KA
5
1
Tindastóll
Gunnar Valur Gunnarsson
'18
1-0
Gunnar Örvar Stefánsson
'26
2-0
Ævar Ingi Jóhannesson
'48
3-0
Ævar Ingi Jóhannesson
'52
4-0
Brian Gilmour
'58
5-0
5-1
Jordan A Branco
'87
29.08.2013 - 18:00
Akureyrarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Skýjað, °15 og sunnan gola
Dómari: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Maður leiksins: Ævar Ingi Jóhannesson
Akureyrarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Skýjað, °15 og sunnan gola
Dómari: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Maður leiksins: Ævar Ingi Jóhannesson
Byrjunarlið:
29. Sandor Matus (m)
Gunnar Örvar Stefánsson
2. Gunnar Valur Gunnarsson
('80)
5. Ómar Friðriksson
('71)
6. Atli Sveinn Þórarinsson
7. Bjarki Baldvinsson
7. Ævar Ingi Jóhannesson
8. Brian Gilmour
18. Jón Heiðar Magnússon
('77)
27. Darren Lough
33. Ivan Dragicevic
Varamenn:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
2. Bjarni Mark Antonsson
4. Andrés Vilhjálmsson
5. Gauti Gautason
28. Jakob Hafsteinsson
('71)
Liðsstjórn:
Davíð Rúnar Bjarnason
Gul spjöld:
Gunnar Valur Gunnarsson ('78)
Jakob Hafsteinsson ('73)
Ómar Friðriksson ('61)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu héðan af Akureyrarvelli þar sem leikur KA og Tindastóls mun hefjast kl. 18:00
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og komin upp hér til hliðar, það eru tvo auð sæti á varamannabekk gestaliðsins hér í dag.
Fyrir leik
Tindastóll vann 3-1 sigur á heimavelli gegn KF en það hefur lítið sem ekkert gengið hjá KA undanfarið. Þeirra síðast sigur var 27. júlí þegar liðið sigraði Fjölni á útivelli en síðan þá hefur liðið gert tvö jafntefli og tapað þremur leikjum.
Fyrir leik
Það eru fjórar umferðir eftir í 1. deild karla og því 12 stig eftir í pottinum fræga. Bæði lið eiga því enn tölfræðilega von á því að spila í úrvalsdeild á næsta ári... hjá þeim allra bjartsýnustu allavega.
Fyrir leik
Nokkrir dropar eru að láta sjá sig en þó sést í blátt einnig inn á milli þegar horft er upp. Völlurinn verður bara betri með hverjum leik og virðist í topp standi hér í dag.
Fyrir leik
Fyrir leik dagsins eru heimamenn í KA í níunda sæti með 23 stig en Tindastóll er í því sjöunda með 25
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og áhorfendur taka á móti þeim, þeir fáu sem eru mættir. Vallarþulurinn er ekki glaður þar sem dómararnir virðast hafa komið út á undan áætlun.
Fyrir leik
Þetta er ekkert grín gott fólk, ég gaf mér tíma og taldi alveg 39 stuðningsmenn sem eru mættir í stúkuna. Það er að vísu enn fólk að mæta á svæðið en þetta er ekki merkilegt, sólin er mætt á svæðið aftur á móti.
1. mín
Gunnar valur virðist vera djúpur miðjumaður hér í dag og Darren Lough á vinstri vængnum.
2. mín
Gestirnir nálægt því að koma sér í færi hér snemma eftir góða sendingu fyrir markið frá Ingva Hrannari en boltinn endaði í fanginu á Sandor í marki KA eftir smá "pinnball" milli manna.
5. mín
DAUÐAFÆRI!! Brian Gilmour fer afara illa með nokkra leikmenn Tindastóls og m.a. klobbar einn skemmtilega áður en hann kemur með sendingu fyrir þar sem Ævar Ingi fær þetta líka fína skallafæri en hann skallar boltann í jörðina og framhjá!
7. mín
Gestirnir vilja víti og það skiljanlega. Atli Sveinn fer í tæklingu og tekur niður Björn Anton Guðmundsson sem var að vísu ekki með boltann en þetta var afar vandræðalegt. Halldór Breiðfjörð bendir mönnum á að halda áfram.
11. mín
Steven Beattie fær tíma fyrir utan teig KA og kemur með ágætis skot sem fer rétt framhjá markinu.
14. mín
Jordan A Branco hefur gerst sekur um glæp... ójá! Hann er í svörtum undirbuxum og fær skammir fyrir frá dómara leiksins. Hann er þó einnig í hvítum þannig að hann tosar þær bara lengra niður, þarna skall hurð nærri hælum.
18. mín
MARK!
Gunnar Valur Gunnarsson (KA)
Stoðsending: Gunnar Örvar Stefánsson
Stoðsending: Gunnar Örvar Stefánsson
Eftir þunga pressu og kröfur um víti datt boltinn við fætur Gunnars Örvars í teignum. Hann reyndi skot sem Seb Furness varði vel. Boltinn barst þá á Gunnar Val sem kom boltanum í gegnum þvöguna og í netið, virkilega vel klárað.
21. mín
Bjarki Baldvins með sendingu fyrir markið beint á Ævar Inga sem tekur viðstöðulaust skot rétt framhjá markinu.
23. mín
HAHAHA... bíó! Halldór Breiðfjörð hefur fengið nóg af svörtu undirbuxum Jordan Branco og vísar honum útaf. Jordan er allt annað en sáttur en fer samt útaf til að afgreiða vandamálið.
26. mín
MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (KA)
Stoðsending: Ævar Ingi Jóhannesson
Stoðsending: Ævar Ingi Jóhannesson
Ævar með lúmska stungusendingu í gegnum vörn Tindastóls þar sem Gunnar Örvar kemur á sprettinum og afgreiðir boltann milli fóta Furness í markinu.
33. mín
Leikurinn aðeins að róast eftir mörkin, bæði lið eru að byrja aftast og reyna að byggja upp spil. Vindur hefur snúist og núna blæs úr norðri.
38. mín
Gult spjald: Atli Fannar Jónsson (Tindastóll)
Ég veit hreinlega ekki fyrir hvað, gæti hafa sagt eitthvað.
41. mín
Bakverðirnir að leika sér hjá KA. Ómar Friðriksson með langa sendingu yfir á fjærstöng þar sem Jón Heiðar er mættur og tekur skotið strax... boltinn fór nær veitingastaðnum Greifanum en markinu.
45. mín
Hálfleikur - líflegur leikur og nokkuð jafn en heimamenn hafa verið betri í því að klára sín færi og leiða því 2-0 í hálfleik
48. mín
MARK!
Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Stoðsending: Gunnar Örvar Stefánsson
Stoðsending: Gunnar Örvar Stefánsson
Gunnar Örvar skallar sendingu aftur fyrir sig og við tekur agalega vandræaðlegur misskilningur milli miðvarða Tindastóls þegar þeir láta boltann fara þar sem Ævar Ingi er mættur og klárar færið örugglega.
50. mín
Hættu nú alveg og það tvisvar! Árni Arnarson á tvö skot að marki eftir að Sandor lendir í vandræðum í úthlaupi en Árni kemur boltanum bara ekki framhjá Ivan Dragicevic sem ver frá honum á línu í bæði skiptin... þessi átti að enda í netinu!
52. mín
MARK!
Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Stoðsending: Gunnar Örvar Stefánsson
Stoðsending: Gunnar Örvar Stefánsson
Ævar Ingi aftur réttur maður á réttum stað. Boltinn barst til hans eftir hnoð í teignum og hann gerir ekki nein mistök. Skotið er rétt fyrir utan teig og endar örugglega í horninu.
58. mín
Heimamenn fá aukaspyurnu á hættulegum stað eftir að það er brotið á Bjarka Baldvins.
58. mín
MARK!
Brian Gilmour (KA)
Stoðsending: Bjarki Baldvinsson
Stoðsending: Bjarki Baldvinsson
Brian hikar ekkert og setur þessa aukaspyrnu beint upp í vinkilinn, þvílík afgreiðsla!
59. mín
Þetta er hálf ótrúleg staða miðað við það að KA hafa aðeins átt fimm skot á markið en þau hafa öll endað í netinu.
70. mín
Það virðist vera nokkuð ljóst að bæði lið eru búin að sætta sig að mestu við stöðuna hér enda er leikurinn að róast.
73. mín
Gult spjald: Jakob Hafsteinsson (KA)
Hann var ekki lengi að þessu, aðeins og æstur þarna í þessari tæklingu.
85. mín
Dauðafæri! Ivan Dragicevic með skalla frá markteigslínu eftir horn en framhjá markinu.
87. mín
MARK!
Jordan A Branco (Tindastóll)
Ég ætlaði að fara að skrifa að heimamenn væru líklegri til að bæta við þegar Jordan tók upp á því að afgreiða vörn KA bara sjálfur. Hann labbar á milli manna áður en hann leggur boltann laglega í netið framhjá Sandor í markinu.
89. mín
Heimamenn hafa valið Gunnar Val sem mann leiksins. Það kemur nokkuð á óvart þar sem Ævar Ingi er með tvö mörk og stoðsendingu og Gunnar Örvar er með mark og þrjár stoðsendingar.
90. mín
Atli Sveinn með skalla rétt framhjá eftir horn. Skotin ganga vel en skallarnir ekki.
Byrjunarlið:
1. Seb Furness (m)
Ingvi Hrannar Ómarsson
('56)
2. Loftur Páll Eiríksson
5. Edvard Börkur Óttharsson
6. Björn Anton Guðmundsson
9. Christopher Tsonis
11. Jordan A Branco
13. Steven Beattie
16. Konráð Freyr Sigurðsson
20. Árni Arnarson
21. Atli Fannar Jónsson
('56)
Varamenn:
12. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
4. Chistopher Harrington
('56)
6. Fannar Örn Kolbeinsson
23. Kári Eiríksson
('56)
25. Ágúst Friðjónsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Atli Fannar Jónsson ('38)
Rauð spjöld: