City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fram
4
1
Þór
Hólmbert Aron Friðjónsson '21 1-0
Steven Lennon '30 2-0
2-1 Mark Tubæk '48
Hólmbert Aron Friðjónsson '50 3-1
Hólmbert Aron Friðjónsson '79 4-1
16.06.2013  -  17:00
Laugardalsvöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Rigningarúði og logn
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Áhorfendur: 642
Maður leiksins: Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
11. Almarr Ormarsson ('63)
13. Viktor Bjarki Arnarsson ('66)
28. Bjarni Hólm Aðalsteinsson

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
8. Aron Þórður Albertsson ('82)
9. Haukur Baldvinsson ('66)
14. Halldór Arnarsson
23. Benedikt Októ Bjarnason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Steven Lennon ('85)
Haukur Baldvinsson ('78)
Halldór Hermann Jónsson ('66)
Bjarni Hólm Aðalsteinsson ('35)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Fram og Þórs í 7. umferð Pepsi-deildar karla.

Þetta er fyrsti heimaleikur Framara síðan að Ríkharður Daðason tók við liðinu af Þorvaldi Örlygssyni.

Fram er með átta stig í sjöunda sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag en Þórsarar eru með sex stig í áttunda sætinu.
Fyrir leik
Þórsarar gera tvær breytingar á liðinu síðan í 5-3 tapinu gegn Val. Joshua Wicks, sem átti ekki góðan leik þar, fer á bekkinn og Srdjan Rajkovic tekur stöðu hans í markinu. Sveinn Elías Jónsson fyrirliði Þórs dettur einnig út úr liðinu fyrir Edin Beslija.
Fyrir leik
Ríkharður Daðason stillir upp sama byrjunarliði hjá Fram og í sigrinum á Keflavík í síðustu viku.
Fyrir leik
Hlynur Atli Magnússon varnarmaður Þórs er að mæta sínum gömlu félögum í Fram í dag.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Mjölnismenn eru mættir á völlinn og láta vel í sér heyra með trommuslætti.
2. mín
Mark Tubæk með hörkuskot fyrir utan teig sem Ögmundur slær í horn.
3. mín
Það er rigningarúði og þungt yfir og Jói vallarvörður er búinn að kveikja á flóðljósum í tilefni dagsins.
8. mín
Sam Hewson með þrumuskot fyrir utan teig eftir góða sókn Fram. Skotið er fast en beint á Rajkovic sem slær boltann í horn.
16. mín
Edin Beslija með skot sem fer í Bjarna Hólm Aðalsteinsson. Þórsarar vilja hendi og vítaspyrnu en ekkert er dæmt.
21. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
Stoðsending: Jordan Halsman
VÁ! Hólmbert Aron fær langa sendingu og skorar með þrumuskoti í slána og inn frá vítateigslínu. Frábærlega gert.

Hólmbert lagði boltann fyrir sig með hendinni og Þórsarar eru afar ósáttir en Valgeir dómari lætur markið standa.
25. mín
Besta færi Þórsara hingað til. Jóhann Þórhallsson fær sendingu inn á vítateig en skot hans siglir talsvert framhjá fjærstönginni.
Magnús Valur Böðvarsson:
Stuðningsmenn þórs voru að syngja það heyrist ekki rassgat.eg veit samt ekki til hverra enda varla til framstuðningsmaður lengur
30. mín MARK!
Steven Lennon (Fram)
Stoðsending: Jordan Halsman
Aftur sláin inn! Jordan Halsman með fyrirgjöf frá vinstri og Steven Lennon skallar boltann í slána og inn. 2-0 fyrir Fram og það þarf margt að breytast ef stigin þrjú eiga ekki að enda í Safamýrinni.
Tómas Þór Þórðarson:
Minnsti maðurinn á vellinum skorar með skalla. Þórsvörnin í topp standi.
33. mín
Bjarni Hólm Aðalsteinsson með skot úr aukaspyrnu en boltinn fer framhjá. Framarar eru líklegri til að bæta við en Þórsarar að laga stöðuna.
35. mín Gult spjald: Bjarni Hólm Aðalsteinsson (Fram)
Brýtur á Chuck sem er á leið í skyndisókn.
Sóli Hólm:
Voru þessi þjálfaraskipti hjá Fram bara phucking snilld eða?
Hörður Snævar Jónsson:
Þór þarf að fá 4 nýja varnarmenn inn í glugganum, varnarleikur liðsins er ekki til útflutnings #fotblti
39. mín
Chuck hársbreidd frá því að ná fyrirgjöf Jóhanns Helga í markteignum. Þarna munaði bara skónúmerinu.
40. mín
Þórsarar að lifna við. Jóhann Þórhallsson með skalla framhjá eftir fyrirgjöf frá Inga Frey. ,,Koma svo, við erum miklu betri," öskrar stuðningsmaður Þórs í kjölfarið.
45. mín
Valgeir flautar til leikhlés. Sanngjörn staða í hálfleik, Framarar hafa einfaldlega verið beittari.

Fyrra markið verður þó væntanlega talsvert í umræðunni eftir leik. Annars vegar þar sem að Hólmbert lagði boltann fyrir sig með hendinni og hins vegar fyrir frábært skot hans í slána og inn í kjölfarið.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn.
48. mín MARK!
Mark Tubæk (Þór )
Stoðsending: Orri Freyr Hjaltalín
Game on! Mark Tubæk fær háa sendingu yfir vörn Fram og leggur boltann framhjá Ögmundi. Þórsarar eru komnir aftur inn í þetta.
50. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
Stoðsending: Alan Lowing
Framarar svara strax aftur. Alan Löwing með fyrirgjöf frá hægri sem Hólmbert afgreiðir í netið. Annað mark hans í dag og fjórða mark hans í síðustu þremur leikjum.
51. mín Gult spjald: Mark Tubæk (Þór )
53. mín
Srdjan Rajkovic fer í skógarhlaup í hornspyrnu og boltinn berst á fjærstöngina þar sem Steven Lennon skýtur yfir úr dauðafæri.
53. mín Gult spjald: Jóhann Þórhallsson (Þór )
Fyrir mótmæli.
60. mín
Hólmbert skorar með skalla eftir horn en Valgeir var ekki búinn að flauta svo markið telur ekki.
63. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Fram) Út:Almarr Ormarsson (Fram)
66. mín
Inn:Haukur Baldvinsson (Fram) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (Fram)
66. mín Gult spjald: Halldór Hermann Jónsson (Fram)
70. mín
Varamaðurinn Kristinn Ingi fær færi en skot hans fer beint á Rajkovic í markinu.
Andri Júlíusson:
Þykjast Þórsarar hafa efni à að hafa Svein Elías à bekknum? Þeirra langbesti spilari..
76. mín
Chuck með fína fótavinnu í vítateignum og í kjölfarið á hann skot sem fer í slána og yfir.
78. mín Gult spjald: Haukur Baldvinsson (Fram)
79. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
Stoðsending: Steven Lennon
Fyrsta þrenna sumarsins í Pepsi-deildinni hefur litið dagsins ljós. Ögmundur átti langt útspark á Steven Lennon sem fór illa með varnarmenn Þórs áður en hann sendi boltann á Hólmbert sem skoraði af stuttu færi.
82. mín
Jóhann Helgi kemst í ágætis færi en skot hans fer framhjá. Fimm mörk og nóg af færum hér í Laugardal.
82. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (Fram) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
Hólmbert fær heiðursskiptingu. Aron Þórður kemur inn á í sínum fyrsta leik.
82. mín
Inn:Sveinn Elías Jónsson (Þór ) Út:Edin Beslija (Þór )
85. mín Gult spjald: Steven Lennon (Fram)
Kýlir boltann í burtu í pirringi eftir að hafa verið flaggaður rangstæður.
87. mín
Skothríð hjá Frömurum en Þórsarar ná alltaf að komast fyrir.
Leik lokið!
Leik lokið með sannfærandi 4-1 sigri Fram á Þór. Hólmbert Aron Friðjónsson fór á kostum í leiknum og skoraði fyrstu þrennu sumarsins. Nánari umfjöllun kemur á Fótbolta.net síðar í dag.
Byrjunarlið:
Orri Freyr Hjaltalín
6. Ármann Pétur Ævarsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
14. Hlynur Atli Magnússon
15. Janez Vrenko
20. Jóhann Þórhallsson

Varamenn:
Andri Hjörvar Albertsson
5. Atli Jens Albertsson
21. Kristján Páll Hannesson

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)

Gul spjöld:
Jóhann Þórhallsson ('53)
Mark Tubæk ('51)

Rauð spjöld: