KR
3
0
Keflavík
Emil Atlason
'49
1-0
Kjartan Henry Finnbogason
'53
, víti
2-0
Kjartan Henry Finnbogason
'89
3-0
28.07.2013 - 19:15
KR-völlur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Rigning en flottar aðstæður
Dómari: Örvar Sær Gíslason
KR-völlur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Rigning en flottar aðstæður
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
8. Jónas Guðni Sævarsson
11. Emil Atlason
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson
('46)
Varamenn:
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Baldur Sigurðsson
('46)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
('46)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Haukur Heiðar Hauksson ('17)
Atli Sigurjónsson ('13)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló halló! Hér í vesturbæ Reykjavíkur fer fram áhugaverður leikur milli KR og Keflavíkur í Pepsi-deildinni og mun lögreglumaðurinn Örvar Sær Gíslason flauta leikinn á klukkan 19:15. Aðstoðardómarar eru Birkir Sigurðarson og Andri Vigfússon.
Þessi tvö lið berjast á sitthvorum enda töflunnar. KR er í hörkubaráttu um Íslandsmeistaratitilinn en Keflavík vermir botnsætið og berst fyrir lífi sínu í deildinni.
Keflavík og KR hafa leikið 94 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1958. Jafnræði hefur verið með liðunum í gegnum árin, Keflavík hefur sigrað í 32 leikjum en KR 33 leiki en 29 leikjanna hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 128-145, KR í vil.
Liðin mættust fyrr í sumar í Pepsi-deildinni og þá á Nettó-vellinum. KR vann þann leik 2-0 þar sem Baldur Sigurðsson gerði bæði mörkin.
Upplýsingar eru meðal annars af vefsíðu Keflavíkur.
Þessi tvö lið berjast á sitthvorum enda töflunnar. KR er í hörkubaráttu um Íslandsmeistaratitilinn en Keflavík vermir botnsætið og berst fyrir lífi sínu í deildinni.
Keflavík og KR hafa leikið 94 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1958. Jafnræði hefur verið með liðunum í gegnum árin, Keflavík hefur sigrað í 32 leikjum en KR 33 leiki en 29 leikjanna hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 128-145, KR í vil.
Liðin mættust fyrr í sumar í Pepsi-deildinni og þá á Nettó-vellinum. KR vann þann leik 2-0 þar sem Baldur Sigurðsson gerði bæði mörkin.
Upplýsingar eru meðal annars af vefsíðu Keflavíkur.
Fyrir leik
Það rignir vel hér í vesturbænum þar sem liðin eru að hita upp. Baldur Sigurðsson er meðal varamanna hjá KR í kvöld, er að glíma við einhver meiðsli. Brynjar Björn Gunnarsson er fjarri góðu gamni eftir að hafa farið meiddur af velli í Evrópuleiknum í síðustu viku.
Fyrir leik
Hjá Keflavík er Halldór Kristinn Halldórsson miðvörður ekki með. Byrjunarliðin má sjá til hliðar.
Fyrir leik
Kristinn Steindórsson, Bliki og leikmaður Halmstad, spáir í spilin:
KR 2 - 0 Keflavík
KR-ingar eru búnir að tapa alltof mikið upp á síðkastið og þetta er farið að minna svolítið á sama tíma á síðasta ári. Þeir vilja ekki láta það gerast og hysja upp um sig.
KR 2 - 0 Keflavík
KR-ingar eru búnir að tapa alltof mikið upp á síðkastið og þetta er farið að minna svolítið á sama tíma á síðasta ári. Þeir vilja ekki láta það gerast og hysja upp um sig.
Fyrir leik
Hér í fréttamannastúkunni eru heimsmálin rædd fyrir leik að vanda. Meiðsli Andra Ólafssonar, lestarslysið á Spáni og heimsóknir Hollywood-leikara til landsins meðal umræðuefna.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. KR-ljónið skokkar hér um. Ekki veitir KR-ingum af hans kröftum, liðið tapað fjórum síðustu leikjum sínum. Evrópuleikirnir skekkja myndina þó auðvitað.
1. mín
Leikur hafinn - Lögreglumaðurinn Örvar Sær hefur flautað á. Vonandi fáum við jafnan og spennandi markaleik. Benedikt Bóas Hinriksson er hér við hlið mér og spáir 4-1 sigri KR-inga.
2. mín
Stórhætta við mark KR strax í upphafi. Aukaspyrna frá Jóhanni Birni sem Hannes hélt ekki og Elías Már náði frákastinu en skot hans fór ekki á markið.
7. mín
Keflvíkingar eru gulklæddir í dag. Kristján Guðmundsson situr rólegur inn í skýli á meðan aðstoðarþjálfarinn Þorkell Máni Pétursson tekur að sér að öskra menn áfram úr boðvangnum.
11. mín
Mjög góð skottilraun frá Arnóri Ingva af löngu færi. Skotið fast en naumlega yfir. Keflvíkingar sprækir hér í byrjun leiks.
13. mín
Gult spjald: Atli Sigurjónsson (KR)
Atli Sigurjónsson með skemmtileg tilþrif, fer framhjá varnarmönnum en fellur niður. Fær gult spjald fyrir dýfu frá Örvari.
14. mín
Atli brýtur af sér strax eftir gula spjaldið! Einhverjir Keflvíkingar heimtuðu þarna annað gult á Atla! Verður fróðlegt að skoða þetta í Pepsi-mörkunum á morgun...
Lúther Gestsson:
Headfone á eyrun, hallar sér aftur og hlustar áPáll Sævar Guðjónsson KR útvarpinu. Maður er bara mættur á völlinn. Þvílíkur snilldarlýsandi!
Headfone á eyrun, hallar sér aftur og hlustar áPáll Sævar Guðjónsson KR útvarpinu. Maður er bara mættur á völlinn. Þvílíkur snilldarlýsandi!
17. mín
Gult spjald: Haukur Heiðar Hauksson (KR)
Hindraði leikmann Keflavíkur og fer í bókina. Talsverður hiti í þessu og mikið um brot. Menn öskra úr stúkunni.
27. mín
Síðustu mínútur verið tíðindalitlar. KR-ingar enn ekki fundið taktinn í sinni spilamennsku.
28. mín
Bojan Stefán Ljubicic fellur í teig KR-inga og vill fá vítaspyrnu. Örvar Sær dæmir ekkert. Bojan allt annað en sáttur.
32. mín
Maður finnur fyrir miklum pirringi KR-megin í stúkunni. Menn öskrandi allskonar athugasemdir inn á völlinn og mikið baulað. Þessir fjórir tapleikir í röð virðast hafa farið ansi illa í menn.
39. mín
Bergsteinn í marki Keflavíkur hefur væntanlega búist við því að fá mun meira að gera í þessum leik. Hefur átt frekar náðugan dag fram að þessu.
42. mín
Talað um í fréttamannastúkunni að líklega verði Atli Sigurjóns tekinn af velli í hálfleiknum. Hann er kominn á appelsínugult svæði.
44. mín
Mikill darraðasans í vítateig Keflavíkur eftir frábæra sendingu sem Óskar Örn átti. Naumlega náðu heimamenn að koma boltanum í burtu...
45. mín
Hálfleikur - KR-ingar ógnuðu marki gestana talsvert síðustu mínúturnar fyrir hlé en betur má ef duga skal.
Daníel Rúnarsson:
Kjartan Henry og Baldur koma inná strax í byrjun seinni hálfleiks ef varalestur minn klikkar ekki.
Kjartan Henry og Baldur koma inná strax í byrjun seinni hálfleiks ef varalestur minn klikkar ekki.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Rúnar Kristins með tvöfalda skiptingu í hálfleik. Vinirnir Gary Martin og Atli Sigurjónsson teknir af velli. Þessar tvær skiptingar segja ýmislegt um hvað Rúnari fannst um fyrri hálfleik.
49. mín
MARK!
Emil Atlason (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
Ísinn er brotinn! Jónas Guðni með baneitraða sendingu á Óskar Örn sem var á vængnum, náði frábærri fyrirgjöf á Emil Atlason sem kom á siglingunni og kláraði færið vel.
53. mín
Mark úr víti!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Stoðsending: Jónas Guðni Sævarsson
Stoðsending: Jónas Guðni Sævarsson
Hendi dæmd á Einar Orra innan teigs og víti. Varamaðurinn Kjartan tók boltann af Bjarna Guðjónssyni og kláraði vítið. Martraðamínútur fyrir gestina.
60. mín
Allur meðbyr með KR og erfitt að sjá þá klúðra leiknum úr höndunum eftir þetta. Skiptingarnar í hálfleik fljótar að skila sér. Allt annað að sjá til heimamanna í upphafi seinni hálfleiks.
63. mín
Haukur Heiðar missti boltann yfir sig og varamaðurinn Sigurbergur átti hörkuskot sem ekki hitti markið.
71. mín
Miðjan farin að syngja söngva til heiðurs tveimur goðsögnum. Þormóður Egilsson og Einar Þór Daníelsson eru goðsagnirnar.
75. mín
Boltinn naumlega framhjá marki Keflavíkur. DJ Grímur full fljótur á sér og byrjaði að spila markalagið við mikinn fögnuð áhorfenda.
76. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
82. mín
Allt í lagi að opinbera það að ef ekkert breytist í þessum leik þá verður Aron Bjarki maður leiksins og gefur þrjú bónusstig í Draumaliðsdeildinni okkar.
89. mín
MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Stoðsending: Baldur Sigurðsson
Stoðsending: Baldur Sigurðsson
Þetta bjuggu varamennirnir til! Baldur Sigurðsson var á þeysispretti með Keflvíking í sér og lagði upp þetta mark fyrir Kjartan sem bara þurfti að renna boltanum yfir línuna.
Byrjunarlið:
12. Bergsteinn Magnússon (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
('76)
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Einar Orri Einarsson
11. Bojan Stefán Ljubicic
('57)
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson (f)
Varamenn:
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
('76)
Liðsstjórn:
Sigurbergur Elísson
Aron Elís Árnason
Gul spjöld:
Rauð spjöld: