City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Breiðablik
0
0
KR
18.08.2013  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Skýjað en logn
Dómari: Magnús Þórisson
Byrjunarlið:
4. Damir Muminovic
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Árni Vilhjálmsson
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
27. Tómas Óli Garðarsson
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
2. Gísli Páll Helgason
5. Elfar Freyr Helgason
16. Ernir Bjarnason
22. Ellert Hreinsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Kristinn Steindórsson:
vona innilega að þetta sé ekki alvarlegt með Elfar Árna! sendi batakveðjur! #áframBreiðablik
Sif Atladóttir:
Rosalegt að verða vitni af svona. Allur minn hugur hjá Elfari og fjölskyldu hans...
Skjótann bata elsku vinur...
23. mín
Tilkynnt er að leikmenn treysti sér ekki til að halda leik áfram. Leik hefur því verið hætt. Einnig er tilkynnt að þegar leikið verði aftur þá muni verða ókeypis aðgangur að þeim leik.
Guðmundur Karl:
Skelfilegt að horfa upp á þetta á Kópavogsvelli! Vonandi er bara allt í góðu með Elfar og hann jafni sig fljótt!
15. mín
Áhorfendur rísa úr sætum sínum og klappa fyrir Elfari sem er fluttur á brott með sjúkrabíl. Leikmenn eru enn í klefunum og ekki vitað um framhaldið. Það verður væntanlega tilkynnt innan tíðar.
14. mín
Tilkynnt í hátalarakerfinu að Elfar er með eðlilegan púls og er allur að braggast.
Guðni Þ. Guðjónsson:
Leikurinn hlytur að vera flautaður af. Ekki hægt að spila eftir svona
12. mín
Sjúkrabíll er mættur út á miðjan völlinn. Leikmenn eru komnir til búningsklefa. Dómarar og þjálfarar ráða ráðum sínum og taka svo ákvörðun um hvert framhaldið verður.
10. mín
Leikmenn og dómarar ganga til búningsklefa. Það er eitthvað í að leikurinn hefjist aftur, ef hann hefst aftur.
9. mín
Leikurinn er enn stopp. Tveir lögreglubilar eru mættir á vettvang og lögreglumenn mættir út á völlinn. Elfar Árni liggur enn á vellinum.
7. mín
Leikurinn er stopp meðan verið er að hlúa að Elfari Árna. Vonum að þetta sé ekkert alvarlegt. Þetta lítur allavega mjög illa út.
4. mín
Þetta er óhugnalegt! Elfar Árni Aðalsteinsson steinrotaður á vellinum eftir samstuð við Grétar Sigfinn Sigurðarson. Það er kallað eftir lækni meðal áhorfenda.
3. mín
Skalli naumlega yfir! Þórður Steinar Hreiðarsson ekki langt frá því að skora fyrsta mark leiksins.
Björn Sigurbjörnsson:
Er einhver búinn að taka Bannes Þór Haldórsson brandarann?
1. mín
KR-ingar óðu beint í sókn og Óskar Örn Hauksson tók skotið en boltinn af varnarmanni. Gunnleifur Gunnleifsson náði svo að hirða knöttinn.
1. mín
Leikurinn er hafinn | KR-ingar sækja í átt að Garðabæ og þeir byrjuðu með knöttinn.
Fyrir leik
Konráð Ó. Kristinsson féll frá á dögunum en hann var mikill Bliki. Fyrir leikinn er mínútu þögn. Smelltu hér til að lesa nánar um Konna.
Egill Einarsson, Gillzenegger:
DJ-inn á Kópavogsvelli er ekkert eðlilega góður! Hann fær hér hrós frá virtasta DJ landsins. Hamingju með það meistari!
Fyrir leik
Peppi Pepsi-dós er í dansandi stuði á hliðarlínunni. Nýja stúkan er að fyllast og byrjað er að hleypa í gömlu stúkuna. Nú ættu liðin að fara að ganga út á völlinn.
Oddur G. Bauer:
Hvað kostar Gummi Hreiðars í Fantasy? #fotbolti #dominosdeildin #blundur
Einar Lövdahl:
Ég er stuðningsmaður KR og allt það, en djöfull væri fyndið ef Gummi Hreiðars yrði að koma inná í kvöld. #áframKR #fotbolti
Fyrir leik
Áhorfendur farnir að streyma að. Blikinn Egill Gillzenegger Einarsson brosir sínu breiðasta. Virkar bjartsýnn fyrir baráttu kvöldsins.
Fyrir leik
Jæja látum sérfræðingana í stúkunni spá í spilin:

Hörður Snævarr, 433:
2-0 fyrir Breiðabliki.

Benedikt Bóas, mbl:
6-1 útisigur KR. Það er leiðinlegt að segja bara 1-0.

Andri Valur Ívarsson, Vísi:
2-2. Völsungar skora í báðum liðum.
Jóhann Óli Eiðsson, Fótbolta.net:
Sá Gumma Hreiðars í KR kempur vs. Þórs kempur á Akureyri fyrir tveimur vikum. Maðurinn hefur engu gleymt! Smell'onum í startið Rúnar takk!
Fyrir leik
Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari KR, er varamarkvörður liðsins í kvöld gegn Breiðabliki. Guðmundur er fæddur 1960 og er því 53 ára.
Fyrir leik
"Ég vil ekki vinna, ég vil bara drekka drykk" ómaði úr græjunum þegar fréttamaður steig úr bílnum áðan. Við bílastæðið eru Blikarnir að grilla og koma sér í gírinn fyrir leikinn.
Fyrir leik
Gott kvöld! Það er sannkallaður stórleikur hér á Kópavogsvellinum í kvöld. Breiðablik og KR eigast við.

Hannes Þór Halldórsson markvörður KR er í banni og hinn ungi Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður U21-landsliðsins, stendur milli stanganna. Rúnar Alex er sonur Rúnars Kristinssonar þjálfara KR.

Dómari í kvöld er kokkurinn frá Sandgerði, Magnús Þórisson. Ásgeir Þór Ásgeirsson og Andri Vigfússon eru aðstoðardómarar.

Bæði lið eru í toppbaráttu. KR er með 34 stig eftir 14 leiki. Breiðablik er með 27 stig eftir 13 leiki.
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
8. Baldur Sigurðsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson
30. Jonas Grönner

Varamenn:
6. Gunnar Þór Gunnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
11. Emil Atlason
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: