Fjölnir
2
2
Tindastóll
Haukur Lárusson
'22
1-0
Ragnar Leósson
'25
2-0
2-1
Christopher Tsonis
'87
Illugi Þór Gunnarsson
'90
2-2
Steven Beattie
'90
, víti
Rodrigo Morin
'90
Þórður Ingason
'90
20.08.2013 - 19:00
Fjölnisvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Sól og lúxus veður
Dómari: Þorvaldur Árnason
Fjölnisvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Sól og lúxus veður
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
10. Aron Sigurðarson
15. Haukur Lárusson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
22. Ragnar Leósson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
('85)
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('90)
Rauð spjöld:
Illugi Þór Gunnarsson ('90)
Þórður Ingason ('90)
Fyrir leik
Góða kvöldið!
Hér að neðan verður bein textalýsing úr leik Fjölnis og Tindastóls í 1. deild karla.
Fjölnismenn hafa verið á miklu flugi að undanförnu og sitja í 2. sæti deildarinnar með 30 stig, jafnmörg stig og topplið Grindavíkur.
Tindastóll er aftur á móti með 21 stig í 8. sætinu og sigla nokkuð lygnan sjó sex stigum frá fallsvæðinu.
Hér að neðan verður bein textalýsing úr leik Fjölnis og Tindastóls í 1. deild karla.
Fjölnismenn hafa verið á miklu flugi að undanförnu og sitja í 2. sæti deildarinnar með 30 stig, jafnmörg stig og topplið Grindavíkur.
Tindastóll er aftur á móti með 21 stig í 8. sætinu og sigla nokkuð lygnan sjó sex stigum frá fallsvæðinu.
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða í sumar fór fram á Blönduósi þar sem Sauðárkróksvöllur kom illa undan sumri. Þar sigraði Fjölnir 1-0 með marki frá Guðmundi Péturssyni.
Rúnar Már Sigurjónsson fyrrum leikmaður Tindastóls:
Skíthræddur við þetta Fjölnislið... Óskandi að fá stig og fara langleiðina með að tryggja sæti sitt i deildinni sem yrði magnaður árangur!
Skíthræddur við þetta Fjölnislið... Óskandi að fá stig og fara langleiðina með að tryggja sæti sitt i deildinni sem yrði magnaður árangur!
Fyrir leik
Fjölnismenn fóru á mikið skrið eftir sigurinn á Tindastóli í fyrri umferðinni.
Árangur liðsins síðan þá er eftirfarandi.
11 leikir
8 sigrar
2 jafntefli
1 tap
Markatala: 15-5
Árangur liðsins síðan þá er eftirfarandi.
11 leikir
8 sigrar
2 jafntefli
1 tap
Markatala: 15-5
Fyrir leik
Fjölnismenn eru með sama byrjunarlið og í 2-1 sigrinum á BÍ/Bolungarvík á föstudag.
Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls gerir tvær breytingar frá því í 1-1 jafnteflinu við Selfoss. Bróðir hans Konráð Freyr og Jordan Branco detta út úr liðinu en inn koma Loftur Páll Eiríksson og Árni Arnarson.
Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls gerir tvær breytingar frá því í 1-1 jafnteflinu við Selfoss. Bróðir hans Konráð Freyr og Jordan Branco detta út úr liðinu en inn koma Loftur Páll Eiríksson og Árni Arnarson.
Fyrir leik
Það er blússandi blíða í Grafarvogi en áhorfendur mættu vera fleiri. Þeim fjölgar þó líklega á upphafsmínútunum, Íslendingar hata ekkert að mæta of seint á völlinn.
9. mín
Hilmar Þór Hilmarsson, vinstri bakvörður Fjölnis, fær fyrsta almennilega færið en skot hans máttlaust og beint á Sebastian Furness í markinu.
16. mín
Chris Tsonis með fyrstu marktilraun Tindastóls. Skot af löngu færi sem Þórður Ingason varði til hliðar og náði boltanum síðan aftur.
17. mín
Illugi Þór Gunnarsson í fínu færi eftir sendingu frá Aroni en skotið ekki gott og Furness ver.
21. mín
Ótrúleg björgun hjá heimamönnum! Fjölnismenn tapa boltanum skelfilega og Rodrigo MOrin sleppur aleinn í gegn. Þórður Ingason ver skot hans en Chris Tsonis nær frákastinu. Tsonis ætlar að þruma í autt markið en Haukur Lárusson bjargar á magnaðan hátt á línu.
22. mín
Skammt stórra högga á milli hér í Grafarvogi. Aron Sigurðarson með bestu tilraun Fjölnis í dag en Furness ver skot hans glæsilega í horn.
22. mín
MARK!
Haukur Lárusson (Fjölnir)
Haukur er mættur einn og óvaldaður á fjærstöngina og kemur boltanum í netið eftir hornspyrnuna.
23. mín
Ótrúlega stutt á milli hér í Grafarvogi! Haukur bjargaði á línu og skoraði síðan sjálfur mínútu síðar. Alvöru frammistaða hjá rauða turninum.
25. mín
MARK!
Ragnar Leósson (Fjölnir)
Fjölnismenn eru komnir í ansi vænlega stöðu. Ragnar leikur á Björn Anton Guðmundsson og skorar með vinstri fæti frá vítateigslínu.
45. mín
Þorvaldur flautar til leikhlés. Fjölnismenn leiða verðskuldað 2-0.
Vendipunkturinn var þó um miðbik fyrri hálfleiks þegar Haukur Lárusson bjargaði á magnaðan hátt á línu og kom Fjölni síðan yfir á sömu mínútunni.
Vendipunkturinn var þó um miðbik fyrri hálfleiks þegar Haukur Lárusson bjargaði á magnaðan hátt á línu og kom Fjölni síðan yfir á sömu mínútunni.
46. mín
Inn:Jordan A Branco (Tindastóll)
Út:Ingvi Hrannar Ómarsson (Tindastóll)
Síðari hálfleikurinn hafinn. Ein skipting hjá Tindastóli.
54. mín
Tindastólsmenn eru hressari eftir hlé. Jordan Branco hefur komið líflegur inn vinstra megin.
59. mín
Gult spjald: Loftur Páll Eiríksson (Tindastóll)
Brýtur á Bergsveini sem átti óvæntan sprett upp kantinn.
71. mín
Inn:Atli Fannar Jónsson (Tindastóll)
Út:Árni Arnarson (Tindastóll)
Sóknarskipting. Donni tekur miðjumann út af og sendir Atla Fannar inn í sóknina. Atli er á láni hjá Tindastóli frá Breiðabliki.
75. mín
Tindastólsmenn vilja fá víti eftir að Fannar Örn fellur í teignum eftir baráttu við Bergsvein. Halldór Jón er brjálaður á hliðarlínunni en Þorvaldur dæmir ekkert.
77. mín
Inn:Marinó Þór Jakobsson (Fjölnir)
Út:Kolbeinn Kristinsson (Fjölnir)
Marinó kemur á miðjunni og Guðmundur Böðvar færist í bakvörðinn.
87. mín
MARK!
Christopher Tsonis (Tindastóll)
Tindastólsmenn eiga séns núna á lokamínútunum. Löng sending inn fyrir á Tsonis sem heldur Bergsveini frá sér og klárar færið vel.
90. mín
Tindastólsmenn skora en markið er dæmt af vegna rangstöðu!
Tsonis á skalla sem Þórður Ingason ver frábærlega. Morin fylgir á eftir og skorar en silfurrefurinn Viðar Helgason flaggar rangstöðu.
Tsonis á skalla sem Þórður Ingason ver frábærlega. Morin fylgir á eftir og skorar en silfurrefurinn Viðar Helgason flaggar rangstöðu.
90. mín
Tindastóll fær aukaspyrnu og einn lokaséns. Seb Furness markvörður er mættur fram.
90. mín
Rautt spjald: Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
Illugi ver með hendi á línu eftir skalla frá Edvardi Berki og er rekinn út af! Tindastóll fær vítaspyrnu.
90. mín
Rautt spjald: Rodrigo Morin (Tindastóll)
Allir leikmenn Tindastóls hlaupa út fyrir völlinn í fagnaðarlátunum nema Morin sem lentir í útistöðum við Þórð Ingason markvörð Fjölnis.
90. mín
Rautt spjald: Þórður Ingason (Fjölnir)
Morin var rekinn samstundis út af en hann hætti ekki og liðsfélagar hans þurftu að halda honum til að hann myndi ekki vaða í Þórð.
Þórður fær einnig að líta rauða spjaldið eftir að Þorvaldur ráðfærir sig við Viðar aðstoðardómara.
Bergsveinn fyrirliði fer í markmannsbúninginn í annað skiptið á tímabilinu.
Þórður fær einnig að líta rauða spjaldið eftir að Þorvaldur ráðfærir sig við Viðar aðstoðardómara.
Bergsveinn fyrirliði fer í markmannsbúninginn í annað skiptið á tímabilinu.
Byrjunarlið:
1. Seb Furness (m)
Ingvi Hrannar Ómarsson
('46)
2. Loftur Páll Eiríksson
5. Edvard Börkur Óttharsson
6. Björn Anton Guðmundsson
6. Fannar Örn Kolbeinsson
('85)
7. Atli Arnarson
9. Christopher Tsonis
13. Steven Beattie
19. Rodrigo Morin
20. Árni Arnarson
('71)
Varamenn:
12. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
4. Chistopher Harrington
11. Jordan A Branco
('46)
16. Konráð Freyr Sigurðsson
21. Atli Fannar Jónsson
('71)
23. Kári Eiríksson
('85)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Loftur Páll Eiríksson ('59)
Rauð spjöld:
Rodrigo Morin ('90)