Stjarnan
1
0
ÍA
Tryggvi Sveinn Bjarnason
'39
1-0
Veigar Páll Gunnarsson
'73
26.08.2013 - 19:15
Samsungvöllurinn í Garðabæ
Pepsi-deild karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Samsungvöllurinn í Garðabæ
Pepsi-deild karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen
('88)
27. Garðar Jóhannsson
Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
21. Snorri Páll Blöndal
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Garðar Jóhannsson ('95)
Veigar Páll Gunnarsson ('65)
Rauð spjöld:
Veigar Páll Gunnarsson ('73)
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Stjörnunnar og ÍA í 17. umferð Pepsi-deildar karla.
Liðin eru að berjast á sitthvorum vígstöðunum í deildinni, Stjarnan í bullandi toppbaráttu en ÍA á botninum.
Stjarnan er fyrir leikinn með 31 stig úr 15 leikjum en takist þeim að vinna í dag og leikinn gegn Breiðabliki á fimmtudaginn þá ná þeir að jafna topplið KR að stigum.
Skagamenn þurfa líflínu í botnbaráttunni og gríðarlega mikilvægt að sækja stig í kvöld. Þeir eru í neðsta sæti með 8 stig og næstu lið fyrir ofan, Víkingur Ólafsvík og Keflavík eru með 13 og 14 stig.
Liðin eru að berjast á sitthvorum vígstöðunum í deildinni, Stjarnan í bullandi toppbaráttu en ÍA á botninum.
Stjarnan er fyrir leikinn með 31 stig úr 15 leikjum en takist þeim að vinna í dag og leikinn gegn Breiðabliki á fimmtudaginn þá ná þeir að jafna topplið KR að stigum.
Skagamenn þurfa líflínu í botnbaráttunni og gríðarlega mikilvægt að sækja stig í kvöld. Þeir eru í neðsta sæti með 8 stig og næstu lið fyrir ofan, Víkingur Ólafsvík og Keflavík eru með 13 og 14 stig.
Fyrir leik
Stjarnan eru án þriggja sterkra leikmanna í kvöld. Miðjumennirnir Atli Jóhannsson og Michael Præst taka út leikbann og Kenny Chophart er meiddur.
Fyrir leik
Tvær breytingar eru á liði Stjörnunnar frá 3-2 sigri á Fram í síðasta leik. Michael Præst og Atli Jóhannson fara út úr liðinu og þeir Hörður Árnason og Tryggvi Sveinn Bjarnason koma inn í þeira stað.
Skagamenn gerðu 2-2 jafntefli við Breiðablik í síðasta leik. Þorvaldur Örlygsson teflir fram sama liði og byrjaði þá en Arnar Már Guðjónsson kemur í hópinn að nýju eftir að hafa tekið út leikbann gegn Blikum.
Skagamenn gerðu 2-2 jafntefli við Breiðablik í síðasta leik. Þorvaldur Örlygsson teflir fram sama liði og byrjaði þá en Arnar Már Guðjónsson kemur í hópinn að nýju eftir að hafa tekið út leikbann gegn Blikum.
Fyrir leik
Það er 9 stiga hiti, smá vindur og engin úrkoma. Fínasta veður til að horfa á fótboltaleik. Svo eru ungir guttar úr Stjörnunni búnir að fara með tusku yfir öll sætin í stúkunni og þrífa þau, grillið komið í gang og Maggi vallarþulur svo það er engin ástæða til að láta ekki sjá sig.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn og styttist í að fjörið hefjist. Mæting áhorfenda er frekar dræm enn sem komið er og vonandi að úr því rætist.
3. mín
Daníel Laxdal er á miðjunni hjá Stjörnunni og Tryggvi Sveinn miðvörður í hans stað. Svona stilla lðin upp.
Ingvar
Jóhann - Martin - Tryggvi - Hörður
Sandnes - Daníel
Veigar
Ólafur Karl - Garðar - Halldór Orri
Páll Gísli
Einar Logi - Kári - Sörensen - Bustamante
Jóhannes Karl - Hallur
Wrele
Eggert Kári - Ármann Smári - Jón Vilhelm
Ingvar
Jóhann - Martin - Tryggvi - Hörður
Sandnes - Daníel
Veigar
Ólafur Karl - Garðar - Halldór Orri
Páll Gísli
Einar Logi - Kári - Sörensen - Bustamante
Jóhannes Karl - Hallur
Wrele
Eggert Kári - Ármann Smári - Jón Vilhelm
4. mín
Ólafur Karl með skot fyrir utan teig sem Páll Gísli varði. Skömmu síðar var Ólafur Karl nærri því að komast í dauðafæri en náði ekki til boltans.
6. mín
Hörður Árnason reyndi fyrirgjöf af vinstri sem fór í utanverða stöngina og þaðan í hliðarnetið.
14. mín
Eggert Kári í dauðafæri. Ármann Smári framlengdi sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar, Eggert Kári komst framhjá Ingvari í markinu en Tryggvi Bjarnason bjargaði svo í lokin áður en Eggert náði að setja boltann á markið.
17. mín
Ármann skallaði aftur innfyrir á Eggert Kára eftir langa sendingu. Eggert Kári var í dauðafæri gegn Ingvari sem varði frá honum, Ármann tók frákastið en skaut yfir.
22. mín
Ármann Smári í flottu færi vinstra megin í teignum og ætlaði að setja boltann uppi í hægra hornið en rétt framhjá.
27. mín
Jóhannes Karl Guðjónsson er ekki sami naglinn og margir hefðu talið því hann spilar í sokkabuxum í 9 stiga hitanum í Garðabænum. Já á dauða mínum átti ég von en ekki þessu...
31. mín
Eftir hraða sókn Stjörnunnar sendi Daníel til hægri á Halldór Orra sem var í dauðafæri en dæmdur rangstæður.
39. mín
MARK!
Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan)
Stoðsending: Garðar Jóhannsson
Stoðsending: Garðar Jóhannsson
Veigar Páll kom vinstra megin inn í teiginn, sendi út á Garðar en varnarmaður varði frá honum og frákastið til Tryggva sem var á auðum sjó og skoraði með skoti í hornið.
45. mín
Jón Vilhelm fékk boltann í hausinn og féll við. Erlendur dómari stöðvaði leikinn strax enda höfuðmeiðsli tekin alvarlega. Jón stóð upp og er kominn inná að nýju.
45. mín
45 + 2: Kominn hálfleikur og Stjarnan með 1-0 forystu. Skaginn hefur fengið fleiri hættuleg færi.
55. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu á vítateigslínunni eftir að Sandnes fór í Jóhannes Karl sem féll við.
56. mín
Jón Vilhelm tók aukaspyrnuna á víateigslínunni þar sem hún mætist D boganum, skot hans fór rétt yfir markið.
58. mín
Kári í fínu færi í teignum eftir aukaspyrnu af vinstri, fór framhjá þremur varnarmönnum og lét vaða á markið en varið í horn sem ekkert kom úr.
61. mín
Áhorfendur á Stjörnuvelli í kvöld voru 664 sem verður að teljast afar slakt, sér í lagi hjá liði í toppbaráttu.
69. mín
Ármann Smári skallaði enn einu sinni innfyrir á Eggert Kára sem var í fínu færi en náði ekki boltanum áður en Stjörnumenn bægðu hættunni frá.
72. mín
Hallur kom upp hægra megin og var óáreittur svo hann lét vaða á markið en framhjá.
73. mín
Rautt spjald: Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Veigar Páll fær sitt annað gula spjald á 8 mínútum fyrir tæklingu úti á miðjum velli og þar með rautt. Hans annað rauða í sumar svo hann fær tveggja leikja bann.
74. mín
Hættuleg sókn Stjörnunnar sem hófst á því að Daníel Laxdal tók boltann af Jóa Kalla og endaði á skoti bróður hans, Jóhanns framhjá markinu.
77. mín
Hörður Árnason sendi fyrir af vinstri kanti eftir gott spil Stjörnunnar og beint á kollinn á Ólafi Karli Finsen sem skallaði framhjá.
81. mín
Inn:Hafþór Ægir Vilhjálmsson (ÍA)
Út:Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Skagamenn klára skiptingarnar sínar en Logi Ólafsson þjálfari Stjörnunnar hefur ekki séð ástæðu til að skipta sín megin ennþá.
85. mín
Daníel Laxdal í fínu færi í teignum en Páll Gísli varði í horn sem ekkert kom út úr.
90. mín
Páll Gísli varði glæsilega frá Halldóri Orra, Garðar fylgdi eftir og skoraði en markið dæmt af vegna rangstöðu.
93. mín
Arnar Már í dauðafæri, Ingvar blakaði boltanum yfir markið og í horn. Páll Gísli brunar fram í hornið.
Byrjunarlið:
Jóhannes Karl Guðjónsson
Páll Gísli Jónsson
Ármann Smári Björnsson
2. Hákon Ingi Einarsson
10. Jón Vilhelm Ákason
('65)
19. Eggert Kári Karlsson
('81)
Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
17. Andri Adolphsson
('81)
20. Alexander Már Þorláksson
32. Garðar Gunnlaugsson
Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Arnar Már Guðjónsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld: