Ísland
1
0
Færeyjar
Birkir Bjarnason
'65
1-0
14.08.2013 - 19:45
Laugardalsvöllur
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Ágætar, milt veður og smá vindur
Dómari: Tore Hansen frá Noregi
Laugardalsvöllur
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Ágætar, milt veður og smá vindur
Dómari: Tore Hansen frá Noregi
Byrjunarlið:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
2. Sölvi Geir Ottesen
('45)
3. Hallgrímur Jónasson
('45)
3. Kristinn Jónsson
('45)
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson
14. Kári Árnason
Varamenn:
2. Birkir Már Sævarsson
4. Hjálmar Jónsson
6. Ragnar Sigurðsson
('45)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
('76)
13. Jóhann Laxdal
('45)
16. Ólafur Ingi Skúlason
23. Ari Freyr Skúlason
('45)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Nei ekki var það þannig að þetta hefði verið síðasta sóknin. Kolli náði aftur að brjótast í gegn og vippaði boltanum yfir markmanninn en boltinn fór yfir markið. En leiknum er lokið með sigri Íslands sem hefði getað verið mun stærri.
92. mín
Líklegasta síðasta sókn Íslands í leiknum. Kolli komst með tærnar í boltann eftir sendingu en boltinn fór framhjá.
82. mín
Falleg sókn hjá drengjunum þar sem hælspyrna kom m.a. við sögu og endaði sóknin með skoti frá Arnóri Smárasyni sem fór því miður beint á markmanninn.
80. mín
Íslenska liðið er nú búið að vera miklu betra í þessum leik en hafa því miður ekki náð að nýta sér það mun meira. En það er ekki hægt að kvarta yfir því að þeir séu yfir, en margur vill meira.
Færeyingar hafa ekki átt skot að marki Íslendinga.
Færeyingar hafa ekki átt skot að marki Íslendinga.
71. mín
Jóhann Berg komst einn inn fyrir á móti Gunnari í marki Færeyinga.....og skaut boltanum langt yfir! Þarna átti Jói að gera betur.
66. mín
Inn:Arnór Smárason (Ísland)
Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Alfreð ekki búinn að vera nógu beittur í kvöld.
65. mín
MARK!
Birkir Bjarnason (Ísland)
Stoðsending: Eiður Smári Guðjohnsen
Stoðsending: Eiður Smári Guðjohnsen
Jæja loksins kom markið sem við höfum beðið eftir!
60. mín
Falleg sókn þar sem Ari Freyr átti fallega fyrirgjöf, Alfreð náði að koma tánni í boltann en boltinn á einhvern ótrúlegan hátt fór framhjá markinu.
58. mín
Kolbeinn við það að komast í stórhættulegt færi eftir fallegt samspil sóknarinnar. En vörn Færeyingana stóð sig vel.
52. mín
Það er óskandi að við fáum að sjá einhver mörk og helst Íslensk nú í seinni hálfleik.
45. mín
Það er kominn hálfleikur. Við fáum okkur kaffi og með því á meðan liðin peppa sig upp í seinni hálfleikinn.
45. mín
Fyrri hálfleikur er að líða undir lok. Vona svo innilega að seinni hálfleikurinn verði fjörugri en sá fyrri!
33. mín
Annar Færeyingur farinn af velli til aðhlynningar og í þetta sinn er það Rógvi Baldvinsson. Virðist blæða úr höfði hans.
31. mín
Góð fyrirgjöf frá Jóa Berg en sóknarmenn Íslands náðu ekki nýta sér hana og laus skalli datt niður í teiginn.
27. mín
Falleg sókn hjá Íslandi þar sem Kolli og Alfreð náðu að spila sig saman inn í vítateig Færeyja en Alfreð fór illa að ráði sínu með skotið.
23. mín
Hallur Hansson er utan vallar að fá aðhlynningu eftir að hafa fengið sár á höfuðið.
13. mín
Ekki mikið í gangi á vellinum eins og er. Íslendingar eru þó mun meira með boltann og eitthvað sem segir mér að þeir muni setja eitt eða tvö mörk í fyrri hálfleik.
1. mín
Það er strax sókn hjá Íslandi. Birkir fékk fyrirgjöf og náði að koma höfðinu í boltann en því miður laus og átti Gunnar Nielsen í marki Færeyja ekki í erfileikum með að ná til boltans.
Fyrir leik
Íslands þúsund ár!!! Þetta er að bresta á og við segjum með stolti. ÁFRAM ÍSLAND!
Fyrir leik
A-landslið karla liðanna hafa mæst 24 sinnum, þetta er því 25 leikurinn. Ísland hefur unnið 22 leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum en sá leikur var árið 2009.
Liðin mættu síðast á Laugardalsvellinum í fyrra og unnu Íslendingar þann leik 2 - 0 og skoraði Kolbeinn bæði mörkin.
Liðin mættu síðast á Laugardalsvellinum í fyrra og unnu Íslendingar þann leik 2 - 0 og skoraði Kolbeinn bæði mörkin.
Fyrir leik
Kolbeinn Sigþórsson er með fyrirliðabandið í kvöld. Ég held og verð þá bara leiðréttur ef ég fer með rangt mál, en að þetta sé í fyrsta sinn sem Kolli ber fyrirliðabandið í A-landsleik.
Fyrir leik
Byrjunarlið Færeyja er einnig komið í hús. Þar má sjá menn eins og Gunnar Nielsen sem var eitt sinn hjá Man City, Fróði Benjaminsen sem spilaði eitt sinn með Fram og ekki að ógleymdum Jónas Tór Næs sem spilar með Val.
En á bekknum er maður sem er með eitt svalasta nafn sem ég hef séð en það er hann Páll Klettaskarð, magnað!
En á bekknum er maður sem er með eitt svalasta nafn sem ég hef séð en það er hann Páll Klettaskarð, magnað!
Fyrir leik
Eins og sjá má er byrjunarlið Íslands komið í hús. Helstu tíðindin eru kannsku þau að Gunnleifur byrjar í marki sem og að Kristinn Jónsson byrjar inn á.
Fyrir leik
Við vitum allavegana það að Gylfi Sigurðsson verður ekki með í kvöld sökum smávægilegra meiðsla sem eru að hrjá hann og Aron Einar Gunnarsson er heldur ekki með að þessu sinni eins og flestir vita vegna meiðsla sem hann hlaut í síðasta landsliðsverkefni og var hann því ekki í hópnum í þetta sinnið.
En aðrir sem valdir voru í hópinn eru klárir og því verður fróðlegt að sjá liðsuppstillinguna. Hvort að Kristinn Jónsson eða Jóhann Laxdal fái tækifæri til að byrja eða hvað.
En aðrir sem valdir voru í hópinn eru klárir og því verður fróðlegt að sjá liðsuppstillinguna. Hvort að Kristinn Jónsson eða Jóhann Laxdal fái tækifæri til að byrja eða hvað.
Byrjunarlið:
16. Gunnar Nielsen (m)
2. Jónas Þór Næs
3. Viljormur Davidsen
4. Atli Gregersen
5. Rógvi Baldvinsson
6. Hallur Hansson
7. Fróði Benjaminsen (f)
8. Heini Vandsdal
('86)
9. Christian R. Mouritsen
('83)
10. Arnbjörn Hansen
('68)
11. Jóan Simun Edmundsson
('68)
Varamenn:
12. Teitur Gestsson (m)
23. Hans Jörgensen (m)
5. Pól Jóhannus Justinussen
('68)
12. Erling Jacobsen
14. Karl Lökin
('86)
15. Leif Niclasen
('83)
17. Kaj Leo í Bartalsstovu
18. Páll Klettaskarð
('68)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rógvi Baldvinsson ('18)
Atli Gregersen ('87)
Rauð spjöld: