City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Haukar
1
1
Leiknir R.
0-1 Brynjar Hlöðversson '50
Brynjar Benediktsson '69 1-1
Sindri Björnsson '90
29.08.2013  -  19:15
Schenker-völlurinn
1. deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Byrjunarlið:
1. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
Hilmar Trausti Arnarsson
Ásgeir Þór Ingólfsson
Hafþór Þrastarson
2. Helgi Valur Pálsson
10. Hilmar Geir Eiðsson
19. Brynjar Benediktsson ('76)
21. Anthonio Savant De Souza
30. Andri Steinn Birgisson

Varamenn:
1. Magnús Þór Gunnarsson (m)
11. Magnús Páll Gunnarsson
20. Hafsteinn Briem ('76)
22. Björgvin Stefánsson
23. Guðmundur Sævarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hafþór Þrastarson ('74)
Hilmar Geir Eiðsson ('36)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl. Klukkan 19:15 hefst leikur Hauka og Leiknis í 1. deild karla og fylgjumst við með gangi mála í beinni textalýsingu. Ívar Orri Kristjánsson dæmir en Adolf Þorberg Andersen og Gunnar Helgason (þó ekki leikarinn og dómarinn úr Dans dans dans) eru aðstoðardómarar.
Fyrir leik
Möguleikar Leiknis á að komast upp eru nánast að engu orðnir en liðið er sex stigum frá öðru sætinu og þarf allt að spilast með þeim til að draumar Breiðhyltinga geti ræst.
Fyrir leik
Haukar eru sem stendur í öðru sæti með 34 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Grindavíkur sem er að spila við Selfoss. Fjölnir sem er að leika við Þrótt hefur einnig 34 stig en BÍ/Bolungarvík er með 33. ótrúlega jöfn og spennandi barátta í gangi!
Fyrir leik
Hafnfirðingar hafa verið að grilla hamborgara frá klukkan 18 og vonandi verður fín stemning í stúkunni.
1. mín
Leikurinn er hafinn
5. mín
Það hellirignir hér á Ásvöllum! Gluggarnir á fréttamannagámnum eru rennblautir og erftt að sjá út. En ég geri mitt besta.
15. mín
Haukar verið örlítið hættulegri en annars hefur leikurinn verið leiðinlegur. Veðrið leiðinlegt og liðin ekki alvega búin að spila sig inn í aðstæður. Áðan átti Brynjar Benediktsson, fyrrum leikmaður Leiknis, aukaspyrnu rétt yfir.
17. mín
Leiknir með hættulega fyrirgjöf sem Sigmar misreiknaði, Ólafur Hrannar náði ekki að skalla á markið.
30. mín
Lítið í gangi. Brynjar Benediktsson átt bestu tilraunina síðan ég skrifaði áðan. Eyjólfur varði í horn.
36. mín Gult spjald: Hilmar Geir Eiðsson (Haukar)
44. mín
Haukar með hörkuskot úr aukaspyrnu sem liðið átti aldrei að fá. Eyjólfur rétt varði yfir. Helgi Valur átti svo skot sem Leiknismenn björguðu á línu.
45. mín
Eyjólfur með frábæra markvörslu eftir aðra aukaspyrnu frá Hilmari! Haukar að ógna verulega hér undir lok fyrri hálfleiks.
45. mín
Hálfleikur
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
50. mín MARK!
Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Leiknismenn hafa tekið forystuna eftir hornspyrnu! Brynjar Hlöðversson var á fjærstönginni og náði að koma knettinum í netið.
55. mín Gult spjald: Sindri Björnsson (Leiknir R.)
65. mín
Hart barist á vellinum og áhorfendur oft ekki sammála ákvörðunum dómarans. Það er pirringur í stúkunni enda leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir Hauka sem eru hér undir.
69. mín MARK!
Brynjar Benediktsson (Haukar)
Frábært mark hjá Brynjari sem hefur jafnað metin! Tók á rás hægra megin og smellti boltanum með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið.
71. mín
Skot beint á Sigmar sem varði boltann beint fyrir framan fætur Karl Oliyde. Sem betur fer fyrir Sigmar var Karl flaggaður rangstæður. Einstaklega klaufalegt hjá markverði Hauka.
74. mín Gult spjald: Hafþór Þrastarson (Haukar)
76. mín
Inn:Sævar Freyr Alexandersson (Leiknir R.) Út:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.)
76. mín
Inn:Hafsteinn Briem (Haukar) Út:Brynjar Benediktsson (Haukar)
77. mín Gult spjald: Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
80. mín
Skot í slánna og niður hjá Leikni! Þarna munaði nánast engu! Heimamenn heppnir.
90. mín Rautt spjald: Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Fær sitt annað gula spjald.
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan. Haukar í öðru sæti enn þar sem önnur úrslit voru liðinu í hag.
Byrjunarlið:
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Vigfús Arnar Jósepsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
Ósvald Jarl Traustason
8. Sindri Björnsson
9. Kolbeinn Kárason ('76)
11. Brynjar Hlöðversson
21. Hilmar Árni Halldórsson

Varamenn:
15. Kristján Páll Jónsson
23. Gestur Ingi Harðarson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Brynjar Hlöðversson ('77)
Sindri Björnsson ('55)

Rauð spjöld:
Sindri Björnsson ('90)