttir kemur þá á tréverkið hjá Blikum og inn kemur Guðrún Arnarsdóttir. Guðrún hefur verið meidd að undanförnu og því fagnaðarefni fyrir lið að fá hana aftur.
Fyrir leik
Hjá ÍBV er mikil blóðtaka. Vesna Smiljkovic er ekki með í dag og ekki heldur Ana Maria Escribano Lopez sem sat hinsvegar á bekknum í síðasta deildarleik. Þórhildur Ólafsdóttir kemur inn.
Fyrir leik
Blikastelpur buðu upp á skemmtun í upphitun. Þórdís Hrönn að æfa nýjan dans fyrir Play Hard sem David Guetta, Ne-Yo og Akon flytja.
Fyrir leik
Núna fer leikurinn að hefjast.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
4. mín
Mikil barátta til að byrja með, verður væntanlega hörkuleikur!
6. mín
Blikar fá aukaspyrnu á góðum stað sem Þórdís Hrönn tekur, en boltinn fer af varnarmanni og aftur fyrir endamörk.
8. mín
Blikastelpur töluvert betri fyrstu mínúturnar. Það styttist í fyrsta mark myndi ég halda.
14. mín
Blikar að skapa sér dauðafæri. Berglind Björg var komin framhjá Bryndísi í markinu, en var of lengi að athafna sig.
15. mín
Shaneka Gordon með svakalegan sprett á hægri vængnum og kemur sér í skotstöðu, en það er slakt og framhjá. Spretturinn og taktarnir frábærir hinsvegar.
16. mín
SHANEKA!!! Frábærlega gert þarna, þar sem Sigríður Lára átti stungusendingu inn á Shaneku. Hún lét vaða á markið, en boltinn fór rétt framhjá. Gestirnir að koma sér inn í leikinn!
23. mín MARK!
Shaneka Jodian Gordon (͍BV)
SHANEKA GORDON!! Þórhildur Ólafsdóttir með sendingu inn fyrir á Shaneku og hún klárar þetta örugglega.
29. mín
ÞVÍLÍK VARSLA!! Rakel Hönnudóttir með skalla eftir sendingu frá Hlín Gunnlaugs, en Bryndís varði í stöng og útaf.
33. mín
Bryndís Jóhannesdóttir fær boltann inn í teig en nær ekki að stýra honum og fer hann því útaf. ÍBV að reyna að bæta við öðru.
35. mín SJÁLFSMARK!
Rosie Sutton (͍BV)
SJÁLFSMARK!! Rakel Hönnudóttir með fyrirgjöfina og Rosie kemur boltanum í eigið net.
38. mín
Berglind Björg féll í teignum og Blikar vildu víti, en Valdimar, dómari, lætur leikinn halda áfram.
40. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
RAKEL AÐ SKORA!! Ég ætla að leyfa mér að setja spurningamerki við þetta mark. Virtist leggja hann fyrir sig með hendinni, en kláraði vel engu að síður.
45. mín
Hálfleikur: 2-1. Blikar 2-1 yfir og það sanngjarnt, hafa sótt meira, en ÍBV átti frábæran tíu mínútna kafla. Það vantar meiri grimmd í þær.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað!
52. mín
Þetta fer rólega af stað. Blikar byrja betur.
61. mín
Þórdís Hrönn tekin niður af Söru Rós, en Þórdís svarar með því að þruma í legginn á henni. Blikar fá aukaspyrnuna.
63. mín
Blikar skoruðu, en þetta var allan daginn rangstaða. Góð sókn samt sem áður, staðan helst óbreytt, 2-1.
65. mín
Það er kominn hiti í þennan leik. Sara Rós og Þórdís að berjast, þetta er fullorðins.
65. mín Gult spjald: Sabrína Lind Adolfsdóttir (͍BV)
67. mín
Inn:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik) Út:Fjolla Shala (Breiðablik)
68. mín
Rakel Hönnu með frábæra fyrirgjöf frá vinstri sem Berglind Björg nær að komast í, en Bryndís heldur þessum bolta.
72. mín
Jón Ólafur kallar aðeins á Valdimar og biður hann um að laga ákveðna hluti, honum ekki til mikillar skemmtunar og spjallar aðeins við hann.
73. mín
Einn stuðningsmaður Blika biður Jón Ólaf um að halda kjafti, umræðan á mjög lágu plani hér á Kópavogsvelli.
75. mín
Inn:Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (͍BV) Út:Þórhildur Ólafsdóttir (͍BV)
75. mín
Inn:Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Hlín Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
80. mín
SHANEKA!! Hún var hársbreidd frá því að jafna, sloppin ein í gegn en Greta Mjöll bjargaði á línu!!
82. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
BERGLIND BJÖRG!! Ingibjörg Sigurðar átti sendingu frá vinstri og inn á Berglindi sem skoraði örugglega.
82. mín
Inn:Hildur Sif Hauksdóttir (Breiðablik) Út:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Breiðablik)
Leik lokið!
3-1 sigur Blika staðreynd. Liðið með 18 stig í öðru sæti en ÍBV með 13 stig í þriðja sæti.
Byrjunarlið:
1. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
3. Sara Rós Einarsdóttir
4. Sabrína Lind Adolfsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir
9. Bryndís Jóhannesdóttir
10. Rosie Sutton
17. Shaneka Jodian Gordon
19. Guðrún Bára Magnúsdóttir
20. Þórhildur Ólafsdóttir ('75)

Varamenn:
12. Karitas Þórarinsdóttir (m)
6. Sandra Erlingsdóttir
13. Nadia Lawrence
15. Bjartey Helgadóttir
16. Maria Davis
18. Tanja Rut Jónsdóttir
23. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir ('75)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sabrína Lind Adolfsdóttir ('65)

Rauð spjöld: