Keflavík
0
2
Stjarnan
0-1
Ólafur Karl Finsen
'83
0-2
Ólafur Karl Finsen
'86
01.09.2013 - 18:00
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Rennblautur völlur og vindur á annað markið
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 720
Maður leiksins: Ingvar Jónsson - Stjarnan
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Rennblautur völlur og vindur á annað markið
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 720
Maður leiksins: Ingvar Jónsson - Stjarnan
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
('71)
6. Einar Orri Einarsson
10. Hörður Sveinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic
('66)
20. Magnús Þórir Matthíasson
Varamenn:
12. Bergsteinn Magnússon (m)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
('66)
25. Frans Elvarsson
('71)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Magnús Þórir Matthíasson ('79)
Einar Orri Einarsson ('55)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið!
Hér verður bein textalýsing frá leik Keflavíkur og Stjörnunnar í 18. umferðinni í Pepsi-deild karla.
Stjarnan er fyrir leikinn með 34 stig í þriðja sæti, sex stigum á eftir toppliði KR.
Keflavík hefur náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum og liðið hefur klifrað upp í níunda sæti þar sem liðið er með 17 stig, fjórum stigum frá fallsvæðinu.
Hér verður bein textalýsing frá leik Keflavíkur og Stjörnunnar í 18. umferðinni í Pepsi-deild karla.
Stjarnan er fyrir leikinn með 34 stig í þriðja sæti, sex stigum á eftir toppliði KR.
Keflavík hefur náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum og liðið hefur klifrað upp í níunda sæti þar sem liðið er með 17 stig, fjórum stigum frá fallsvæðinu.
Fyrir leik
Kristján Guðmundsson gerir eina breytingu á liði Keflavíkur frá því í sigrinum á Fram. Arnór Ingvi Traustason kemur inn eftir leikbann og Frans Elvarsson fer á bekkinn.
Veigar Páll Gunnarsson tekur út síðari leik sinn í leikbanni í dag. Robert Sandnes tekur einnig út leikbann í dag en Atli Jóhannsson tekur stöðu hans eftir að hafa verið í banni í síðasta leik gegn Breiðabliki.
Kennie Chopart dettur einnig úr liðinu en Gunnar Örn Jónsson tekur stöðu hans.
Veigar Páll Gunnarsson tekur út síðari leik sinn í leikbanni í dag. Robert Sandnes tekur einnig út leikbann í dag en Atli Jóhannsson tekur stöðu hans eftir að hafa verið í banni í síðasta leik gegn Breiðabliki.
Kennie Chopart dettur einnig úr liðinu en Gunnar Örn Jónsson tekur stöðu hans.
Fyrir leik
Máni Pétursson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, er grjótharður stuðningsmaður Stjörnunnar og því eru eflaust blendnar tilfinningar hjá honum í dag.
Fyrir leik
Búið er að rigna mikið undanfarna daga og völlurinn er virkilega blautur. Það gæti sett mikinn svip á spilamennskuna í dag.
Fyrir leik
Víðir Sigurðsson spáir jafntefli í kvöld.
Keflavík 2 - 2 Stjarnan
Keflvíkingar eru komnir með aukið sjálfstraust eftir góð úrslit að undanförnu á meðan Stjörnumenn eru ekki sannfærandi þessa dagana. Það er hætt við því að Garðabæjarliðið missi dýrmæt stig í slagnum um Evrópusæti.
Keflavík 2 - 2 Stjarnan
Keflvíkingar eru komnir með aukið sjálfstraust eftir góð úrslit að undanförnu á meðan Stjörnumenn eru ekki sannfærandi þessa dagana. Það er hætt við því að Garðabæjarliðið missi dýrmæt stig í slagnum um Evrópusæti.
Fyrir leik
Stemningin í stúkunni verður væntanlega góð. Puma-sveitin og Silfurskeiðin eru mætt í góðum gír.
7. mín
Haraldur Guðmundsson hreinsar fram völlinn og boltinn fer alla leið á Hörð Sveinsson sem hefur betur í kapphlaupi við miðverði Stjörnunnar. Hörður nær skoti á markið en Ingvar ver.
Keflavík er með vindinn í bakið og byrjar talsvert betur.
Keflavík er með vindinn í bakið og byrjar talsvert betur.
13. mín
Jóhann Birnr Guðmundsson fær ágætis skotfæri í teignum en varnarmenn Stjörnunnar ná að komast fyrir.
16. mín
Arnór Ingvi með fyrirgjöf á Hörð Sveinsson sem er nálægt því að skora en Ingvar ver vel í horn.
Ingvar ólst upp í Reykjanesbæ en hann lék með nágrönnum Keflavíkur í Njarðvík í yngri flokkunum.
Ingvar ólst upp í Reykjanesbæ en hann lék með nágrönnum Keflavíkur í Njarðvík í yngri flokkunum.
19. mín
720 manns á vellinum í dag. Þeir sem koma seint fá ekki að vera með í talningunni.
20. mín
Garðar Jóhannsson með skot rétt framhjá fyrir Stjörnuna. Besta tilraun Garðbæinga hingað til.
25. mín
Ólafur Karl Finsen á hörkutæklingu á Bojan en rauði baróninn bíður með að lyfta spjaldi.
27. mín
Skotin ganga á milli stuðningsmannahópanna.
,,Alltaf 2. sætið" syngja Keflvíkingar og Silfurskeiðin svarar með því að syngja: ,,Þið vinnið einn leik á árinu."
,,Alltaf 2. sætið" syngja Keflvíkingar og Silfurskeiðin svarar með því að syngja: ,,Þið vinnið einn leik á árinu."
30. mín
Hörður Sveinsson áfram í færunum en Ingvar stendur vaktina vel í markinu og ver í horn.
33. mín
Þarna munaði engu! Ólafur Karl Finsen nær að koma sér í færi í vítateignum en skot hans fer í stöng og út.
39. mín
Dauðafæri! Magnús Þórir með sendingu á Hörð sem er einn í markteignum en Ingvar ver skot hans glæsilega í horn. Hörður áfram að gera sig líklegan en gengur illa að brjóta ísinn. Ingvar með stórleik í markinu.
43. mín
Keflvíkingar áfram líklegri. Jóhann Birnir með þrumuskot frá vítateigshorni sem spýtist með blautu grasinu en Ingvar ver út í teiginn.
45. mín
Gult spjald: Jóhann Laxdal (Stjarnan)
Tæklar Bojan Stefán sem var kominn í fína stöðu á vinstri kantinum.
45. mín
Hálfleikur - Keflvíkingar hafa verið mun nær því að skora í fyrri hálfleiknum en Ingvar Jónsson hefur verið í banastuði í marki Stjörnunnar.
60. mín
Gunnar Örn Jónsson með hörkuskot en boltinn framhjá. Meira jafnræði með liðunum í síðari hálfleik.
70. mín
Hörður Sveinsson enn á ný í færi! Tekur boltann á lofti í markteignum eftir horn en skotið yfir markið.
79. mín
Gult spjald: Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Magnús sýndi lagleg tilþrif áður en hann missti boltann of langt frá sér og var of seinn í Rauschenberg.
80. mín
Tíu mínútur eftir af venjulegum leiktíma og við bíðum eftir fyrsta markinu. Jafnræði með liðunum og erfitt að spá fyrir um framvinduna.
83. mín
MARK!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Ólafur Karl skorar með frábæru skoti neðst í bláhornið af 25 metra færi. Ólafur Karl hleypur síðan alveg upp að stúkunni og fagnar með Silfurskeiðinni. Þetta margt gæti átt eftir að vega þungt í baráttunni um Evrópusæti.
86. mín
MARK!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Stoðsending: Kennie Chopart
Stoðsending: Kennie Chopart
Ólafur Karl er að ná í þessa þrjá punkta fyrir Stjörnuna. Kennie Chopart á frekar lausa fyrirgjöf sem lekur framhjá öllum og inn á markteiginn á Ólaf sem þakkar fyrir sig.
87. mín
,,Máni vinkaðu," syngja stuðningsmenn Stjörnunnar við lítil viðbrögð frá Mána Péturssyni aðstoðarþjálfara Keflavíkur.
90. mín
Halldór ORri með skot rétt framhjá. Störnumenn eru búnir að eiga síðustu tíu mínúturnar algjörlega.
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen
27. Garðar Jóhannsson
Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
21. Snorri Páll Blöndal
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Michael Præst ('58)
Halldór Orri Björnsson ('47)
Jóhann Laxdal ('45)
Rauð spjöld: