Fjölnir
4
1
Haukar
Guðmundur Böðvar Guðjónsson
'1
1-0
Aron Sigurðarson
'51
2-0
Aron Sigurðarson
'59
3-0
3-1
Sigurbjörn Hreiðarsson
'87
Ragnar Leósson
'89
4-1
08.08.2013 - 19:15
Fjölnisvöllur
1.deild karla
Aðstæður: Rok og völlurinn blautur
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Aron Sigurðarson
Fjölnisvöllur
1.deild karla
Aðstæður: Rok og völlurinn blautur
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Aron Sigurðarson
Byrjunarlið:
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
10. Aron Sigurðarson
('75)
15. Haukur Lárusson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
Varamenn:
22. Ragnar Leósson
('75)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Hilmar Þór Hilmarsson ('75)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið sæl og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Fjölnis og Hauka í 15.umferð 1.deildar karla.
Fjölnir er sem stendur í 5.sæti deildarinnar með 24 stig en Haukar sitja á toppi deildarinnar með stigi meira. Baráttan á toppnum er gríðarleg og búast má við hörkuleik í kvöld.
Þegar þessi lið mættust í fyrri umferðinni þá báru Haukar sigur úr býtum, 1-0 með marki frá Hilmari Rafni Emilssyni.
Segja má að Fjölnissliðið ásamt Tindastól sé heitasta liðið í deildinni um þessar mundir. Fjölnir hafa unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og einungis tapað einum leik í síðustu níu leikjum. Þetta eina tap var einmitt gegn KA í síðasta heimaleik Fjölnis.
Leikurinn í kvöld verður sýndur í beinni vefútsendingu á SportTV.is.
Fjölnir er sem stendur í 5.sæti deildarinnar með 24 stig en Haukar sitja á toppi deildarinnar með stigi meira. Baráttan á toppnum er gríðarleg og búast má við hörkuleik í kvöld.
Þegar þessi lið mættust í fyrri umferðinni þá báru Haukar sigur úr býtum, 1-0 með marki frá Hilmari Rafni Emilssyni.
Segja má að Fjölnissliðið ásamt Tindastól sé heitasta liðið í deildinni um þessar mundir. Fjölnir hafa unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og einungis tapað einum leik í síðustu níu leikjum. Þetta eina tap var einmitt gegn KA í síðasta heimaleik Fjölnis.
Leikurinn í kvöld verður sýndur í beinni vefútsendingu á SportTV.is.
Fyrir leik
Guðlaugur Baldursson aðstoðarþjálfari FH var fenginn til að spá um úrslit í 15.umferð 1.deild karla. Hann spáði Haukum sigri í kvöld:
Tvö lið sem eru vel skipulögð varnarlega og fá ekki á sig mörg mörk. Það verður einnig raunin í þessum leik, eitt mark mun skilja liðin að. Brynjar Ben skorar seint í leiknum eftir skemmtilega sendingu frá Gumma Sævars.
Tvö lið sem eru vel skipulögð varnarlega og fá ekki á sig mörg mörk. Það verður einnig raunin í þessum leik, eitt mark mun skilja liðin að. Brynjar Ben skorar seint í leiknum eftir skemmtilega sendingu frá Gumma Sævars.
Fyrir leik
Dómari leiksins hér í kvöld er málarinn Erlendur Eiríksson. Hann hefur mikla reynslu sem dómari og ætti honum að vera vel treystandi fyrir þessum leik. Til aðstoðar verða þau, Karel Fannar Sveinbjörnsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir.
Fyrir leik
Leikurinn fer að hefjast. Við minnum á að leikurinn er í beinni á SportTV. Þar sem ég er að lýsa þeim leik í beinni, þá verður textalýsingin hér eitthvað minni en vanalega. Ég reyni þó að koma með helstu punkta og mörk hér inn.
Leikurinn fer að hefjast. Það er kalt í veðri, búið að rigna vel í dag og völlurinn því vel blautur. Góða skemmtun.
Leikurinn fer að hefjast. Það er kalt í veðri, búið að rigna vel í dag og völlurinn því vel blautur. Góða skemmtun.
1. mín
MARK!
Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir)
Með hörkuskot fyrir utan teig í fjærhornið. Óverjandi fyrir sigmar í markinu.
26. mín
Fjölnismenn sterkari aðilinn og hafa átt þónokkrar hornspyrnu en ekki enn náð að nýta sér þær. Fjölnismenn sækja með miklum vind í bakið í fyrri hálfleik.
45. mín
Hálfleikur. Óskabyrjun Fjölnis í leiknum skilar þeim eins marks forystu í hálfleik.
Fjölnismenn sækja mikið á skyndisóknum með þá Aron Sigurðarson og Þórir Guðjónsson fremsta í flokki.
Haukar sem leika gegn vindi hafa meira notað fyrirgjafir en ekki enn náð neinni hættilegri marktilraun að marki Fjölnis. Það var mest undir lok fyrri hálfleiks sem Haukar virtust vera líklegri en Þórður Ingason í marki Fjölnis var vel á verði og greip inní þegar þess þurfti.
Fjölnismenn sækja mikið á skyndisóknum með þá Aron Sigurðarson og Þórir Guðjónsson fremsta í flokki.
Haukar sem leika gegn vindi hafa meira notað fyrirgjafir en ekki enn náð neinni hættilegri marktilraun að marki Fjölnis. Það var mest undir lok fyrri hálfleiks sem Haukar virtust vera líklegri en Þórður Ingason í marki Fjölnis var vel á verði og greip inní þegar þess þurfti.
46. mín
Fjölnir byrja leikinn að sama krafti og í þeim fyrri. Eiga hættulega sókn en Sigmar ver laglega í tvígang.
49. mín
Andri Steinn á skot sem fer rétt yfir markið. Haukarnir eru að sækja í sig veðrið.
51. mín
MARK!
Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Guðmundur Böðvar geystist upp hægri kantinn og náði slakri sendingu fyrir sem Sigmar markmaður Hauka misreiknar og slær hann yfir sig. Þar kemur enginn annar en Aron Sigurðsson og setur boltann í opið mark.
59. mín
MARK!
Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Ómar Hákonarson á góða fyrirgjöf þar sem Aron Sigurðsson stingur sér inn og skorar með góðu skoti.
67. mín
Aron Sigurðsson nær boltanum á sínum eigin vallarhelmingi og brunar upp miðjuna og skýtur að marki en boltinn í Haukamann og horn. Aron er fullur af sjálfstrausti enda með 2 mörk í leiknum.
69. mín
Haukamönnum gengur illa að brjóta upp vörn Fjölnis. Sigurbjörn Hreiðars hitar hérna upp á hliðarlínunni. Spurning hvort hann geti breytt gangi leiksins?
75. mín
Inn:Ragnar Leósson (Fjölnir)
Út:Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Ragnar Leósson kemur inn á í sínum fyrsta leik fyrir Fjölni
77. mín
Hilmar Trausti á fína aukaspyrnu sem Þórður ver vel. Ein af fáu skottilraunum Hauka í leiknum
87. mín
MARK!
Sigurbjörn Hreiðarsson (Haukar)
Haukar fá hornspyrnu, gefa stutta sendingu á Sigurbjörn Hreiðars sem nær skoti en boltinn fer í varnarmann og aftur fær Sigurbjörn boltann og smellir honum með vinstri beint í hornið.
89. mín
MARK!
Ragnar Leósson (Fjölnir)
Ragnar Leósson að skora í sínum fyrsta heimaleik fyrir Fjölni. Fær boltann frá vinstri kantinum og skorar auðveldlega framhjá Sigmari í markinu
90. mín
Ragnar Leósson er ekki hættur en hann skýtur boltanum framhjá úr sannkölluðu dauðafæri
Byrjunarlið:
1. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
Kristján Ómar Björnsson
Hilmar Rafn Emilsson
('73)
Hilmar Trausti Arnarsson
Ásgeir Þór Ingólfsson
Hafþór Þrastarson
2. Helgi Valur Pálsson
10. Hilmar Geir Eiðsson
('70)
23. Guðmundur Sævarsson
Varamenn:
7. Sigurbjörn Hreiðarsson
('70)
11. Magnús Páll Gunnarsson
('73)
19. Brynjar Benediktsson
('58)
20. Hafsteinn Briem
21. Anthonio Savant De Souza
22. Björgvin Stefánsson
26. Þórður Jón Jóhannsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Magnús Páll Gunnarsson ('78)
Úlfar Hrafn Pálsson ('56)
Helgi Valur Pálsson ('54)
Rauð spjöld: