City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Víkingur R.
2
2
Haukar
Aron Elís Þrándarson '19 1-0
Sigurður Egill Lárusson '66 2-0
Marko Pavlov '72
2-1 Brynjar Benediktsson '83
2-2 Brynjar Benediktsson '90
22.06.2013  -  14:00
Víkingsvöllur
1. deildin
Dómari: Halldór Breiðfjörð
Byrjunarlið:
4. Igor Taskovic
12. Halldór Smári Sigurðsson ('67)
21. Aron Elís Þrándarson

Varamenn:
9. Viktor Jónsson
20. Pape Mamadou Faye ('74)
21. Arnþór Ingi Kristinsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hjalti Már Hauksson ('89)
Kristinn Jens Bjartmarsson ('60)
Dofri Snorrason ('55)

Rauð spjöld:
Marko Pavlov ('72)
Fyrir leik
Það er flottur leikur í beinni textalýsingu klukkan 14:00. Víkingur og Leiknir eigast við í 1. deildinni.

Liðin mættust í fyrstu umferð bikarkeppninnar í ár og þá unnu Víkingar sannfærandi 2-0 sigur.

Leikurinn í dag er í sjöundu umferð deildarinnar. Haukar eru í þriðja sæti með 13 stig en Víkingur nartar í hælana með 11 stig.

Hvernig spáir Tómas Meyer á Stöð 2 Sport:
Víkingar vija sýna sig og sanna og eru komnir áfram í bikarnum og ef þeir ætla að blanda sér af alvöru í toppbaráttuna þá verða þeir að landa sigri gegn Haukum. Mín tilfinning er að strákarnir hans Óla Þórðar verða í stuði, klári þetta dæmi og það örugglega 4-1.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Liðinn eru hér að labba inná völlinn. Leikurinn fer senn að hefjast.
Fyrir leik
Mínútuþögn fyrir Ólaf Rafnsson sem lést langt fyrir aldur fram, í Sviss í vikunni. Bæði lið spila með sorgarbönd. Samúðarkveðjur á fjöldskyldu Ólafs og vini.
1. mín
Leikurinn er hafinn! Góða skemmtun.
3. mín
Dofri Snorrason er búinn að krúnuraka sig og skartar glæsilegum skalla hér í dag.
5. mín
Frábær sending hjá Sigurði Agli beint á kollinn á markamaskínunni Hirti Hjartar, en Hjörtur skallar boltann rétt framhjá.
6. mín
Haukar hér stálheppnir. Dofri fer illa með Hilmar Trausta og Hilmar Trausti neyðist til að brjóta. Jóhann, aðstoðardómari, dæmir aukaspyrnu - en Halldór Breiðfjörð var að fara dæma víti. Víkingar voru ekki sáttir, en fengu aukaspyrnu sem ekkert kom úr.
12. mín
Dofri Snorrason með fínt skot eftir samspil við Hirti, en skot Dofra framhjá.
19. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
GAURINN HÆTTIR EKKI AÐ SKORA! Eftir hornspyrnu frá gullfætinum, Sigurði Agli Lárussyni, fór boltinn í slá eftir skalla Arons, en hann var fyrstur að átta sig og pikkaði honum í netið.
23. mín
Aðalfærin koma eftir hornspyrnur hér í dag! Ásgeir Þór með hornspyrnu, en Kristján Ómar þrumar boltanum framhjá. Flestir Haukarar hefðu líklega verið til í að það væri eitthver annar en Kristján Ómar þarna.
27. mín
Hörkuskot hjá Dofra, en boltinn í hliðarnetið!
28. mín
Inn:Brynjar Benediktsson (Haukar) Út:Hilmar Geir Eiðsson (Haukar)
Skipting. Brynjar Ben kemur inná fyrir Hilmar Geir, líklega vegna meiðsla!
29. mín
Frábær sending hjá Guðmundi Sævarssyni, en skallinn frá varamanninum Brynjari, rétt yfir markið!
32. mín Gult spjald: Hilmar Trausti Arnarsson (Haukar)
Dofri var að sleppa í gegn, en var ekki með boltann og línuvörðurinn mat það svo að Hilmar hafi brotið á honum. Ekki viss um að þetta hafi verið rétt, en ég er ekki með arnaraugu, því miður.
33. mín
Taskovic með fínt skot, en Sigmar er vandanum vaxinn í markinu.
34. mín Gult spjald: Hafþór Þrastarson (Haukar)
Fyrir tæklingu.
37. mín
Ásgeir Þór með skot, en hátt yfir markið. Haukarnir að hressast.
42. mín
Ásgeir Örn Hallgrímsson, landsliðsmaður í handbolta, er mættur hérna klæddur sem David James. Verið er að steggja Ásgeir og vinur hans úr landsliðinu, Björgvin Páll, festir þetta allt á kameru.
45. mín
Hálfleikur! Sjáumst í þeim síðari.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
53. mín Gult spjald: Guðmundur Sævarsson (Haukar)
Fyrir að stoppa skyndisókn. Óli Þórðar gaf honum skýr skilaboð og Halldór Breiðfjörð gerði lítið annað en að hlusta.
55. mín Gult spjald: Dofri Snorrason (Víkingur R.)
Fyrir brot á Hilmari Trausta.
56. mín
Inn:Gunnlaugur F. Guðmundsson (Haukar) Út:Kristján Ómar Björnsson (Haukar)
Kristján Ómar tók sprett áðan og fékk aftan í læri.
57. mín
Kale varði frábærlega úr dauðafæri, en þar var Hilmar Rafn sem fékk færið.
60. mín Gult spjald: Kristinn Jens Bjartmarsson (Víkingur R.)
64. mín
Ótrúlegt. Aron Elís með hörkuskot sem Hafþór varði bara innan teigs, en Halldór Breiðfjörð tókst á eitthvern óskiljanlegan hátt að dæma bara aukaspyrnu. Ótrúleg dómgæsla því ég held að allir á vellinum nema dómaratríóið hafi séð að þetta var inní teig.
65. mín
Sigurður Egill með skot úr aukaspyrnunni, en Sigmar vel á verði í markinu.
66. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.)
MARK!! Eftir klafs í teignum, fékk Sigurður Egill boltann, skaut að marki, var ekki fast, en boltinn inni! 2-0 og nú er þetta orðið erfitt fyrir hauka.
67. mín
Inn:Hjalti Már Hauksson (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Hjólareiðamaðurinn Hjalti er kominn inná!
72. mín Rautt spjald: Marko Pavlov (Víkingur R.)
ÞAÐ ER EKKERT ANNAÐ! Tveir fætur á lofti og Halldór kýs að fara þessa leið. Menn missammála í stúkunni og Björn Einarsson lætur Einar Guðmundsson eftirlitsmann í stúkunni vita að þetta var aldrei rautt spjald.
74. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (Haukar) Út:Úlfar Hrafn Pálsson (Haukar)
74. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Víkingur R.) Út:Hjörtur Júlíus Hjartarson (Víkingur R.)
78. mín
Fín fyrirgjöf frá vinstri en skalli Andra Steins beint á markið.
83. mín MARK!
Brynjar Benediktsson (Haukar)
Góð fyrirgjöf, Brynjar réttur maður á réttum stað og klárar færið í stöng og inn. Allt opið!
86. mín
Frábært skot hjá Brynjari Ben, en boltinn hárfínt framhjá! Fáum við jöfnunarmark?
87. mín
Inn:Gunnar Helgi Steindórsson (Víkingur R.) Út:Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.)
Markaskorari og stoðsending. Siggi virkilega góður í dag.
89. mín Gult spjald: Hjalti Már Hauksson (Víkingur R.)
90. mín MARK!
Brynjar Benediktsson (Haukar)
ÞETTA KALLAR MAÐUR ENDURKOMU! Frábær undirbúningur hjá Ásgeiri, Brynjar fékk boltann, skaut í varnarmann og þaðan fór boltinn í netið. Óvíst hvort markið verði skráð á Brynjar.
Leik lokið!
Frábær endurkoma, en Víkingar geta verið hundsvekktir. Ólafur Þórðarson var brjálaður eftir leikinn og hljóp að Halldóri Breiðfjörð dómara leiksins og lét hann heyra það.
Byrjunarlið:
1. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
Hilmar Rafn Emilsson
Hilmar Trausti Arnarsson
Hafþór Þrastarson
10. Hilmar Geir Eiðsson ('28)
20. Hafsteinn Briem
23. Guðmundur Sævarsson
30. Andri Steinn Birgisson

Varamenn:
1. Magnús Þór Gunnarsson (m)
11. Magnús Páll Gunnarsson
17. Gunnlaugur F. Guðmundsson ('56)
19. Brynjar Benediktsson ('28)
22. Björgvin Stefánsson ('74)
22. Alexander Freyr Sindrason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guðmundur Sævarsson ('53)
Hafþór Þrastarson ('34)
Hilmar Trausti Arnarsson ('32)

Rauð spjöld: