City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
ÍA
2
3
Keflavík
0-1 Hörður Sveinsson '13
0-2 Arnór Ingvi Traustason '16
Ármann Smári Björnsson '25 1-2
Jóhannes Karl Guðjónsson '51 2-2
2-3 Magnús Þór Magnússon (f) '84
24.06.2013  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Völlurinn góður og fínar aðstæður
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1123
Maður leiksins: Arnór Yngvi Traustason
Byrjunarlið:
Jóhannes Karl Guðjónsson
Páll Gísli Jónsson
Arnar Már Guðjónsson ('60)
Einar Logi Einarsson
Ármann Smári Björnsson ('86)
10. Jón Vilhelm Ákason ('88)
17. Andri Adolphsson
20. Gylfi Veigar Gylfason

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
19. Eggert Kári Karlsson ('86)
27. Darren Lough

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Aron Ýmir Pétursson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og velkomnir í beina textalýsingu frá leik ÍA og Keflavíkur í áttundu umferð Íslandsmótsins.
Fyrir leik
Um algjöran fallbaráttuslag er að ræða í kvöld. Skagamenn eru í tíunda sæti deildarinnar með þrjú stig en Keflvíkingar eru í níunda sæti deildarinnar með fjögur stig.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst í 121 skipti í opinberum leikjum á vegum KSÍ og hefur ÍA unnið 67 leiki, Keflavík 36 og 18 sinnum hefur leikur endað með jafntefli. Markatalan er einnig ÍA í hag eða 238 mörk gegn 160 mörkum Keflavíkur.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Þóroddur Hjaltalín. Honum til aðstoðar eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Óli Njáll Ingólfsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Þórður Ingi Guðjónsson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús en þau má sjá hér til hliðar.
1. mín
Leikurinn er að hefjast. Keflavík byrjar með boltann.
6. mín
Skagamenn fá hornspyrnu sem Jón Vilhelm Ákason tekur. Boltinn fer í sveig í átt að marki Keflavíkur og David Preece slær boltann aftur fyrir endamörk.
13. mín MARK!
Hörður Sveinsson (Keflavík)
Stoðsending: Magnús Þórir Matthíasson
Keflavík fær hornspyrnu að marki ÍA. Jóhann B. Guðmundsson tekur spyrnuna en boltanum er komið út fyrir vítateig. Þar fær Magnús Þórir Matthíasson boltann og á frekar slakt skot sem stefnir framhjá markinu. Hörður Sveinsson rekur tánna í boltann og kemur boltanum í fjærhornið.
16. mín MARK!
Arnór Ingvi Traustason (Keflavík)
Stoðsending: Jóhann Birnir Guðmundsson
Jóhann B. Guðmundsson leikur með boltann upp vallarhelming ÍA. Varnarmenn fara ekki á móti honum og hann rennir boltanum á Arnór Yngva Traustason sem er einn fyrir framan vítateiginn. Arnór tekur fast skot sem lendir í stönginni og inn, óverjandi fyrir Pál Gísla í markinu.
25. mín MARK!
Ármann Smári Björnsson (ÍA)
Stoðsending: Jón Vilhelm Ákason
Jón Vilhelm Ákason tekur hornspyrnu. Boltinn fer á fjærstöngina þar sem Kári Ársælsson skallar boltann á Ármann Smára Björnsson sem er einn fyrir opnu marki. Skalli hans er varinn meistaralega af David Preece. Boltinn er hreinsaður út fyrir vítateig þar sem Jón Vilhelm Ákason fær boltann aftur. Hann gefur boltann inn í teig þar sem Ármann Smári Björnsson tekur við honum, leikur varnarmann af sér og kemur boltanum í markið.
29. mín
Einar Logi EInarsson tekur aukaspyrnu sem fer inn í vítateig Keflavíkur. Þar skallar Andri Geir Alexandersson boltann fyrir markið og Jóhannes Karl Guðjónsson er óheppinn að ná ekki til boltans og jafna metin.
30. mín
David Preece sendir boltann fram völlinn. Misskilnings gætir milli Páls Gísla Jónssonar og Kára Ársælssonar og Hörður Sveinsson nær í boltann en Páll Gísli nær að bjarga á síðustu stundu.
31. mín
Inn:Benis Krasniqi (Keflavík) Út:Halldór Kristinn Halldórsson (Keflavík)
32. mín
Jóhannes Karl Guðjónsson á sendingu fram völlinn þar sem Ármann Smári Björnsson tekur boltann niður inni í vítateig. Hann snýr sér við og nær góðu skoti sem David Preece ver vel.
45. mín
Jón Vilhelm Ákason með góðan sprett upp vinstri kantinn og kemur með fína sendingu að marki Keflavíkur. Þar er Andri Adolphsson mættur en skot hans fer framhjá markinu.
45. mín
Fyrri hálfleik lokið og Keflavík 1-2 yfir.
46. mín
Seinni hálfleikur að hefjast. Skagamenn byrja með boltann.
48. mín
Jóhannes Karl Guðjónsson á sendingu fram völlinn þar sem Andri Adolphsson fær boltann. Hann leikur boltanum í átt að marki Keflavíkur og nær skot sem fer nokkuð yfir markið.
51. mín MARK!
Jóhannes Karl Guðjónsson (ÍA)
Jóhannes Karl Guðjónsson tekur aukaspyrnu af 35 metra færi. Boltinn syngur efst í markhorninu. Stórkostlegt mark.
55. mín
Jóhannes Karl Guðjónsson með ágætt skot af 30 metra færi en boltinn framhjá markinu.
60. mín
Inn:Dean Martin (ÍA) Út:Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
64. mín
Inn:Elías Már Ómarsson (Keflavík) Út:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
65. mín
Einar Logi Einarsson með gott skot að marki Keflavíkur en David Preece ver af öryggi.
68. mín
Arnór Yngvi Traustason á góðan sprett upp hægri kantinn og kemur boltanum fyrir mark ÍA. Þar er Elías Már Ómarsson einn á markteig en varnarmaður ÍA nær að bjarga skoti hans í horn.
71. mín
Andri Adolphsson með gott skot að marki Keflavíkur en boltinn fór yfir markið.
75. mín
Arnór Yngi Traustason með gott skot að marki ÍA en skot hans fór rétt framhjá stönginni.
83. mín
Inn:Fuad Gazibegovic (Keflavík) Út:Arnór Ingvi Traustason (Keflavík)
84. mín MARK!
Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
Stoðsending: Jóhann Birnir Guðmundsson
Elías Már Ómarsson kemst einn í gegn flata vörn ÍA en Páll Gísli Jónsson bjargar með frábærri markvörslu. Jóhann B. Guðmundsson tekur hornspyrnuna og Magnús Þór Magnússon skorar með skalla af markteig.
86. mín
Inn:Eggert Kári Karlsson (ÍA) Út:Ármann Smári Björnsson (ÍA)
86. mín
Jóhann B. Guðmundsson á fast skot að marki ÍA en Páll Gísli Jónsson ver meistaralega.
88. mín
Inn:Þórður Birgisson (ÍA) Út:Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
90. mín
Leiknum er lokið með 2-3 útisigri Keflvíkinga.
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
10. Hörður Sveinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic ('64)
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
12. Bergsteinn Magnússon (m)
6. Einar Orri Einarsson
13. Unnar Már Unnarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: