Haukar
4
3
BÍ/Bolungarvík
Hilmar Rafn Emilsson
'13
1-0
Nigel Francis Quashie
'28
1-1
Hafsteinn Rúnar Helgason
'55
1-2
Andri Rúnar Bjarnason
'59
1-3
Alexander Veigar Þórarinsson
'70
Brynjar Benediktsson
'73
2-3
Hilmar Rafn Emilsson
'79
3-3
Andri Steinn Birgisson
'93
4-3
06.07.2013 - 14:00
Schenkervöllurinn
1.deild karla
Aðstæður: Töluverður vindur á annað markið
Dómari: Sigurður Óli Þorleifsson
Schenkervöllurinn
1.deild karla
Aðstæður: Töluverður vindur á annað markið
Dómari: Sigurður Óli Þorleifsson
Byrjunarlið:
1. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
Hilmar Rafn Emilsson
Hilmar Trausti Arnarsson
Ásgeir Þór Ingólfsson
Hafþór Þrastarson
10. Hilmar Geir Eiðsson
('71)
19. Brynjar Benediktsson
23. Guðmundur Sævarsson
30. Andri Steinn Birgisson
Varamenn:
1. Magnús Þór Gunnarsson (m)
2. Helgi Valur Pálsson
7. Sigurbjörn Hreiðarsson
('67)
11. Magnús Páll Gunnarsson
17. Gunnlaugur F. Guðmundsson
22. Björgvin Stefánsson
('71)
22. Alexander Freyr Sindrason
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
1. mín
Komið þið sæl og blessuð! Afsakið hvað ég er seint á ferðinni hér, við skulum segja að tæknileg vandræði (internettenging) hafi verið að stríða okkur en nú ætti allt að vera í lagi. Leikurinn er ný hafinn, þið getið séð byrjunarliðin hér til hliðana við þessa lýsingu og njótið vel!
4. mín
Það er að bæta töluvert í vindinn hér. Það er BÍ/Bol sem spilar gegn vindinum í fyrri hálfleik en þeir byrja þennan leik engu að síður á að sækja meir en heimamenn
8. mín
Stúkan er næstum full, eða nei sennilega ekki.... það eru um 80 manns í stúkunni. Ótrúlega dapurt í ljósi þess að um toppslag í deildinni er að ræða
10. mín
Abnett kominn hér einn í gegn hægra megin og átti fast skot sem fór beint á Sigmar í markinu og hann átti ekki í teljandi erfiðleikum með að slá boltann frá.
13. mín
Virkilega gott mark hjá heimamönnum en nokkuð gegn gangi leiksins. Hilmar Rafn fékk boltann í teignum eftir flottan undirbúning samherja sinna og kláraði vel í fjærhornið frá honum séð
16. mín
Stórhætta skapaðist upp úr hornspyrnunni. Bjarka gengur nefnilega frekar illa að halda boltanum þegar hann reynir að grípa en samherjar komu þessu frá að þessu sinni
19. mín
Bæði lið eru svolítið í háloftaspyrnum núna, sem er stórmerkilegt í ljósi þess að vindurinn er engan vegin að bjóða upp á að spila slíkan bolta. BÍ/BOl eru þau augljóslega að freysta þess að koma boltanum aftur fyrir vörn Haukanna því boltinn nánast stoppar þar, slíkur er styrkur vindsins
21. mín
Hér skapaðist stórhætta þegar Haukar voru að klaufast við að láta boltann ganga í vörninni sem endaði með sendingu beint á miðjumann hjá BÍ/Bolungarvíkur úr varð staðan 3:3 en gestirnir nýttu sér það alls ekki nógu vel
25. mín
BÍ/Bolungarvík hafa verið töluvert sterkari aðilinn hér síðustu 5 mínúturnar og átt nokkrar hættulegar sóknir án þess þó að ná almennilegu skoti að marki.
28. mín
Rautt spjald: Nigel Francis Quashie (BÍ/Bolungarvík)
Var í návígi við Ásgeir Þór Ingólfsson og virtist slá til hans, tek það fram að ég sá þetta ekki nógu vel. Ásgeir allavega lág og fyrst ætlaði dómarinn að lyfta gulu spjaldi. En svo virtist Quashie segja eitthvað eða gera e-ð sem ég ekki sá því hann fékk beint rautt. Sigurður Óli (dómari) stóð mjög nálægt atvikinu og mótmæltu gestirnir lítið þannig að sennilegast hefur þetta verið hárrétt.
35. mín
Það er lítið að gerast í leiknum þessa stundina, Haukar eru aðeins meira með boltann en gestirnir hafa bakkað töluvert enda manni færri og á móti sterkum vindi
38. mín
Andri Steinn hér með feyki gott skot sem Bjarki Pétursson varði frábærlega alveg upp í samskeytunum, flott tilþrif!
39. mín
Bjarki kýlir nú öll horn Hauka frá af miklum krafti, honum er að vaxa sjálfstraust með hverri mínútu.
41. mín
Haukarnir hér með stórsókn að marki BÍ/Bol, stórskotahríð sem Bjarki og varnarmennirnir ná að henda sér fyrir og þetta endar í horni sem ekkert varð úr
45. mín
Hilmar Rafn með gott skot utan af kanti sem vindurinn tók en Bjarki varði stórkostlega
46. mín
Það er kominn hálfleikur hér. Heimamenn voru mun sterkari síðasta korterið, eða eftir að þeir urðu einum fleiri. Bjarki í marki BÍ/Bolungarvíkur hefur svo sannarlega verið betri en enginn og heldur sínum mönnum algjörlega inni í leiknum
47. mín
Seinni hálfleikur er hafinn fyrir tæpum 2 mínútum. Haukar hafa þegar fengið horn sem ekkert varð úr.
48. mín
Þess má geta að bæði stöð 2 og Rúv eru hér á vellinum og því ætti að vera hægt að sjá mörkin úr leiknum í fréttunum í kvöld.
54. mín
Gestirnir ætla greinilega að reyna að nýta sér vindinn hér í síðari hálfleik. Allar spyrnur sem þeir fá setja þeir langt inn á teig Hauka. Það gæti svo sannarlega virkað miðað við þennan vindstyrk
56. mín
Þetta var stórglæsilegt mark þó ég efist um að Hafsteinn hafi ætlað að skjóta á markið. Hann var staddur með boltann djúpt á vinstri kanti, ætlaði að skrúfa hann inn í teig en boltinn datt í fjærhornið alveg í samskeytunum.
59. mín
Vá!!!! Þetta var svakalegt mark! Andri Rúnar fékk boltann á miðjunni, lét vaða og í markinu lág hann. Sennilega um svona 48 metra færi!
62. mín
Haukar vilja fá víti eftir að Hilmar Trausti féll í teignum. Þetta virtist nú ekki mikið
63. mín
Það er nú bara þannig að Vestfirðingar hafa verið miklu betri hér í seinni hálfleik og hafa greinilega skoðað handbókina góðu um hvernig á að spila með vind í bakið. Nokkuð sem heimamenn hefðu betur gert í fyrri hálfleik.
64. mín
Haukar fá enn eitt hornið og eru aðeins að lifna við. En úr horninu varð reyndar ekkert frekar en venjulega.
67. mín
Hilmar Trausti færist í bakvörðinn og Sigurbjörn kemur inn á miðju. Gamli hefur einu sinni eða tvisvar spilað í vindi og Óli Jó ætlar sér klárlega að nýta reynsluna hér.
69. mín
Þarna eru Haukarnir stálheppnir. Andri Rúnar lék á Guðmund Sævars sem braut á honum, brotið virtist innan teigs en Sigurður Óli dæmdi aukaspyrnu rétt utan teigs.
70. mín
Þetta er með ólíkindum, gestirnir skora hér sitt þriðja mark einum færri. Upp úr aukaspyrnunni fékk Alexander boltann í teignum og gat ekki annað en skorað.
71. mín
Nú er komin hellidemba hér og tjahh áhorfendur streyma nú af vellinum. Æji ég skil það svo sem þetta er tær viðbjóður af veðri
73. mín
Haukarnir skora úr einni af sínum fáu sóknum í seinni hálfleik. Brynjar Benediktsson skorar eftir að Bjarki missti boltann frá sér til Andra Steins sem sá að Brynjar var í betra færi og gat ekki annað en skorað.
78. mín
Þetta var rosalegt færi! Andri Steinn algjörlega einn inni í markteignum, ath markteignum ekki vítateignum en tekst á einhvern ótrúlegan hátt að láta Bjarka verja hjá sér.
79. mín
Jahérna þvílíkur leikur! Hilmar Rafn jafnaði eftir hornspyrnuna sem kom upp úr færi Andra Steins sem ég lýsti hér áðan.
80. mín
Kristján Ómar hér í dauðafæri á fjærstöng eftir hornspyrnu (enn eina) en hittir ekki boltann!
80. mín
Inn:Matthías Kroknes Jóhannsson (BÍ/Bolungarvík)
Út:Andri Rúnar Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
81. mín
Hér áttu gestirnir mjög gott færi en boltinn rétt framhjá manninum á fjærstöng, ég sá ekki almennilega hver það var.
82. mín
Björgvin Stefáns hefur breytt miklu með innkomu sinni fyrir heimamenn, mikill kraftur í stráksa.
85. mín
Aðeins rólegra yfir þessu núna enda getur maður víst ekki farið fram á mark á 3-4 mínutna fresti eins og var hérna áðan
86. mín
Haukarnir halda áfram að sækja, eiga hér fyrirgjafir sem þó ekki skapa mikla hættu því þær eru ekki að hitta á sóknarmennina
91. mín
Enn ekkert, boltinn er mikið inni í teig gestanna en þeir skalla þetta allt frá.
93. mín
Glæsilegt mark hjá Andra Stein, fékk boltan frá Björgvini úti til hægri, lék inn á teiginn og nelgdi boltanum í markið
93. mín
Já sæll, nú er búið að flauta leikinn af. Gestirnir liggja hér sársvekktir á vellinum og eðlilega, þeir voru 3-1 yfir þegar 15 mínútur voru eftir.
94. mín
Umfjöllun og viðtöl koma hér inn í kvöld, það gæti orðið einhver bið á því. Takk fyrir í dag.
Byrjunarlið:
12. Bjarki Pétursson (m)
4. Hafsteinn Rúnar Helgason
5. Loic Mbang Ondo
5. Michael Abnett
6. Gunnar Már Elíasson
6. Nigel Francis Quashie
7. Sigurgeir Sveinn Gíslason
9. Andri Rúnar Bjarnason
('80)
10. Alexander Veigar Þórarinsson
19. Ben J. Everson
21. Dennis Nielsen
Varamenn:
1. Alejandro Munoz (m)
2. Axel Sveinsson
9. Ólafur Atli Einarsson
11. Max Touloute
15. Nikulás Jónsson
18. Matthías Kroknes Jóhannsson
('80)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Gunnar Már Elíasson ('49)
Rauð spjöld:
Nigel Francis Quashie ('28)