City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fram
1
1
Breiðablik
Jordan Halsman '36 1-0
1-1 Olgeir Sigurgeirsson '84
30.06.2013  -  19:15
Laugardalsvöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Gunnleifur Gunnleifsson
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
9. Haukur Baldvinsson
11. Almarr Ormarsson ('46)
13. Viktor Bjarki Arnarsson
14. Halldór Arnarsson

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
8. Aron Þórður Albertsson
23. Benedikt Októ Bjarnason

Liðsstjórn:
Halldór Hermann Jónsson
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:
Viktor Bjarki Arnarsson ('64)
Samuel Hewson ('47)
Jordan Halsman ('30)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá þjóðarleikvangi okkar Íslendinga, Laugardalsvelli. Hér í kvöld eigast við Fram og Breiðablik í Pepsi-deild karla.

Fyrir leik eru Framarar í 7.sæti en Blikar í 4.sæti. Fimm stig skilur á milli liðanna.
Fyrir leik
Þjálfarar beggja liða gera tvær breytingar á byrjunarliðum sínum frá síðasta leik. Halldór Arnarsson og Haukur Baldvinsson koma inn í byrjunarlið Fram í stað Bjarn Hólms og Halldórs Hermanns. Framarar töpuðu 0-1 í Vestmannaeyjum í síðustu umferð.

Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Blika setur Jökul Inga og Árna Vilhjálmsson í byrjunarlið sitt í stað Finns Orra og Elfar Árna. Sá síðar nefndi er að taka út leikbann en Finnur Orri hlýtur að vera meiddur, enda mikilvægur leikmaður í liði Breiðabliks.
Fyrir leik
Finnur Orri fyrirliði Breiðabliks er meiddur í læri og því ekki með í dag.
Fyrir leik
Liðin eru að labba inn á völlinn. Leikurinn fer að hefjast. Blikar spila í hvítu og Framarar í bláu.
Fyrir leik
Ögmundur spilar í svörtum markmannsbúning í svörtum stuttbuxum og svörtum sokkum.

Gunnleifur spilar hinsvegar í appelsínugulri treyju, stuttbuxum og sokkum.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Framarar spila í átt að félagsheimili Ármanns og Blikar spila í átt að Laugardalslauginni.
3. mín
Ég veit ekki alveg hvort stúkan sé full, en það eru þó þrír áhorfendur í "Sýnar-stúkunni". Líklega menn sem kunna að meta sólina.
8. mín
Kristinn Jónsson með fyrstu marktilraun leiksins, en skot hans í hliðarnetið.
11. mín
Steven Lennon í flottu færi, einn gegn Gunnleifi en Gunnleifur gerði eins og Guðmundur Hrafnkelsson gerði hér forðum daga og varði með fótunum, boltinn út fyrir teig þar sem Viktor Bjarki átti slakt skot framhjá. Fyrsta alvöru færi leiksins komið!
12. mín
Hólmbert Aron Friðjónsson alveg við það að sleppa í gegn, en dæmdur rangstæður, við litla kátínu Framara.
17. mín
Haukur Baldvinsson í dauðafæri en enn og aftur ver Gunnleifur vel, með fótunum.

Jökull Ingi missti boltann frá sér sem aftasti varnarmaður á miðjum vellinum, Steven Lennon tók boltann og keyrði upp völlinn, boltinn barst til Hauks sem var einn gegn Gunnleifi.
20. mín
Steven Lennon með skot fyrir utan teig, eftir ágætis takta en Gunnleifur í engum vandræðum með skotið. Framarar búnir að þrefalda þær marktilraunir sem þeir áttu í öllum síðasta leik.

Blikar eru í vandræðum með að byggja upp sitt spil.
24. mín
Almarr Ormarsson kominn framhjá Gunnleifi en setur boltann í hliðarnetið! Ótrúlegt!

Haukur Baldvinsson með frábæra sendingu innfyrir flatavörn Blika, Almarr kemur á hárréttum tíma inn í sendinguna, leikur á Gunnleif en hittir ekki boltann í markið. Klaufi Almarr, klaufi!
30. mín Gult spjald: Jordan Halsman (Fram)
Vilhjálmur Alvar spjaldan Halsman, fyrir hvað, veit ég ekki.
36. mín MARK!
Jordan Halsman (Fram)
Sofandaháttur í vörn Blika og Halsman nýtti sér það. Skot fyrir utan teig og óverjandi fyrir Gunnleif. Það hlaut að koma að þessu.
45. mín
Hólmbert með skalla framhjá úr fínu færi. Fyrirgjöf frá Steven Lennon. Þvílíkir yfirburðir hér í fyrri hálfleik. Ekki sjón að sjá leikmenn Breiðabliks.
45. mín
Hálfleikur. Heimamenn marki yfir og mun betri aðilinn. Blikar líklega ánægðir að staðan sé ekki verri.
45. mín
Það er farið að fjölga í "Sýnar-stúkunni". Hátt í 40 manns er mættir í stúkuna að sóla sig.
45. mín
Framarar bjóða einungis upp á kaffi fyrir fjölmiðlamenn hér á Laugardalsvelli. Maður er ekkert að deyja úr valkvíða hér.
46. mín
Inn:Daði Guðmundsson (Fram) Út:Almarr Ormarsson (Fram)
46. mín
Inn:Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) Út:Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik)
46. mín
Seinni hálfleikurinn hafinn. Bæði lið gerðu eina skiptingu.
47. mín Gult spjald: Samuel Hewson (Fram)
48. mín
Nichlas Rohde í dauðafæri en Ögmundur kom vel út á móti og varði gegn Rohde.

Hásending upp völlinn sem Árni Vilhjálmsson flikkaði áfram og Rohde var fljótastur til og komst einn gegn Ögmundi.
56. mín
Þetta hlýtur að vera grín. Nichlas Rohde þurfti ekki annað en að leggja boltann í netið af innan við meters færi, eftir fyrirgjöf frá Tómasi Óla frá endalínunni, en Rohde gjörsamlega hitti ekki boltann.
59. mín
Blikar frískari en í fyrri hálfleik. Rohde með skot í hliðarnetið. Tómas Óli að koma ferskur inn í leikinn.
61. mín
Rohde enn og aftur í boltanum, nú heldur hann boltanum inn í teig Framara sendir fyrir markið en þar fellur Ellert Hreinsson við, en ekkert dæmt.

Með þessu áframhaldi jafna Blikar leikinn.
64. mín Gult spjald: Viktor Bjarki Arnarsson (Fram)
66. mín
Gunnleifur Gunnleifsson með landsliðsklassa-markvörslu. Hólmbert Aron lagði boltann til hliðar á Hauk Baldvinsson sem kom á fleygi ferð einn gegn Gunnleifi, fyrsta snerting hans var ekki sú besta, en hann náði þó fínu skoti að marki en Gunnleifur varði frábærlega í horn.
67. mín
Árni Vilhjálmsson með skot sem Ögmundur varði vel. Skotið var úr frekar erfiðu færi og lítið í stöðunni fyrir Ögmund en að verja skotið.
68. mín Gult spjald: Sverrir Ingi Ingason (Breiðablik)
69. mín
Enn og aftur ver Gunnleifur. Nú eftir aukaspyrnu frá Lennon rétt fyrir utan teig, eftir að Sverrir Ingi hafi brotið á Lennon sjálfum.
74. mín
Tómas Óli í dauða í færi en Ögmundur ver vel!
75. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik)
80. mín
Inn:Jón Gunnar Eysteinsson (Fram) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
80. mín
Inn:Páll Olgeir Þorsteinsson (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
84. mín MARK!
Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
Guðjón Pétur með atvinnumanna stoðsendingu innfyrir vörnina, "vippaði" boltanum yfir varnarmann Fram og Olgeir kom í hlaupinu og gerði vel og skoraði.

Ég mæli með að fólk horfi á Pepsi-mörkin í kvöld og skoði þessa sendingu hjá GPL. Hún er til útflutnings!
85. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Fram) Út:Steven Lennon (Fram)
86. mín
Nichlas Rohde í dauðafæri en Ögmundur ver enn og aftur. Markmenn beggja liða með bestu mönnum vallarins!
89. mín
Kristinn Jónsson skorar fyrir Breiðablik en Vilhjálmur Alvar dæmir Kristin brotlegan. Líklega rétt, hann tæklaði boltann í autt netið.
90. mín
Óli Kristjáns. vill öll stigin og sendir Renee Troost fram!
Leik lokið!
Leik lokið. Jafntefli niðurstaðan. Hálfleikirnir eins og svart og hvítt. Sanngjarn niðurstaða líklega, þó svo að Blikarnir voru líklegri undir lokin en Framarar töluvert betri í fyrri hálfleik.
Byrjunarlið:
4. Damir Muminovic
10. Árni Vilhjálmsson ('80)
17. Elvar Páll Sigurðsson ('46)
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson ('75)

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
16. Ernir Bjarnason
26. Páll Olgeir Þorsteinsson ('80)
27. Tómas Óli Garðarsson ('46)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Sverrir Ingi Ingason ('68)

Rauð spjöld: