City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Stjarnan
1
0
Keflavík
Ólafur Karl Finsen '29 1-0
16.06.2013  -  20:00
Samsung-völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Logn, skýjað og þurrt.
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 793
Maður leiksins: Daníel Laxdal
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson ('82)
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
17. Ólafur Karl Finsen
27. Garðar Jóhannsson ('84)

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
14. Hörður Árnason ('84)
21. Snorri Páll Blöndal

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Halldór Orri Björnsson ('88)
Veigar Páll Gunnarsson ('58)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið sæl og blessuð og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Garðabæ. Hér í kvöld eigast við Stjarnan og Keflavík í 7.umferð Pepsi-deild karla.
Fyrir leik
Michael Præst og Ólafur Karl Finsen koma inn í byrjunarlið Stjörnunnar í stað Snorra Blöndal og Kennie Chopart.
Fyrir leik
Keflvíkingar gera þrjár breytingar á sínu liði frá tapleiknum gegn Fram í síðustu umferð. Magnús Þórir Matthíasson tekur út leikbann. Marjan Jugovic og Jóhann Birnir fara á bekkinn.

Inn í byrjunarliðið koma þeir Bojan Stefán Ljubicic, Hörður Sveinsson og fyrrum Stjörnumaðurinn, Grétar Atli Grétarsson er í byrjunarliði Keflavíkur í fyrsta sinn í sumar.
Fyrir leik
Það verður líklega mikil stemning í stúkunni í kvöld, þá sérstaklega hjá Silfurskeiðinni. Þeir hafa skemmt sér í allan dag á nýjum Pub í Hafnarfirði, All-in Sportbar og tóku þeir síðan góða skrúðgöngu alla leið í Garðabæ. Þeir fóru semsagt All-in í þetta í dag. Alvöru menn!
Fyrir leik
Grétar Atli er í byrjunarliði Keflavíkur í fyrsta sinn í sumar. Hann var í leikmannahóp Keflavíkur í fyrsta sinn í síðustu umferð en sat á varamannabekknum allan tímann. Nú er hann kominn í byrjunarliðið gegn uppeldisfélaginu sínu.
Fyrir leik
Það er aðeins farið að fjölga í stúkunni, en það mætti þó alveg fjölga. Betur má ef duga skal.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn. Veislan fer að hefjast.
Fyrir leik
Keflvíkingar leika í gulu, byrja leikinn og leika í átt að Hagkaup.
1. mín
Silfurskeiðin er komin í gang, byrja á lagi með Hemma Gunn "Hvað er betra en að dansa..."
6. mín
Byrjar rólega hér fyrstu mínúturnar. Stjarnan þó meira með boltann.
10. mín
Fyrsta markskot leiksins er komið. Hörður Sveinsson með skot en í varnarmann og Ingvar Jónsson ver nokkuð auðveldlega.
11. mín
Fyrsta sókn Stjörnunnar! Halldór Orri vinnur boltann af Keflvíkingum, er í ákjósanlegu skotfæri fyrir utan teig en ákveður að stinga boltanum innfyrir vörn Keflvíkinga. Veigar Páll nær ekki til boltans, vantaði millimeter. Óheppnir Garðbæingar.
19. mín
Rólegt þessa stundina. Bæði lið jafn líkleg.
23. mín
Stjarnan átti innkast, sem var kastað inn í teig, þar hélt Benis Krasniqi varnarmaður Keflavíkur um hausinn á Veigari sem reyndi ekki einu sinni að berjast gegn Benis. Hann var ekki ánægður með Benis.
27. mín
Frans Elvarsson með skot að marki en í Atla Jóhannsson og í horn. Haraldur Freyr missir síðan boltann útaf eftir hornið.
29. mín MARK!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Stoðsending: Veigar Páll Gunnarsson
Fékk boltann inn í teig og agði boltann í fjærhornið, yfirvegað.
38. mín
Ólafur Karl Finsen með skot að marki en í varnarmann og í horn. Ekkert kemur úr horninu.
43. mín
Frábær sókn hjá Keflavík. Grétar Atli með frábæra fyrirgjöf frá hægri en Hörður Sveinsson með afleitan skalla! Aleinn í markteignum en hann virtist bara ekki hitta boltann.
45. mín
Hálfleikur. Stjörnumenn marki yfir á heimavelli. Keflvíkingar voru byrjaðir að spila flottan bolta undir lok fyrri hálfleiks og jafnvel líklegri að skora.

Sjáum hvað setur í seinni hálfleik.
46. mín
Leikurinn fer að byrja að ný. Garðar og Veigar Páll hafa stillt sér upp á miðjunni.
49. mín Gult spjald: Benis Krasniqi (Keflavík)
Fyrsta spjaldið í leiknum. Brot á miðjum vallarhelmingi Keflavíkur. Aukaspyrna í kjölfarið sem Ólafur Finsen skallar yfir.
54. mín
Allir varamenn beggja liða eru farnir að hita upp.
56. mín
Bæði lið eru að sýna lipra taka á miðjum vellinum en þegar nær dregur marki andstæðingana þá virðist vera mikið erfiðara fyrir leikmennina að spila sín á milli.
58. mín Gult spjald: Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Atli Jó. átti góða aukaspyrnu inn í teig Keflavíkur. Veigar Páll var nærri því að skora fyrir Stjörnuna, hann náði hinsvegar ekki til boltans með löglegum hætti, heldur sló hann boltann. Uppskar gult spjald fyrir vikið.
60. mín
Stjarnan meira með boltann þessa stundina, líklegri að bæta við en Keflavík að jafna. Zoran hlýtur að fara breyta liði sínu og bæta aðeins í sóknarleikinn.
64. mín
Inn:Marjan Jugovic (Keflavík) Út:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
64. mín
Inn:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík) Út:Grétar Atli Grétarsson (Keflavík)
66. mín
Jóhann Birnir með frábæran sendingu frá vinstri yfir á hægri, þar var Arnór Ingvi skyndilega kominn innfyrir vörn Stjörnunnar og átti skot úr þröngu færi á nærhornið en Ingvar Jónsson ver meistaralega í horn! Þarna skall hurð nærri hælum.
70. mín
Inn:Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan) Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
73. mín
Atli Jó. með skot rétt framhjá frá markteignum. Engin hætta svosem.
74. mín
Sigurbergur Elísson með skalla framhjá fjærstönginni eftir fyrirgjöf frá vinstri. Máttlaust eins og svo oft áður þegar Keflvíkingar sækja.
76. mín
Halldór Orri í góðu færi inní teig Keflavíkur en David Preece kemur vel á móti og ver vel. Halldór klaufi að gera ekki betur.
79. mín
Nú er sókn Keflavíkur farin að þyngjast. Ná Keflavík að jafna en bæta Stjörnumenn við marki uppúr skyndisókn?
81. mín
Haraldur Freyr með mistök í vörninni, sendir boltann beint í fætur Atla Jó. sem nær skoti en í hliðarnetið.
82. mín
Inn:Baldvin Sturluson (Stjarnan) Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
84. mín
Inn:Hörður Árnason (Stjarnan) Út:Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
86. mín
Inn:Samúel Kári Friðjónsson (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
88. mín Gult spjald: Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
90. mín
Uppbótartíminn eru þrjár mínútur.
91. mín
Athyglisvert að Stjarnan hefur einungis fengið eina hornspyrnu í leiknum. Keflavík ekki nema þrjár. Þetta er að renna út í sandinn hér í Garðabænum. Mínúta eftir.
93. mín
Langt innkast og boltinn dettur fyrir fætur Halldórs Kristins sem nær skoti að marki en Ingvar vel á verði og handsamar boltann.
Leik lokið!
Leik lokið. Markalaust í seinni hálfleik. Mark Ólafs Karls Finsen tryggði Stjörnunni sigurinn hér í Garðabænum í kvöld. Stjarnan heldur áfram að berjast í toppbaráttunni á meðan Keflavík eru í bullandi botnbaráttu.

Viðtöl og umfjöllun síðar í kvöld. Takk fyrir mig.
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Sigurbergur Elísson
10. Hörður Sveinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic ('64)
25. Frans Elvarsson (f) ('86)

Varamenn:
12. Bergsteinn Magnússon (m)

Liðsstjórn:
Jóhann Birnir Guðmundsson

Gul spjöld:
Benis Krasniqi ('49)

Rauð spjöld: