Selfoss
6
1
Víkingur R.
Ingólfur Þórarinsson
'14
1-0
2-0
Aleksandar Trajkovic
'30
, sjálfsmark
Javier Zurbano Lacalle
'45
3-0
Ingi Rafn Ingibergsson
'50
4-0
4-1
Pape Mamadou Faye
'65
, víti
Kristján Freyr Óðinsson
'84
5-1
Svavar Berg Jóhannsson
'90
6-1
25.07.2013 - 19:15
Selfossvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Smá vindur en sumardagurinn fyrsti annars.
Dómari: Leiknir Ágústsson
Áhorfendur: 337
Maður leiksins: Ingólfur Þórarinsson í jöfnu liði Selfoss
Selfossvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Smá vindur en sumardagurinn fyrsti annars.
Dómari: Leiknir Ágústsson
Áhorfendur: 337
Maður leiksins: Ingólfur Þórarinsson í jöfnu liði Selfoss
Byrjunarlið:
12. Jóhann Ólafur Sigurðsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson
('69)
3. Bjarki Már Benediktsson
7. Svavar Berg Jóhannsson
10. Ingólfur Þórarinsson
('80)
13. Bjarki Aðalsteinsson
18. Javier Zurbano Lacalle
21. Juan Povedano Martinez
('86)
24. Sindri Snær Magnússon
Varamenn:
27. Gunnar M. Hallgrímsson (m)
5. Bernard Petrus Brons
('86)
14. Kristján Freyr Óðinsson
('69)
17. Haukur Ingi Gunnarsson
20. Sindri Pálmason
22. Andri Már Hermannsson
Liðsstjórn:
Einar Ottó Antonsson
Gul spjöld:
Juan Povedano Martinez ('65)
Ingi Rafn Ingibergsson ('22)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá leik Selfoss og Víkings sem hefst klukkan 19:15. Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hérna til hliðar.
Fyrir leik
Skítamórall er kominn á fóninn, sólin skín á Selfossi og búið að kveikja á grillinu. Allt klárt fyrir hörku leik. Síðast þegar þessi lið mættust þá höfðu Selfyssingar betur en Víkingum hefur gengið töluvert betur síðan þá.
Fyrir leik
Dómaratríó og eftirlitsmaður er svona skipað á Selfossvelli í dag.
Dómari Leiknir Ágústsson
A1: Gylfi Már Sigurðsson
A2: Snorri Páll Einarsson
Eftirlit: Hákon Þorsteinsson
Dómari Leiknir Ágústsson
A1: Gylfi Már Sigurðsson
A2: Snorri Páll Einarsson
Eftirlit: Hákon Þorsteinsson
Fyrir leik
Víkingar eru á toppnum í deildinni og hafa ekki tapað síðan þessi lið mættust síðast. Heimamenn eru hinsvegar í 8.sæti og aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn. Varnarlína Selfoss er óvenjuleg í dag, fyrirliðinn Andy Pew er í banni í dag og Bernard Brons er á bekknum.
1. mín
Leikurinn er hafinn, endilega segið eitthvað skemmtilegt á twitter um leikinn með #fotbolti og það fær jafnvel að fljóta með í lýsinguna.
Tómas Þór Þórðarson - blm og stuðningsmaður Víkinga
Að borða hnakkaborgara á Kaffi Krús á Selfossi verður mjög skrítið þegar helmingurinn af Skítamóral mætir á staðinn. #12selfoss
Að borða hnakkaborgara á Kaffi Krús á Selfossi verður mjög skrítið þegar helmingurinn af Skítamóral mætir á staðinn. #12selfoss
8. mín
Skúli Sigurðsson varði vítaspyrnu glæsilega frá Sindra Snæ. Skúli bætti þar með upp fyrir brot sem hann átti á Zurbano sem var á undan honum í boltann og fiskaði víti.
14. mín
MARK!
Ingólfur Þórarinsson (Selfoss)
Stoðsending: Ingi Rafn Ingibergsson
Stoðsending: Ingi Rafn Ingibergsson
Vel gert hjá Selfyssingum sem spila sig í gegnum sofandi vörn gestana. Ingi Rafn fékk boltann utarlega í teignum og renndi honum á milli varnar og markmanns á Ingó Tóta sem lagði boltann af öryggi í netið.
17. mín
Selfyssingar skora aftur en Zurbano var fyrir innan þegar hann tók á móti skalla Bjarka Aðalsteinssonar og skallaði í netið. Markið réttilega dæmt af.
19. mín
Enn eru Selfyssingar við það að sleppa í gegn og aftur var Zurbano dæmdur rangstæður. Þetta var mun nærra lagi en áðan þó. Heimamenn hafa verið mun sterkari.
Mar Ingolfur Masson - Sagnaskáld og stuðningsmaður Selfoss
Víkingar virðast eyða meira púðri í Leikni en leikinn
Víkingar virðast eyða meira púðri í Leikni en leikinn
22. mín
Gult spjald: Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Ingi með hraustlegt brot og spjaldið verðskuldað.
30. mín
SJÁLFSMARK!
Aleksandar Trajkovic (Víkingur R.)
Stoðsending: Svavar Berg Jóhannsson
Stoðsending: Svavar Berg Jóhannsson
Svavar komst einn í gegn og lék á Skúla í markinu. Trajkovic tæklaði Svavar Berg en boltinn lak af honum í tómt markið.
31. mín
Inn:Viktor Jónsson (Víkingur R.)
Út:Hjörtur Júlíus Hjartarson (Víkingur R.)
Hirti verður það ekki að ósk sinni í dag að skora á Jóhann Ólaf vin sinn. Óvíst hvort þetta var taktísk skipting eða hvort Hjörtur hafi orðið fyrir einhverju hnjaski.
Guðmundur Karl
Vonbrigði fyrir aðdáendur Selfoss að Víkingar hafi tekið @hjorturh af velli á 30. mín for no reason #fotbolti
Vonbrigði fyrir aðdáendur Selfoss að Víkingar hafi tekið @hjorturh af velli á 30. mín for no reason #fotbolti
42. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Selfyssingar hafa verið öllu sterkari í þessum fyrri hálfleik og yfirvegaðari í sínum aðgerðum.
45. mín
MARK!
Javier Zurbano Lacalle (Selfoss)
Stoðsending: Ingi Rafn Ingibergsson
Stoðsending: Ingi Rafn Ingibergsson
Frábært mark hjá Javier Zurbano sem fékk boltann í góðri hæð á markteigslínunni og laumaði bakfallsspyrnu framhjá Skúla í markinu.
45. mín
Markið var það síðasta sem gerðist í þessum magnaða fyrri hálfleik. Selfoss virðist áfram vera með svarta beltið í að spila við Víkinga og hafa verið miklu betri aðilinn.
Lúther Gestsson
Víkingar R. koma gel lausir og ílla greiddir á Selfoss. Það er ekki tekið vel á móti svoleiðis gestum.#fotbolti
Víkingar R. koma gel lausir og ílla greiddir á Selfoss. Það er ekki tekið vel á móti svoleiðis gestum.#fotbolti
50. mín
MARK!
Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Stoðsending: Javier Zurbano Lacalle
Stoðsending: Javier Zurbano Lacalle
Enn á ný sleppa Selfyssingar einir í gegn og núna var það Ingi Rafn sem fékk boltann frá Zurbano og lék framhjá SKúla í markinu og lagði boltann í tómt markið. Þetta er allt allt of auðvelt hjá heimamönnum sem fara á kostum.
51. mín
Hörku skot frá Viktori Jónssyni rétt fyrir utan teig en boltinn fór rétt framhjá markinu.
59. mín
Igor Taskovic liggur eftir inni í marki Víkinga eftir samstuð við Inga Rafn en er að jafna sig og heldur áfram leik.
65. mín
Mark úr víti!
Pape Mamadou Faye (Víkingur R.)
Stoðsending: Dofri Snorrason
Stoðsending: Dofri Snorrason
Pape skorar af öryggi eftir að Dofri fiskaði víti á sína gömlu félaga. Smá líflína fyrir Víkinga sem hafa verið andlausir með öllu fram að þessu.
69. mín
Inn:Kristján Freyr Óðinsson (Selfoss)
Út:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Kristján Freyr að spila sinn fyrsta leik eftir að hann skipti frá KA. Kristján er reyndar fyrir því uppalinn Selfyssingur.
69. mín
Inn:Gunnar Helgi Steindórsson (Víkingur R.)
Út:Arnþór Ingi Kristjánsson (Víkingur R.)
73. mín
Furðulegt atvik en Selfyssingar voru rétt búnir að spila Víkinga í gegnum sína eigin vörn er Viktor nær að tækla Martinez sem var að drolla með boltann inni á teignum en boltinn flaug á fleygiferð rétt yfir markið.
77. mín
Kristján var nálægt því að eiga draumabyrjun er hann slapp óvænt aleinn í gegn inni á vítateig en Skúli varði vel frá honum. Vantaði smá yfirvegun í Kristján í þessu færi.
80. mín
Inn:Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Út:Ingólfur Þórarinsson (Selfoss)
Brekkusöngvarinn fer útaf eftir mjög góðan leik og forsöngvari Selfossliðsins kemur inná í hans stað við mikinn fögnuð heimamanna, Einar Ottó hefur ekki spilað á Selfoss í tæp tvö ár eftir erfið meiðsli.
81. mín
Inn:Vilhjálmur Ingi Ingólfsson (Víkingur R.)
Út:Kristinn Jens Bjartmarsson (Víkingur R.)
84. mín
MARK!
Kristján Freyr Óðinsson (Selfoss)
Stoðsending: Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Stoðsending: Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Kristján nær að bæta upp fyrir færið áðan og skorar í sínum fyrsta leik fyrir Selfoss. Enn og aftur sluppu heimamenn í gegnum vörn Víkinga sem myndi ekki fá starf sem ostur í Sviss m.v. leikinn í kvöld.
Þó var smá rangstöðulykt af þessu héðan úr blaðamannastúkunni.
Þó var smá rangstöðulykt af þessu héðan úr blaðamannastúkunni.
90. mín
MARK!
Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss)
Stoðsending: Javier Zurbano Lacalle
Stoðsending: Javier Zurbano Lacalle
Frábært mark hjá Svavari sem komst upp að endamörkum framhjá Skúla í markinu og lagði boltann í netið. Ótrúlegur leikur hérna á Selfossi. Það verður líklega bannað innan 28 ára inni í klefa hjá Víkingum eftir leik.
90. mín
Zurbano líklega með síðasta skot leiksins sem setur hús og bíla á Birkivöllum og Víðivöllum í stórhættu.
Byrjunarlið:
4. Igor Taskovic
20. Pape Mamadou Faye
Varamenn:
3. Ívar Örn Jónsson
9. Viktor Jónsson
('31)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: