Fylkir
2
3
Stjarnan
0-1
Baldvin Sturluson
'54
0-2
Atli Jóhannsson
'63
0-3
Garðar Jóhannsson
'65
Kjartan Ágúst Breiðdal
'75
1-3
Magnús Þórir Matthíasson
'93
, víti
2-3
19.09.2011 - 17:00
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Rigning og sól til skiptis, lítill vindur
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 673
Maður leiksins: Garðar Jóhannsson
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Rigning og sól til skiptis, lítill vindur
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 673
Maður leiksins: Garðar Jóhannsson
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
3. Hinrik Atli Smárason
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
16. Tómas Joð Þorsteinsson
('21)
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson
('81)
Varamenn:
2. Ásgeir Eyþórsson
18. Styrmir Erlendsson
24. Elís Rafn Björnsson
('39)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Davíð Þór Ásbjörnsson ('59)
Viðar Örn Kjartansson ('16)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár fyrir leik Fylkis og Stjörnunnar sem hefst klukkan 17:00. Athygli vekur að Fjalar Þorgeirsson er ekki í leikmannahóp Fylkis en hann er veikur heima. Leikurinn átti að fara fram í gær en vegna veðurs var honum frestað. Gestirnir úr Garðarbænum eru í bullandi baráttu um Evrópusæti en Fylkir er 6 stigum frá Stjörnunni eins og staðan er í dag.
Fylgst verður með leiknum í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net
Fylgst verður með leiknum í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net
Fyrir leik
Það má segja að það sé himinn og haf milli veðursins sem er núna og var á sama tíma í gæ. Völlurinn lítur ágætlega út og það er nánast enginn vindur úti og blankandi sól. Ekkert því til fyrirstöðu að hér verði hörkuleikur á eftir.
Fyrir leik
Stjörnumenn hafa ekki tapað í 7 leikjum í röð en Fylkismenn fóru norður í land í síðustu umferð og töpuðu þar 2-0 gegn Þórsurum.
Fyrir leik
Sólin er að fela sig á bakvið skýin og þá er hægt að segja að aðstæðurnar séu með besta móti því hún skein á annað markið. Liðin fara nú að ganga fljótlega til vallar enda 5 mínútur í leik.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. Aðeins farið að bæta í vind, en þetta er svona 10 sinnum minna rok en var í gær. Spennandi að sjá hvernig þessi leikur spilast. Það var tilkynnt í hátalarakerfinu hér þegar leikmenn gengu inná að Gylfi Einarsson er að spila sinn síðasta leik fyrir Fylki.
1. mín
Leikurinn er hafinn og eftir aðeins 16 sekúndna leik geysast Fylkismenn upp kantinn og gefa fyrir þar sem Albert Brynjar Ingason nær bakfallspyrnu að marki en beint í fangið á Ingvari Jónssyni í marki Stjörnunnar.
3. mín
Ásgeir Örn Arnþórsson á skot með tánni sem fer rétt yfir markið en hornspyrna dæmd.
10. mín
Bjarki Páll Eysteinsson á skot að marki eftir laglegt þríhyrningaspil inn í vítateig Fylkismanna en Bjarni Þórður ver vel. Boltinn hrekkur útí teiginn þar sem Halldór Orri Björnsson er einn og óvaldaður en skot hans fer rétt framhjá.
16. mín
Gult spjald: Viðar Örn Kjartansson (Fylkir)
Trausti Björn Ríkharðsson fær gult spjald fyrir tæklingu. Hann var einfaldlega of seinn í boltann og hárrétt ákvörðun hjá Erlendi Eiríkssyni dómara leiksins.
20. mín
Ellert Hreinsson á skalla rétt framhjá marki eftir góða fyrirgjöf af hægri kantinum.
21. mín
Inn:Andri Már Hermannsson (Fylkir)
Út:Tómas Joð Þorsteinsson (Fylkir)
Snemmbúin skipting hjá Fylkismönnum. Það hlýtur eitthvað hafa verið að plaga Tómas fyrst hann er tekinn útaf svona snemma.
31. mín
Halldór Orri Björnsson á laglega stungusendingu inn á Garðar Jóhannsson sem leikur á Bjarna í markinu en færið er of þröngt og skotið í hliðarnetið.
36. mín
Stjörnumenn aðeins farnir að þjarma að Fylkismönnum án þess þó að skapa sér einhver opin marktækifæri.
39. mín
Albert Brynjar Ingason á skot að marki en það fer beint í fangið á Ingvari Jónssyni í marki Stjörnunnar.
39. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir)
Út:Árni Freyr Guðnason (Fylkir)
Þá er komið að því. Gylfi Einarsson þessi frábæri knattspyrnumaður gengur að velli. En eins og við sögðum frá hér áðan á síðunni er leikmaðurinn að leggja skóna á hilluna. Það var ljóst fyrir leikinn að hann myndi aldrei klára allar 90 mínúturnar.
45. mín
Flautað til hálfleiks hérna í Lautinni. Tíðindalitlum hálfleik lokið hér á Fylkisvelli.
46. mín
Inn:Baldvin Sturluson (Stjarnan)
Út:Bjarki Páll Eysteinsson (Stjarnan)
Stjörnumenn gera sína fyrstu skiptingu og leikurinn er farinn af stað að nýju.
47. mín
Ellert Hreinsson á skalla rétt yfir markið eftir laglega sendingu af hægri kantinum.
Arnar Thor Ingason
Ætli Bjarni Þórður geri gamla félaginu sínu greiða ? #pepsi #howler #fylkir-stjarnan #fotbolti
Ætli Bjarni Þórður geri gamla félaginu sínu greiða ? #pepsi #howler #fylkir-stjarnan #fotbolti
54. mín
MARK!
Baldvin Sturluson (Stjarnan)
Baldvin Sturluson kemur gestunum yfir með laglegu skoti. Hár bolti er sendur inn á teig sem er skallaður út í teiginn þar sem Baldvin er einn og óvaldaður og skýtur með vinstri í hornið. Bjarni Þórður var í boltanum en náði ekki að verja hann.
55. mín
Albert Brynjar Ingason er við það að skora eftir að hann kemst inn í sendingu Nikolaj Pedersen sem ætlaði að senda hann til baka. Ingvar Jónsson hirti boltann hinsvegar af löppunum af Alberti.
59. mín
Gult spjald: Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir)
Davíð Þór Ásbjörnsson fær að líta gula spjaldið fyrir brot út á velli. Brotið var heldur vægt og því um ansi harðan dóm að ræða. Það er farið að hellirigna hér í Árbænum.
62. mín
Inn:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Út:Þorvaldur Árnason (Stjarnan)
Stjörnumenn gera sína aðra skiptingu í leiknum.
63. mín
MARK!
Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Hörður Árnason sendir frá vinstri fyrir markið á Atla Jóhannson sem skorar nánast með sinni fyrstu snertingu.
65. mín
MARK!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Garðar Jóhannson skorar laglegt mark eftir góðan einleik. Hann var þá á vítateig Fylkismanna og leikur laglega á varnarnemm þeirra og rennir honum svo í netið með vinstri framhjá Bjarna í markinu. Stjörnumenn að gera út um leikinn hér á tveggja mínútna kafla í síðari hálfleik.
70. mín
Einkennilegt veðurfar hérna í Árbænum. Það er glampandi sól og hellidemba. Stjörnumenn eiga hinsvegar hornspyrnu.
75. mín
MARK!
Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir)
Kjartan Ágúst Breiðdal gerir sér lítið fyrir og hamrar boltann í netið úr aukaspyrnu. Ingvar Jónsson hreyfði sig ekki í markinu. Glæsilegt mark.
77. mín
Það er rosalega mikið líf ennþá í leiknum og Fylkismenn ekki dauðir úr öllum æðum. Ásgeir Börkur á skot að marki sem Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar grípur. Fyrri og seinni hálfleikur eru svart og hvítt miðað við skemmtanagildi.
81. mín
Inn:Rúrik Andri Þorfinnsson (Fylkir)
Út:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
Fylkismenn gera sína þriðju og síðustu skiptingu í leiknum. Rúrik Andri kemur inná fyrir Ásgeir Örn.
85. mín
Lítið að gerast þessa stundina og Fylkismenn ekki líklegir til að skora. En hver veit, það getur allt gerst.
88. mín
Inn:Sindri Már Sigurþórsson (Stjarnan)
Út:Ellert Hreinsson (Stjarnan)
Stjörnumenn gera sína síðustu skiptingu og í kjölfarið eiga Fylkismenn skalla að marki sem Ingvar Jónsson ver í horn.
90. mín
Þremur mínútum bætt hér við venjulegan leiktíma. Það stefnir hér í öruggan Stjörnusigur og þá vara Stjörnumenn í 34 stig og verða þá stigi á eftir Val sem þeir taka einmitt á móti í næstu umferð.
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
27. Garðar Jóhannsson
Varamenn:
7. Atli Jóhannsson
('62)
17. Ólafur Karl Finsen
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: