City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Þór
1
2
Breiðablik
0-1 Damir Muminovic '15 , víti
0-2 Árni Vilhjálmsson '17
Ármann Pétur Ævarsson '21 , misnotað víti 0-2
Chukwudi Chijindu '76 1-2
21.07.2013  -  18:00
Þórsvöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Sól, hlýtt og sunnanstrekkingur
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 945
Maður leiksins: Gunnleifur Gunnleifsson
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson ('70)
Orri Freyr Hjaltalín
Andri Hjörvar Albertsson
5. Atli Jens Albertsson ('76)
6. Ármann Pétur Ævarsson ('70)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
13. Ingi Freyr Hilmarsson

Varamenn:
10. Sigurður Marinó Kristjánsson ('70)
14. Hlynur Atli Magnússon
15. Janez Vrenko ('76)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ármann Pétur Ævarsson ('50)
Sveinn Elías Jónsson ('50)
Andri Hjörvar Albertsson ('14)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Sælir lesendur og velkomnir í beina textalýsingu frá leik Þórs og Breiðabliks.
Fyrir leik
Bæði lið gera þónokkrar breytingar á byrjunarliðum sínum. Joshua Wicks byrjar í markinu hjá Þór eftir skelfileg mistök Srdjan Rajkovic í leiknum gegn ÍBV. Bræðurnir Andri Hjörvar og Atli Jens Albertssynir byrja saman miðri vörninni og fyrirliðinn Sveinn Elías Jónsson er mættur aftur í liðið. Hlynur Atli Magnússon og Edin Beslija fara á bekkinn.

Hjá gestunum er Renee Troost kominn aftur í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Olgeir Sigurgeirsson, Viggó Kristjánsson og Ellert Hreinsson koma einnig inn í liðið á kostnað þeirra Jökuls Elísabetarsonar, Kristins Jónssonar, Niclas Rodhe auk Húsvíkingsins Elfars Árna Aðalsteinssonar.
Fyrir leik
Annan leikinn í röð mæta Þórsarar liði sem er nýbúið að leika Evrópuleik í miðri viku en Blikar gerðu markalaust jafntefli við Sturm Graz frá Austurríki. Seinast gekk það ekkert alltof vel hjá heimamönnum en þeir lutu í gras gegn ÍBV.
Fyrir leik
Fyrir leikinn er Breiðablik í 4. sæti með 20 stig og 13 stig úr seinustu fimm leikjum. Seinastli leikur þeirra í deildinni var útisigur gegn Keflavík. Þórsarar eru síðan með 13 stig í 8. sæti og sex stig í seinustu fimm leikjum.

Athygli vekur að liðin hafa skorað jafn mörg mörk í sumar, sautján, en þegar kemur í mörkum fengnum á sig hafa Blikar vinningin. Tíu mörk hjá þeim á móti 26 hjá Þór.
Fyrir leik
Aðstoðardómarar í leiknum eru Sigurður Óli Þórleifsson og Haukur Erlingsson. Aðaldómari er síðan Guðmundur Ársæll Guðmundsson og eftirlitsmaður KSÍ er Bragi Bergmann.
Fyrir leik
Liðin áttust við í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Þar sigruðu Blikar 4-1 en mörk þeirra skoruðu Nichlas Rodhe, Sverrir Ingi Ingason, Renee Troost og Elfar Árni Aðalsteinsson áður en Jóhann Helgi Hannesson klóraði í bakkann fyrir Þór.
Fyrir leik
Fjórir leikmenn Breiðabliks sem byrjuðu gegn Sturm Graz eru hvíldir í dag. Það eru þeir Elfar Árni Aðalsteinsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Kristinn Jónsson og Nichlas Rodhe. Sennilega einhver þreyta í hópnum.
Fyrir leik
Blikar búnir að setja upp reit og hita upp með því að henda boltanum á milli sín. Hálfskrítin upphitunaræfing fyrir knattspyrnu.
Fyrir leik
Blikar eru að öllum líkindum að sjá sól í fyrsta sinn í sumar en veðrið hér fyrir norðan er svipað og það hefur lengst af sumrinu. Sól, tæplega tuttugu stiga hiti og svolítil sunnan blástur. Það er allavega kaldara í blaðamannabúrinu heldur en í stúkunni.
Óskar G Óskarsson leikmaður Sindra
Drep óla kristjáns,,er med 3 blika i fantasy,,,kidda jóns, gudjon pétur og elfar árna og teir allir a bekknum a móti thór.
Fyrir leik
Verið að úða völlinn eilítið fyrir leikinn. Innan skamms munu liðin mæta inn á völlinn á eftir fyrirliðunum Sveini Elíasi Jónssyni og Finn Orra Margeirssyni.
Fyrir leik
Liðin komin út. Fyrir leik fær Ármann Pétur Ævarsson blómvönd fyrir að leika sinn 200. leik fyrir Þór og skora sitt 50. mark en það gerðist í seinsta leik gegn ÍBV.
1. mín
Leikurinn hafinn.
1. mín
Þórsarar byrja með boltann og snúa baki í Hamar. Blikar hafa því vindinn í bakið.
7. mín
Blikar með sóknartilburði. Árni Vilhjálmsson gabbar bræðurna og sendir á Ellert sem nær ekki til boltans í fínu færi.
14. mín Gult spjald: Andri Hjörvar Albertsson (Þór )
Víti! Andri felldi Viggó Kristjánsson innan teigs. Vítið sennilega rétt en spjaldið afar ódýrt.
15. mín Mark úr víti!
Damir Muminovic (Breiðablik)
Stoðsending: Ernir Bjarnason
Setur boltann niðri vinstra megin. Wicks var í boltanum en það dugði ekki til.
17. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Tómas Óli Garðarsson
Þetta var ekki flókið. Sending úr hægri bakverðinum fram og innfyrir vörnina. Árni vann kapphlaupið við Atla Jens, tók boltann niður og afgreiddi hann í markið.
20. mín
Víti! Annað ódýrt víti. Orri Freyr Hjaltalín með boltann á leið frá marki, sækir snertingu og fær víti. Þórður Steinar tók hann niður en slapp með spjald. Guðmundur ekki samkvæmur sjálfum sér.
21. mín Misnotað víti!
Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Gulli varði vítið. Hægra hornið í bestu hæð fyrir markmanninn.
22. mín
DAUÐAFÆRI! Árni hljóp yfir sendingu frá Viggó og skildi vörn Þórs eftir í ruglinu. Ellert Hreinsson var einn í vítaboganum gegn Wicks og ætlaði að leggja hann. Skotið eilítið framhjá markinu. Hefði getað verið leikur búið og sigur hjá Blikum.
26. mín
Laglegir tilburðir Þórsara. Orri Freyr með afar góða fyrirgjöf sem fer yfir pakkann og endar á fjærstönginni. Þar er Jóhann Helgi með gífurlega fastan skalla í hliðarnetið.
31. mín
Viggó Kristjáns flaggaður rangur og sloppinn einn í gegn. Er ekki sannfærður um að þetta hafi verið réttur dómur.
32. mín
Mark Tubæk fór illa með Þórð Steinar. Þórður gerði ráð fyrir að hann færi á vinstri fótinn en Tubæk fór á hægri. Skotið var fast og lágt en Gunnleifur sá við honum.
34. mín
Viggó Kristjáns með skalla framhjá eftir sendingu Tómasar Óla.
40. mín
Andri Hjörvar kemur í veg fyrir mark. Jóhann Helgi missti boltann, tveimur sendingum síðar var Árni Vilhjálms og Viggó tveir gegn Andra. Andri komst í milli og bjargaði sínu liði.
41. mín
Skondið atvik. Atli Jens og Joe taka báðir sama innkastið á mismunandi stöðum á vellinum.
42. mín
Svenni sendir á Chuck sem fær að snúa í vítaboganum. Skotið með vinstri rétt framhjá. Fín tilþrif.
43. mín
Hornspyrna Viggós skölluð frá og endar hjá Olgeiri sem er í góðri stöðu. Eitthvað klikkaði hjá honum svo hann hitti boltann ekki og endaði í bjánalegum snúning á miðjum vellinum með boltann fyrir neðan sig.
45. mín
Guðmundur að sleppa mönnum með spjöld hægri vinstri. Finnur Orri með bjánalegt hættuspark.

Búið að flauta til hálfleiks.
45. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
45. mín
Inn:Guðmundur Friðriksson (Breiðablik) Út:Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik)
Seinni hálfleikur hafinn.
47. mín
Þórsarar með dauðafæri í upphafi seinni. Tubæk með kross fyrir með hægri sem fer á Jóhann Helga. Skalli hans frá markteig niður í fjær hornið og en Gulli ver skallann.
49. mín
Þetta er náttúrulega ótrúlegt. Finnur Orri rífur Chuck niður þegar Chuck er að fara framhjá honum í miðboganum. Hefði hann sloppið hefði hann verið kominn langleiðina í gegn. Á einhvern ótrúlegan hátt slapp Finnur Orri með tiltal í annað sinn í leiknum.
50. mín Gult spjald: Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Manni fer í tæklingu gegn Troost sem Troost hoppar upp úr og uppsker spjald. Guðmundur ekki samkvæmur sjálfum sér. Þetta var á mörkunum að vera spjald.
50. mín Gult spjald: Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Fyrirliðinn fær spjald fyrir að mótmæla spjaldinu.
54. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Núna spurning hvort liturinn hefði átt að vera rauður. Ógeðslega áberandi olnbogi hjá Guðjóni beint í hnakkann á Manna. Fólskulegt brot.
55. mín
Tubæk með spyrnuna. Gullbolti sem endar í bakinu á Jóhanni Helga og dettur óvart í fótinn á Gulla og í stöngina. Gulli heppinn, sá ekkert út af sólinni.
60. mín
Guðjón Pétur vill útaf aftur. Furðulegar tæklingar og spörk í gangi hjá honum.
62. mín
Martröð fyrir Gunnleif þegar Þórsarar sækja upp vinstri kanntinn. Sér ekkert fyrir sólinni.
64. mín
Áhorfendur farnir að kalla Guðmund dómara öllum illum nöfnum eftir að hann flautar á Þór en sleppir svipuðum brotum hinum megin.
70. mín
Inn:Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór ) Út:Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
70. mín
Inn:Edin Beslija (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
73. mín
Ingi Freyr með skot/fyrirgjöf í slánna! Hleypur upp vinstri kanntinn, Gulli heldur að hann sé að hlaða í fyrirgjöf en raunin varð vippa sem endaði í slánni. Chuck með bakfallsspyrnu í kjölfarið framhjá.

Strax eftir þetta hleypur Ellert upp vinstri kanntinn og hamrar boltann í hliðarnetið. Glæsilegur sprettur.
76. mín MARK!
Chukwudi Chijindu (Þór )
Stoðsending: Edin Beslija
Edin fær allan tíma heimsins á miðjunni og endalaust pláss í holunni fyrir aftan Chuck. Veit ekkert hvað hann á gera og sendir í lappirnar á Chuck í vítaboganum. Chuck nær að snúa með báða hafsentana og nær skotinu framhjá Gulla.

Gef Edin stoðsendinguna þó Chuck hafi átt markið alveg sjálfur.
76. mín
Inn:Janez Vrenko (Þór ) Út:Atli Jens Albertsson (Þór )
79. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
85. mín
Tubæk með horn sem ratar á kollinn á Orra Frey. Rétt framhjá markinu af markteignum.
88. mín
Frábært spil hjá Blikum og góð varsla hjá Wicks. Finnur Orri með góðan sprett upp hægri kanntinn, sending fyrir sem Elfar skallar á Ellert, Ellert leggur hann út og Guðjón Pétur hamrar á markið. Fast en beint á Wicks sem gerir vel í að halda boltanum.
90. mín
Venjulegum leiktíma lokið þó taflan sýni 89. mínútur.
90. mín
Blikar allir til baka og nýta hvert tækifæri til að græða sekúndur. Þórsarar reyna en eru ekki nógu graðir upp við markið. Tubæk með stórhættulegan kross sem fór framhjá þremur Þórsurum og útaf í innkast.
Leik lokið!
Wicks kominn fram. Andri Hjörvar utan vallar óvígur. Aukaspyrna Tubæk gripin. Flautað af á 95. mínútu!
Byrjunarlið:
Olgeir Sigurgeirsson
4. Damir Muminovic
10. Árni Vilhjálmsson ('79)
16. Ernir Bjarnason
18. Finnur Orri Margeirsson
22. Ellert Hreinsson
27. Tómas Óli Garðarsson ('45)
30. Andri Rafn Yeoman ('45)
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('79)
19. Kristinn Jónsson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guðjón Pétur Lýðsson ('54)

Rauð spjöld: