Valur
2
1
Þór
Kolbeinn Kárason
'42
1-0
1-1
Sveinn Elías Jónsson
'69
Rúnar Már Sigurjónsson
'91
, víti
2-1
18.09.2011 - 17:00
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Skelfilegar. Mjög mikið rok og rigning.
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Maður leiksins: Rúnar Már Sigurjónsson
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Skelfilegar. Mjög mikið rok og rigning.
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Maður leiksins: Rúnar Már Sigurjónsson
Byrjunarlið:
23. Andri Fannar Stefánsson
Varamenn:
13. Arnar Sveinn Geirsson
('61)
Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson
Gul spjöld:
Arnar Sveinn Geirsson ('87)
Sigurbjörn Hreiðarsson ('63)
Kolbeinn Kárason ('35)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn!
Hér verður bein textalýsing frá leik Vals og Þórs í 20. umferð Pepsi-deildar karla en leikurinn hefst klukkan 17:00. Fimm leikjum hefur verið frestað vegna veðurs og því er þetta eini leikurinn sem fer fram í dag.
Hér verður bein textalýsing frá leik Vals og Þórs í 20. umferð Pepsi-deildar karla en leikurinn hefst klukkan 17:00. Fimm leikjum hefur verið frestað vegna veðurs og því er þetta eini leikurinn sem fer fram í dag.
Fyrir leik
Pól Jóhannus Justinuessen, Rúnar Már Sigurjónsson, Ingólfur Sigurðsson og Kolbeinn Kárason koma allir inn í lið Vals frá því í 1-0 sigrinum gegn Víkingi R. síðastliðinn fimmtudag. Þórsarar stilla upp sama liði og lagði Fylki en Atli Sigurjónsson er ennþá fjarri góðu gamni.
Fyrir leik
Skemmtilega ágætt veður hér á Vodafone-vellinum. Svo fólk gerir sér grein fyrir því þá mun leikurinn líklega fara fram á einum vallarhelmingi hér í dag. Vallarhelmingnum, fær Öskjuhlíðinni.
Guðmundur Egill:
Einfaldlega bull að það sé verið að fara að spila í Pepsi-deildinni á eftir. #fotbolti
Einfaldlega bull að það sé verið að fara að spila í Pepsi-deildinni á eftir. #fotbolti
Twitter: Davíð Snorri Jónsson:
Vodfonevöllur á eftir....vonum að stúkan verði maður leiksins #rok #fotbolti
Vodfonevöllur á eftir....vonum að stúkan verði maður leiksins #rok #fotbolti
Fyrir leik
Atli Sigurjónsson er enn frá í liði Þórsara vegna veikinda og er því ekki í leikmannahóp liðsins í dag.
Fyrir leik
Eins og staðan er núna hér á Vodafone-velli, eru fleiri fjölmiðlamenn en áhorfendur í stúkunni. Segir það ekki allt sem segja þarf, um áhugann á þessum leik?
Fyrir leik
Óskar Hrafn Þorvaldsson er mættur í stúkuna með West Ham húfuna sína góðu en West Ham gerði einmitt markalaust jafntefli í gær gegn Millwall á útivelli.
2. mín
Athygli vekur að Pól Jóhannus Justinussen er á vinstri kantinum hjá Val. Pól hefur í sumar verið vinstri bakvörður hjá Val en hann hefur stundum leikið á kantinum með landsliði Freyja.
Guðmundur Marinó, gleðigjafi:
Stutt í leik hér að Hlíðarenda og vallarþulurinn þekkir alla áhorfendur með nafni, nema þessa tvo sem komu með rútunni að norðan #fótbolti
Stutt í leik hér að Hlíðarenda og vallarþulurinn þekkir alla áhorfendur með nafni, nema þessa tvo sem komu með rútunni að norðan #fótbolti
7. mín
Vindurinn er það mikill að þegar Haraldur Björnsson tekur útspark fer boltinn ekki mikið lengra en á miðjan vallarhelming Valsmanna.
13. mín
Fátt markvert hefur gerst það sem af er leiks. Vindurinn gerir mönnum afar erfitt fyrir. Áhorfendur eru ekki margir í stúkunni en þó eru nokkrir leikmenn og þjálfarar frá öðrum Pepsi-deildar liðum mættir á völlinn. Mjölnismenn eru einnig mættir í stuði frá Akureyri.
16. mín
Srdjan Rajkovic markvörður Þórs er með húfu í markinu. Rajokvic hefur spilað í mun verra veðri en í dag en hann spilaði með skíðagleraugu í roki og snjó í leik með Fjarðabyggð árið 2005.
22. mín
Gult spjald: Janez Vrenko (Þór )
Janez Vrenko fær gula spjaldið fyrir að brjóta á Kolbeini Kárasyni. Vrenko meiðist sjálfur í leiðinni en mun þó líklega ná að halda áfram leik.
31. mín
Sveinn Elías fær gult spjald og mínútu síðar tæklar hann Andra Fannar Stefánsson aftan frá. Valsmenn vilja sjá Svein Elías fá sitt annað gula spjald og rautt en hann sleppur með skrekkinn.
35. mín
Gult spjald: Kolbeinn Kárason (Valur)
Kolbeinn Kárason fær gula spjaldið fyrir að tækla Þorstein Ingason. Færin láta hins vegar á sér standa.
Tómas Meyer:
Er mættur á Valsvöllinn í fyrsta sinn síðan 2009 og ég vona að ég þurfi ekki að koma hingað aftur fyrr en fyrsta lagi 2013 #fotbolti
Er mættur á Valsvöllinn í fyrsta sinn síðan 2009 og ég vona að ég þurfi ekki að koma hingað aftur fyrr en fyrsta lagi 2013 #fotbolti
42. mín
MARK!
Kolbeinn Kárason (Valur)
Valsmenn komast yfir! Eftir hornspyrnu sendir Sigurbjörn Hreiðarsson boltann á fjærstöng þar sem Kolbeinn Kárason skora af stuttu færi. Vel gert hjá Kolbeini sem fagnar vel og innilega.
45. mín
Þórsarar vilja fá vítaspyrnu en Gunnar Jarl dæmir ekkert. Boltinn er í loftinu þegar Jóhann Helgi fellur eftir baráttu við Halldór Kristinn Halldórsson. Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs lætur óánægju sína í ljós.
Karl Freyr Doddason:
Held að það gæti verið sterkur leikur hjá Þórsurum að skipta Palla Gísla inn í hálfleik. Eini maðurinn sem fýkur ekki. #vedur #fotbolti
Held að það gæti verið sterkur leikur hjá Þórsurum að skipta Palla Gísla inn í hálfleik. Eini maðurinn sem fýkur ekki. #vedur #fotbolti
45. mín
Það er þónokkur hiti í mönnum þegar flautað er til leikhlés. Ármann Pétur Ævarsson sparkaði boltanum í Andra Fannar Stefánsson miðjumann Vals og fyrrum leikmann KA þegar flautað var til hálfleiks og eftir það komu nokkrir aðrir leikmenn aðvífandi til að taka þátt í látunum. Rólyndismaðurinn Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari Valsara kom síðan á sprettinum og stillti til friðar.
61. mín
Inn:Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
Út:Kolbeinn Kárason (Valur)
Markaskorararinn Kolbeinn fer af velli og Jón Vilhelm Ákason leysir hann af hólmi í fremstu víglínu.
63. mín
Gult spjald: Sigurbjörn Hreiðarsson (Valur)
Sigurbjörn Hreiðarsson fer í bókina hjá Gunnari Jarli dómara fyrir að brjóta á Clark Keltie. Þess má til gamans geta að Sigurbjörn og Gunnar stýrðu saman útvarpsþættinum Fótbolti.net á Reykjavík FM árið 2007.
67. mín
Leikurinn er líkt og í fyrri hálfleik rólegur en Pól Jóhannus Justinussen var þó ekki langt frá því að bæta við marki nú rétt í þessu en þrumuskot hans fór rétt framhjá markinu.
69. mín
MARK!
Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Þórsarar ná að jafna úr fyrstu alvöru marktilraun sinni í leiknum! Sigurður Marinó Kristjánsson, sem er nýkominn inn á, sendi á Svein Elías Jónsson sem jafnaði með áttunda marki sínu í Pepsi-deildinni í sumar.
74. mín
Inn:Christian Mouritsen (Valur)
Út:Sigurbjörn Hreiðarsson (Valur)
Valsarar nota síðustu skiptingu sína. Hinn færeyski Christian Mouritsen kemur inn á fyrir Sigurbjörn Hreiðarsson.
79. mín
Andri Fannar Stefánsson fær ágætis færi eftir að Srdjan Rajkovic mistekst að grípa fyrirgjöf en skot hans fer framhjá markinu.
Heiðar Ingi Helgason:
Hugsanlega úrslitastig sem Þórsarar eru með í höndunum á Vodafone! Dugir svo einn baráttusigur heima.. #svobara3stigíviðbót #pepsi #fotbolti
Hugsanlega úrslitastig sem Þórsarar eru með í höndunum á Vodafone! Dugir svo einn baráttusigur heima.. #svobara3stigíviðbót #pepsi #fotbolti
84. mín
Christian Mouritsen á skot úr aukaspyrnu sem Srdjan Rajkovic ver út í teiginn en Valsmenn ná ekki að skora úr frákastinu.
86. mín
Valsmenn eru mun líklegri til að skora sigurmark. Jón Vilhelm Ákason á hörkuskot úr vítateigsboganum en Rajkovic ver í horn.
87. mín
Gult spjald: Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
Jón Vilhelm fær gula spjaldið fyrir að hoppa fyrir Rajkovic þegar hann er að sparka út.
88. mín
Þórsarar ná góðri skyndisókn og Gunnar Már Guðmundsson er að komast í fínt færi þegar hann rennur á blautum vellinum. Jóhann Helgi Hannesson nær þá boltanum en Gunnar Már liggur fyrir honum á vellinum og sóknin rennur út í sandinn!
Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu:
hvort ætli þjálfari Vals eða Þórs kvarti yfir því á eftir að leikurinn hafi verið settur á? #kannskibáðir #spenna #pepsi
hvort ætli þjálfari Vals eða Þórs kvarti yfir því á eftir að leikurinn hafi verið settur á? #kannskibáðir #spenna #pepsi
90. mín
Valsmenn fá vítaspyrnu. Jón Vilhelm Ákason á góðan sprett inn á teiginn þar sem Þorsteinn Ingason brýtur á honum og Gunnar Jarl getur lítið annað gert en að benda á punktinn.
91. mín
Mark úr víti!
Rúnar Már Sigurjónsson (Valur)
Rúnar Már skorar af miklu öryggi, sláin inn! Þetta er líklega sigurmark leiksins!
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
2. Gísli Páll Helgason
6. Ármann Pétur Ævarsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
15. Janez Vrenko
Varamenn:
5. Atli Jens Albertsson
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
('66)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
Liðsstjórn:
Ragnar Haukur Hauksson
Gul spjöld:
Sveinn Elías Jónsson ('29)
Janez Vrenko ('22)
Rauð spjöld: