City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Þór
1
3
ÍBV
Hlynur Atli Magnússon '24 , sjálfsmark 0-1
Srdjan Rajkovic '26 , sjálfsmark 0-2
0-3 Víðir Þorvarðarson '37
Ármann Pétur Ævarsson '43 1-3
14.07.2013  -  16:00
Þórsvöllur
Pepsideildin
Aðstæður: Venjulegt Akureyrarveður. Sól og eilítil gola að norðan.
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 1025
Maður leiksins: Tonny Mawejje
Byrjunarlið:
Orri Freyr Hjaltalín
Andri Hjörvar Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
14. Hlynur Atli Magnússon

Varamenn:
5. Atli Jens Albertsson
10. Sigurður Marinó Kristjánsson ('80)
15. Janez Vrenko
20. Jóhann Þórhallsson ('64)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Orri Freyr Hjaltalín ('90)
Jóhann Þórhallsson ('74)
Edin Beslija ('32)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá leik Þórs og ÍBV.
Fyrir leik
Heimamenn gera eina breytingu á byrjunarliði sínu. Fyrirliðinn Sveinn Elías Jónsson meiddist í sigurleiknum gegn ÍA og er ekki í hóp. Stöðu hans tekur Edin Beslija.

Breytingar ÍBV eru tvær en Aaron Spear, Bradley Simmonds og Ragnar Pétursson eru allir í leikbanni. Ragnar og Simmonds byrjuðu báðir á bekknum gegn KR. Ragnar Leósson og Arnar Bragi Bergsson taka stöður Aaron Spear og Ian Jeffs en Jeffs er á bekknum.
Fyrir leik
Eyjamenn eru svo til nýlentir aftur á Íslandi eftir að hafa leikið gegn HB í Færeyjum á fimmtudag. Fresta þurfti flugi þeirra vegna þoku og lentu þeir ekki á Íslandi fyrr en aðfararnótt laugardags. Á þriðjudag flýgur liðið síðan til Serbíu til að etja kappi við Rauðu Stjörnuna í Belgrade í Evrópukeppni félagsliða.

Þetta gera í kringum 9000 kílómetra á einni viku í ferðalögumþ
Fyrir leik
Arnar Bragi Bergsson er í byrjunarliði ÍBV en hann skoraði markið sem kom ÍBV áfram í aðra umferð Evrópudeildarinnar. Það var aðeins annar leikur hans fyrir meistaraflokk liðsins. Leikurinn í dag verður fyrsti deildarleikur hans.
David James - markvörður ÍBV
Gódan daginn!! Game day. We travel to Þór, our furthest away fixture, but quickest trip. Áfram #IBV
Fyrir leik
Í dag leikur Ármann Pétur Ævarsson sinn 200. leik fyrir Þór. 195 þeirra hafa komið í deild og bikar en fjórir í Evrópukeppni. Í leikjunum 199 hefur hann skorað 49 mörk og spurning hvort það fimmtugasta dettur inn í dag.
Fyrir leik
Heimamenn eru með sjö stig úr síðustu þremur leikjum, jafntefli gegn Stjörnunni og tveir útisigrar gegn Keflavík og ÍA. Gestirnir eru með fjögur stig úr síðustu þremur, sigur gegn Fram, jafntefli gegn Val og tap á móti Stjörnunni.

Þórsarar hafa náð að slíta sig nokkuð frá fallbaráttunni í seinustu leikjum og eru í sjöunda sæti með þrettán stig. ÍBV er sæti ofar með tveimur stigum meira og leik til góða.
Fyrir leik
Kristinn Jakobsson fer fyrir dómaratríói leiksins en honum til aðstoðar eru Gunnar Sverrir Gunnarsson og Sverrir Gunnar Pálsson. Eftirlitsmaður er Grétar Guðmundsson.
flameboypro
Létt yfir mönnum á æfingu. Tubæk, joe, Hlynur - Sjá myndband
Fyrir leik
Þegar akkúrat korter er í leik ákveður sólin að yfirgefa okkur og skella í Reykvískt sumar. Skýjað, gola og hálfkalt. Vantar bara rigninguna.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn á eftir dómurum leiksins. Fyrirliðarnir Orri Freyr Hjaltalín og Eiður Aron Sigurbjörnsson fara fyrir sínum liðum.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Þórsarar byrja og sækja í átt að Boganum.
2. mín
Fyrsta færi leiksins. Ragnar Leósson með háan bolta fyrir og Arnar Bragi er einn fyrir innan vörn heimamanna. Nær þó ekki almennilega í boltann og skotið er laust framhjá.
10. mín
Hætta upp við mark ÍBV. Tubæk með kross sem virðist ætla á kollinn á Edin Beslija, sem leikur í holunni fyrir aftan Chuck, en Brynjar Gauti náði að skalla hann í innkast.
15. mín
Sótt á báða bóga. Fyrst vann Tubæk sig í ágætt skotfæri en beint í Brynjar Gauta. Gestirnir sneru vörn í sókn og Gunnar Már átti skot langt framhjá.

Skömmu áður var Ingi Freyr tæpur, rann sem aftasti varnarmaður og var nánast búinn að missa Víði Þorvarðar einan í gegn.
19. mín
Dauðafæri heimamanna. Frábær sending Joe Funicello innfyrir á Orra Frey Hjaltalín sem er einn geng fyrrum landsliðsmarkverði Englands og afgreiðslan beint á James.
20. mín
Tony Mawejje aleinn á hægri kantinum með sendingu fyrir þar sem Víðir Þorvarðar er aleinn á fjærstönginni. Skallinn framhjá, hefði átt að gera mun betur.
22. mín
Líf að færast í leikinn eftir óttalegt hálfkák í byrjun.
23. mín
Vinstri fótur Mark Tubæk eitthvað vanstilltur í upphafi leiks. Alla aukaspyrnur og fyrirgjafir hafa verið í passlegri hæð fyrir fimm ára börn til að skalla.
24. mín SJÁLFSMARK!
Hlynur Atli Magnússon (Þór )
Ég veit ekki hvort ég á að skrá þetta á Hlyn eða Rajko, í sannleika sagt var ég ekki að fylgjast með. Það var ekkert að gerast. Hlynur Atli með boltann vinstra megin aleinn og sendir aftur á Rajkovic. Ég sá ekki hvort hann kom við boltann eða ekki en boltinn rúllaði allavega í markið.

Þögn sló á leikmenn, áhorfendur og blaðamenn. Og enginn skilur neitt.
26. mín SJÁLFSMARK!
Srdjan Rajkovic (Þór )
Stoðsending: Arnór Eyvar Ólafsson
Þetta er nú meira bíóið. Arnór Eyvar með boltann við hornfána, í raun og veru æfingabolti. Rajko eitthvað týndur eftir markið áðan og missir boltann inn í markið.

Spurning hvort við sjáum Joshua Wicks koma inn á bráðum.
27. mín
Tvö mörk á engri stund og ekki er glæsilegum sóknarleik gestanna að þakka fyrir. Gjafir frá heimamönnum.

Varnarmenn Þórs leggja ekki lengur í að senda boltann aftur á Rajkovic, svo sem skiljanlega.
30. mín
Ég er eiginlega orðlaus bara. Ekki missa af kvöldfréttum eða Pepsi-mörkum. Annars getið þið sennilega séð þetta á 101greatgoal áður en langt um líður.
31. mín
Edin Beslija hljóp út á hliðarlínu og skipti um hægri skó. Leikur nú í einum frá Adidas og öðrum frá Lotto.
32. mín Gult spjald: Edin Beslija (Þór )
Edin fær spjald fyrir að fara af velli án leyfi dómara.
34. mín
Víðir Þorvarðar lítur á sjálfstraustleysi Rajko sem hlaðborð og lætur vaða hvað eftir annað. Lukkulega fyrir heimamenn hefur hann enn ekki hitt á rammann.
35. mín
Hornspyrna Tubæk ratar í bakið á Eið Aron og á markiðþ David James þó öllu öruggari en markvörðurinn hinum megin.
36. mín
Fyrirgjöf frá Arnóri Eyvari og Rajko kemur út og grípur boltann. Stúkan tók andköf en klappaði svo fyrir markverðinum.
37. mín MARK!
Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Stoðsending: Brynjar Gauti Guðjónsson
Hornspyrna frá Matt Garner og Rajkovic mætir í hálfundarlegt úthlaup og kýlir boltann á brott en þó ekki langt. Boltinn pinballar milli manna í teignum og endar á Víði Þorvarðar á vítapunktinum. Hann klippir boltann laust en glæsilega í hornið fjær framhjá Rajko sem var enn týndur.
41. mín
Ragnar með skot sem Rajko ver. Garner aftur með horn. Ármann Pétur skallar frá á Tony Mawejje en skot hans í hliðarnetið.
42. mín Gult spjald: Tonny Mawejje (ÍBV)
Tæklar Edin eftir að Edin fór framhjá honum. Tubæk með aukkaspyrnu númer milljón.
43. mín MARK!
Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Stoðsending: Mark Tubæk
Loksins almennileg aukaspyrna frá Tubæk og beint á kollinn á Manna sem á ekki erfitt með að skalla í markið.

Mark númer fimmtíu í leik númer tvöhundruð hjá Ármanni Pétri.
44. mín
Aukaspyrna á u.þ.b. 25 metra færi. Víðir Þorvarðar og Matt Garner standa yfir boltanum og Víðir með spyrnuna. Aldrei séð jafn marga standa í varnarvegg. Endar yfir markinu.
45. mín
Hlynur Atli gefur hornspyrnu þegar hann ætlar að skalla aftur á Rajko. Búnir að vera skrautlegir. Garner með hornið. Rajko slær boltann yfir. Fór um alla í stúkunni.
45. mín
Rajkovic grípur seinni spyrnuna og uppsker mikið lófatak. Flautað til hálfleiks.
Hjörvar Hafliðason sparkspekingur og fyrrum markvörðrur
Ótrúlegar myndir frá Akureyri í fréttum Stöðvar 2 á eftir og þá meina ég ótrúlegar! Aldrei séð neitt þessu líkt!
Þuríður Wiium
Mætti Rajko bara sofandi í þennan leik?? Jesússss... pepsimörkin núna takk.
Hörður Magnússon - Stöð2Sport
Vidir skorar og Rajko gat gert miklu betur efast um um verri markvardarframmistodu ever #Pepsimorkin

Palli verður að taka Rajko útaf asap.
Tómas Þór Þórðarson - Morgunblaðinu
Get ekki beðið eftir að sjá mörkin að norðan. Hljómar eins og Rajko hafi sett nokkrar evrur á Eyjamenn.
45. mín
Ef við summum upp þennan fyrir hálfleik, ég á eiginlega ekki orð. Ekki margt gerst fyrir utan mörkin og eitt tvö færi. Frammistaða Rajkovic í þessum leik er náttúrulega alveg sér kapituli út af fyrir sig. Stórkostlega skrítin frammistaða og Hlynur Atli ekki merið merkilegur heldur. Tubæk verið slakur fyrir utan stoðsendinguna og Edin Beslija ekki verið að finna sig svona framarlega á vellinum.

Eyjamenn hafa verið meira ógnandi og átt fleiri færi en ef allt væri "venjulegt" þá ætti staðan að vera eitt eitt eða eitt núll þeim í vil. Gjafir Rajkovic gera það að verkum að heimamenn eru tveimur mörkum undir.
45. mín
Wicks ekki enn kominn í hanskana svo Rajkovic virðist ætla að spila seinni hálfleikinn. Leikmenn að koma inn á völlinn aftur.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
47. mín
Chuck með sendingu inn á Edin sem er á þeysispretti í átt að marki. Þegar hann er að hlaða í skotið birtist Tony Mawejje og reddar málunum. Heimamenn vilja víti og rautt en Kiddi Jak viss í sinni sök.
48. mín
David James með spyrnu beint á Mark Tubæk sem tekur boltann í fyrsta og reynir að lyfta honum yfir Englendinginn. Skotið er of hátt og missir kraft og James prísar sig sælan þegar hann grípur boltann.
53. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
Fellir Edin sem var í ágætri stöðu. Tubæk hleður í spyrnuna frá hægri.
54. mín
Tony Mawejje hirðir spyrnuna sendir fram á Víði Þorvarðar og hann með sendingu á Arnar Braga en Hlynur hreinsar í innkast.
56. mín
David James var aftur frá Orra Frey Hjaltalín í dauðafæri. Chuck hélt boltanum vel frammi, lagði boltann á Jóhann Helga sem fann réttstæðan Orra Frey aleinan fyrir innan vörn ÍBV. Alveg eins og í fyrri hálfleiknum ver James glæsilega frá Orra.
57. mín
Inn:Ian Jeffs (ÍBV) Út:Arnar Bragi Bergsson (ÍBV)
Enginn virtist ætla útaf en Arnar fór útaf þegar vallarþulurinn kallaði hann af velli.
60. mín
Bætt töluvert í vindinn en Þórsarar hafa hann í bakið. Sólin er einnig byrjuð að skína aftur.
62. mín
Brynjar Gauti bjargar hættulegri sendingu frá Chuck, yfirvegaður gefur hann aftur á Chuck sem krossar á Jóhann Helga. Hann hamrar boltann í annari snertingu með vinstri og David James ver glæsilega. Húðskammar vörnina sína í kjölfarið.
64. mín
Inn:Jóhann Þórhallsson (Þór ) Út:Edin Beslija (Þór )
Joe Funicello og Matt Garner lendir saman eftir að Joe fer með fótinn hátt í tæklingu. Í leik ÍBV og KR fékk Aaron Spear rautt spjald eftir svipuð viðskipti.

Jóhann byrjar á að fiska aukaspyrnu eftir skrautlegt brot Mawejje sem er á spjaldi.
65. mín
Tubæk með stórhættulega spyrnu. Hefði bara þurft litla snertingu til að setja hann framhjá James. Boltinn snertir engan og endar hjá markverðinum hárprúða.
68. mín
Undarleg varnarvinna hjá Joe og Andra Hjörvari. Afar tæpir. Endar með skoti langt framhjá frá Jeffs.

Hinum megin kemst Jóhann helgi upp að endalínu og gefur út í teig. En boltinn nær ekki á Orra Frey.
69. mín
Tubæk vekur Mjölnismenn með skoti af 35 metra færi sem stefnir í fjærhornið. David James ver meistaralega. Viðbrögð Tubæk minna á mann sem var að klúðra í bráðabana í vítaspyrnukeppni.

Hermanni Hreiðarssyni er hætt að lítast á blikuna og er byrjaður að hita upp.
72. mín
Heimamenn heppnir. Gáfu Eyjamönnum alltof mikinn tíma og Ian Jeffs labbar framhjá hverjum varnarmanninum á eftir öðrum. Sendingin út ratar bara á Manna sem hreinsar.
74. mín Gult spjald: Jóhann Þórhallsson (Þór )
Kiddi Jak meinar Hemma Hreiðars að hita upp í þjálfaraboxinu eftir að hann spjaldar Jóa fyrir brot á Mawejje.
76. mín
Heimamenn eiga völlinn núna. Dregið mjög af gestunum sem virðast ætla að halda fengnum hlut eða hvort þeir séu þreyttir eftir Færeyjaferðina.
77. mín
Inn:Hermann Hreiðarsson (ÍBV) Út:Ragnar Leósson (ÍBV)
Framsækinn maður út fyrir varnarmann.
80. mín
Inn:Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór ) Út:Guiseppe P Funicello (Þór )
Bætt í sóknina.
80. mín
Tubæk með sendingu fyrir sem er nálægt Jóhanni Þórhallssyni. James er fyrstur í boltann og lendir á Þórhallssyni. Aukaspyrna dæmd. Eftir það öskra James og Hermann á hvorn annan duglega.
81. mín
Enginn Eyjamaður fyrir utan eigin vítateig þessa stundina. Aukaspyrna frá Tubæk sem er skölluð í horn. Ekkert verður úr því.
83. mín
Jóhann Þórhalls flaggaður rangur eftir sendingu frá Tubæk. Sennilega rétt.
84. mín
Arnór Eyvar með sendingu fyrir, Gunnar Már tekur boltann niður og skýtur í varnarmann. Gestirnir vilja hendi víti en fá ekki.

Ingi Fyreyr geysist upp vinstri kantinn en skot hans í varnarmann og framhjá. Upp úr hornspyrnunni fær Tubæk boltann aftur en skot hans framhjá markinu.
87. mín
David James með ótrúlega kjánalegan leikaraskap. Tekur boltann upp, Jóhann Þórhalls kemur örlítið við hann og James hrynur niður. Skammarlegt.
87. mín
Inn:Jón Gísli Ström (ÍBV) Út:Gunnar Már Guðmundsson (ÍBV)
Jón Gísli nýkominn úr láni frá ÍR. Gunnar útaf og fær gott lófatak frá heimamönnum enda lék hann með Þór árið 2011.
89. mín
Jón Gísli og Víðir tveir gegn einum og Jón með boltann. Tekur sér alltof langan tíma með boltann og leyfir Inga Frey að hlaupa sig uppi og taka boltann af sér.
90. mín Gult spjald: Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
Orri sækir þetta með kjaftbrúk.
92. mín
Víðir með góðan sprett og fellur eftir snertingu frá Inga Frey. Ekkert dæmt réttilega.
Leik lokið!
Kiddi Jak flautar af. Þórsarar geta skrifað þetta tap að nær öllu leiti á Srdjan Rajkovic.
Byrjunarlið:
6. Gunnar Þorsteinsson
11. Víðir Þorvarðarson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
5. Jón Ingason

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Guðjón Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('53)
Tonny Mawejje ('42)

Rauð spjöld: