City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Austria Vín
1
0
FH
Daniel Royer '25 1-0
30.07.2013  -  16:00
Generali Stadium
Forkeppni Meistaradeildar Evrópu
Aðstæður: Frábærar. 27° hiti og léttskýjað.
Dómari: Bobby Madden
Áhorfendur: 8075
Byrjunarlið:
13. Heinz Lindner (m)
5. Lukas Rotpuller
10. Alexander Grünwald
11. Tomas Jun ('76)
14. Manuel Ortlechner
16. Philipp Hosiner ('83)
17. Florian Mader
19. Marko Stankovic
28. Daniel Royer ('80)
29. Markus Suttner
30. Fabian Koch

Varamenn:
4. Kaja Rogulj
9. Rubin Okotie ('83)
18. Thomas Murg ('80)
23. Srdan Spiridinovic ('76)
25. James Holland
26. Ivan Kardum
27. Emir Dilaver

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu, beint frá Vínarborg.

Hér á Generali Stadium mun lið FH mæta Austria Vín í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn hefst eftir um 40 mínútur, eða kl 16:00 að íslenskum tíma.

Það er mikil eftirvænting hér á bæ og AC/DC ómar í viðtækjum þegar liðsmenn Austria Vín ganga út á völlinn til að hita upp.
Fyrir leik
Lið FH á í miklum meiðslavandræðum og til marks um það eru bæði Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árni Antoníusson á varamannabekk FH í kvöld.

Eins hafa Jón Ragnar Jónsson, Sam Tillen og Brynjar Ásgeir Guðmundsson allir átt við einhver meiðsli að stríða en virðast vera klárir.
Fyrir leik
Í aðdraganda leiksins hefur austurrískum fjölmiðlum verið tíðrætt um 5-1 stórtap Austra Vín gegn Red Bull Salzburg um liðna helgi.

Red Bull Salzburg eru hins vegar sigurstranglegasta lið Austurríkis um þessar mundir og búast flestir við því að liðið verði austurrískur meistari á yfirstandandi tímabili.
Fyrir leik
Einhverjar breytingar eru á liði Austria Vín frá því sem áætlað var.

K. Rogulj, E. Dilaver, A. Gorgon og J. Holland missa allir sæti sitt í liðinu en í þeirra stað koma L. Rotpuller, M. Stankovic, D. Royer og F. Koch.

Marko Stankovic skoraðu einmitt eitt marka Austria Vín þegar þeir lögðu Admira Wacker 20. júlí síðastliðinn.
Fyrir leik
Einu sinni áður hefur íslenskt lið att kappi við Austria Vín.

Það var árið 1996, þegar Keflavík og Austria Vín áttust við í Intertoto keppninni. Sá leikur endaði 6-0 fyrir austurríska liðinu.
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson sagði í gær að FH liðið myndi liggja til baka, gefa fá færi á sér og nýta sér skyndisóknir.

Það er líklegt að leikmenn Austria Vín reyni að pressa FH liðið hátt á vellinum.

Við vonum að sjálfsögðu að Austria Vín gefi einhver færi á sér og FH nái að nýta sér það.
Fyrir leik
Vallarkynnirinn bað um þögn rétt í þessu til að kynna til leiks sendiherra Íslands.

Uppskar hógvært klapp.
1. mín
Leikurinn er hafinn!

Gífurleg spenna og mikil læti á pöllunum. Þetta verður spennandi.
2. mín
Fyrst hornspyrna leiksins.

Austria komust aftur fyrir en Guðmann bjargaði í horn.
2. mín
FH hreinsar frá eftir hornið.
3. mín
Það skal kannski taka fram að Heimir Guðjónsson er í jakkafötum.
4. mín
Atli Guðnason í dauðafæri!

Ólafur Páll vann boltann og sendi boltann fyrir á Atla en markvörðu Austria sá við honum.
6. mín
Austria komnir í álitlega stöðu á sínum vinstri kanti en Freyr Bjarnason átti frábæra tæklingu og stöðvaði upphlaup þeirra.
9. mín
Fyrstu mínútur leiksins eru eins og við var að búast. Austria halda boltanum vel innan liðsins og reyna að spila hátt á vellinum.

FH hafa varist vel en verð að passa kantmenn Austria liðsins sem virðast skeinuhættir.
10. mín
Fyrsta skot Austria að marki. Reyndar skalli.

Löng sending utan af kanti og skalli að marki en hann var laus og Róbert lét hann fara yfir.
11. mín
Enn og aftur er Austria næstum komnir í gegn. Vantar einungis hársbreidd. Reyndar rann Freyr við.

FH verða að loka miðjuspili þeirra betur.

15. mín
Þetta Austria lið er afar vel spilandi og ógna jafnt á köntum og í gegnum miðjuna.

FH þurfa að þrauka fyrstu mínúturnar og ná að spila boltanum sín á milli.
19. mín
Langur bolti, aftur af vinstri kanti en Freyr og Tillen koma þessu auðveldlega frá.
20. mín
Hættuleg sókn eftir að Guðmann rann.

Austria komust aftur fyrir Brynjar og áttu hættulega sendingu fyrir markið en skalli þeirra yfir.
22. mín
Nú kom hættuleg sending af vinstri kanti Austria.

Enginn sóknarmaður mætti þó boltanum og Róbert handsamaði knöttinn. Brynjar á í smá vandræðum í hægri bakverði og það þarf að leysa.
24. mín
FH vinna horn og eru ekkert að flýta sér. Stuðningsmenn Austria flauta hátt.

Úr horninu kom ekkert.
25. mín MARK!
Daniel Royer (Austria Vín)
Austria komnir yfir.

Klaufagangur eftir innkast og góð fyrirgjöf, með jörðinni.

Á fjærstöng var Daniel Royer og setti boltann örugglega yfir línuna.
27. mín
Þá er bara að smella einu marki.

FH eiga hættulega aukaspyrnu fyrir utan vítateig, hliðarmegin.

Tillen tók aukaspyrnuna en Freyr náði ekki nægilega föstu skoti á markið.
29. mín
Enn og aftur hættuleg fyrirgjöf af vinstri kanti Austria.

Tillen kemur boltanum í horn en er alveg bálreiður við liðsfélaga sína, skiljanlega enda er þetta ca 5 fyrirgjöfin af sama stað sem skapar hættu.
30. mín
FH náðu loksins að spila boltanum sín á milli. Mega alveg vera óhræddir við það. Emil virðist fá nóg pláss á meðan Austria einbeita sér að Birni Daníel.

Skömmu síðar áttu Austria hættulega sókn upp hægri kantinn sem endaði í fyrirgjöf en FH komu boltanum í horn.
33. mín
Þetta er betra. FH hafa nú aðeins róast og þorað að spila boltanum sín á milli. Það hefur nú gefið þeim tvö fín tækifæri á að spila alveg upp að vítateig Austria.

Þeir geta hæglega gert meira af þessu.
34. mín
Þarna var Guðmann heppinn. Næstum búinn að missa boltann í öftustu varnarlínu en náði að bjarga sér með rennitæklingu.
38. mín
Eftir markið hafa FH verið meira með boltann og virðast hafa hrisst af sér ferðalagið og stressið.

Vantar þó meiri nákvæmni fram á við en sendingar þeirra á seinasta þriðjungi vallarins ekki verið nægilega góðar.

Horfir þó allt upp á við.
40. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Guðmann Þórisson með stórhættulega tæklingu, næstum aftastur.

Dómari leiksins gefur honum tiltal og gult spjald.

Þarna var Guðmann heppinn.
43. mín
Stórhættulegt og glæsilegt spil Austria.

Eftir fjölmargar sendingar og spil komust þeir upp hægri kantinn og áttu stórfína fyrirgjöf en Freyr Bjarnason náði að komast fyrir boltann og hreinsa.
45. mín
Það er kominn hálfleikur.

Heimir Guðjónsson þarf að takast á við tvö vandamál, helst.

Sóknarlega er Björn Daníel Sverrisson er þétt setinn á miðsvæðinu en þar með skapast pláss sem FH hafa ekki náð að nýta sér.

Varnarlega þarf að stoppa í götin hægra megin og leggja áherslu á að stöðva leikmann nr. 10 - Alexander Grunwald sem er með eitraðan vinstri fót og leitar mikið út hægra megin og gefur þaðan fyrir.
46. mín
Hættulegt spil Austria sem endar í lúkunum á Róberti.
46. mín
Þá er leikurinn hafinn að nýju.
50. mín
Seinni hálfleikurinn hefst eins og sá fyrri kláraðist. Austria Vín eru mun grimmari og ákveðnari í að halda boltanum.

Það var samróma álit sérfræðinga í hálfleik að FH liðið þyrfti að koma ofar á völlinn og þora að halda boltanum innan liðsins.
53. mín
Það eru 8,075 áhorfendur sem lögðu leið sína á völlinn í dag.
54. mín Gult spjald: Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH)
Fyrir brot úti á velli.
55. mín
Eftir handahófskennt spil FH misstu þeir boltann og Austria Vín voru ekki lengi að nýta sér það.

Gott spil upp miðjan völlinn og þaðan út á vinstri kant. Þaðan kom stórhættuleg fyrirgjöf en Tillen náði að koma boltanum frá.
56. mín
Þvílíkt skot hjá Austria Vín í þverslána.

Eftir fyrirgjöf kom Guðmann boltanum frá. Þar var mættur T. Jun og dúndraði boltanum í þverslána og niður en inn fór boltinn ekki.
59. mín
Atli Guðnason í skrýtnum æfingum. Var orðinn aftastur sinna manna og ætlaði að leika á sóknarmann Austria en missti boltann. Tillen til bjargar enn og aftur.

Upp úr því fengu Austria svo dauðafæri en Róbert Örn varði glæsilega.
64. mín
Það er lítið að gerast um þessar mundir, annað en að Austria pressa stíft um allan völl og FH reyna að tefja.
67. mín
Ágætis uppspil hjá FH en Ólafur Páll náði ekki að koma boltanum fyrir. Hefði átt að gera betur þarna.

Það er svona svolítið eins og það vanti smá malt í FH liðið þessa stundina.
69. mín
Það væri gaman að sjá tölur yfir hversu margar fyrirgjafi Austria Vín hafa átt í þessum leik.

Nú rétt í þessu varði Róbert vel eftir að boltinn féll fyrir lappir Hosiner í miðjum teignum.
71. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (FH) Út:Atli Viðar Björnsson (FH)
Þá fer Kristján Gauti Emilsson í framherjastöðuna.
71. mín
Atli Viðar hafði barist vel í leiknum en ekki fengið úr miklu að moða. Bæði Atli Guðnason og Ólafur Páll spila talsvert aftar í þessum leik en vanalega.
73. mín
Brynjar Guðmundsson liggur óvígur eftir en er líklega eingöngu með krampa.

Áhorfendur vanda honum ekkert sérstaklega kveðjurnar.
76. mín
Inn:Jón Ragnar Jónsson (FH) Út:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH)
Jón fer beint í hægri bakvarðastöðuna. Brynjar líklega orðinn þreyttur.
76. mín
Inn:Srdan Spiridinovic (Austria Vín) Út:Tomas Jun (Austria Vín)
78. mín
FH liðið er nú aðeins líflegra og heldur boltanum betur.

Í hvert sinn sem þeim tekst að spila boltanum sín á milli þá komast þeir hátt á völlinn en það vantar alltaf upp á spilið á seinasta þriðjungi vallarins.
80. mín
Inn:Thomas Murg (Austria Vín) Út:Daniel Royer (Austria Vín)
Markaskorarinn og þeirra sprækasti leikmaður í dag farinn af velli.

Nú er lag.
82. mín
Eftir mikið klafs barst boltinn út og leikmaður Austria Vín átti skot sem fór hátt yfir.
83. mín
Inn:Rubin Okotie (Austria Vín) Út:Philipp Hosiner (Austria Vín)
85. mín
Bæði lið, og þá sérstaklega FH, virðast vera orðin þreytt.

Sendingar ganga verr og það hefur hægst umtalsvert á leiknum.
86. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
Ingimundur búinn að vera veikur en nær vonandi að skapa usla með hraða sínum.
87. mín
Flott spil hjá FH og góð fyrirgjöf Jóns Ragnars.

Því miður fór boltinn yfir sóknarmenn FH en spilið var gott.
90. mín
Austria Vín virðast ekki sáttir með 1-0 forskot og reyna hvað þeir geta til að koma boltanum inn í teig FH. Þá opnast fyrir hraðar sóknir.

Koma svo drengir.
92. mín
Laust skot að marki FH en það fór framhjá.

Fyrir leik hefðu þessi úrslit eflaust verið vel þegin en FH geta þó verið glaðir að vera einungis 1 marki undir.
93. mín
Hættuleg sending sem Guðmann skallaði aftur fyrir markið, en þó einungis rétt svo.
94. mín
Leiknum er lokið með 1-0 sigri Austria Vín.

Alls ekki slæm úrslit fyrir FH sem eiga talsvert inni.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason
Emil Pálsson
4. Sam Tillen
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason ('86)
13. Kristján Gauti Emilsson
17. Atli Viðar Björnsson ('71)
21. Guðmann Þórisson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('76)

Varamenn:
3. Guðjón Árni Antoníusson
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('86)
16. Jón Ragnar Jónsson ('76)
21. Böðvar Böðvarsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson

Liðsstjórn:
Daði Lárusson

Gul spjöld:
Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('54)
Guðmann Þórisson ('40)

Rauð spjöld: