City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Ísland
3
1
Noregur
Hólmfríður Magnúsdóttir '9 1-0
Margrét Lára Viðarsdóttir '14 , víti 2-0
Hólmfríður Magnúsdóttir '32 3-0
3-1 Gunhild Herregarden '69
17.09.2011  -  16:00
Laugardalsvöllur
Undankeppni EM 2013 kvenna
Maður leiksins: Sara Björk Gunnarsdóttir
Byrjunarlið:
1. Þóra Björg Helgadóttir (m)
2. Sif Atladóttir
3. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
8. Katrín Ómarsdóttir ('63)
9. Margrét Lára Viðarsdóttir
10. Hólmfríður Magnúsdóttir
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
10. Dóra María Lárusdóttir ('80)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('73)

Varamenn:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
10. Dagný Brynjarsdóttir ('73)
14. Málfríður Erna Sigurðardóttir
18. Þórunn Helga Jónsdóttir
25. Guðný Björk Óðinsdóttir ('80)

Liðsstjórn:
Laufey Ólafsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur Fótbolta.net!

Verið velkomin í beina textalýsingu á stórleik Íslands og Noregs.
5. mín
Leikurinn er hafinn hér í Laugardalnum. Norðmenn hófu leikinn af krafti og uppskáru hornspyrnu strax á fyrstu mínútu en ekkert kom út úr henni.

Liðin hafa verið að þreifa fyrir sér síðustu mínútur og það verður fróðlegt að sjá hvernig leikurinn kemur til með að þróast.
7. mín
DAUÐAFÆRI! Íslenska liðið með frábæra sókn. Sara Björk sendir boltann upp í hægra hornið á Fanndísi sem stingur varnarmenn Noregs af og rennir boltanum út í teiginn. Þar eru hvorki fleiri en þrír íslenskir leikmenn, Margrét Lára, Sara Björk og Hólmfríður sem allar gátu tekið við boltanum. Hólmfríður var þó í bestu stöðunni en skot hennar var slakt og beint á Hjelmseth í markinu.
9. mín MARK!
Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland)
MARK! Hólmfríður Magnúsdóttir kemur Íslandi yfir. Frábært mark hjá Hólmfríði sem bætti upp fyrir dauðafærið áðan og skoraði með þrumuskoti utan teigs.
11. mín
Við minnum fólk á að valdar færslur af samskiptavefnum Twitter gætu ratað hingað inn. Notið #fotbolti í færsluna svo eftir henni verði tekið.
14. mín Mark úr víti!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Ísland)
Vítaspyrna! Brotið er á Margréti Láru í teignum og hún fer sjálf á punktinn.

Margrét Lára setur boltann í vinstra markhornið og skorar eins og hennar er von og vísa. 2-0!
15. mín
Norska liðinu virðist brugðið við öfluga byrjun íslendinga og fyrirliðinn Ingvild Stensland hóar í liðsfund úti á velli áður en þær taka miðjuna. Vonandi hressast þær ekki við tiltal fyrirliðans.
Rúnar Ingimarsson
Koma svo stelpur vinna norsarana #fotbolti
20. mín
Íslenska liðið fær fínt færi. Ingrid Hjelmseth á góða markvörslu frá Margréti Láru sem átti skot á markið af stuttu færi.
22. mín
Hættuleg hornspyna Norðmanna. Fyrirliðinn Stensland sendir boltann fyrir markið þar sem leikmenn Noregs þjarma hressilega að Þóru Björgu í markinu. Þóra nær að blaka boltanum frá en þarna skapaðist hætta og spurning hvort að brotið hafi verið á henni.
Anton Ingi Leifsson
Heyrðu, Noregur hélt bara fund eftir að Margrét Lára skoraði! Fyrirliði Noregs kallaði liðið saman og málin voru rædd #krísufundur #fotbolti
32. mín MARK!
Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland)
3-0! Íslensku stelpurnar eru að standa sig frábærlega og voru að bæta við þriðja markinu. Hægri bakvörðurinn Ólína á flotta fyrirgjöf þar sem Hólmfríður Magnúsdóttir kemur á ferðinni, læðir sér framfyrir varnarmann Noregs, og skallar boltann örugglega í netið. Frábært mark!
36. mín
Margrét Lára býr sér til færi í teignum og reynir að lyfta yfir Hjelmsetj í markinu. Hjelmseth sér þó við henni og bægir hættunni frá.
36. mín
Inn:Lisa-Marie Utland (Noregur) Út:Lisa Marie Woods (Noregur)
Athyglisvert. Eli Landsem þjálfari Noregs hefur fengið nóg og gerir skiptingu strax á 36. mínútu. Útaf fer miðjumaðurinn Lisa Marie Woods og inn í hennar stað kemur Solfrid Dahle. Lisa Marie er afar hissa á skiptingunni og greinilega ekki sammála Eli þjálfara.
38. mín
Fanndís reynir skot utan af velli en boltinn flýgur hátt yfir. Fanndís hefur verið spræk í leiknum og látið Akerhaugen vinstri bakvörð hafa fyrir hlutunum.
45. mín
Það er kominn hálfleikur hér á Laugardalsvelli. Staðan er 3-0 fyrir Íslandi og sjálfsagt fáir sem hefðu átt von á slíkum hálfleikstölum gegn sterku landsliði Noregs.
Elías Njarðarson
Áfram stelpur! #fotbolti
45. mín
Þá er síðari hálfleikur hafinn. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin koma stemmd til leiks eftir hálfleiksræður þjálfaranna.
56. mín
Norðmenn eru hættulegar í föstum leikatriðum en Þóra Björg hefur verið virkilega örugg á milli stanganna og komið boltanum frá í nokkur skipti þar sem Norsarar hafa gert sig líklegar.
61. mín
Norðmenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Hallbera brýtur af sér rétt utan vítateigs. Trine Ronning tekur spyrnuna en setur boltann rétt framhjá.
63. mín
Inn:Laufey Ólafsdóttir (Ísland) Út:Katrín Ómarsdóttir (Ísland)
Sigurður Ragnar gerir sína fyrstu skiptingu. Laufey Ólafsdóttir kemur inn á miðjuna fyrir Katrínu Ómarsdóttur. Laufey hefur ekki spilað landsleik síðan 2005 og það er gaman að sjá hana aftur í bláa búningnum.
69. mín MARK!
Gunhild Herregarden (Noregur)
Norðmenn minnka muninn í 3-1. Fyrirliðinn Ingvild Stensland skorar og hleypir lífi í leikinn. Noregur hefur spilað mun betur í síðari hálfleik en þeim fyrri og markið kemur því ekkert gríðarlega á óvart. Svekkjandi engu síður og Þóra Björg þarf þarna að hirða boltann úr netinu í fyrsta sinn á Laugardalsvelli í 6 ár.
72. mín
Inn:Marita Skammelsrud Lund (Noregur) Út:Lisa-Marie Utland (Noregur)
Norðmenn gera breytingu. Solfrid Dahle fer útaf. Hún hlýtur að vera meidd en hún kom inná sem varamaður fyrr í leiknum og hefur átt fínan leik.
73. mín
Inn:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
Dagný kemur inn fyrir Fanndísi
74. mín
Inn:Andrine Hegerberg (Noregur) Út:Emilie Bosshard Haavi (Noregur)
78. mín
Isabelle Herlovsen á skot framhjá úr teignum eftir varnarmistök hjá íslenska liðinu.
78. mín
Dóra María tekur aukaspyrnu á miðjum velli. Setur boltann á fjær þar sem Laufey Ólafsdóttir er staðsett en hún skallar hátt yfir.
80. mín
Inn:Guðný Björk Óðinsdóttir (Ísland) Út:Dóra María Lárusdóttir (Ísland)
Sigurður Ragnar gerir sína þriðju og síðustu breytingu. Dóra María fer af velli og í hennar stað kemur Guðný Björk Óðinsdóttir.
81. mín
Tíu mínútur eftir og staðan 3-1. Það virðist allt stefna í íslenskan sigur en það má ekkert útaf bregða.
85. mín
Bjartsýnistilraun frá Margréti Láru sem tekur boltann á lofti utan teigs en þrumar honum hátt yfir markið.
87. mín
Þar munaði litlu. Fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir á skalla í slá og niður á marklínu eftir hornspyrnu Margrétar Láru.
90. mín
Leiknum er lokið. Ísland vinnur 3-1 sigur á sterku liði Noregs. Frábær úrslit gegn sterku liði. Gæti EM-ævintýri númer tvö verið í vændum?
Byrjunarlið:
2. Ingrid Moe Wold
4. Gunhild Herregarden
6. Lisa Marie Woods ('36)
6. Maren Mjelde
7. Trine Ronning
9. Isabell Herlovsen
10. Emilie Bosshard Haavi ('74)
16. Tuva Hansen
17. Kristine Minde
22. Anja Sönstevold

Varamenn:
5. Marita Skammelsrud Lund ('72)
8. Andrine Hegerberg ('74)
10. Caroline Hansen
13. Guro Reiten
14. Ade Hegerberg
21. Lisa-Marie Utland ('72) ('36)
30. Ingrid Schjelderup

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: