Ísland
0
0
Belgía
21.09.2011 - 19:30
Laugardalsvöllur
Undankeppni EM 2013
Aðstæður: Frábært veður, einstaklega fallegur Laugardalur
Dómari: Christine Beck (Þýskalandi)
Áhorfendur: Tæplega 3000
Maður leiksins: Sif Atladóttir
Laugardalsvöllur
Undankeppni EM 2013
Aðstæður: Frábært veður, einstaklega fallegur Laugardalur
Dómari: Christine Beck (Þýskalandi)
Áhorfendur: Tæplega 3000
Maður leiksins: Sif Atladóttir
Byrjunarlið:
1. Þóra Björg Helgadóttir (m)
2. Sif Atladóttir
3. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
('89)
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
8. Katrín Ómarsdóttir
('64)
9. Margrét Lára Viðarsdóttir
10. Hólmfríður Magnúsdóttir
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
10. Dóra María Lárusdóttir
('64)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
Varamenn:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
10. Dagný Brynjarsdóttir
14. Málfríður Erna Sigurðardóttir
18. Þórunn Helga Jónsdóttir
('89)
25. Guðný Björk Óðinsdóttir
('64)
Liðsstjórn:
Laufey Ólafsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur, og goedenavond til þeirra Belga sem eru að lesa þessa textalýsingu. Í kvöld fer fram leikur Íslands og Belgíu í undankeppni EM kvenna sem fram fer árið 2013, og mun Fótbolti.net að sjálfsögðu fylgjast með gangi mála.
Fyrir leik
Íslenska liðið hefur byrjað þennan riðil mjög vel, er með fullt hús stiga eftir tvo fyrstu leikina. Flestir landsmenn vita væntanlega að íslenska liðið vann frábæran 3-1 sigur gegn sterku liði Noregs síðastliðinn laugardag og geta þær vonandi fylgt þeim góðu úrslitum eftir í kvöld.
Fyrir leik
Þess má til gamans geta að dómarateymi þessa leiks, þrír Þjóðverjar með hina heimskunnu Christine Beck í fararbroddi, voru þeir sem ákváðu að leikur Íslands og Írlands í undankeppni EM 2011 yrði spilaður þegar Laugardalsvöllurinn var þakinn klaka. Það kom ekki að sök fyrir okkur, Ísland fór áfram í lokakeppnina, en sjaldan hefur jafn mikilvægur leikur verið spilaður við jafn lélegar aðstæður, allavega ekki á 21. öldinni.
Fyrir leik
Ein breyting er á íslenska landsliðshópnum frá því í leiknum gegn Noregi þó að byrjunarliðið sé það sama. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, kemur inn í hópinn fyrir Mist Edvardsdóttur, leikmann Vals.
Fyrir leik
Ég veiti ykkur hér með góðfúslegt leyfi mitt til að Twitta um leikinn ef ykkur sýnist, en þá bið ég ykkur endilega um að nota hashtaggið #fotbolti. Vel valdar færslur birtast í textalýsingunni hér og hjálpa til við að lífga upp á hana.
Fyrir leik
Leikmenn ganga hérna inn á völlinn með dómarateymið í fararbroddi. Íslensku stúlkurnar leika að sjálfsögðu í hinum hefðbundnu bláu búningum, belgísku stúlkurnar leika í rauðu.
Fyrir leik
Þá hafa þjóðsöngvarnir verið leiknir og það styttist í leikinn. Áfram Ísland!
1. mín
Leikurinn er hafinn gott fólk og það eru íslensku stúlkurnar sem byrja með knöttinn. Þær sækja að Þróttaraheimilinu.
3. mín
Íslenska liðið byrjar leikinn af mikilli ákveðni. Í tvígang hafa þær valdið þó nokkrum usla í teig gestanna án þess þó að ná að nýta sér það nógu vel.
6. mín
Fyrsta alvöru skotið er komið. Fanndís Friðriksdóttir átti flottan sprett upp hægri kantinn og inn í teig þar sem hún þrumaði á markið en Sabrina Broos í marki Belga varði í horn. Ekkert varð úr þeirri spyrnu.
8. mín
Fanndís er að valda miklum vandræðum á hægri kantinum og gerir hérna vel að vinna aðra hornspyrnu. Spyrnan nýtist þó ekki nægilega vel, því miður.
15. mín
Íslenska liðið er mun betra fyrsta korterið, Belgarnir ná ekki mjög góðu spili en hafa reynt að beita skyndisóknum sem hafa þó ekki tekist vel. Enn vantar stúlkunum okkar þóherslumuninn til að skapa sér almennileg færi.
17. mín
Belgarnir eiga sitt fyrsta skot, það var alveg prýðilegt. Aline Zeler lét vaða af löngu færi, ágætis skot, en Þóra var þó örugg í markinu og greip boltann. Allt of margar misheppnaðar sendingar hjá íslenska liðinu.
Heiðar Ingi Helgason
Fanndís nýkomin af námskeiðinu: "öxl-í-öxl, how to" #grjóthörð #samtsætust #fotbolti
Fanndís nýkomin af námskeiðinu: "öxl-í-öxl, how to" #grjóthörð #samtsætust #fotbolti
22. mín
Sóknarspil íslenska liðsins er ekki alveg að ganga nógu vel þó þær séu meira með knöttinn. Það vantar svolítið upp á góðar sendingar, en hins vegar eru þær belgísku mjög þéttar fyrir og vel skipulagðar.
Guðni Kristjánsson
Af hverju er ekki hægt að lýsa kvennaleikjum eins og bara fótboltaleik? Hvert innkast og sending dásömuð. #doublestandards #óþarfi #erugóðar
Af hverju er ekki hægt að lýsa kvennaleikjum eins og bara fótboltaleik? Hvert innkast og sending dásömuð. #doublestandards #óþarfi #erugóðar
25. mín
Þetta er aðeins að lifna við. Rétt í þessu kemur Sara Björk með þrumuskot fyrir utan teig sem markvörður Belga gerir vel að verja í horn.
26. mín
Smá klafs kemur upp úr hornspyrnunni sem endar með skoti frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur fyrir utan teiginn, það fer yfir markið.
27. mín
Dauðafæri!!! Íslenska liðið brýst inn í teiginn, Dóra María Lárusdóttir rennir boltanum á Hólmfríði Magnúsdóttur sem er nánast með opið mark fyrir framan sig, en því miður hittir hún ekki boltann. Þarna hefði hún lítið annað þurft að gera en að pota knettinum í netið en það tókst því miður ekki.
28. mín
Það er farið að rökkva býsna hratt í Reykjavíkurborg. Það skapar skemmtilega flóðljósastemningu hérna á Laugardalsvellinum en skammdegið nálgast okkur Íslendingana, og það hratt.
30. mín
Annað dauðafæri!! Margrét Lára tekur frábærlega á móti boltanum inni í teignum, snýr og leggur boltann út á Dóru Maríu sem er nánast í besta færi í geimi, en hún nær ekki að halda boltanum niðri og skot hennar fer rétt yfir markið. Nú hýtur ísinn að fara að brotna!
31. mín
Áfram pressar íslenska liðið, aftur er Margrét Lára með góða sendingu, í þetta skiptið á Söru Björk, sem lætur Broos í markinu verja frá sér úr þröngu en samt ágætis færi.
32. mín
Margrét Lára er nú bara sú allra besta! Hún fékk fasta sendingu frá Hólmfríði, tók hana á kassann og þrumaði knettinum svo með flottri spyrnu aftur fyrir sig á markið, en Broos varði vel.
37. mín
Eftir frábæran kafla áðan þar sem færin hlóðust upp er íslenska liðið aftur að detta á það plan sem þær voru í áðan. Þeim gengur illa að skapa sér eitthvað og opna belgísku vörnina, líkt og fyrir kaflann góða áðan.
Anna Garðarsdóttir, ókrýnd drottning Twitter
Ef Dóra María skorar fer ég úr að ofan. #fotbolti
Ef Dóra María skorar fer ég úr að ofan. #fotbolti
41. mín
Fín sókn. Dóra María tekur aukaspyrnu af löngu færi sem veldur markverði Belga vandræðum. Hún slær boltann út, hann berst á Fanndísi sem nær góðri fyrirgjöf á Margréti Láru sem skýtur framhjá í fyrstu sendingu. Það væri nú óskandi að þær settu eitt mark fyrir leikhlé.
45. mín
Flautað hefur verið til leikhlés og staðan er enn 0-0. Menn bjuggust sjálfsagt við því að staða Íslands í hálfleik væri betri en þetta, en belgíska liðið hefur verið að spila agaðan varnarleik og auk þess hafa okkar stúlkur verið óheppnar í sínum færum. Hef þó ekki trú á öðru en að þeim takist að brjóta ísinn í seinni hálfleik.
46. mín
Jæja, þá er seinni hálfleikurinn hafinn. Vonandi nær íslenska liðið að brjóta ísinn snemma og koma svo nokkrum mörkum inn í kjölfarið. Sigur er bráðnauðsynlegur í kvöld.
50. mín
Frábært spil hjá íslenska liðinu!! Sif Atladóttir á sendingu á Hólmfríði sem gerir frábærlega og rennir boltanum inn í teiginn á Katrínu Ómarsdóttur, sem er í dauðafæri ein gegn markmanni, en skot hennar fer framhjá. Virkilega vel gert nema bara lokasnertingin.
52. mín
Ísland hedur áfram að pressa og fær hornspyrnu en það verður ekkert úr henni. Koma svo, farið nú að skora stelpur!!
54. mín
Hólmfríður gerir vel og kemur sér í fínt skotfæri, en skot hennar fer beint á markvörðinn.
Gunnar Már Elíasson
Markvördur belga sparkar med haegri thegar boltinn er a jordinni, annars med vinstri #furdulegt #fotbolti
Markvördur belga sparkar med haegri thegar boltinn er a jordinni, annars med vinstri #furdulegt #fotbolti
67. mín
Ísland fær enn eina hornspyrnuna, hún berst á Hólmfríði sem skýtur framhjá úr öruggu færi.
69. mín
Guð minn góður, þessi bolti vill bara ekki inn!! Sif Atladóttir kemur með frábæra stungusendingu á Margréti Láru sem er komin í fínt færi. Hún reynir að vippa yfir markvörðinn, sem er kominn vel framarlega, en boltinn lekur framhjá. Belgíska liðið nær svo skyndisókn sem endar með skoti framhjá frá Tessu Wullaert.
71. mín
Ánægður með Sif Atladóttur, áður en hún tekur innkast gefur hún stúkunni bendingu um að láta í sér heyra og fólkið tekur heldur betur við sér.
Rúnar Ingimarsson
Hvað eru allir að tvitta um spánarspark þegar kvennabolti með Dolla að lýsa er á rúv #fotbolti
Hvað eru allir að tvitta um spánarspark þegar kvennabolti með Dolla að lýsa er á rúv #fotbolti
76. mín
Tæpt korter eftir. Klukkan tifar og nú verður markið að fara að koma! Ísland er nánast alfarið með boltann en það telur lítið ef mörkin eru engin.
79. mín
Hrikalegt!! Hólmfríður rennir boltanum út á Söru Björk sem er í ákjósanlegu skotfæri fyrir utan teiginn, en hin annars góði skotmaður hittir boltann ekki nógu vel og skýtur framhjá.
85. mín
Maður er farinn að fá þá tilfinningu að markalaust jafntefli verði niðurstaðan í þessum leik. Hef sjaldan vonað jafn mikið að ég hafi rangt fyrir mér, en það er bara fátt sem bendir til þess að Ísland sé að fara að skora þessa stundina.
86. mín
Þarna hefði þetta getað komið!! Boltinn berst frá Fanndísi á Hallberu sem þrumar boltanum rétt framhjá úr ágætis færi! Skrambinn!!
89. mín
Inn:Þórunn Helga Jónsdóttir (Ísland)
Út:Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir (Ísland)
Síðasta skipting Íslands, Þórunn Helga, sem leikur í Brasilíu, kemur inn á fyrir Ólínu.
90. mín
Venjulegur leiktími er liðinn, uppbótartíminn er þrjár mínútur. Þetta verður að koma!
90. mín
Þvílík vonbrigði. Leiknum er lokið með 0-0 jafntefli. Viðureignin sem átti að vera sú auðveldari af þeim sem fóru fram reyndist ekki vera það, og Ísland þarf að sætta sig við eitt stig. Hundfúlt, en þær eru þá með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina. Mann langar næstum að smella einum fýlukalli hérna, en það væri víst ekki fagmannlegt.
Byrjunarlið:
1. Sabrina Broos (M)
3. Helen Jaques
5. Lorca Van De Putte
6. Niki De Cock
7. Laurence Marchal
('77)
8. Audrey Demoustier
9. Tessa Wullaert
('87)
10. Aline Zeler
13. Stefanie Van Broeck
14. Lien Mermans
20. Julie Biesmans
('57)
Varamenn:
2. Davina Philtjens
('77)
4. Caroline Berrens
12. Lynn Senaeve (m)
15. Marlies Verbruggen
('57)
16. Annaelle Wiard
('87)
17. Steffi De Pelsmaeker
18. Lenie Onzia
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: