City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
KA
2
2
Grindavík
0-1 Daníel Leó Grétarsson '27
0-2 Juraj Grizelj '34
Carsten Faarbech Pedersen '71 1-2
Ómar Friðriksson '77 2-2
16.07.2013  -  18:00
Akureyrarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Skýjað, norðan gola og 11°
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Carsten Pedersen
Byrjunarlið:
29. Sandor Matus (m)
Davíð Rúnar Bjarnason ('70)
2. Gunnar Valur Gunnarsson ('61)
6. Atli Sveinn Þórarinsson
7. Bjarki Baldvinsson
7. Ævar Ingi Jóhannesson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('75)
25. Carsten Faarbech Pedersen
27. Darren Lough
33. Ivan Dragicevic

Varamenn:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
4. Andrés Vilhjálmsson
5. Ómar Friðriksson ('61)
8. Brian Gilmour ('70)
10. Bessi Víðisson ('75)
18. Jón Heiðar Magnússon
28. Jakob Hafsteinsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ivan Dragicevic ('30)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Sælir lesendur góðir og velkomnir í beina textalýsingu héðan af Akureyrarvelli þar sem heimamenn í KA taka á móti Grindavík. Hér er alveg ágætis veður þó að sólin sé ekki sjáanleg, eins og er allavega.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og komin upp hér til hliðar. Jóhann Helgason og Guðmundur Egill Bergsteinsson koma inn í byrjunarlið Grindavíkur. Jóhann þekkir það vel að spila hér en hann lék með KA á síðasta tímabili ásamt því að leika með KA á sínum uppeldisárum til ársins 2006.
Fyrir leik
Það eru nokkrar breytingar á liði KA. Gunnar Valur Gunnarsson mun leika í stöðu bakvarðar á meðan þei Atli Sveinn Þórarinsson og Ivan Dragicevic eru miðverðir. Ævar Ingi Jóhannsson mun vera fyrir aftan Carsten Pedersen í sóknarlínu KA á meðan Orri Gústafsson leikur á hægri vægnum. Það má gera ráð fyrir því að Bjarni Jóhannsson þjálfari KA sé með Juraj Grizelj í huga en hann hefur verið fastagestur í úrvalsliði Fótbolta.net á þessu tímabili.
Fyrir leik
Grindvíkingar lönduðu 2-0 heimasigri á KF í síðustu umferð á meðan KA sótti þrjú stig á Valbjarnarvöll með 0-1 sigri á Þrótti.
Fyrir leik
Sólin er eitthvað að endurskoða það að mæta á leikinn virðist vera, ekki er það verra.
Fyrir leik
Hér er allt að verða klárt og liðin eru mætt út á völl.
Fyrir leik
Eitt er alveg á hreinu og það er að vallarþulurinn hér á Akureyrarvelli er í stuði í dag, þessi upplestur á nöfnum var keppnis.
1. mín
Guðmundur Ársæll Guðmundsson hefur flautað leikinn á.
5. mín
Vá... Hvernig endaði boltinn ekki í netinu?? Stefán Þór Pálsson sleppur í gegn eftir laglega stundusendingu, nær fínu skoti en Sandor ver vel. Svo koma þrjú skot í viðbót öll í röð sem varnarmenn KA ná að komast fyrir.
10. mín
Ekki byrjar vaktin of vel hjá Gunnari Val en Juraj Grizelj fór auðveldlega framhjá honum og náði góðu skoti sem Sandor varði í horn.
13. mín
Juraj Grizelj núna mættur á vinstri vænginn og fer illa með Darren Lough. Sendingin/skotið hans var þó of innarlega og endaði ofaná tréverkinu og útaf.
16. mín
Það eru gestirnir sem eru mun líflegri hér í upphafi leiks.
18. mín
Grindvíkingar halda áfram að sækja, ég er ekki viss um að Hallgrímur Mar hafi komið við boltann ennþá hjá KA.
24. mín
Juraj Grizelj með aukaspyrnu á hægri vængum rétt fyrir utan vítateigshornið. Spyrnar er föst og á nærstöng en Sandor Matus er mættur og grípur boltann auðveldlega.
27. mín MARK!
Daníel Leó Grétarsson (Grindavík)
Vel klárað rétt fyrir utan vítapunkt. Boltinn barst til hans eftir hnoð í teignum og Daníel var öruggur og skilaði boltanum í netið.
30. mín Gult spjald: Ivan Dragicevic (KA)
Ivan gjörsamlega afgreiðir Alex Frey, þetta var bara svokallað "hipcheck" úr ísknattleik.
33. mín
Atli Sveinn dæmdur brotlegur þegar Óli Baldur Bjarnason fellur rétt fyrir utan vítateig. Óli sá alfarið um þetta sjálfur en Guðmundur Ársæll sá það ekki. Daníel Léo tekur spyrnuna en skotið fer yfir markið.
34. mín MARK!
Juraj Grizelj (Grindavík)
Þvílík afgreiðsla! Juraj virðist ætla að reyna að fara framhjá Gunnari Val en tekur svo innanfótarskot og leggur boltann í fjærhornið... vá!
35. mín
Ivan Dragicevic með skalla rétt yfir eftir hornspyrnu, heimamenn verða að fara að bæta sinn leik ef þeir ætla að eiga einhvern séns hér í dag.
39. mín
DAUÐAFÆRI! Bjarki Baldvinsson fær boltann rétt við vítateigslínuna og kemur með skot sem endar í stöng!
40. mín
Jóhann Helgason með ágætis sprett af hægri væng inn á miðju sem endar á skoti rétt framhjá marki KA. Það er líf og fjör hér eins og er.
43. mín
Óli Baldur Bjarnason nær skalla að marki eftir horn en Sandor enn og aftur með laglega vörslu.
45. mín
HÁLFLEIKUR - Staðan hér er 2-0 í hálfleik og það verður ekki tekið af Grindvíkingum að þeir hafa klárlega verið betra liðið.
46. mín
Guðmundur Ársæll flautar seinni hálfleikinn á.
49. mín
Heimamenn mun líflegri hér í upphafði síðar hálfleiksins. Orri Gústafsson nálægt því að skalla að marki en hann var að berjast um skallaboltann við liðsfélaga sinn Carsten Pedersen, þetta var hálf furðulegt.
51. mín
Ævar Ingi sleppur einn í gegn eftir langa sendingu fram frá Ivan Dragicevic. Eftir að hafa leikið á Marko Valdimar Stefánsson nær Ævar skoti á markið en Óskar Pétursson varði vel.
55. mín
Jóhann Helgason með skot rétt fyrir utan teig sem Sandor ver vel, markmennirnir eru heitir hér í dag.
57. mín
Dauðafæri! Orri Gústafsson í góðu færi en virkar afar einfættur. Hann allavega snéri sér furðulega til að nota hægri fótinn og skotið var dapurt og framhjá. Þarna hefði verið mun auðveldara að nota vinstri.
60. mín
Juraj Grizelj með skot af vinstri vængnum, þetta var afar svipað og markið hans en í þetta sinn varði Sandor.
61. mín
Inn:Ómar Friðriksson (KA) Út:Gunnar Valur Gunnarsson (KA)
66. mín
Eftir að heimamenn höfðu byrjað seinni hálfleikinn betur þá hefur leikurinn jafnast út og liðin skiptast á að sækja.
67. mín
Jóhann Helgason með fast skot rétt fyrir utan teig en Sandor varði nokkuð örugglega, Sandor hefur verið flottur hér í dag þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk.
70. mín
Inn:Brian Gilmour (KA) Út:Davíð Rúnar Bjarnason (KA)
Heimamenn bæta í sóknarleik sinn
71. mín MARK!
Carsten Faarbech Pedersen (KA)
Stoðsending: Atli Sveinn Þórarinsson
Langur bolti fram sem Atli Sveinn skallar áfram á Carsten sem nær að pota boltanum framhjá Óskari í markinu.
73. mín
Inn:Magnús Björgvinsson (Grindavík) Út:Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
75. mín
Inn:Bessi Víðisson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Hallgrímur hefur ekki náð að komast á flug
77. mín MARK!
Ómar Friðriksson (KA)
Stoðsending: Bjarki Baldvinsson
Þvílík slumma! Bjarki Baldvinsson leggur boltann út á hægri vænginn þar sem Ómar Friðriksson kemur á sprettinum og smellir boltanum beint í samskeytin fjær, alvöru!
79. mín
Dauðfæri! Carsten fær boltann til sín í miðjum vítateignum og nær skoti á mark en Óskar varði glæsilega.
81. mín
Inn:Scott Ramsay (Grindavík) Út:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
84. mín
Grindvíkingar eru í vandræðum varnarlega þrátt fyrir það að vera líflegir sóknarlega, Carsten Pedersen við það að sleppa í gegn og nær skoti sem Óskar ver vel.
86. mín
Inn:Björn Berg Bryde (Grindavík) Út:Juraj Grizelj (Grindavík)
Juraj magnaður í fyrri hálfleiknum en leikur hans fjaraði út í seinni hálfleiknum.
90. mín
Æsispennandi lokamínútur í gangi, liðin skiptast á að sækja hratt en án árangurs... ennþá
Leik lokið!
Magnaður leikur! Heimamenn sáu ekki til sólar í fyrri hálfleiknum en komu svo með ævintrýrilega endurkomu í þeim seinni. Viðtöl og umfjöllun væntanleg.
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Óli Baldur Bjarnason ('81)
Jósef Kristinn Jósefsson
Marko Valdimar Stefánsson
3. Daníel Leó Grétarsson
5. Juraj Grizelj ('86)
7. Alex Freyr Hilmarsson ('73)
8. Jóhann Helgason
14. Alen Sutej
20. Stefán Þór Pálsson
21. Guðmundur Egill Bergsteinsson

Varamenn:
12. Ægir Þorsteinsson (m)
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Scott Ramsay ('81)
15. Denis Sytnik
17. Magnús Björgvinsson ('73)
18. Guðfinnur Þórir Ómarsson
24. Björn Berg Bryde ('86)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: