City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fjölnir
1
3
Þróttur R.
0-1 Sveinbjörn Jónasson '15
0-2 Aron Ýmir Pétursson '36
Aron Sigurðarson '39 1-2
Hilmar Þór Hilmarsson '90
1-3 Andri Björn Sigurðsson '93
29.08.2013  -  18:00
Fjölnisvöllur
1. deild karla
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Byrjunarlið:
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
10. Aron Sigurðarson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
22. Ragnar Leósson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hilmar Þór Hilmarsson ('87)

Rauð spjöld:
Hilmar Þór Hilmarsson ('90)
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Fjölnis og Þróttar í 19. umferð 1. deildar karla.

Fjölnir er í toppbaráttu með 34 stig í þriðja sætinu, jafnmörg og Haukar í 2. sæti og aðeins tveimur frá toppliði Grindavíkur.

Þróttur er hinsvegar í bullandi botnbaráttu, í þriðja neðsta sæti með 17 stig og aðeins tveimur frá KF sem er í næst neðsta.
Fyrir leik
Öll innkoma af leiknum rennur óskert til söfnunar Sigurðar Hallvarðssonar fyrir Ljósið, sem er stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinssjúklinga og aðstaðendur þeirra.

Siggi er meðal leikja- og markahæstu manna í sögu Þróttar og sonur hans Aron Sigurðarson er lykilmaður hjá Fjölni.

Siggi verður sérstakur heiðursgestur og mun leiða liðin inn á völlinn ásamt leikmönnum úr 6. flokki Fjölnis og Þróttar. Á morgun mun Siggi hefja áheitagöngu fyrir Ljósið. Hann leggur upp frá Hveragerði og ætlar að ganga sem leið liggur að húsnæði Ljóssins við Langholtsveg.

Hægt er að leggja söfnunni lið með því að hringja í eftirfarandi símanúmer.
901-5011 = 1.000,-
901-5013 = 3.000,-
901-5015 = 5.000,-

Einnig er hægt að leggja inn frjáls framlög á reikning göngunnar
0513-26-50050 kt. 590406-0740
Fyrir leik
Fjölnismaðurinn Sigurður Óli Þórleifsson dæmir leikinn en hann fékk félagaskipti yfir í Boltafélag Norðfjarðar fyrir tveimur árum síðan og má því dæma hjá Fjölni og gerir það í dag í annað sinn í sumar.

Honum til aðstoðar eru Björn Valdimarsson og Steinar Berg Sævarsson. Eftirlitsmaður KSÍ á leknum er Geir Agnar Guðsteinsson.
Fyrir leik
Liðin ganga nú út á völl. Siggi Hallvarðs og sjötti flokkur Fjölnis og Þróttar ganga út á völl á undan liðunum. Siggi er í samsettum búning, hálfum Þróttur og hálfum Fjölnir.
Fyrir leik
Áður en Siggi gekk af velli tók hann upp rautt spjald og sýndi Sigurði Óla dómara leiksins. Sigurður hló við en tók svo við spjaldinu og setti í vasa sinn.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Þróttur byrjar með boltann og leikur í átt að kirkjugarðinum.
2. mín
Aron Sigurðarson, sonur Sigga Hallvarðs, með fast skot fyrir utan teig sem Trausti varði í horn. Bergsveinn skaut svo framhjá úr horninu.
12. mín
Það er rólegt yfir þessu síðustu mínúturnar og engin hættuleg færi.
15. mín MARK!
Sveinbjörn Jónasson (Þróttur R.)
Stoðsending: Karl Brynjar Björnsson
Eftir hornspyrnu Arnþórs Ara Atlasonar fékk Karl Brynjar Björnsson boltann í teignum, reyndi skot en boltinn fyrir fætur markahróksins Sveinbjörns Jónassonar sem skoraði þrátt fyrir margmenni í teignum.
22. mín
Illugi með fast skot í kjölfar hornspyrnu Arons en Trausti varði glæsilega í horn.
22. mín
Varnarmenn Þróttar eru að standa sína plikt. Nú skaut Aron að marki í góðu færi í kjölfar hornspyrnu en það var varið af varnarmanni í horn sem ekkert varð úr.
28. mín
Ragnar Leósson klippti boltann í teignum eftir fyrirgjöf Arons en skotið í hliðarnetið utanvert.
30. mín
Það er komin hellidemba á Fjölnisvelli og farið að bæta í vindinn.
31. mín
Þróttarar vildu fá vítaspyrnu eftir klafs í teignum og töldu brotið á Andra Birni en Sigurður Óli sagði ekki. Hallur fyrirliði Þróttar skammaði hann fyrir og fékk tiltal að launum og var sagt að hætta.
34. mín
Aron með skot framhjá marki Þróttar.
36. mín MARK!
Aron Ýmir Pétursson (Þróttur R.)
Stoðsending: Sveinbjörn Jónasson
Gestirnir komnir í 0-2. Nú sendi Sveinbjörn út á vinstri kantinn á Aron Ými, hann var ekki í neinu færi en lék upp að vítateigshorninu og lét svo vaða á fjær, yfir Þórð í markinu og beint í netið. Virkilega flott mark hjá Skagamanninum.
39. mín MARK!
Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Stoðsending: Þórir Guðjónsson
Þórir sendi inn í teiginn, varnarmaður Þróttar tók boltann og lagði fyrir eigið mark á Aron sem þakkaði fyrir sig með því að skora af stuttu færi.
45. mín
Kominn hálfleikur á Fjölnisvelli. Þrjú mörk komin í fjörugan leik sem Þróttur leiðir 1-2.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Engar breytingar voru gerðar á liðunum.
55. mín
Ragnar Leósson með frábært skot að marki Þróttar sem Trausti varði í horn. Ekkert kom úr horninu sem Aron tók en boltinn fór ofaná þverslánna.
60. mín
Guðmundur Karl með skot himinhátt yfir mark Þróttar. Fjölnismenn eru í meðvindi á markið sem er meiri með hverri mínútunni og nýta það í að skjóta á mark.
67. mín
Fjölnismenn sækja miklu meira og eru duglegir að láta vindinn hjálpa sér við skot á markið. Þau eru samt ekki nógu markviss og reyna lítið á Trausta.
69. mín
Inn:Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.) Út:Jón Konráð Guðbergsson (Þróttur R.)
Fyrsta skipting leiksins.
72. mín
Inn:Ómar Hákonarson (Fjölnir) Út:Kolbeinn Kristinsson (Fjölnir)
Fjölnismenn bæta í sóknina, setja sóknarmann inn fyrir varnarmann. Ómar fer samt beint í hægri bakvörðinn.
77. mín
Guðmundur Karl skallaði framhjá eftir fyrirgjöf Arons. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni svo horn var dæmt sem ekkert kom úr.
82. mín
Þórður Ingason varði mjög vel skalla Hreins Inga eftir hornspyrnu.
83. mín
Gæði leiksins fara hratt niður, völlurinn enda blautur og þungur og menn að þreytast. Mikið um feilsendingar og lágt tempó.
84. mín Gult spjald: Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.)
Áminning fyrir glæfralega tæklingu á miðjum vallarhelmingi Þrótara.
85. mín
Inn:Ingólfur Sigurðsson (Þróttur R.) Út:Aron Ýmir Pétursson (Þróttur R.)
Aron skoraði flottasta markið í dag en fer nú af velli. Ingólfur Sigurðsson fær aðspreyta sig síðustu mínúturnar.
85. mín
Aron Sigurðarson tók aukaspyrnu nokkrum metrum fyrir utan vítateig Þróttar, og það á frábæran hátt beint í stöng.
87. mín Gult spjald: Hilmar Þór Hilmarsson (Fjölnir)
Brot við miðlínu.
88. mín
Fjölnismenn gera harða hríð að marki Þróttar sem endaði á að varnarmaður Þróttar hreinsaði frá, í Þóri Guðjónsson og rétt framhjá markinu.
90. mín
Ómar í dauðafæri, Karl Brynjar varði og út til Ómars aftur og þá varði Trausti.
90. mín Rautt spjald: Hilmar Þór Hilmarsson (Fjölnir)
Hilmar fær rautt spjald úti við miðlínu og hliðarlínu fyrir brot á Þróttara.
91. mín Gult spjald: Trausti Sigurbjörnsson (Þróttur R.)
Trausti áminntur fyrir að hlaupa upp að Sigurði Óla og skammast fyrir hornspyrnudóm.
92. mín
Þórður Ingason fór fram í hornspyrnu Fjölnis en þeim tókst ekki að skapa hættu.
93. mín MARK!
Andri Björn Sigurðsson (Þróttur R.)
Andri björn einn gegn Þórði sem vann hann í tæklingu úti við miðlínu, boltin barst hinsvegar aftur innfyri á Andra Björn sem skoraði í tómt mark á meðan Þórður var enn að hlaupa til baka. Sigur Þróttar staðreynd.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 1-3 sigri Þróttar.
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Hallur Hallsson
2. Ingiberg Ólafur Jónsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
5. Aron Ýmir Pétursson ('85)
9. Arnþór Ari Atlason
9. Andri Björn Sigurðsson
21. Sveinbjörn Jónasson
27. Oddur Björnsson

Varamenn:
1. Ögmundur Ólafsson (m)
5. Haukur Hinriksson
10. Ingólfur Sigurðsson ('85)
20. Viktor Unnar Illugason ('69)
22. Kristjón Geir Sigurðsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Trausti Sigurbjörnsson ('91)
Viktor Unnar Illugason ('84)

Rauð spjöld: