City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
KA
0
1
Leiknir R.
0-1 Kristján Páll Jónsson '70
10.08.2013  -  16:00
Akureyrarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Skýjað, smá norðan gola og 12°
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
29. Sandor Matus (m)
2. Gunnar Valur Gunnarsson ('77)
5. Ómar Friðriksson
6. Atli Sveinn Þórarinsson
7. Ævar Ingi Jóhannesson
8. Brian Gilmour
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('73)
10. Bessi Víðisson
25. Carsten Faarbech Pedersen ('85)
27. Darren Lough
33. Ivan Dragicevic

Varamenn:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
2. Bjarni Mark Antonsson
4. Andrés Vilhjálmsson ('85)
18. Jón Heiðar Magnússon
28. Jakob Hafsteinsson

Liðsstjórn:
Davíð Rúnar Bjarnason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sælir lesendur góðir á þessum gleði og fiskidegi. Hér á Akureyrarvelli hefst leikur KA og Leiknis núna kl. 16:00
Fyrir leik
Það verður fróðlegt að sjá hvernig mætingin verður hér í dag en eins og flestir líklegast vita er Fiskidagurinn Mikli í gangi á Dalvík. Hér er fínasta veður í dag, rólegt og ljúft.
Fyrir leik
Hjá heimamönnum eru það Orri Gústafsson og Davið Rúnar Bjarnason sem fá sér sæti á tréverkinu ásamt því að Bjarki Baldvinsson er í leikbanni. Inn í liðið koma þeir Gunnar Valur Gunnarsson, Bessi Víðisson og Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Fyrir leik
Það eru einnig þrjár breytingar hjá Leikni en þar fara þeir Ósvald Jarl Traustason og Karl Oliyide á tréverkið en Óttar Bjarni Guðmundsson er í leikbanni. Inn í liðið kemur fyrirliðinn Ólafur Hrannar Kristjánsson sem og Gestur Ingi Harðarson og Vigfús Arnar Jósepsson.
Fyrir leik
Glöggir lesendur taka eflaust eftir því að full margir varnarmenn eru í byrjunarliði KA, það má líklegast gera ráð fyrir því að Englendingurinn Darren Lough spili aftast á miðju heimamanna fyrir framan miðverðina Atla Svein og Ivan en Gunnar Valur er líklegast vinstri bakvörður.
Fyrir leik
Þetta er sannkallaður sex stiga leikur hér í dag enda eru liðin jöfn að stigum með 22 hvort um sig í 6. og 7. sæti að gæla við það að blanda sér í baráttuna um sæti í Pepsi deild á næsta ári.
Fyrir leik
Hér er allt að verða klárt og liðin eru mætt á völlinn. Eyjólfur Tómasson markmaður Leiknis er í hressilega bleikum búning.
1. mín
Guðmundur Ársæll Guðmundsson hefur flautað leikinn á.
1. mín
Spádómar mínir fyrir leik klikkuðu, Darren Lough er í vinstri bakverðinum en Gunnar Valur spilar aftast á miðju heimamenna hér í dag sem kemur nokkuð á óvart.
5. mín
Líflegar upphafsmínútur þar sem liðin skiptast á að sækja en hvorugt þeirra hefur náð að skapa sér almennilegt marktækifæri.
8. mín
Heimamenn vilja fá víti. Ævar Ingi var að reyna að komast í boltann en Gestur Ingi Harðarson virtist toga nokuð hressilega í hann en slapp með að fá dæmt á sig víti.
13. mín
Nú eru það gestirnir sem vilja fá víti þegar Ivan Dragicevic virtist fara nokkuð hressilega í bakið á Leiknismanni, sýndist þetta vera Kristján Páll en Guðmundur Ársæll bendir mönnum að halda áfram.
15. mín
Hallgrímur Mar virðist alls ekki vera lagi en hann labbar hér um völlinn haltrandi og heldur um vinstra lætið á sér... samt er ekki neinn að hita upp hjá KA.
20. mín
Bæði lið eru að reyna að sækja og það er töluverður hraði í leiknum sem er að valda því að sendingar eru að klikka nokkuð reglulega.
26. mín
Færi, það kom að því! Hallgrímur Mar potar boltanum laglega í gegnum vörn Leiknis þar sem Darren Lough kemur á sprettinum og á skot í hliðarnetið af vinstri vængnum.
29. mín
Hilmar Árni Halldórsson reynir skot rétt við vítateigslínuna en Atli Sveinn nær að komast fyrir.
31. mín
Carsten Pedersen nálægt því að skora með hælspyrnu en Eyjólfur er vel á verði í markinu og kom boltanum frá. Það skipti þó ekki máli þar sem búið var að dæma aukaspyrnu á eitthvað hnoð í teignum.
34. mín
Vigfús Arnar Jósepsson með skot úr aukaspyrnu af hægri vængnum en Sandor Matus í marki KA varði í horn. Heimamenn koma boltanum frá eftir hornið.
37. mín
Bessi Víðisson með flotta takta hér á boltanum og er tekinn niður. Heimamenn með aukaspyrnu af löngu færi á hægri vængnum. Hallgrímur tekur hana og skotið fer rétt framhjá markinu, þetta gat hann.
45. mín
Þá er búið að flauta til hálfleiks. Leiknismenn hafa verið meira með boltann en heimamenn í KA fengið betri færi.
46. mín
Þá er komið að seinni hálfleiknum, hvorugt liðið gerði breytingu.
47. mín
Ouch! Leiknismenn fá horn sem varnarmaður KA ætlar að hreinsa frá í fyrsta en boltinn fer beint í andlitið á Carsten Pedersen sem liggur eftir. Eftir smá pásu stendur hann upp aftur, þetta hefur ekki verið gott.
52. mín
Smá örvænting að gera vart við sig í vítateig Leiknis eftir aukaspyrnu sem Eyjólfur nær ekki að kýla almennilega en á endanum er hreinsað frá.
57. mín
Ólafur Hrannar nær skalla í miðjum teig KA eftir að Sævar Freyr sendir fyrir markðið en skallinn er lélegur og vel framhjá. Þetta var samt jafnvel besta færi Leiknis í leiknum hingað til.
70. mín MARK!
Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Hilmar Árni með stungusendingu í gegnum vörn KA þar sem Kristján Páll kemur á sprettinum og klárar færið vel, innanfótar í fjærhornið.
71. mín
Inn:Pétur Örn Svansson (Leiknir R.) Út:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Kristján fékk varla að klára að fagna áður en honum var skipt útaf.
72. mín
Þetta mark kom nokkuð gegn gangi leiks enda nánast fyrsta alvöru færi Leiknis hér í dag. Þau þurfa ekki að vera mörg til að sigra ef maður klárar þau.
73. mín
Inn:Orri Gústafsson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Hallgrímur fær loksins hvíld, hann virkaði alls ekki í lagi líkamlega hér í dag.
74. mín
Núna er það Gunnar Valur sem er byrjaður að haltra virðist vera.
77. mín
Inn:Davíð Rúnar Bjarnason (KA) Út:Gunnar Valur Gunnarsson (KA)
Gunnar Valur haltrar af velli
79. mín
Darren Lough með sendingu fyrir markið þar sem Ævar Ingi er mættur og nær skallanum en hann fer rétt framhjá fjærstönginni.
81. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.) Út:Sindri Björnsson (Leiknir R.)
83. mín Gult spjald: Fannar Þór Arnarsson (Leiknir R.)
Fannar fær fyrsta spjald leiksins fyrir það að stoppa hraða sókn.
84. mín
Heimamenn færa liðið sitt framar og setja pressu á vörn Leiknis sem hefur verið í góðu standi í dag.
85. mín
Inn:Andrés Vilhjálmsson (KA) Út:Carsten Faarbech Pedersen (KA)
Carsten ekki búinn að vera öflugur í dag
90. mín Gult spjald: Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Fyrir að stoppa hraða sókn, Leiknismenn eru að gera vel varnarlega.
90. mín
Hilmar Árni Halldórsson með skot framhjá marki KA eftir hraða sókn.
Leik lokið!
Leik lokið með sigri Leiknis í bragðdaufum leik. Gestirnir voru agaðir, skipulagðir og kláruðu sitt færi. Viðtöl og umfjöllun væntanleg.
Byrjunarlið:
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Vigfús Arnar Jósepsson
Eyjólfur Tómasson
8. Sindri Björnsson ('81)
10. Fannar Þór Arnarsson
11. Brynjar Hlöðversson
15. Kristján Páll Jónsson (f) ('71)
21. Hilmar Árni Halldórsson
23. Gestur Ingi Harðarson

Varamenn:
9. Kolbeinn Kárason ('81)

Liðsstjórn:
Ósvald Jarl Traustason

Gul spjöld:
Sindri Björnsson ('90)
Fannar Þór Arnarsson ('83)

Rauð spjöld: