City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Stjarnan
3
2
Fram
Garðar Jóhannsson '28 1-0
1-1 Aron Bjarnason '57
Ingvar Jónsson '64 , sjálfsmark 1-2
Atli Jóhannsson '66
Martin Rauschenberg '78 2-2
Ólafur Karl Finsen '84 3-2
22.08.2013  -  20:15
Samsung-völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Strekkingsvindur og rigning
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 583
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
17. Ólafur Karl Finsen
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
14. Hörður Árnason
21. Snorri Páll Blöndal

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ólafur Karl Finsen ('89)
Robert Johan Sandnes ('76)
Atli Jóhannsson ('63)
Martin Rauschenberg ('25)

Rauð spjöld:
Atli Jóhannsson ('66)
Fyrir leik
Heil og sæl!

Velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Fram í 16. umferð Pepsi-deildar karla.

Þessi leikur kemur beint í kjölfarið af úrslitaleik félaganna í bikarkeppni KSÍ á laugardaginn en þar höfðu Framarar betur vítaspyrnukeppni eftir hörkuleik sem endaði með 3-3 jafntefli.

Garðbæingar hafa því harma að hefna í kvöld á heimavelli.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!

Heimamenn í Stjörnunni gera eina breytingu á sínu liði. Ólafur Karl Finsen kemur inn fyrir Kennie Chophart.

Framarar, hins vegar, gera þrjár breytingar á sínu liði. Halldór Hermann Jónsson, Aron Bjarnason og Steffen Haugland koma inn fyrir þá Kristin Inga Halldórsson, Almarr Ormarsson og Ólaf Örn Bjarnason.
Fyrir leik
Liðin eru nú á fullu í upphitun. Menn þurfa að hita sig vel upp í þessu haustveðri sem veðurguðirnir bjóða upp á í kvöld.
Fyrir leik
Heyrst hefur að Michael Præst og Atli Jóhannsson séu tæpir. Sjáum til hvort að Stjörnumenn geri breytingar á liði sínu áður en að leikurinn hefst.
Fyrir leik
Þessi lið áttust við á þriðjudagskvöld í 2. flokki á þessum velli. Þar unnu Stjörnumenn 1-0 sigur og eru á toppnum í deildinni í 2. flokknum. Snorri Páll Blöndal sem er á bekknum hjá Stjörnunni í dag spilaði fyrstu 62 mínúturnar í þeim leik.

Þess má einnig geta að bræðurnir Daníel og Jóhann Laxdal sem byrja að venju hjá Stjörnunni í dag voru línuverðir í þeim leik.
Fyrir leik
Það bætir enn í rigninguna hér í Garðabænum.
Fyrir leik
Þá halda lið til búningsherbergja. 10 mínútur í leik.
Fyrir leik
Þá halda liðin út á völlinn leidd af Gunnari Jarli Jónssyni dómara leiksins í dag.
1. mín
Framarar hefja þá leik.
1. mín
Orri Gunnarsson skorar strax á fyrstu mínútu! Markið er hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Halsman átti fyrirgjöf úr aukaspyrnu frá hægri og Orri var einn á auðum sjó inná teignum. Það var hins vegar vegna þess að hann lagði of snemma af stað og var rangstæður. Tæpt virtist það þó vera.
4. mín
Robert Sandnes í góðu færi eftir flotta sókn Stjörnumanna. Ögmundur ver vel í horn.
7. mín
Garðar Jóhannsson á skot í stöngina eftir aðra góða sókn Stjörnumanna. Framarar koma boltanum aftur frá í horn.
12. mín
Atli Jóhannsson þá með skot úr fínu færi en hátt yfir. Hann fékk skoppandi bolta til sín á vítateigslínu en brást bogalistin.
15. mín
Stjörnumenn hafa byrjað leikinn töluvert betur en ekki náð að nýta sér það hingað til. Ef áfram heldur sem horfir er bara tímaspursmál hvenær þeir ná forystunni.
18. mín
Stjörnumenn fengu aukaspyrnu af um 30 metra færi. Veigar Páll tók tilhlaup sem náði nánast að miðju en skotið beint í varnarvegginn.
22. mín
Framarar fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Daníel Laxdal brýtur klaufalega á Hólmberti.
22. mín
Hólmbert tekur hana sjálfur og á fast skot en beint í lúkurnar á Ingvari Jónssyni.
25. mín Gult spjald: Martin Rauschenberg (Stjarnan)
Annað skipti sem hann hindrar mann sem er ekki nálægt boltanum.
28. mín MARK!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Stoðsending: Veigar Páll Gunnarsson
Þá komast Stjörnumenn loksins yfir. Þó var markið nánast upp úr engu. Veigar átti frábæra sendingu innfyrir á Garðar sem vippaði boltanum snyrtilega yfir Ögmund í markinu. Frábær afgreiðsla.
30. mín Gult spjald: Jordan Halsman (Fram)
30. mín
Stjörnumenn í dauðafæri! Eftir brot Halsmans tekur Atli Jó aukaspyrnu inn á teiginn. Halldór Orri og Ólafur Karl voru á fjærstönginni en komu boltanum á einhvern ótrúlegan hátt yfir.
32. mín
Inn:Daði Guðmundsson (Fram) Út:Orri Gunnarsson (Fram)
Orri fer meiddur af velli.
35. mín
Haukur Baldvinsson með ágætis tilraun frá vítateigslínu vinstra megin. Beint á Ingvar í markinu.
40. mín
Aron Bjarnason í fínu færi, skot hans fer af varnarmanni rétt framhjá markinu. Hornspyrna.
42. mín
Daði Guðmundsson með hörkuskalla að marki eftir hornspyrnuna en beint á Ingvar sem heldur boltanum.
43. mín
Ingvar sparkar fram þar sem Halldór Orri dettur innfyrir, skot hans hins vegar yfir. Þetta er enda á milli sem stendur.
45. mín
Fram í ágætis færi undir lok hálfleiksins eftir fast leikatriði en ekki ná þeir að nýta sér það.
45. mín
Hálfleikur - Stjörnumenn leiða verðskuldað í hálfleik. Leikurinn hefur einkennst að miklu leyti af hörku og pirringi manna. Rígur milli liðanna frá liðinni helgi.
46. mín
Stjörnumenn hefja síðari hálfleikinn.
50. mín
Enn eru Framarar dauðafríir eftir föst leikatriði. Þó dæmdir rangstæðir.
51. mín
Garðar Jóhannsson skallar boltann framhjá eftir fyrirgjöf frá hægri.
55. mín
Ekki mikið að gerast þessa stundina. Farin að koma smávægileg þreytumerki á menn eftir 120 mínútur á laugardag.
57. mín
Aron Bjarnason með ágætis sprett sem endar með slöku skoti langt yfir.
57. mín MARK!
Aron Bjarnason (Fram)
Stoðsending: Samuel Hewson
Sam Hewson á frábæra sendingu inn fyrir á Aron sem var hinn rólegasti og rúllaði boltann undir Ingvar í markinu.
60. mín
Veigar Páll á skot sem fer af varnarmanni beint á Ögmund. Stjörnumenn vildu fá hendi víti. Virtist ekki vera neitt.
63. mín Gult spjald: Atli Jóhannsson (Stjarnan)
63. mín
Atli fékk gult fyrir brot á miðjunni en hagnaði var beitt vegna þess að Hólmbert var kominn í gegn. Þar braut Rauschenberg á honum. Stórskrýtið að Rauschenberg sleppi við spjald. Hefði getað verið beint rautt en hann fékk ekki einu sinni seinna gula.
64. mín SJÁLFSMARK!
Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Hólmbert á skot beint úr aukaspyrnu í stöng, boltinn fer þaðan í hnakka Ingvars og í markið. Virtist vera sjálfsmark Ingvars frekar en mark Hólmberts.
66. mín Rautt spjald: Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Seinna gula þremur mínútum eftir sitt fyrra. Jafnlangt síðan að Rauschenberg átti hugsanlega að fá rautt.
70. mín Gult spjald: Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
71. mín
Inn:Almarr Ormarsson (Fram) Út:Haukur Baldvinsson (Fram)
72. mín
Hólmbert í skallafæri eftir fast leikatriði en er rangstæður.
76. mín Gult spjald: Robert Johan Sandnes (Stjarnan)
77. mín
Inn:Jon André Röyrane (Fram) Út:Aron Bjarnason (Fram)
78. mín MARK!
Martin Rauschenberg (Stjarnan)
Stoðsending: Veigar Páll Gunnarsson
Leikmaðurinn sem á ef til vill ekkert að vera inná vellinum. Flottur skalli eftir aukaspyrnu Veigars Páls.
79. mín
Robert Sandnes í ágætis stöðu en bregst bogalistin. Kraftur í Stjörnumönnum þrátt fyrir að vera manni færri.
81. mín Gult spjald: Viktor Bjarki Arnarsson (Fram)
84. mín
Rauschenberg með hrikaleg mistök, Hólmbert vinnur boltann af honum á miðjunni, hann og Röyrane fara hratt upp en nýta góða leikstöðu ekki nægilega vel.
84. mín MARK!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Stoðsending: Robert Johan Sandnes
Ólafur Karl nær að troða boltanum inn úr þröngri stöðu vinstra megin eftir sendingu frá Sandnes. Stjörnumenn ná að snúa þessu við manni færri.
89. mín Gult spjald: Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
90. mín
Hólmbert með skalla framhjá eftir hornspyrnu.
90. mín
Þetta virðist vera að fjara út. Stjörnumenn líklega að landa þessu.
Leik lokið!
3-2 niðurstaðan í stórskemmtilegum leik.
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
9. Haukur Baldvinsson ('71)
10. Orri Gunnarsson ('32)
13. Viktor Bjarki Arnarsson
16. Aron Bjarnason ('77)

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
8. Aron Þórður Albertsson
11. Almarr Ormarsson ('71)
14. Halldór Arnarsson

Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:
Viktor Bjarki Arnarsson ('81)
Hólmbert Aron Friðjónsson ('70)
Jordan Halsman ('30)

Rauð spjöld: