City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valur
1
1
Stjarnan
Fjalar Þorgeirsson '11
0-1 Halldór Orri Björnsson '14 , víti
Indriði Áki Þorláksson '71 1-1
11.08.2013  -  19:15
Vodafonevöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Hinar glæsilegustu
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Byrjunarlið:
Haukur Páll Sigurðsson
13. Arnar Sveinn Geirsson ('39)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m) ('12)
11. Sigurður Egill Lárusson
23. Andri Fannar Stefánsson ('79)

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson

Gul spjöld:
Daniel Craig Racchi ('89)
Haukur Páll Sigurðsson ('48)
Patrick Pederson ('37)

Rauð spjöld:
Fjalar Þorgeirsson ('11)
Fyrir leik
Komið sæl lesendur góðir og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Stjörnunnar í 14.umferð Pepsi-deildar karla.

Arnar Daði Arnarsson heiti ég og mun textalýsa leiknum fyrir ykkur frá Vodafone-vellinum í dag.
Fyrir leik
Valur og Stjarnan mættust í fyrri umferðinni Í Garðabænum 21.maí. Liðin gerðu þá jafntefli 1-1. Daninn, Michael Præst kom Stjörnunni yfir á 15.mínútu en varnarmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson opnaði markareikning sinn fyrir Val á 59.mínútu.
Fyrir leik
Valsmenn eru í 5.sæti deildarinnar með 23 stig, fjórum stigum á eftir Stjörnunni sem sitja í 3.sæti.

Segja má að þetta sé síðasti séns fyrir Val að blanda sér í alvöru baráttu um Evrópusæti. Stjörnumenn þurfa hinsvegar á sigri að halda ætli þeir sér ekki að missa FH og KR of langt framúr sér í baráttunni um þann stóra.
Fyrir leik
Stjarnan sem tapaði í fyrstu umferð gegn KR töpuðu sínum öðrum leik í deildinni í síðustu umferð gegn Fylki sem þá voru í fallsæti.

Stjarnan leikur annað árið í röð í bikarúrslitum um næstu helgi. Í fyrra töpuðu þeir einmitt tveimur síðustu leikjum sínum fyrir bikarúrslitin og nú er spurning hvort sagan endurtaki sig.
Fyrir leik
Logi Ólafsson gerir fjórar breytingar á sínu frá tapleiknum gegn Fylki í síðustu umferð. Ingvar Jónsson kemur í markið í staðinn fyrir Arnar Darra Pétursson. Þá koma Snorri Páll Blöndal, Ólafur Karl Finsen og Hörður Árnason inn fyrir Baldvin Sturluson, Robert Sandnes og Kennie Chopart en sá síðastnefndi er fjarri góðu gamni.

Ein breyting er á byrjunarliði Vals frá 4-0 sigrinum gegn en Patrick Pederson kemur inn í liðið fyrir Indriða Áka Þorláksson.
Fyrir leik
Á leikmannalistann hér til vinstri vantar Guðmund Þór Júlíusson. En þar sem hann er ekki með skráð númer á skýrslunni getum við ekki skráð hann í kerfið. Er að vonast til að fá númerið á Guðmundi sem fyrst. Hver gefur sig fram?
Fyrir leik
Korter í leik og það mætti alveg fara að fjölga í stúkunni. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið.

Leikmenn Vals eru farnir inn í klefa en á meðan eru Stjörnumenn að skjóta á Sigga "dúllu" í markinu. Líklega að fá sjálfstraustið í gang.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Stjörnumenn leika í átt að Öskjuhlíðinni en Valsmenn hefja leikinn með boltann.
8. mín
Halldór Orri með ágætis skottilraun með skot hans framhjá. Stjörnumenn eru grimmir fyrstu mínúturnar.
11. mín
Víti! Fjalar Þorgeirsson brýtur á Ólafi Karli Finsen.
11. mín Rautt spjald: Fjalar Þorgeirsson (Valur)
Þetta var lítið en Ólafur Karl var fremstur manna og reglurnar segja þetta víst. En þetta var strangur dómur hjá Garðari Erni.
12. mín
Inn:Ásgeir Þór Magnússon (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
14. mín Mark úr víti!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Stoðsending: Ólafur Karl Finsen
Ásgeir Þór fór í rétt horn, en Halldór Orri hitti boltann vel. Meðfram grasinu alveg út við stöngina.
15. mín
Virkilega vafasamt. En erfitt að dæma og erfitt að lýsa þessu. Boltinn barst inn í teig Valsmanna þar sem vörn Vals svaf á verðinu og skyndilega var Ólafur Karl kominn einn gegn Fjalari við markteigslínuna. Boltinn var á lofti og Ólafur pikkaði boltanum áfram og virtist sem Ólafur og Fjalari hafi lent saman eða hvað. Veit ekki. Víti og rautt. Mark.
21. mín
Bjarni Ólafur með fína fyrirgjöf og Patrick Pedersen líklegur til að skalla að marki en Ingvar Jónsson gerði vel og greip boltann á hæsta punkti. Eins og á að gera það.
23. mín
Veigar Páll með aukaspyrnu langt fyrir utan teig. Sjálfstraustið í lagi og hann lætur bara vaða. En boltinn nokkuð framhjá.
26. mín
Valsmenn fengu hornspyrnu. Haukur Páll og Halldór Orri skullu saman og Haukur Páll liggur enn eftir. Lítur ekki vel út. Það verður bara að segjast.
29. mín
Valsmenn voru á tíma 8 inná. Bæði Haukur Páll og Arnar Sveinn voru fyrir utan völlinn vegna aðhlynningar og Fjalar auðvitað kominn í sturtu. Arnar Sveinn er þó kominn inná en Haukur Páll er enn af velli.
31. mín
Ólafur Karl gerði vel, lagði boltann út á Halldór Orra sem kom á ferðinni og skaut að marki. Matarr Nesta var þó sem betur fer vel staðsettur í teignum og var fyrir skotinu. Þetta leit vel út...
32. mín
Haukur Páll er loks kominn inná. Með hvítt teygjubindi og umbúðir um hausinn. Þessi maður er grjót.
34. mín
Lucas Ohlander með stórhættulega hornspyrnu sem fór í gegnum allan pakkann. Þarna vantaði einhvern Valsmann á fleygiferð í átt að markinu. Góð spyrna.
37. mín Gult spjald: Patrick Pederson (Valur)
39. mín
Inn:Indriði Áki Þorláksson (Valur) Út:Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
Arnar Sveinn varð fyrir einhverju hnjaski áðan en gat ekki haldið áfram. Indriði kemur inná. Fjórtán sekúndum síðar fær Indriði olnbogaskot í andlitið en ekkert dæmt.

Dragan Kazic aðstoðarþjálfari Vals allt annað en sáttur og fær fyrir vikið aðvörun.
45. mín
Fimm mínútna uppbótartíma hér á Vodafone-vellinum er lokið. Stjörnumenn fara með eins marks forystu inn í hálfleikinn.

Bæði lið hafa unnið fyrir sínu og eiga skilið korters hlé. Valsmenn síst lakari aðilinn hér í fyrri hálfleiknum. En það er erfitt og verður alltaf erfitt að leika einum og hvað þá í svona langan tíma.
46. mín
Inn:Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan) Út:Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
46. mín
Inn:Baldvin Sturluson (Stjarnan) Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn. Logi Ólafsson gerði tvær breytingar í hálfleiknum. Atli Jó. og Garðar Jó. af velli fyrir Baldvin Sturlu. og Tryggva Svein.
48. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
48. mín
Veigar Páll með flotta aukaspyrnu og Ólafur Karl náði fyrstur mana til boltans, en slakur skalli hans yfir.
50. mín
Michael Præst er meiddur en situr hinsvegar á bekknum sem liðstjóri. Silfurskeiðin söng lagið hans og Præst stóð upp og klappaði fyrir Silfurskeiðinni.
53. mín
Indriði Áki var sloppinn í gegn eftir frábæra sendingu frá Lucas Ohlander, hann var kominn inn í teig og var við það að skjóta á markið þegar Daníel Laxdal sýndi hversu megnugur hann er og átti tæklingu upp á 10 í einkunn! Náði boltanum af Indriða og bjargaði þarna sínu liði.
56. mín
Það verður bara að segjast að það er ekki sjáanlegt að Stjörnumenn séu manni fleiri! Algjört jafnræði með liðunum og ef eitthvað er eru Valsmenn meira með boltann.
58. mín
Haukur Páll sparkaður niður innan teigs og það er allt vitlaust á vellinum! Valsmenn áttu aukaspyrnu og Haukur Páll ætlaði að skalla boltann en Tryggvi Sveinn virtist sparka hnénu í bakið á Hauki Páli sem féll við og hélt um bakið á sér. Ekkert dæmt.
61. mín
Veigar Páll með skot tilraun yfir markið. Skotið lélegt en allt sem hann gerði á undan því var gott. Flottur snúningur og lagði boltann vel fyrir sig.
69. mín
Það hefur nánast ekki komið færi í leiknum. Rosalega rólegt fram á við og lítið í spilunum. Verður það mark úr víti sem skilur liðin að hér í kvöld?
71. mín MARK!
Indriði Áki Þorláksson (Valur)
Stoðsending: Daniel Craig Racchi
James Bond með fyrirgjöf á milli markmanns og varnar, Indriði smeygði sér á milli og náði að að pota boltanum framhjá Ingvari í markinu.
76. mín
Baldvin Sturluson með skot tilraun langt fyrir utan teig og langt framhjá. Stjörnumenn eru að gera tilbúna skiptingu. Nú verða þeir að gefa í, ætli þeir sér þrjú stig hér í kvöld!
78. mín
Daniel Racchi með skot sem fór í varnarmann Stjörnunnar og Indriði var næstum því búinn að ná boltanum en Ingvar var fljótari til.
79. mín
Inn:Darri Steinn Konráðsson (Stjarnan) Út:Snorri Páll Blöndal (Stjarnan)
Snorri Páll fer meiddur af velli.
79. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (Valur) Út:Lucas Ohlander (Valur)
Lucas Ohlander fer af velli meiddur. Þriðji leikmaðurinn hér í kvöld sem fer af velli meiddur eða tæpur að minnsta kosti. Engin alvarleg meiðsl.
80. mín
Veigar Páll með skot rétt yfir þverslánna.
83. mín Gult spjald: Darri Steinn Konráðsson (Stjarnan)
86. mín
Veigar Páll klaufi! Fyrirgjöf frá hægri meðfram jörðinni sem Ásgeir missti úr höndum sér, boltinn til Veigars en hitti ekki á markið!!
89. mín Gult spjald: Daniel Craig Racchi (Valur)
90. mín
Uppbót og Stjarnan sækir af miklum krafti!
92. mín
Stjörnumenn fá hornspyrnu, Halldór Orri með spyrnu sem drífur ekki inní. Halldór Orri búinn að vera arfaslakur í leiknum í kvöld, þó sérstaklega í seinni hálfleik.
Leik lokið!
Leik lokið. 1-1 jafntefli staðreynd. Stjörnumenn hljóta að vera svekktir að fá ekki meira úr þessum leik, einum manni fleiri í 75 mínútur en Valsmenn sýndu mikinn vilja og dugnað og jöfnuðu metin. Nokkuð sanngjarnt.
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson ('46)
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen
21. Snorri Páll Blöndal ('79)
27. Garðar Jóhannsson ('46)

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Darri Steinn Konráðsson ('83)

Rauð spjöld: