City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
KR
1
3
Standard Liege
Kjartan Henry Finnbogason '35 1-0
1-1 Kanu '44
1-2 Michy Batshuayi '63
1-3 Paul-José Mpoku '91
18.07.2013  -  19:15
KR-völlur
Evrópudeildin
Aðstæður: Hellirigning og rennblautur völlur
Dómari: Christian Dingert (ÞÝS)
Áhorfendur: 1410
Maður leiksins: Geoffrey Mujangi-Bia (Standard)
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Baldur Sigurðsson ('73)
8. Jónas Guðni Sævarsson ('59)
9. Kjartan Henry Finnbogason
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('67)

Varamenn:
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
11. Emil Atlason ('73)
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gary Martin ('75)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik KR og Standard Liege í 2. umferð Forkeppnar Evrópudeildarinnar.
Fyrir leik
Lið Standard er stofnað á því herrans ári 1898. Þeir eru á meðal sigursælli liða Belgíu. Þeir hafa unnið belgísku deildina tíu sinnum (síðast 2009) og bikarinn sex sinnum (síðast 2011).
Fyrir leik
Fyrir einungis fimm árum síðan voru Standard að etja kappi við Liverpool á Anfield í Undankeppni Meistaradeildarinnar. Þá voru á meðal leikmanna þeirra belgísku landsliðsmennirnir Marouane Fellaini, Axel Witsel og Steven Defour. Einn leikmaður sem spilaði þann leik er hjá þeim í dag en það er framherjinn Igor de Camargo sem kom frá Borussia Mönchengladbach fyrr í sumar. Óvíst er með þáttöku hans í leiknum.
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Þjóðverjinn Christian Dingert en hann var lengi vel aðstoðardómari í teymi Wolfgangs Stark. Hann varð FIFA-dómari í ársbyrjun og er með háskólapróf í stjórnsýslu.
Fyrir leik
Þá mæta leikmenn Standard út á völl að hita upp. Þrír markverðir þeirra hafa hins vegar verið að hita upp síðasta korterið eða svo. Um 15 stuðningsmenn Standard eru strax byrjaðir að syngja.
Fyrir leik
Netið er eitthvað að stríða okkur hér í Vesturbænum en gríðarlegur fjöldi belgískra blaðamanna eru hér komnir.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
6. mín
Standard stjórnar ferðinni til að byrja með, völlurinn er rosalega blautur. Leikmenn ná varla að senda boltann sín á milli. Boltinn stöðvast í pollunum á vellinum.
7. mín
William Vanqueur kemst í kjörfæri en skot hans langt framhjá.
11. mín
Mujangi-Bia í góðu færi en vippa hans fer yfir Hannes og yfir markið.
14. mín
Baldur Sigurðsson á skalla framhjá í ágætis færi eftir fína fyrirgjöf Atla Sigurjónssonar frá hægri. Góð sókn KR.
17. mín
KR-ingar hafa þurft að hlaupa mikið, það er ljóst að þer munu ekki geta haldið þessu út allan leikinn.
18. mín
Það verður að hrósa Guy Luzon, stjóra Standard. Er í glæsilegum jakkafötum þrátt fyrir rigninguna.
19. mín Gult spjald: Kanu (Standard Liege)
21. mín
Michy Batshuayi á hörkuskot sem Hannes ver í horn.
24. mín
Óskar Örn í fínu færi eftir flotta sókn KR. Hitti boltann ekki nægilega vel og framhjá fór boltinn.
27. mín
Það er mikið tempo í leiknum þrátt fyrir erfiðar aðstæður og hann er stórskemmtilegur.
28. mín
Bjarni Guðjónsson á skot úr kyrrstöðu af um 30 metra færi en Kawashima á ekki í vandræðum með það.
29. mín
Paul-José Mpoku á skot úr ágætis færi fyrir utan teig en það fer hátt yfir.
31. mín
Standard-menn hafa mikið verið að pirra sig á dómgæslunni sem hefur þó alls ekki verið slæm.
34. mín
Ezekiel á skot frá vítateig en beint á Hannes sem grípur boltann.
35. mín MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Stoðsending: Guðmundur Reynir Gunnarsson
MARK! KR-ingar eru komnir yfir! Óskar Örn á aukaspyrnu sem skölluð er frá. Boltinn berst á Guðmund Reyni úti á vinstri kanti, hann sendir lágan bolta fyrir teiginn þar sem Kjartan er aleinn og á ekki í vandræðum með að afgriða knöttinn framhjá Kawashima í markinu. Magnað!
39. mín
KR-ingar vilja fá vítaspyrnu, Kjartan Henry fær höfuðhögg eftir fyrirgjöf. Dómarinn dæmir hins vegar rangstöðu á Kjartan.
42. mín
Standard eiga í vandræðum með góða pressu KR-inga. Virðist vera mjög vel sett upp af hálfu KR-inga.
44. mín MARK!
Kanu (Standard Liege)
Stoðsending: Geoffrey Mujangi-Bia
Þá eru Standard búnir að ná útimarkinu sínu. Kanu skorar með skalla eftir horn, engin dekkning þarna hjá KR. Leiðinlegt fyrir þá að fá þetta mark svona rétt fyrir hálfleik.
45. mín
Stórskotahríð að marki KR undir lok hálfleiksins. Fyrst var það Ezekiel eftir slæma hreinsun Bjarna Guðjónssonar, en Hannes varði, þá skaut Batshuayi en Gunnar Þór henti sér fyrir boltann. Þá skaut Mujangi-Bia í varnarmann áður en Þjóðverjinn flautaði af.
45. mín
Hálfleikur - Hrikalegt fyrir KR-inga að fá þetta mark í andlitið undir lok hálfleiksins eftir frábærlega spilaðan leik.
45. mín
Standard eru að spila 4-4-2:
Kawashima
Opare - Kanu - Arslanagic - van Damme
MujangiBia- Vainqueur - Buyens - Mpoku
Ezekiel - Batshuayi
46. mín
Þá hefja KR-ingar leik í síðari hálfleik!
48. mín
Mujangi-Bia í dauðafæri hér strax í byrjun. Guðmundi Reyni mistókst að skalla frá fyrirgjöf frá vinstri, boltinn datt fyrir Mujangi-Bia sem beið fyrir aftan hann en Hannes varði skot hans vel.
50. mín
Jelle van Damme á skot af vítateigshorninu eftir skyndisókn Standard. Hann slice-aði boltann og hann fór langt framhjá.
53. mín
Mujangi-Bia á hörkuskot frá vítateigslínu hægra megin. Hannes ver þetta vel niðrí fjærhorninu í horn.
59. mín
Standard komast í gríð og erg upp vinstri kantinn og eiga góðar fyrirgjafir þaðan sem skapa hættu. Dekkningin ekki nægilega góð hjá KR þegar fyrirgjafirnar koma.
59. mín
Inn:Brynjar Björn Gunnarsson (KR) Út:Jónas Guðni Sævarsson (KR)
Þreytumerki komin á Jónas.
61. mín Gult spjald: William Vainqueur (Standard Liege)
Fyrir brot á Baldri.
63. mín MARK!
Michy Batshuayi (Standard Liege)
Stoðsending: Geoffrey Mujangi-Bia
Mujangi-Bia á fyrirgjöf frá hægri í fætur á Batshuayi sem snýr og afgreiðir auðveldlega framhjá Hannesi af markteig. Slakur varnarleikur KR-inga.
64. mín
Mujangi-Bia með enn eitt skotið en framhjá markinu.
65. mín
Inn:Frederic Bulot (Standard Liege) Út:Geoffrey Mujangi-Bia (Standard Liege)
Hættulegasti leikmaður Standard í leiknum lýkur leik.
67. mín
Inn:Gary Martin (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Það hefur lítið sést til Atla í síðari hálfleik.
69. mín
Daniel Opare í góðu færi eftir að hann datt í gegn. Skot hans fer framhjá markinu.
73. mín
Inn:Emil Atlason (KR) Út:Baldur Sigurðsson (KR)
73. mín
Inn:Ibrahima Cisse (Standard Liege) Út:William Vainqueur (Standard Liege)
75. mín Gult spjald: Gary Martin (KR)
Gary fær gult fyrir tæklingu á Arslanagic við endalínu. Hann flaug á belgískan ljósmyndara og báðir lágu óvígir eftir.
79. mín
Mpoku kemur inn á völlinn og á skot beint í lúkurnar á Hannesi.
80. mín
Haukur Heiðar með ágætis skot úr góðu færi en Kawashima ver í horn.
81. mín
Inn:David Dudu Biton (Standard Liege) Út:Imoh Ezekiel (Standard Liege)
88. mín
Biton á skot sem að Hannes ver nokkuð auðveldlega.
91. mín MARK!
Paul-José Mpoku (Standard Liege)
Frábært mark, beint úr aukaspyrnu. Sendi Hannes í vitlaust horn og lagði hann í markmannshornið.
Leik lokið!
Þá er leik lokið með 1-3 sigri Standard Liege. Umfjöllun og viðtöl koma inn í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Eiji Kawashima (m)
4. Daniel Opare
17. Yoni Buyens
21. William Vainqueur ('73)
23. Michy Batshuayi
25. Kanu
36. Dino Arslanagic
37. Jelle van Damme
39. Imoh Ezekiel ('81)
40. Paul-José Mpoku
63. Geoffrey Mujangi-Bia ('65)

Varamenn:
16. Anthony Moris (m)
6. Laurent Ciman
7. Reza Ghoochanneijhad
11. Frederic Bulot ('65)
20. David Dudu Biton ('81)
44. Ibrahima Cisse ('73)
45. Francois Marquet

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
William Vainqueur ('61)
Kanu ('19)

Rauð spjöld: