City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Breiðablik
2
6
Víkingur R.
0-1 Kári Sveinsson (m) '26
0-2 Karel Sigurðsson '29
Árni Vilhjálmsson '36 1-2
1-3 Aron Elís Þrándarson '45
Davíð Kristján Ólafsson '49 2-3
2-4 Kári Sveinsson (m) '65
2-5 Kári Sveinsson (m) '78
2-6 Aron Elís Þrándarson '89
19.09.2011  -  17:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Völlurinn blautur en logn.
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 523
Maður leiksins: Björgólfur Takefusa
Byrjunarlið:
Sigmar Ingi Sigurðarson
10. Kristinn Steindórsson ('46)
10. Árni Vilhjálmsson
16. Ernir Bjarnason
17. Elvar Páll Sigurðsson ('83)
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
27. Tómas Óli Garðarsson ('70)
30. Andri Rafn Yeoman
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Varamenn:
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('70)
15. Davíð Kristján Ólafsson ('46)
21. Guðmundur Friðriksson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Sigmar Ingi Sigurðarson ('64)
Davíð Kristján Ólafsson ('54)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn! Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Víkings R. í 20. umferð Pepsi-deildarinnar. Víkingur féll úr deildinni í síðustu umferð en Breiðablik þarf á sigri að halda í dag til að losa sig við falldrauginn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár. Jökull I Elísabetarson kemur inn í lið Blika fyrir Rafn Andra Haraldsson.

Hjá Víkingi detta Colin Marshall og Hörður Sigurjón Bjarnason út úr liðinu en Sigurður Egill Lárusson og Kristinn Jóhannes Magnússon koma inn í þeirra stað. Colin var tekinn af velli eftir 20 mínútur í síðasta leik eftir orðaskipti við Bjarnólf Lárusson og um helgina bárust fréttir þess efnis að hann muni ekki leika fleiri leiki með Víkingi.
Fyrir leik
Guðmundur Pétursson er í leikmannahópi Breiðabliks í fyrsta sinn í langan tíma en hann sleit krossband fyrir um það bil ári síðan.
Fyrir leik
Leiktíminn í dag er ekki sá besti og afar fáir áhorfendur eru mættir í stúkuna nú tíu mínútum fyrir leik.

Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, er mættur með kaffibolla og skrifblokk. Þórsarar eiga gífurlega mikilvægan leik fyrir höndum á sunnudag en þeir fá þá Breiðablik í heimsókn.
Fyrir leik
Garðar Örn Hinriksson dæmir sinn þriðja leik í Pepsi-deildinni í sumar. Rauði Baróninn á eina eftirminnilegustu spjaldasenu í sögu íslenska fótboltans en hann tók sig til og spjaldaði nokkra leikmenn Leifturs á sömu sekúndunni í leik hér á Kópavogsvelli fyrir rúmum áratug síðan. Hvort hann endurtaki leikinn í dag verður að koma í ljós en það verður þó að tejast afar ólíklegt.
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn. Víkingar sækja í átt að Smáranum í sólinni í Kópavogi.
2. mín
Víkingar eiga hörkusókn strax á fyrstu mínútu. Kristinn Steindórsson fær síðan færi strax í næstu sókn fyrir Blika en skot hans fer framhjá.
12. mín
Kristinn Steindórsson, vallarstarfsmaður á Kópavogsvelli, á ágætis skot úr aukaspyrnu en Magnús Þormar ver í horn.
26. mín MARK!
Kári Sveinsson (m) (Víkingur R.)
Björgólfur Takefusa kemur Víkingum yfir! Baldur Ingimar Aðalsteinsson á langa sendingu fram völlinn á Björgólf Takefusa. Björgólfur er í baráttu við Þórð Steinar Hreiðarsson sem fær á endanum boltann í sig. Boltinn rúllar í kjölfarið framhjá Sigmari Inga Sigurðarsyni í markinu og Björgólfur á ekki í vandræðum með að skora í autt markið.
29. mín MARK!
Karel Sigurðsson (Víkingur R.)
Er fyrsti sigur Víkings síðan í fyrstu umferð að líta dagsins ljós? Magnús Páll Gunnarsson skorar gegn sínum gömlu félögum og kemur Víkingi í 2-0. Magnús Páll skoraði auðveldlega í autt markið af stuttu færi eftir að Aron Elís Þrándarson átti skot eða sendingu inn á teiginn.
María Mjöll:
Breidablik munu ekki halda hreinu thetta season.. (Stadfest) #fotbolti
María Mjöll:
Breidablik munu ekki halda hreinu thetta season.. (Stadfest) #fotbolti
36. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Framherjinn ungi Árni Vilhjálmsson minnkar muninn í 2-1. Tómas Óli Garðarsson vippar boltanum laglega yfir vörn Víkings á Árna sem tekur vel á móti boltanum og skorar.
39. mín
Jökull Elísabetarson á skot frá miðju en boltinn fer framhjá markinu. Blikar eru að taka við sér eftir mjög dapran leik fram að þessu.
41. mín
Markið hjá Árna var hans fyrsta í efstu deild. Þess má geta að Óskar Hrafn Þorvaldsson sparkspekingur spáði því að Árni myndi opna markareikning sinn í dag en Óskar spáði í leiki umferðarinnar fyrir Fótbolta.net.
43. mín Gult spjald: Tómas Guðmundsson (Víkingur R.)
45. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Víkingar eru komnir í 3-1. Þeir höfðu skorað 15 mörk fyrir þennan leik en hafa núna skorað þrjú mörk í einum hálfleik! Aron Elís Þrándarson opnar markareikning sinn í efstu deild og skorar um leið þriðja mark Víkings í dag. Eftir aukaspyrnu við miðlínu barst boltinn inn á teig á Aron Elís. Þessi 16 ára gamli leikmaður tók boltann á lærið og smellti honum síðan í netið.
Vilhjálmur Siggeirsson:
Gaman sjá fallna vikinga fara illa með ubk í kopavoginum. TIT er að finna sig þarna! #annaðenmeðhk #fotbolti
45. mín
Búið er að flauta til leikhlés. Víkingar eru í stuði og á góðri leið með að vinna sinn fyrsta sigur síðan í maí. Blikar eru aftur á móti í bölvuðu basli og þeir gætu verið á leið í hörkufallbaráttu í síðustu tveimur umferðunum ef þeir bæta spilamennsku sína ekki.
Þorvaldur Sveinsson, leikmaður Víkings R.:
Ánægður með mína menn. #Mörkáfæribandi #Risinnervaknaður
46. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Kristinn Steindórsson aðalmarkaskorari Blika er tekinn af velli og Rafn Andri Haraldsson kemur inn á í hans stað. Síðari hálfleikurinn er hafinn.
49. mín MARK!
Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Heimamenn minnka muninn í 3-2. Guðmundur Kristjánsson, hægri bakvörður Blika, á flotta fyrirgjöf á varamanninn Rafn Andra sem stangar boltann í netið.
51. mín Gult spjald: Karel Sigurðsson (Víkingur R.)
54. mín Gult spjald: Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
54. mín
Inn:Hörður S. Bjarnason (Víkingur R.) Út:Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.)
Gunnar Einarsson, sem hefur verið vinstri bakvörður í dag, er farinn af velli. Gunnar gæti í dag verið í sigurliði í fyrsta sinn í sumar en hann var í Leikni þegar Víkingur vann sinn eina leik í maí. Við skiptinguna fer Sigurður Egill Lárusson í bakvörðinn en Hörður Sigurjón Bjarnason kemur inn á kantinn.
59. mín
523 áhorfendur eru á vellinum í dag. Fámennt enda leiktíminn ekki góður.
61. mín
Það er byrjað að rigna í Kópavogi en sólin er áfram á sínum stað og regnbogi er yfir vellinum.
64. mín Gult spjald: Sigmar Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
Sigmar Ingi Sigurðarson markvörður fær gula spjaldið fyrir að grípa stungusendingu og fara með boltann út fyrir teig. Sigmar reyndi að passa sig en hann fór aðeins of langt með boltann í fanginu samkvæmt aðstoðardómara leiksins.
65. mín MARK!
Kári Sveinsson (m) (Víkingur R.)
Björgólfur Takefusa skorar annað mark sitt og fjórða mark Víkings! Eftir hendina á Sigmar útfærðu Víkingar aukaspyrnuna skemmtilega þegar Magnús Páll lagði boltann til hliðar á Björgólf sem skoraði.
70. mín
Inn:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Út:Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik)
70. mín
Inn:Walter Hjaltested (Víkingur R.) Út:Baldur I. Aðalsteinsson (Víkingur R.)
78. mín MARK!
Kári Sveinsson (m) (Víkingur R.)
Björgólfur innsiglar þrennuna sína og skorar um leið fimmta mark Víkings, ótrúlegt! Aron Elís átti skot sem Sigmar Ingi varði en Björgólfur fylgdi á eftir og skoraði. Víkingar eru að leika einn sinn besta leik í sumar á meðan Blikar eru heillum horfnir. Sumir stuðningsmenn Blika eru búnir að fá nóg og eru þegar farnir heim á leið.
81. mín
Inn:Viktor Jónsson (Víkingur R.) Út:Kári Sveinsson (m) (Víkingur R.)
Björgólfur fær heiðursskiptingu eftir þrennuna og faðmar Bjarnólf þjálfara á leið sinn af vellinum. Vallarþulurinn í Kópavogi er í stuði en eftir skiptinguna sagði hann: ,,Björgólfur fer sem betur fer út af."
82. mín
Rafn Andri Haraldsson á skot utan af kanti en boltinn fer í slána!
83. mín
Inn:Guðmundur Pétursson (Breiðablik) Út:Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik)
Guðmundur leikur sinn fyrsta leik í um það bil ár. Hann á að reyna að hressa upp á sóknarleik Blika undir lokin.
89. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Það hefur líklega enginn búist við þessu fyrir leik, Víkingar skora sitt sjötta mark! Varamaðurinn Viktor Jónsson fær langa sendingu inn fyrir og á skot sem Sigmar Ingi ver út í teiginn. Þar kemur Aron Elís aðvífandi og skorar í autt markið.
90. mín
Leiknum er lokið með góðum 6-2 sigri hjá botnliði Víkings þar sem Björgólfur Takefusa skoraði þrennu og hinn ungi Aron Elís Þrándarson tvö mörk. Fyrsti sigur Víkings síðan í fyrstu umferð. Nánar verður fjallað um leikinn hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
Róbert Rúnar Jack
21. Aron Elís Þrándarson
27. Tómas Guðmundsson
29. Agnar Darri Sverrisson ('54)

Varamenn:
9. Viktor Jónsson ('81)
12. Halldór Smári Sigurðsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Karel Sigurðsson ('51)
Tómas Guðmundsson ('43)

Rauð spjöld: