Keflavík
1
3
Þór
0-1
Chukwudi Chijindu
'26
0-2
Jóhann Helgi Hannesson
'45
0-3
Sveinn Elías Jónsson
'85
Arnór Ingvi Traustason
'90
1-3
30.06.2013 - 17:00
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sól og hliðarvindur.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 665
Maður leiksins: Chukwudi Chijindu (Þór)
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sól og hliðarvindur.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 665
Maður leiksins: Chukwudi Chijindu (Þór)
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
('24)
10. Hörður Sveinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic
('61)
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson (f)
Varamenn:
12. Bergsteinn Magnússon (m)
6. Einar Orri Einarsson
('61)
Liðsstjórn:
Sigurbergur Elísson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn. Hér verður bein textalýsing frá leik Keflavíkur og Þórs í 9. umferð Pepsi-deildar karla.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar.
Kristján Guðmundsson heldur sig við sama byrjunarlið og lagði ÍA í síðustu viku.
Joshua Wicks er mættur aftur í markið hjá Þór en hann tekur stöðuna af Srdjan Rajkovic.
Jóhann Þórhallsson meiddist gegn Stjörnunni og er ekki með Þór í dag en Chukwudi Chijindu kemur inn í liðið í hans stað.
Kristján Guðmundsson heldur sig við sama byrjunarlið og lagði ÍA í síðustu viku.
Joshua Wicks er mættur aftur í markið hjá Þór en hann tekur stöðuna af Srdjan Rajkovic.
Jóhann Þórhallsson meiddist gegn Stjörnunni og er ekki með Þór í dag en Chukwudi Chijindu kemur inn í liðið í hans stað.
Fyrir leik
Það er sól í Kefavík en einnig talsverður hliðarvindur. Gæti haft einhver áhrif á spilamennskuna á eftir.
Fyrir leik
Friðrik Dór Jónsson spáði í leiki 9. umferðar fyrir Fótbolta.net. Hann spáir því að Keflvíkingar hafi betur í dag.
,,Það verður áframhaldandi upprisa hjá Keflvíkingum eftir þjálfaraskipti. Þetta verður torsóttur 1-0 heimasigur."
,,Það verður áframhaldandi upprisa hjá Keflvíkingum eftir þjálfaraskipti. Þetta verður torsóttur 1-0 heimasigur."
Fyrir leik
Keflvíkingar eru með rokk á fóninum í upphituninni. Eitthvað sem segir mér að það séu margir rokkarar í þessum tveimur liðum sem eigast hér við í dag.
Fyrir leik
Keflvíkingar eru með alvöru vökvunargræjur sem vökva völlinn núna korteri fyrir leik. Fáum vonandi hraðari og skemmtilegri leik fyrir vikið.
Fyrir leik
Leikurinn í dag er 100. deildarleikur Kristjáns Guðmundssonar sem þjálfari Keflavíkur en það er félagsmet. Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur afhendir honum veglegan blómvönd í tilefni af áfanganum.
Kristján hefur samtals stýrt Keflavík í 126 leikjum í deild, bikar og Evrópukeppni en gamla kempan Kjartan Másson kemur þar á eftir með 122 leiki.
Kristján skokkar upp í stúku með blómin og hleypur síðan yfir í varamannaskýlið. Kallinn léttur á fæti.
Kristján hefur samtals stýrt Keflavík í 126 leikjum í deild, bikar og Evrópukeppni en gamla kempan Kjartan Másson kemur þar á eftir með 122 leiki.
Kristján skokkar upp í stúku með blómin og hleypur síðan yfir í varamannaskýlið. Kallinn léttur á fæti.
1. mín
Fasteignasalinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson er búinn að flauta leikinn á. Vonandi fáum við nóg af mörkum og mikið fjör.
3. mín
Hörður Sveinsson á fyrstu marktilraunina en skalli hans fer upp í vindinn og ógnar ekki marki Þórs.
15. mín
Keflvíkingar eru talsvert sprækari. Hörður Sveinsson fær færi í teignum en hittir boltann ekki almennilega.
24. mín
Inn:Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Út:Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
Magnús Þór lýkur keppni vegna meiðsla. Kristján sendir framherjann unga Elías á á vettvang og ætlar greinilega að nýta tækifærið og blása ennþá frekar til sóknar.
26. mín
MARK!
Chukwudi Chijindu (Þór )
Stoðsending: Jóhann Helgi Hannesson
Stoðsending: Jóhann Helgi Hannesson
Þórsarar komast yfir þvert gegn gangi leiksins. Eftir skyndisókn sendir Jóhann Helgi boltann með jörðinni af hægri kantinum inn á Chuck sem er aleinn á markteignum og á ekki í vandræðum með að skora.
30. mín
Þetta var fjórða mark Chuck í Pepsi-deildinni í sumar. Sá ætlar að reynast Þórsurum drjúgur.
35. mín
Elías Már í hörkufæri eftir fína sókn Keflvíkinga en Joshua Wicks ver með tilþrifum í horn.
36. mín
Elías Már og Hörður leika tveir fremstir hjá Keflavík eftir að Magnús fór af velli en Arnór Ingvi hefur dregið sig aftar á miðjuna.
37. mín
Chuck í fínu skallafæri eftir aukaspyrnu Mark Tubæk en skallinn fer beint á Preece í markinu.
42. mín
Inn:Benis Krasniqi (Keflavík)
Út:Halldór Kristinn Halldórsson (Keflavík)
Önnur skipting vegna meiðsla hjá Keflavík. Halldór var tæpur fyrir leik og hann getur ekki haldið áfram.
45. mín
MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Stoðsending: Chukwudi Chijindu
Stoðsending: Chukwudi Chijindu
Þórsarar auka forskotið á lokamínútu fyrri hálfleiks. Chuck leikur á Magnús Þóri Matthíasson og á hörkuskot sem David Preece ver. Jóhann Helgi er fyrstur á vettvang og skorar í autt markið af stuttu færi.
45. mín
Hálfleikur.
Keflvíkingar hafa verið meira með boltann og átt fleiri skot á markið en það er ekki spurt að því í fótbolta. Staðan er 2-0 fyrir Þórsurum en Chuck og Jóhann Helgi hafa refsað Keflvíkingum í tvígang fyrir slakan varnarleik.
Keflvíkingar hafa verið meira með boltann og átt fleiri skot á markið en það er ekki spurt að því í fótbolta. Staðan er 2-0 fyrir Þórsurum en Chuck og Jóhann Helgi hafa refsað Keflvíkingum í tvígang fyrir slakan varnarleik.
Birgir H. Stefánsson:
Var það nokkuð Óli Geir sem bókaði sigur Keflavíkur á Þór í dag? #fotbolti
Var það nokkuð Óli Geir sem bókaði sigur Keflavíkur á Þór í dag? #fotbolti
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn og hann byrjar á hörkusókn hjá Þórsurum sem ná þó ekki skoti á markið.
49. mín
Þórsarar byrja síðari hálfleikinn af miklum krafti. Mark Tubæk hefur sýnt fína takta í dag og hann átti hér skot af löngu færi sem David Preece varði vel til hliðar.
51. mín
Hörður Sveinsson með fyrsta færi Keflavíkur í síðari hálfleik en Joshua Wicks grípur skalla hans.
56. mín
Darraðadans í markteignum eftir hornspyrnu Keflvíkinga en Þórsarar ná að hreinsa á endanum.
61. mín
Inn:Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Út:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
Fyrsti leikur Einars Orra í sumar en hann hefur verið meiddur í um það bil hálft ár.
65. mín
Keflvíkingar sækja meira á meðan Þórsarar liggja til baka og beita skyndisóknum.
66. mín
Hinn 18 ára gamli Elías Már leikur á Andra Hjörvar Albertsson og kemst í færi en Wicks ver.
67. mín
Inn:Srdjan Rajkovic (Þór )
Út:Joshua Wicks (Þór )
Wicks hefur verið öflugur í dag en hann haltrar hér út af meiddur. Srdjan Rajkovic kemur í markið í hans stað en hann var í markinu í síðasta leik gegn Stjörnunni.
67. mín
Inn:Atli Jens Albertsson (Þór )
Út:Hlynur Atli Magnússon (Þór )
Önnur skipting sem er líklega vegna meiðsla. Bræðurnir Andri Hjörvar og Atli Jens leika núna saman í hjarta varnarinnar hjá Þór.
70. mín
Magnað atvik! Haraldur Freyr miðvörður Keflvíkinga var kominn í sóknina og gaf sendingu fyrir utan vítateig sem fór í Guðmund Ársæl dómara.
Þórsarar náðu boltanum og Sveinn Elías Jónsson fékk sendingu inn fyrir flata vörn Keflavíkur. Preece bjargaði hins vegar Keflvíkingum, og Guðmundi Ársæli, með því að verja.
Þórsarar náðu boltanum og Sveinn Elías Jónsson fékk sendingu inn fyrir flata vörn Keflavíkur. Preece bjargaði hins vegar Keflvíkingum, og Guðmundi Ársæli, með því að verja.
72. mín
Elías Már er nokkrum sinnum búinn að gera sig líklegan og nú á hann skot eftir hornspyrnu sem fer rétt framhjá. Þung pressa Keflvíkinga.
76. mín
Inn:Edin Beslija (Þór )
Út:Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Jóhann Helgi skilað fínu dagsverki.
85. mín
MARK!
Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Þórsarar klára þennan leik endanlega. Orri Freyr sendir boltann inn fyrir vörn Keflavíkur og Sveinn Elías leikur á Preece áður en hann rennir boltanum í netið. Varnarleikur Keflvíkinga ekki góður þarna.
90. mín
Arnór Ingvi með skot sem Rajkovic ver vel. Keflvíkingar virðast ekki ætla að komast á blað í dag.
90. mín
MARK!
Arnór Ingvi Traustason (Keflavík)
....jú Keflvíkingar ná að skora. Arnór Ingvi með frábært einstaklingsframtak.
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Andri Hjörvar Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
('76)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
14. Hlynur Atli Magnússon
('67)
Varamenn:
5. Atli Jens Albertsson
('67)
15. Janez Vrenko
18. Jónas Sigurbergsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Guiseppe P Funicello ('11)
Rauð spjöld: