City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Stjarnan
1
0
ÍA
Tryggvi Sveinn Bjarnason '39 1-0
Veigar Páll Gunnarsson '73
26.08.2013  -  19:15
Samsungvöllurinn í Garðabæ
Pepsi-deild karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen ('88)
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
21. Snorri Páll Blöndal

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Garðar Jóhannsson ('95)
Veigar Páll Gunnarsson ('65)

Rauð spjöld:
Veigar Páll Gunnarsson ('73)
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Stjörnunnar og ÍA í 17. umferð Pepsi-deildar karla.

Liðin eru að berjast á sitthvorum vígstöðunum í deildinni, Stjarnan í bullandi toppbaráttu en ÍA á botninum.

Stjarnan er fyrir leikinn með 31 stig úr 15 leikjum en takist þeim að vinna í dag og leikinn gegn Breiðabliki á fimmtudaginn þá ná þeir að jafna topplið KR að stigum.

Skagamenn þurfa líflínu í botnbaráttunni og gríðarlega mikilvægt að sækja stig í kvöld. Þeir eru í neðsta sæti með 8 stig og næstu lið fyrir ofan, Víkingur Ólafsvík og Keflavík eru með 13 og 14 stig.
Fyrir leik
Stjarnan eru án þriggja sterkra leikmanna í kvöld. Miðjumennirnir Atli Jóhannsson og Michael Præst taka út leikbann og Kenny Chophart er meiddur.
Fyrir leik
Tvær breytingar eru á liði Stjörnunnar frá 3-2 sigri á Fram í síðasta leik. Michael Præst og Atli Jóhannson fara út úr liðinu og þeir Hörður Árnason og Tryggvi Sveinn Bjarnason koma inn í þeira stað.

Skagamenn gerðu 2-2 jafntefli við Breiðablik í síðasta leik. Þorvaldur Örlygsson teflir fram sama liði og byrjaði þá en Arnar Már Guðjónsson kemur í hópinn að nýju eftir að hafa tekið út leikbann gegn Blikum.
Fyrir leik
Það er 9 stiga hiti, smá vindur og engin úrkoma. Fínasta veður til að horfa á fótboltaleik. Svo eru ungir guttar úr Stjörnunni búnir að fara með tusku yfir öll sætin í stúkunni og þrífa þau, grillið komið í gang og Maggi vallarþulur svo það er engin ástæða til að láta ekki sjá sig.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn og styttist í að fjörið hefjist. Mæting áhorfenda er frekar dræm enn sem komið er og vonandi að úr því rætist.
1. mín
Leikurinn er hafinn. ÍA byrjar með boltann og leikur í átt að skólanum.
3. mín
Daníel Laxdal er á miðjunni hjá Stjörnunni og Tryggvi Sveinn miðvörður í hans stað. Svona stilla lðin upp.

Ingvar
Jóhann - Martin - Tryggvi - Hörður
Sandnes - Daníel
Veigar
Ólafur Karl - Garðar - Halldór Orri

Páll Gísli
Einar Logi - Kári - Sörensen - Bustamante
Jóhannes Karl - Hallur
Wrele
Eggert Kári - Ármann Smári - Jón Vilhelm
4. mín
Ólafur Karl með skot fyrir utan teig sem Páll Gísli varði. Skömmu síðar var Ólafur Karl nærri því að komast í dauðafæri en náði ekki til boltans.
6. mín
Hörður Árnason reyndi fyrirgjöf af vinstri sem fór í utanverða stöngina og þaðan í hliðarnetið.
14. mín
Eggert Kári í dauðafæri. Ármann Smári framlengdi sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar, Eggert Kári komst framhjá Ingvari í markinu en Tryggvi Bjarnason bjargaði svo í lokin áður en Eggert náði að setja boltann á markið.
17. mín
Ármann skallaði aftur innfyrir á Eggert Kára eftir langa sendingu. Eggert Kári var í dauðafæri gegn Ingvari sem varði frá honum, Ármann tók frákastið en skaut yfir.
22. mín
Ármann Smári í flottu færi vinstra megin í teignum og ætlaði að setja boltann uppi í hægra hornið en rétt framhjá.
27. mín
Jóhannes Karl Guðjónsson er ekki sami naglinn og margir hefðu talið því hann spilar í sokkabuxum í 9 stiga hitanum í Garðabænum. Já á dauða mínum átti ég von en ekki þessu...
29. mín
Stjörnumenn hafa fengið tvær hornspyrnur í röð en ekkert kom úr þeim.
31. mín
Eftir hraða sókn Stjörnunnar sendi Daníel til hægri á Halldór Orra sem var í dauðafæri en dæmdur rangstæður.
35. mín
Ólafur Karl skallaði framhjá marki Skagamanna.
39. mín MARK!
Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan)
Stoðsending: Garðar Jóhannsson
Veigar Páll kom vinstra megin inn í teiginn, sendi út á Garðar en varnarmaður varði frá honum og frákastið til Tryggva sem var á auðum sjó og skoraði með skoti í hornið.
45. mín
Jón Vilhelm fékk boltann í hausinn og féll við. Erlendur dómari stöðvaði leikinn strax enda höfuðmeiðsli tekin alvarlega. Jón stóð upp og er kominn inná að nýju.
45. mín
45 + 2: Kominn hálfleikur og Stjarnan með 1-0 forystu. Skaginn hefur fengið fleiri hættuleg færi.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Engin breyting var gerð á liðunum í hálfleik.
51. mín
Þetta fer rólega í gang í síðari hálfleiknum og ekkert að gerast ennþá.
52. mín
Eggert Kári með skot framhjá eftir fyrirgjöf Halls frá hægri.
52. mín
Veigar var rétt fyrir utan teig ÍA þegar hann lét vaða á markið en rétt yfir.
55. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu á vítateigslínunni eftir að Sandnes fór í Jóhannes Karl sem féll við.
56. mín
Jón Vilhelm tók aukaspyrnuna á víateigslínunni þar sem hún mætist D boganum, skot hans fór rétt yfir markið.
58. mín
Kári í fínu færi í teignum eftir aukaspyrnu af vinstri, fór framhjá þremur varnarmönnum og lét vaða á markið en varið í horn sem ekkert kom úr.
61. mín
Áhorfendur á Stjörnuvelli í kvöld voru 664 sem verður að teljast afar slakt, sér í lagi hjá liði í toppbaráttu.
65. mín
Inn:Arnar Már Guðjónsson (ÍA) Út:Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
65. mín Gult spjald: Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Brot við vítateig Skagamanna.
66. mín
Eggert Kári með skot yfir mark Stjörnunnar.
67. mín
Garðar með skot sem Páll Gísli varði.
69. mín
Ármann Smári skallaði enn einu sinni innfyrir á Eggert Kára sem var í fínu færi en náði ekki boltanum áður en Stjörnumenn bægðu hættunni frá.
72. mín
Hallur kom upp hægra megin og var óáreittur svo hann lét vaða á markið en framhjá.
73. mín Rautt spjald: Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Veigar Páll fær sitt annað gula spjald á 8 mínútum fyrir tæklingu úti á miðjum velli og þar með rautt. Hans annað rauða í sumar svo hann fær tveggja leikja bann.
74. mín
Hættuleg sókn Stjörnunnar sem hófst á því að Daníel Laxdal tók boltann af Jóa Kalla og endaði á skoti bróður hans, Jóhanns framhjá markinu.
Hjörtur Hjartarson
Skaginn mun sterkari! #InnMeðBoltann
77. mín
Hörður Árnason sendi fyrir af vinstri kanti eftir gott spil Stjörnunnar og beint á kollinn á Ólafi Karli Finsen sem skallaði framhjá.
81. mín
Ármann með skalla framhjá eftir fyrirgjöf Jóa Kalla.
81. mín
Inn:Andri Adolphsson (ÍA) Út:Hallur Flosason (ÍA)
81. mín
Inn:Hafþór Ægir Vilhjálmsson (ÍA) Út:Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Skagamenn klára skiptingarnar sínar en Logi Ólafsson þjálfari Stjörnunnar hefur ekki séð ástæðu til að skipta sín megin ennþá.
85. mín
Daníel Laxdal í fínu færi í teignum en Páll Gísli varði í horn sem ekkert kom út úr.
88. mín
Inn:Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan) Út:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
90. mín
Páll Gísli varði glæsilega frá Halldóri Orra, Garðar fylgdi eftir og skoraði en markið dæmt af vegna rangstöðu.
93. mín
Arnar Már í dauðafæri, Ingvar blakaði boltanum yfir markið og í horn. Páll Gísli brunar fram í hornið.
95. mín Gult spjald: Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Fyrir að sparka boltanum burtu.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 1-0 sigri Stjörnumanna sem urðu betri eftir að Veigar Páll fékk rauða spjaldið og sóttu meira. Páll Gísli var frammi síðustu mínúturnar en náði ekki að snerta boltann. Viðtöl og umfjöllun á eftir.
Byrjunarlið:
Jóhannes Karl Guðjónsson
Páll Gísli Jónsson
Ármann Smári Björnsson
2. Hákon Ingi Einarsson
10. Jón Vilhelm Ákason ('65)
19. Eggert Kári Karlsson ('81)

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
17. Andri Adolphsson ('81)
20. Alexander Már Þorláksson
32. Garðar Gunnlaugsson

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Arnar Már Guðjónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: