Þróttur R.
0
0
Fjölnir
27.06.2013 - 19:15
Valbjarnarvöllur
1. deildin
Aðstæður: 9 stiga hiti, rigning og nánast logn.
Dómari: Leiknir Ágústsson
Valbjarnarvöllur
1. deildin
Aðstæður: 9 stiga hiti, rigning og nánast logn.
Dómari: Leiknir Ágústsson
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Erlingur Jack Guðmundsson
('62)
9. Arnþór Ari Atlason
14. Hlynur Hauksson
21. Sveinbjörn Jónasson
22. Andri Gíslason
('70)
23. Aron Bjarnason
('87)
24. Guðjón Gunnarsson
27. Oddur Björnsson
Varamenn:
25. Snæbjörn Valur Ólafsson (m)
5. Haukur Hinriksson
('62)
9. Andri Björn Sigurðsson
('87)
15. Davíð Sigurðsson
23. Aron Lloyd Green
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Hlynur Hauksson ('87)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Þróttar og Fjölnis í 1. deild karla.
Liðunum hefur gengið illa það sem af er mótinu en sóttu bæði stig í síðustu umferð. Fjölnir vann þá Völsung og Þróttur gerði jafntefli á Selfossi.
Þróttur er í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig úr fyrstu sjö umferðunum.
Fjölnir er í 6. sæti með 10 stig úr sjö leikjum.
Liðunum hefur gengið illa það sem af er mótinu en sóttu bæði stig í síðustu umferð. Fjölnir vann þá Völsung og Þróttur gerði jafntefli á Selfossi.
Þróttur er í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig úr fyrstu sjö umferðunum.
Fjölnir er í 6. sæti með 10 stig úr sjö leikjum.
Fyrir leik
Páll Einarsson þjálfari Þróttar gerir tvær breytingar á liði sínu frá 2-2 jafnteflinu við Selfoss. Haukur Hinriksson og Vilhjálmur Pálmason fara á bekkinn og í þeirra stað eru Andri Gíslason og Erlingur Jack Guðmundsson í byrjunarliðinu.
Hjá Fjölni er Steinar Örn Gunnarsson markvörður ekki í hóp eftir að hafa fengið höfuðhögg í síðasta leik sem var 2-1 sigur á Völsungi og í hans stað kemur Þórður Ingason í markið að nýju. Ómar Hákonarson meiddist í sama leik og er ekki með svo Guðmundur Karl Guðmundsson tekur sæti hans.
Hjá Fjölni er Steinar Örn Gunnarsson markvörður ekki í hóp eftir að hafa fengið höfuðhögg í síðasta leik sem var 2-1 sigur á Völsungi og í hans stað kemur Þórður Ingason í markið að nýju. Ómar Hákonarson meiddist í sama leik og er ekki með svo Guðmundur Karl Guðmundsson tekur sæti hans.
Fyrir leik
20 mínútur í leik og hópur ungra stuðingsmanna Fjölnis eru mættir í stúkuna og farnir að syngja lög til stuðnings þeirra gulu.
Fyrir leik
Leiknir Ágústsson dæmir leikinn í kvöld og honum til aðstoðar eru línuverðirnir Ingi Björn Ágústsson og Snorri Páll Einarsson. Þórður Georg Lárusson er eftirlitsmaður KSÍ.
9. mín
Þetta fer rólega í gang. Fyrsta skot á markið átti Ágúst Örn Arnarson rétt í þessu, laust skot beint í hendurnar á Trausta. Stuttu síðar komst Aron Sigurðsson í fínt skotfæri en skaut framhjá.
11. mín
Þróttur er að sækja líka og hafa fengið tvær hornspyrnur en ekki náð neinu út úr þeim.
18. mín
Trausti varði vel frá Guðmundi Péturssyni af stuttu færi. Guðmundur hafði fengið boltann frá Ágústi Erni á hættulegum stað í teignum.
21. mín
Trausti féll þegar hann ætlaði að spyrna boltanum langt fram völlinn þaðan sem hann stóð til hliðar við vítateiginn og hitti hann því illa og sendi fyrir fætur framherjans Guðmundar Péturssonar sem var einn gegn auðu marki en Trausti náði að taka sprettinn og komast fyrir skotið.
26. mín
Leikmönnum liðanna gengur illa að standa í fæturna á blautum vellinum og falla öðru hvoru á mis mikilvægum stöðum.
27. mín
Ágúst Örn með gott skot í teignum sem Trausti var í smá vandræðum með en hélt á endanum.
30. mín
Aron Bjarnason kom upp vinstri kantinn og skaut að marki Fjölnis en Þórður rétt náði að teygja fótinn í skotið og verja.
33. mín
Aron Sigurðarson gerði mjög vel, lék upp að endamörkum nærri marki Þróttar og sendi út í teiginn á Guðmund Pétursson sem átti ekki nógu gott skot úr góðu færi sem Trausti varði.
34. mín
Aron Bjarnason með skot rétt fyrir utan vítateig Fjölnis sem Þórður mátti hafa sig allan við að verja í horn. Ekkert kom úr hornspyrnunni sem er ein af fjölmörgum hjá heimamönnum í dag.
36. mín
Aron er allt í öllu hjá Þrótti, nú kom hann upp vinstra megin og skaut svo beint á Þórð í markinu og skömmu síðar bjargaði varnarmaður Þrottar í horn eftir annað skot Arons.
39. mín
Aron með þríhyrningsspil við Arnþór Ara og skaut svo að marki til hliðar í teignum en Þórður varði þó hann hafi átt í vandræðum með boltann.
43. mín
Það er búið að rigna allan leikinn, en nú er komin hellidemba. Guðmundur Pétursson féll í teignum rétt áðan en Leiknir dómari gerði rétt með því að flauta eki.
45. mín
Kominn hálfleikur í Laugardalnum og staðan enn markalaust, 0-0, hvorugu liðinu hefur tekist að skora mark.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Leikni dómara liggur ekkert á í kvöld en fyrri hálfleikur hófst 19:18 og sá síðari 20:21. Engar breytingar voru gerðar í hálfleik en völlurinn er enn blautari eftir úrhellisrigninguna.
46. mín
Sveinbjörn fékk sendingu frá Antoni og skaut að marki með varnarmann í sér en framhjá.
56. mín
Fjölnir klúðrar færi. Guðmundur Böðvar sendi fram, Guðmundur Pétursson flikkaði á Aron sem var í góðu færi en skaut í hliðarnetið.
61. mín
Aron með skot sem Þórður réði ekki við, boltinn út í teiginn en varnarmenn Fjölnis komu í veg fyrir að Guðmundur kæmist að boltanum.
Byrjunarlið:
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
10. Aron Sigurðarson
('89)
15. Haukur Lárusson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
Varamenn:
9. Bjarni Gunnarsson
('80)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: