City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
FH
2
1
Fram
1-0 Halldór Arnarsson '24 , sjálfsmark
1-1 Almarr Ormarsson '71
Atli Guðnason '81 2-1
03.07.2013  -  20:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deildin
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason ('78)
Emil Pálsson
4. Pétur Viðarsson
4. Sam Tillen
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason
13. Kristján Gauti Emilsson ('88)
16. Jón Ragnar Jónsson

Varamenn:
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('78)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
45. Kristján Flóki Finnbogason

Liðsstjórn:
Daði Lárusson

Gul spjöld:
Dominic Furness ('66)
Pétur Viðarsson ('38)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu af leik FH og Fram, en hann hefst á slaginu 20:00.
Fyrir leik
Kristján Gauti Emilsson er í byrjunarliði FH í kvöld, en Atli Viðar Björnsson er meiddur eða veikur, menn eru að deila um það. Brynjar Ásgeir Guðmundsson dettur þá út og Emil Pálsson kemur inn.
Fyrir leik
Byrjunarlið Fram er óbreytt. Halldór Arnarsson heldur sæti sínu frá því í síðasta leik.
Fyrir leik
Það er gott veður í Krikanum og Halldór Arnarsson er fyrstur út að hita!
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp. Ég spái veislu í Krikanum!
Fyrir leik
Brynjar Ásgeir og Einar Karl að rífa hvorn annan niður í upphitun og knúsast líka.
Fyrir leik
Leikmenn takast í hendur og þá getur þetta farið að byrja!
1. mín
Leikurinn er kominn af stað. Rauði baróninn flautar leikinn, Garðar Örn Hinriksson, fyrir þá sem þekkja ekki viðurnefnið!
1. mín
HÓLMBERT ARON!!! Dauðafæri í byrjun leiks, Alan Lowing með sendingu inn í teig, Hólmbert kominn í gegn en Róbert varði vel.
4. mín Gult spjald: Steven Lennon (Fram)
HEFND!! Lennon dúndrar Jón Ragnar niður og fær fyrir vikið gult spjald, hann nær hefnd eftir einungis fjórar mínútur frá því í fyrra.
6. mín
LENNON!! Með stórhættulegt skot sem Róbert ver glæsilega út í teig.
8. mín
HÓLMBERT!! Allt að frétta fyrstu mínúturnar. Fékk boltann fyrir sig inni í teig, en náði ekki góðu skoti, fékk hann aftur, en Framarar ná ekki skoti á markið.
14. mín
Hólmbert með skalla en Róbert grípur hann örugglega.
21. mín
Ólafur Páll með skemmtilega takta vinstra megin áður en hann hendir í fyrirgjöf. Lowing komst þó fyrir boltann, annars hefði Kristján Gauti sennilega potað honum inn!
24. mín SJÁLFSMARK!
Halldór Arnarsson (Fram)
Stoðsending: Björn Daníel Sverrisson
MARK!!! Björn Daníel skorar eftir hornspyrnu frá Sam Tillen. Björn skallaði í Halldór Arnarsson og inn, en við skráum markið á Björn Daníel í bili!
26. mín
FRAMARAR EIGA SKALLA Í SLÁ!! Almarr skallar í Róbert og hann fer þaðan í slá. Framarar fá hornspyrnu.
29. mín
Viktor Bjarki Arnarsson liggur á vellinum og þarf aðhlynningu.
32. mín
DAUÐAFÆRI!!! Kristján Gauti setur boltann rétt framhjá eftir skallasendingu frá Atla Guðna. Frábær sókn sem byrjaði á því að Dominic Furness setti langan bolta beint á kollinn á Atla.
36. mín
Lennon með sendingu á Hólmbert, en skot hans fer rétt framhjá!
38. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
40. mín
Atli Guðna með skot rétt framhjá!!
43. mín
VÁÁÁ!! Björn Daníel næstum því búinn að setja boltann í eigið net. Almarr átti fyrirgjöf sem fór af Birni og rétt framhjá markinu.
44. mín
Dominic Furness með skot vel framhjá markinu.
45. mín
Hálfleikur: 1-0 fyrir FH í hálfleik. Það gætu verið fleiri mörk í þessum leik, nóg að gerast, vonandi koma fleiri mörk í þennnan leik!
46. mín
Síðari hálfleikurinn er kominn af stað!
48. mín
Kristján Gauti með skalla rétt framhjá markinu, var alltaf að sigla framhjá en tilraunin góð.
52. mín
Halldór Arnarss var tekinn illa af Óla Palla. Kristján Gauti fékk svo sendinguna en náði ekki að gera sér mat úr henni.
60. mín
Inn:Jón Gunnar Eysteinsson (Fram) Út:Halldór Arnarsson (Fram)
61. mín
Áhorfendur í Kaplakrika eru 1412, vel mætt í Krikann!
66. mín Gult spjald: Dominic Furness (FH)
66. mín
Inn:Albert Brynjar Ingason (FH) Út:Dominic Furness (FH)
FH-ingar bæta í sóknina!
69. mín
Freyr Bjarnason!! Nálægt því að koma honum inn, en FH-ingar fá hornspyrnu!
71. mín MARK!
Almarr Ormarsson (Fram)
Stoðsending: Steven Lennon
MAAAARK!!! Steven Lennon tók aukaspyrnu sem Almarr Ormarsson skallar í netið. Einn minnsti maðurinn á vellinum að skora! Setja má spurningarmerki við úthlaup Róberts.
72. mín
ATLI GUÐNA með skalla í stöng!!! Það er allt að gerast hérna!
74. mín
FH-ingar grátlega nálægt!!! Ólafur Páll keyrði inn í teig, reyndi skot. Boltinn datt fyrir Albert, en hann náði ekki snertingunni og Ögmundur tók boltann!
78. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Fram) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
78. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (FH) Út:Ólafur Páll Snorrason (FH)
80. mín
Kristinn Ingi liggur eftir, hann var að koma inn á. Rennur blóð úr nefinu á honum, Pétur hendir í hann handklæði!
81. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Ingimundur Níels Óskarsson
ATLIII!!!! Jón Ragnar með fyrirgjöf sem Ingimundur flikkaði áfram á fjær, þar var Atli sem stangaði hann í þaknetið!!
85. mín
Ingimundur Níels og Albert að ná vel saman. Ingimundur með langan bolta fram á Albert sem náði skotinu, en Ömmi varði boltann í horn.
86. mín
BJÖRN DANÍEL!!! Þvílíkt skot. Sam Tillen með fyrirgjöf sem Framarar skalla frá. Björn var fyrir utan teig, tók hann viðstöðulaust, en boltinn fór rétt framhjá.
88. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (FH) Út:Kristján Gauti Emilsson (FH)
Kristján Gauti átti góðan leik í dag gegn Frömurum.
90. mín
Albert Brynjar með skot, en það er slakt og fer beint á Ögmund.
90. mín
Einar Karl með góða innkomu!! Keyrir hægri vænginn og á gott skot, en Ögmundur tekur þennan bolta.
90. mín
Allt brjálað í Krikanum. Einar Karl og Jordan Halsman eigast við og það eru hrindingar, en Garðar Örn tekur vel á þessu og það er uppkast.
90. mín
Leiknum er lokið! 2-1 sigur FH-inga, sanngjarnt. Liðið í 2. sæti með 23 stig en Fram í 8. sæti með 12 stig.
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
9. Haukur Baldvinsson
11. Almarr Ormarsson
13. Viktor Bjarki Arnarsson
14. Halldór Arnarsson ('60)

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
8. Aron Þórður Albertsson
23. Benedikt Októ Bjarnason

Liðsstjórn:
Halldór Hermann Jónsson
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:
Steven Lennon ('4)

Rauð spjöld: