City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
KR
3
1
FH
0-0 Davíð Þór Viðarsson '12 , misnotað víti
1-0 Freyr Bjarnason '55 , sjálfsmark
Guðmundur Reynir Gunnarsson '58 2-0
2-1 Atli Viðar Björnsson '81
Óskar Örn Hauksson '88 3-1
25.08.2013  -  18:00
KR-völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Ágætis veður og völlurinn fínn
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 2.974
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
11. Emil Atlason ('90)
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
30. Jonas Grönner

Varamenn:
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('79)
9. Kjartan Henry Finnbogason ('90)
18. Aron Bjarki Jósepsson
23. Atli Sigurjónsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Brynjar Björn Gunnarsson ('64)
Gary Martin ('40)
Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('11)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Þvílíkur stórleikur. Usss. Leikur KR og FH hefst klukkan 18:00 og þrátt fyrir að haustið sé að minna verulega á sig verður vonandi vel mætt. Allavega eru KR-ingar búnir að henda upp vörubrettum svo hægt sé að taka á móti fjölda áhorfenda.
Fyrir leik
Ef ykkur fannst flugeldasýningin í gær vera góð hvað segið þið þá um fyrri leik þessara liða í sumar sem fram fór í Hafnarfirði. 4-2 sigur KR þar sem Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, fékk rauða spjaldið. Björn Daníe Sverrisson skoraði bæði mörk FH en Baldur Sigurðsson, Bjarni Guðjónsson (víti), Óskar Örn Hauksson og Þorsteinn Már Ragnarsson skoruðu fyrir KR.
Fyrir leik
FH er í efsta sæti með 36 stig eftir 16 leiki en KR er í öðru með 34 stig eftir 14 leiki. Vesturbæjarliðið getur því komist í ansi góða stöðu með sigri í kvöld.
Fyrir leik
Allra augu munu beinast að ungum og stórefnilegum markverði KR-inga. Þjálfarasonurinn Rúnar Alex Rúnarsson mun verja mark KR þar sem Hannes Þór Halldórsson fékk rautt spjald í síðasta leik. Rúnar Alex er fæddur 1995.

"Ég er fullur tilhlökkunar Það er skemmtilegra að fá að spila á heimavelli. Ég er mjög spenntur og það er rétt blanda af stressi og tilhlökkun," sagði Rúnar Alex við Fótbolta.net í gær.
Fyrir leik
Refurinn Bjarni Jóhannsson, þjálfari KA, sér jafntefli í spilunum.

KR 1 - 1 FH
Það er fín holning á FH liðinu. Þeir hafa náð frábærum árangri í Evrópukeppninni og þetta álag virðist bara virka jákvætt, það er góður taktur í liðinu. KR-ingarnir eru með heilsteypt lið og bæði lið eru að keppa að því að ná góðu sæti. Þetta verður stórmeistarajafntefli.
Fyrir leik
Það er alltaf gaman að fletta vefskrá KR fyrir leiki. Frábært framtak hjá KR-ingum.

- Leikur dagsins verður 23. leikur félaganna á KR-velli. KR hefur sigrað í átta leikjum, FH í 11 en þremur lauk með jafntefli. Markatalan er 28-26 KR í hag.

- Emil Atlason kom til KR frá FH fyrir leiktíðina í fyrra en hann lék aldrei með mfl. FH.

- Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, lék 216 leiki með mfl. KR frá 1985 til 1997. Hann er 22. leikjahæsti KRingurinn.
Fyrir leik
Elli vallarstjóri KR er á fullu að gera völlinn tilbúinn. Guðlaugur Baldursson, aðstoðarþjálfari FH, var að raða upp keilum. Það er ekkert að þessu veðri. Mætið bara í úlpum og ykkur eru allir vegir færir.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Athyglisvert er að Heimir Guðjónsson hendir allri sóknarlínunni úr síðasta leik á bekkinn. Ólafur Páll Snorrason, Atli Guðnason og Kristján Gauti Emilsson fundu sig ekki gegn Genk og eru bekkjaðir!
Fyrir leik
Ingimundur Níels Óskarsson, Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Ingason sjá um sóknarþátt FH í dag.
Fyrir leik
Lítill fugl var að hvísla því að mér að KR ætli að byrja leikinn á fullum krafti og pressa frá fyrstu mínútu. Áhugavert.
Fyrir leik
Varamarkvörður KR í kvöld er Guðmundur Hreiðarsson, 53 ára markmannsþjálfari liðsins. Það væri hressandi ef hann þyrfti að taka einhverjar mínútur þó maður vonist náttúrulega eftir því að Rúnar Alex haldist í markinu allan leikinn.
Fyrir leik
Það er spurning hvernig FH er að stilla sínu liði upp. Athyglisvert er að Freyr Bjarnason er á bekknum en ætli það séu ekki einhver meiðsli að spila þar inn í. Guðmann Þórisson er í banni og því Brynjar Ásgeir Guðmundsson og Pétur Viðarsson í hjarta varnarinnar.
Fyrir leik
Samkvæmt okkar upplýsingum er byrjunarlið FH svona (4-3-3)

Róbert
Jón - Brynjar - Pétur - Tillen
Davíð Þór - Björn Daníel
Atli Viðar
Emil - Albert - Ingimundur
Fyrir leik
Uppstilling KR:
Rúnar
Haukur - Grétar - Grönner - Mummi
Jónas - Bjarni - Baldur
Emil - Martin - Óskar
Fyrir leik
Friðgeir Bergsteinsson ofur-KRingur er mættur í prjónaðri KR-peysu. Fólk er að koma sér fyrir á KR-vellinum. Eyjólfur Tómasson markvörður Leiknis mættur snemma til að ná góðu sæti.
Fyrir leik
Árbæingurinn Þorvaldur Árnason lögfræðinemi er dómari kvöldsins. Áskell Þór Gíslason og Birkir Sigurðarson eru aðstoðardómarar. Skiltadómari er Akureyringurinn Þóroddur Hjaltalín.
Fyrir leik
Jonas Grönner verður að standa sig í dag. Foreldar hans mættu til landsins í dag og eru í stúkunni!
Fyrir leik
DJ Hlynur Valsson var að hlaða í Gullvagninn með Bó. Alltaf hefð fyrir því þegar Hlynur er á græjunum að boðið er upp á Gullvagninn. Eðallag.
Fyrir leik
Afskaplega vel mætt og stúkan orðin full fimmtán mínútum fyrir leik.
Hólmbert Friðjónsson, markaskorari Framara:
Þorvaldur Árna að benda Atla Viðari í upphitun á að hann megi ekki vera í hvítum trusocks við bláu.
Eini dómarinn sem hugsar um þetta! Jesús
Fyrir leik
Það er dúllustund á KR-vellinum. 7. flokkur drengja er mættur út á völlinn með glæsilegan bikar.
Fyrir leik
Fimm í leik. Stuðningsmenn KR eru með stóran fána í stúkunni. KR-ljónið er mætt, Bjarni Fel er hér við hlið mér að lýsa í KR útvarpinu, Peppi Pepsi er að gera allt vitlaust og KR-lagið með Bubba Morthens er í spilaranum. Þetta verður eitthvað...
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn. FH-ingar eru albláir í dag. Eru í varabúningum sínum. Markverðirnir tveir eru appelsínugulir.
Skúli Jón Friðgeirsson, leikmaður Elfsborg:
Koma KR!!!
1. mín
Leikurinn er hafinn - FH-ingar byrjuðu með boltann en þeir sækja í átt að KR-heimilinu.
2. mín
KR-ingar unnu hornspyrnu strax í byrjun. Pressan að skila sér. FH-ingar náðu að bjarga þessu og Róbert handsamaði knöttinn.
3. mín
Emil Pálsson þarf aðhlynningu. Liggur eftir samstuð.
5. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Emil Pálsson (FH)
Emil þarf börur. Vonandi er þetta ekki mjög alvarlegt.
6. mín Gult spjald: Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH)
Verðskuldað hjá Brynjari. Straujaði Bjarna Guðjónsson. Nóg um að vera hér í byrjun leiks.
Orri Sigurður Ómarsson:
Var að spjalla við Emil fyrir leikinn áðan og hann var mjög spenntur fyrir honum. Þvílík vonbrigði að þetta tækifæri se að fara svona
Orri Freyr Rúnarsson, X-inu:
Glatað að geta ekki mætt og stutt FH í kvöld, en Nine Inch Nails na vonandi að bæta upp fyrir það
11. mín Gult spjald: Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
FH fær víti! Klaufalegt hjá Grétari, togaði Albert Brynjar Ingason niður.
12. mín Misnotað víti!
Davíð Þór Viðarsson (FH)
VARIN! Markvörðurinn ungi Rúnar Alex Rúnarsson varði þetta víti! Þvílík byrjun hjá honum. Enn ein vítaspyrnan sem fer í súginn hér á landi þetta sumarið. Spyrnan ekki góð en það verður að gefa Alexi hrós, vel varið.
16. mín
Þvílík tilþrif. Vel gert hjá Óskari Erni sem kom boltanum á Baldur sem náði að vippa knettinum framhjá vörninni og var kominn einn gegn Róberti. Vippaði yfir hann en varnarmenn voru mættir til bjargar. Þarna munaði litlu.
Hjörvar Hafliðason, Stöð 2 Sport:
Geta Atlarnir ekki tekið víti og svo var Ingimundur Níels frábær af 11 metrunum með Fylki.
21. mín
Þrumuskot! Albert Brynjar skaut en Rúnar Alex varði í horn.
23. mín
Þó enn sé ekki komið mark er gríðarlegt fjör í leiknu,! FH-ingar vildu fá vítaspyrnu, báðu um hendi innan teigs. Ég sá ekki hendi og Þorvaldur dómari ekki heldur. KR fór svo upp í skyndisókn og Emil Atlason var í ákjósanlegu færi en móttakan sveik hann og þetta rann út í sandinn.
24. mín
Smalinn Baldur Sigurðsson í stuði. Var að bjóða upp á skærin. Allt í gangi í þessum leik og sótt á báða bóga.
Aðalsteinn Halldórsson:
Björn Daníel var ekki par sáttur þegar að Davíð Þór tók upp boltann og gerði sig líklegan til að taka vítið.
28. mín
STÓRhætta við mark KR. Albert Brynjar Ingason með skot sem fór í varnarmann og í stöngina!
30. mín
Baldur Sigurðsson dettur í teignum og einhverjir áhorfendur heimta víti. Emil Atlason fær svo hörkufæri en hittir ekki markið.
33. mín
Albert Brynjar Ingason verið stórhættulegur frammi hjá FH. Greinilega ákveðinn í að sýna sig og sanna í kvöld.
35. mín
Atli Guðna í teignum og sendi fyrir. KR bjargar á síðustu stundu í horn. Þetta kom eftir varnarmistök. Mikil hætta.
Tómas Þór Þórðarson, mbl.is:
Gretzky er búinn að vera í #BeastMode síðan hann púpaði í bussurnar með þetta víti.
40. mín Gult spjald: Gary Martin (KR)
Gary Martin með frábær tilþrif, tók á þeysisprett og komst inn í teiginn. Hljóp svo á Pétur Viðarsson og féll. Fékk gult spjald fyrir að fara auðveldlega niður.
41. mín
Atli Viðar í fínu skotfæri en skotið beint á Rúnar Alex sem hefur verið öruggið uppmálað í marki KR.
42. mín Gult spjald: Albert Brynjar Ingason (FH)
Áminntur fyrir að sparka boltanum í burtu þegar leikurinn var stopp.
45. mín
DAUÐAFÆRI! Haukur Heiðar með fyrirgjöf upp á 10 en Gary Martin skallaði framhjá fyrir opnu marki. Var ekki alveg í jafnvægi þarna.
45. mín
Þvílík varsla!!! Jónas Guðni Sævarsson í dauðafæri. Bjarni Fel var byrjaður að öskra "MARK". En ótrúleg viðbrögð hjá Róberti markverði.
45. mín
Og aftur ver Róbert á ótrúlegan hátt! Nú eftir hornspyrnu. Baldur með skalla.
45. mín
Hálfleikur - Markalaust í hálfleik en leikurinn þó gríðarlega fjörugur. Bjarni Guðjónsson meiddist aftan í læri rétt fyrir hálfleikinn. Spurning hvort hann muni snúa aftur í seinni hálfleik.
46. mín
Inn:Freyr Bjarnason (FH) Út:Jón Ragnar Jónsson (FH)
46. mín
Inn:Brynjar Björn Gunnarsson (KR) Út:Bjarni Guðjónsson (KR)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
47. mín
Rúnar Alex var búinn að leggjast en varði samt sem áður skot frá Atla Guðnasyni. Markverðirnir að eiga stórleiki.
48. mín
"Þetta var óþolandi vel varið hjá honum," sagði Hannes Þór Halldórsson um vörslurnar hjá Róberti undir lok fyrri hálfleiks. Hannes er með KR-trefil meðal áhorfenda þar sem hann tekur út leikbann.
Áslaug Sigurbjörnsdóttir:
Sjokkerandi og jafnframt svekkjandi fyrir single ladies að ungi markvörður KR sé 95 módel #fotbolti #storveldid
53. mín
Það er komin inn mynd af vítavörslunni hjá Rúnari Alex á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook. Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari okkar tók þá mynd
55. mín SJÁLFSMARK!
Freyr Bjarnason (FH)
Stoðsending: Gary Martin
MARK! KR hefur tekið forystuna! Fyrirgjöf frá Óskari Erni frá vinstri, Gary Martin flikkaði boltanum og Freyr Bjarnason rak löppina í boltann og inn. Sjálfsmark! Mér sýndist fyrst Baldur skora en það var víst Freyr.
58. mín MARK!
Guðmundur Reynir Gunnarsson (KR)
Stoðsending: Jónas Guðni Sævarsson
KR-ingar láta kné fylgja kviði! Glæsilegt mark hjá Mumma eftir frábæra sókn KR-inga. Mummi skoraði með hægri eftir að Jónas Guðni lagði boltann út á hann.
Ásgeir Ólafsson, KR-ingur:
Kjuðinn að nota hægri fótinn i fyrsta skipti i 4 ár. #MummiMessi
Tómas Þór Þórðarson, mbl.is:
Nettur Giggs í þessu hjá Mumma. Hægri fótur með jörðinni í gegnum þvöguna. Vel sparkað í fótbolta. Game over.
63. mín
Björn Daníel með aukaspyrnu á hættulegum stað. Kom boltanum á rammann en Rúnar Alex varði og hélt boltanum. Öryggið uppmálað.
Kristján Óli Sigurðsson:
Það er dýrt að spara í markvarðarstöðunni. Titillinn farinn #FH #Spara.is
64. mín Gult spjald: Brynjar Björn Gunnarsson (KR)
66. mín
Inn:Kristján Gauti Emilsson (FH) Út:Albert Brynjar Ingason (FH)
71. mín
Ingimundur Níels með skalla yfir. Rúnar Alex með fullt vald á þessu.
73. mín
Áhorfendur: 2.974
75. mín
Jonas Grönner bjargar á línu eftir að Atli Viðar náði að koma knettinum framhjá markverði KR.
79. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Gary Martin (KR)
81. mín MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
Stoðsending: Kristján Gauti Emilsson
Þetta er orðið að leik aftur! Þvílíkt mark hjá Atla, þetta gerði hann vel. Sending fyrir og Atli hamraði knettinum í netið af stuttu færi.
86. mín
FH fær horn... það er spenna í gangi.
86. mín
FH-ingar talsvert öflugri þessa stundina. Ekkert varð þó úr horninu.
88. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Baldur Sigurðsson
Mjög umdeildur dómur! Þorvaldur Árnason taldi að Brynjar Ásgeir hefði verið með sendingu til baka á Róbert Örn þegar mér sýndist hann í raun bara verjast vel og hirða boltann af Óskari Erni sem var að sleppa í gegn. Róbert tók knöttinn með höndum og óbein aukaspyrna dæmd í teignum. Baldur renndi knettinum á Óskar sem skoraði.
90. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Emil Atlason (KR)
Jón Stefán Jónsson:
Þetta er alheimskulegasti dómur sem ég hef séð. Aldrei viljandi sending til baka. #fotbolti
91. mín
Tilkynnt í hátalarakerfinu að KR-ingar völdu Rúnar Alex markvörð mann leiksins. Honum klappað lof í lófa.
93. mín
Atli Viðar með skot í hliðarnetið.
Leik lokið!
Frábær sigur hjá KR-ingum sem eru komnir í algjöra lykilstöðu í deildinni. Frábær uppskera í leikjunum gegn FH.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Emil Pálsson ('5)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
4. Sam Tillen
7. Ingimundur Níels Óskarsson
10. Björn Daníel Sverrisson
14. Albert Brynjar Ingason ('66)
16. Jón Ragnar Jónsson ('46)
17. Atli Viðar Björnsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Varamenn:
11. Atli Guðnason ('5)
13. Kristján Gauti Emilsson ('66)

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason
Daði Lárusson

Gul spjöld:
Albert Brynjar Ingason ('42)
Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('6)

Rauð spjöld: