Valur
2
2
Þór
0-1
Mark Tubæk
'37
Nesta Matarr Jobe
'49
1-1
1-2
Jóhann Helgi Hannesson
'50
Patrick Pederson
'58
2-2
Daniel Craig Racchi
'61
25.08.2013 - 17:00
Vodafonevöllurinn
Pepsideildin
Aðstæður: Fínar. Eilítil gjóla.
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 735
Vodafonevöllurinn
Pepsideildin
Aðstæður: Fínar. Eilítil gjóla.
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 735
Byrjunarlið:
11. Sigurður Egill Lárusson
('66)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
14. Haukur Ásberg Hilmarsson
23. Andri Fannar Stefánsson
('66)
Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson
Gul spjöld:
Andri Fannar Stefánsson ('87)
Indriði Áki Þorláksson ('78)
Daniel Craig Racchi ('60)
Rauð spjöld:
Daniel Craig Racchi ('61)
Fyrir leik
Sælir lesendur. Hér verður bein textalýsing frá leik Vals og Þórs í Pepsideild karla.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Hjá heimamönnum er fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson ekki með en hann fór meiddur útaf í leiknum gegn ÍBV. Fjalar Þorgeirsson ber bandið í hans stað.
Fyrir leik
Breytingar Valsmanna frá leiknum gegn Keflavík eru alls þrjár. Eins og áður sagði er Haukur Páll ekki með og Indriði Áki Þorláksson fer á bekkinn. Þeirra stöður taka Sigurður Egill Lárusson og Iain Williamsson. Fjalar Þorgeirsson kemur síðan aftur inn eftir leikbann.
Hjá Þórsurum eru breytingarnar einnig fjórar. Baldvin Ólafsson, Chukwudi Chijindu og Janez Vrenko eru allir á bekknum en Jóhann Þórhallsson er ekki í hóp. Í stað þeirra byrja Jóhann Helgi Hannesson, Orri Freyr Hjaltalín, Ingi Freyr Hilmarsson og Hlynur Atli Magnússon.
Hjá Þórsurum eru breytingarnar einnig fjórar. Baldvin Ólafsson, Chukwudi Chijindu og Janez Vrenko eru allir á bekknum en Jóhann Þórhallsson er ekki í hóp. Í stað þeirra byrja Jóhann Helgi Hannesson, Orri Freyr Hjaltalín, Ingi Freyr Hilmarsson og Hlynur Atli Magnússon.
Fyrir leik
Fyrir leik þá eru heimamenn í fimmta sæti með 24 stig. Fjögur stig eru í Breiðablik í fjórða sætinu auk þess sem Blikar hafa leikið færri leiki en Valur.
Þórsarar eru í níunda sæti með fimmtán stig og aðeins þrjú stig í fallsæti. Þór hefur gert jafntefli í seinustu tveimur leikjum en hefur hinsvegar ekki sigrað síðan 3. júlí gegn ÍA á Akranesi.
Þórsarar eru í níunda sæti með fimmtán stig og aðeins þrjú stig í fallsæti. Þór hefur gert jafntefli í seinustu tveimur leikjum en hefur hinsvegar ekki sigrað síðan 3. júlí gegn ÍA á Akranesi.
Guiseppe "Joe" Funicello fyrrum leikmaður Þórs
#GoodLuck to @BigWicks31 @MarkTubaek @ItsChuckMate @jonasbjorgvin @HlynurAtli @jonasbjorgvin @SigurdurMarino & my old club @thorsport 2day
#GoodLuck to @BigWicks31 @MarkTubaek @ItsChuckMate @jonasbjorgvin @HlynurAtli @jonasbjorgvin @SigurdurMarino & my old club @thorsport 2day
Fyrir leik
Kristinn Jakobsson mun flauta þennan leik og honum til aðstoðar eru Ásgeir Þór Ásgeirsson og Andri Vigfússon. Eftirlitsmaður er Ingi Jónsson.
Fyrir leik
Ég ætlaði að reyna að finna út úr hvaða átt það væri að blása en fánarnir eru ekki sammála um í hvaða átt þeir ætla að flökta.
Runar Mar Sigurjonss fyrrum leikmaður Vals
Er einhver meistari hérna sem getur leyft mér ad nota OZ accountinn sinn til að horfa á KR-FH?
Fjalar Þorgeirsson markvörður Vals
@runarmar8 Kannski Galdrakarlinn?
Er einhver meistari hérna sem getur leyft mér ad nota OZ accountinn sinn til að horfa á KR-FH?
Fjalar Þorgeirsson markvörður Vals
@runarmar8 Kannski Galdrakarlinn?
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn. Fyrirliðar í dag eru Fjalar Þorgeirsson og Sveinn Elías Jónsson.
1. mín
Fyrirliði Þórs, Sveinn Elías Jónsson, virðist leika í hægri bakvarðar stöðunni en hann er vanari að vera framar á vellinum.
4. mín
Hætta upp við mark gestanna. Lucas Ohlander með aukaspyrnu af hægri vængnum sem er aðeins of há fyrir Jobe. Vantaði bara nokkra sentimetra þarna upp á.
8. mín
Löng sending fram úr vörn Vals endar á hægri kantinum hjá Kristni Frey. Móttaka hans til fyrirmyndar en skotið slakt. Beint á Wicks.
15. mín
Kristinn Freyr með fyrirgjöf sem ratar fyrir fætur Pederson. Varnarmenn gestanna komust fyrir skotið.
18. mín
Edin Beslija, sem leikur á vinstri vængnum, átti sendingu fyrir sem Bjarni Ólafur skallaði frá. Boltinn endaði hjá Jónasi Björgvin í vítateigsboganum og hann náði skoti. Það var of laust og auðvelt fyrir Fjalar.
21. mín
Skyndilega upphófst mikil barátta milli stuðningsmanna liðanna í stúkunni. Þórsarar eru nokkuð fjölmennir enda lék Þór/KA í bikarúrslitum kvenna í gær.
"Hverjir eru á heimavelli?" syngja Þórsarar sem er svarað af krafti hinum megin.
"Hverjir eru á heimavelli?" syngja Þórsarar sem er svarað af krafti hinum megin.
24. mín
Góð tilraun hjá gestunum. Hlynur Atli með fyrirgjöf sem Jóhann Helgi nær að skalla en hárfínt framhjá.
32. mín
Edin Beslija vann aukaspyrnu. Jóhann Helgi hélt hins vegar að um innkast hefði verið að ræða og stóð lengi með boltann í höndunum og gargaði á liðsfélaga sína að koma nær sér. Stúkan leiðrétti síðan misskilninginn.
35. mín
Fjalar þarf að taka á stóra sínum. Ingi Freyr með fyrirgjöf, Bjarni vann skallaeinvígi við Orra og Tubæk hamrar frákastið að marki. Hefði orðið afar laglegt mark hefði Fjalar ekki varið.
37. mín
MARK!
Mark Tubæk (Þór )
Stoðsending: Jóhann Helgi Hannesson
Stoðsending: Jóhann Helgi Hannesson
Komið mark í leikinn. Eftir mikinn darraðadans í vörn Þórs náðu þeir að hreinsa. Jóhann Helgi vann kapphlaupið um boltann við Jónas Tór Næs, lagði boltann á Tubæk sem tók varnarmann á og klobbaði Fjalar af stuttu færi.
45. mín
Iian James Williamson er að fara af velli meiddur. Sá ekki almennilega hvað gerðist en hann er allavega mættur upp á börur og á leiðinni út.
45. mín
Hálfleikur. Þórsarar marki yfir nokkuð verðskuldað í ansi leiðinlegum knattspyrnuleik. Í stúkunni er Þór einnig með yfirhöndina.
46. mín
Inn:Matthías Guðmundsson (Valur)
Út:Iain Williamson (Valur)
Skiptingin komin og leikurinn hafinn á ný.
47. mín
Valsmenn hafa ítrekað reynt löng innköst en hingað til án árangurs. Maggi Lú grýtir boltanum inn í teiginn frá hægri en Jónas Næs hefur kastað einu sinni frá vinstri. Engin hætta skapast einu sinni.
48. mín
Besta færi Vals í leiknum. Langbesta. Maggi Lú kemur inn á miðjuna og stingur boltanum listilega innfyrir vörn Þórs. Þar er Sigurður Egill mættur í algeru dauðafæri. Skotið fast en of nálægt Wicks sem grípur knöttinn.
49. mín
MARK!
Nesta Matarr Jobe (Valur)
Stoðsending: Magnús Már Lúðvíksson
Stoðsending: Magnús Már Lúðvíksson
Heimamenn leggja löngu innköstunum og það skilar sér í marki. Maggi Lú fékk boltann við endalínu með fínan bolta og Nesta Jobe skallaði í markið. Varnarvinnan ekki góð hjá Þór.
50. mín
MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Stoðsending: Ingi Freyr Hilmarsson
Stoðsending: Ingi Freyr Hilmarsson
Martröð mannsins sem þarf að skrifa textalýsingu, mörg mörk á stuttum tíma.
Heimamenn steinsofandi eftir markið og enn að fagna. Ingi Freyr fékk boltann á vinstri, sendi fyrir þar sem Jóhann Helgi var aleinn og skallaði að marki. Skallinn var lélegur og átti allan daginn að vera æfingabolti fyrir Fjalar. Fjalar náði einhvernvegin að missa knöttinn í netið. Gestirnir komnir yfir á nýjan leik.
Heimamenn steinsofandi eftir markið og enn að fagna. Ingi Freyr fékk boltann á vinstri, sendi fyrir þar sem Jóhann Helgi var aleinn og skallaði að marki. Skallinn var lélegur og átti allan daginn að vera æfingabolti fyrir Fjalar. Fjalar náði einhvernvegin að missa knöttinn í netið. Gestirnir komnir yfir á nýjan leik.
52. mín
Tubæk með skemmtilegan sprett þar sem hann klobbar einn og kemst í gegnum vörnina. Þarf að teygja sig í skotið og varnarmaður nær að hreinsa í horn.
53. mín
Gult spjald: Mark Tubæk (Þór )
Fór all hressilega í Lucas Ohlander. Einhver Skandinavíu rígur.
58. mín
MARK!
Patrick Pederson (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Í upphafi seinni fékk Sigurður Egill gott færi eftir sendingu Ohlander. Þetta var afar svipað nema núna skaut Sigurður ekki heldur lagði hann út í teiginn þar sem Patrick Pedersen gat ekki annað en skorað.
60. mín
Gult spjald: Daniel Craig Racchi (Valur)
Upp úr aukaspyrnu Tubæk náði Ármann Pétur skalla sentimetrum framhjá markinu. Ég þori að fullyrða að það komi fleiri mörk í þennan leik.
61. mín
Rautt spjald: Daniel Craig Racchi (Valur)
Kollurinn týndur. Rífur Jónas Björgvin niður og fær gult spjald mínútu síðar. Fokinn útaf.
62. mín
Orri Freyr með gott skot sem Fjalar ver meistaralega. Rosalegur hraði í leiknum núna.
66. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (Valur)
Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
KA-maðurinn fyrrverandi að koma inn á. Finnst ekki leiðinlegt að mæta Þór.
69. mín
Bjarni Ólafur með skot af löngu færi beint á Wicks.
Páll Viðar Gíslason engist um á hliðarlínunni enda hafa Þórsarar dottið afar neðarlega á völlinn eftir að Racchi fékk rauða spjaldið.
Páll Viðar Gíslason engist um á hliðarlínunni enda hafa Þórsarar dottið afar neðarlega á völlinn eftir að Racchi fékk rauða spjaldið.
70. mín
Þórsarar í séns. Sveinn Elías með gífurlegan sprett upp hægri vænginn en nær ekki að koma knettinum á samherja þeim til lítillar ánægju.
74. mín
Jóhann Helgi liggur ekki í fyrsta sinn. Fékk högg frá Andra Fannari og er afar kvalinn.
75. mín
Inn:Indriði Áki Þorláksson (Valur)
Út:Lucas Ohlander (Valur)
Seinasta skipting Vals.
77. mín
Skelfileg ákvarðanataka hjá Patrick Pederson. Hlynur Atli missir af skallabolta og Patrick er einn á Atla Jens. Í stað þess að keyra hægir hann á sér og er allt í einu einn gegn sex. Færið rann nokkuð örugglega út í sandinn.
78. mín
Gult spjald: Indriði Áki Þorláksson (Valur)
Straujar Jóhann Helga grimmilega. Indriði var svo seinn í þessa tæklingu að ég skil ekki hvernig þetta var ekki rautt. Valsarar heppnir.
Jóhann Helgi liggur enn eitt skiptið. Hefur ekki átt þægilegan leik.
Jóhann Helgi liggur enn eitt skiptið. Hefur ekki átt þægilegan leik.
87. mín
Leikmenn nr. 18, Kristinn Freyr og Jónas Björgvin eitthvað að kýtast. Fá báðir tiltal.
Heimamenn vilja víti þegar Pederson fellur í teignum. Ekkert dæmt.
Heimamenn vilja víti þegar Pederson fellur í teignum. Ekkert dæmt.
88. mín
Inn:Baldvin Ólafsson (Þór )
Út:Jónas Sigurbergsson (Þór )
Jónas skilað mjög góðu dagsverki. Sveinn Elías færir sig sennilega ofar og Baldvin fer í bakvörðinn.
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
5. Atli Jens Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
14. Hlynur Atli Magnússon
18. Jónas Sigurbergsson
('88)
Varamenn:
15. Janez Vrenko
21. Kristján Páll Hannesson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Mark Tubæk ('53)
Rauð spjöld: