City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Þór
1
1
Fram
Ármann Pétur Ævarsson '53 1-0
1-1 Hólmbert Aron Friðjónsson '67
01.09.2013  -  17:00
Þórsvöllur
Pepsi Deild Karla
Aðstæður: Rigning og sunnan gola
Dómari: Magnús Þórisson
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Andri Hjörvar Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson
14. Hlynur Atli Magnússon
18. Jónas Sigurbergsson ('80)
20. Jóhann Þórhallsson ('45)

Varamenn:
5. Atli Jens Albertsson
15. Janez Vrenko
21. Kristján Páll Hannesson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Orri Freyr Hjaltalín ('67)
Sigurður Marinó Kristjánsson ('37)
Sveinn Elías Jónsson ('15)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í textalýsingu á þessum ágæta sunnudegi.
Í morgun leit út fyrir afbragðs veður til knattspyrnuiðkunar en eftir því sem leið á daginn byrjaði að rigna og blása.
Búast má við prýðilegum leik
Fyrir leik
Þórsarar gera nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu frá því í síðasta leik.
Atli Jens er farinn á bekkinn auk Mark Tubæk sem er í banni. Edin Beslija vermir bekkinn, en hann var einnig í byrjunarliði í síðasta leik.
Jóhann Þórhallsson og Sigurður Marinó Kristjánsson byrja leikinn eftir að hafa verið á bekknum síðast.

Fram spilar án Jordan Halsman, en hann er í banni. Daði Guðmundsson byrjar inná eftir að hafa verið á bekknum síðast, Halldór Arnarsson gerir slíkt hið sama.
Steffen Haugland er ekki í hóp
Fyrir leik
Leikmennirnir eru að ganga inná völlinn.
Mjög góð mæting í stúkuna, þrátt fyrir blauta rigninguna
1. mín
Leikurinn er hafinn, Þórsarar byrja með boltann.
2. mín
Framarar fá aukaspyrnu eftir ljóta tæklingu Jóhanns Þórhallssonar en misnota gott tækifæri
4. mín
Framarar í dauðafæri. Hólmbert Aron var hársbreidd frá því að ná til boltans en boltinn fer útaf eftir skot Almars af hægri vængnum
10. mín
Leikurinn hefst af miklum krafti, en bæði lið sækjaa mikið en augljóst er að blautt grasið er að hafa áhrif á leik beggja liða
12. mín
Rikki Daða lætur rigninguna ekkert á sig fá og er stórglæsilegur á hliðarlínunni í frakka og trefil.
15. mín Gult spjald: Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Sveinn Elías fær gult spjald eftir að hafa dregið niður Daða Guðmundsson sem var að sleppa framhjá honum
17. mín
Leikur stöðvaður, Magnús Þórisson dómari leiksins er í vandræðum með samskiptatækið sem dómarar nota.
18. mín
Leikur hafinn að nýju
20. mín
Haldór Hermann ekki langt frá því að skora eftir ágætis skot fyrir utan teig
21. mín Gult spjald: Halldór Arnarsson (Fram)
Halldór Arnarsson fær gult spjald eftir að hafa tekið niður Sigurð Marinó
24. mín
Sam Hewson með gott skot á mark en Joshua ver
25. mín Gult spjald: Halldór Hermann Jónsson (Fram)
Halldór Hermann fær gult spjald eftir tæklingu á Sigga Marínó
29. mín Gult spjald: Samuel Hewson (Fram)
Spjaldasúpa, Sam Hewson fær gult spjald eftir klaufalega tæklingu
30. mín
Mark sem var réttilega dæmt ógilt
31. mín
Inn:Benedikt Októ Bjarnason (Fram) Út:Daði Guðmundsson (Fram)
33. mín
Þórsarar fá hornspyrnu sem Ögmundur markvörður Fram grípur auðveldlega
34. mín
Sam Hewson skýtur af löngu færi sem fer beint á Joshua Wicks
37. mín Gult spjald: Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
Sigurður Marinó fær gult eftir að hafa tafið aukaspyrnu Viktors Bjarka, sem sótti gula spjaldið vel
38. mín
Hólmbert liggur inni í teig, sjúkraþjálfari Framara kemur inná og hlúar að honum
42. mín
Andri hjörvar skallar boltann beint á Ögmund eftir ágætis aukaspyrnu langt utan af velli
45. mín
Viktor Bjarki stígur á lófann á Jóhanni Helga, óviljaverk en aukaspyrna dæmd
45. mín
Hálfleikur, spjöldin hrannast út hjá Magnúsi dómara en mörkin láta eitthvað á sér standa eins og er
45. mín
Inn:Edin Beslija (Þór ) Út:Jóhann Þórhallsson (Þór )
Þórsarar gera skiptingu í hálfleik
45. mín
Seinni hálfleikur hafinn
46. mín
Þór fær aukaspyrnu en Hlynur Atli skallar boltann yfir markið
50. mín
Fremur daufar fyrstu mínútur síðari hálfleiks, en stuðningsmenn Þórsara láta þó vel í sér heyra.
Það sama á þó ekki við stuðningsmenn Fram ef einhverjir eru í stúkunni þ.e.a.s.
52. mín
Jónas á sæmilegt skot fyrir utan teig, en það fer framhjá
53. mín MARK!
Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Stoðsending: Hlynur Atli Magnússon
Ármann Pétur skallar boltann inn eftir góða sendingu frá Hlyni Atla
56. mín
Aðeins er farið að lifna yfir leik Þórsara eftir markið og frammarar virðast aðeins ætla að gefa eftir.
60. mín
Joshua Wicks á erfitt með að halda boltanum eftir slakt skot Halldórs Hermanns en nær loks valdi á boltanum
63. mín
DAUÐAfæri, Hólmbert skaut á markið en hitti ekki. Almarr gerði illa að ná ekki til boltans og koma honum í markið.
65. mín
Aukaspyrna, frammarar virðast ætla að hlaða í skot af ágætis færi
66. mín
Skotið fór nokkurnvegin beint á vegginn og út á hliðarlínu
66. mín
Benidikt Októ skaut af löngu færi og var ekki langt frá því að hitta á rammann, en ekki fór hann inn
67. mín
Fram fær hornspyrnu, fyrsta hornspyrna þeirra í leiknum.
67. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
Stoðsending: Samuel Hewson
Hólmbert skorar eftir smá darraðadans í teignum
67. mín Gult spjald: Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
Orri fær gult spjald í kjölfar marksins fyrir æsing við dómarann.
69. mín
Joshua Wicks virðist hafa fengið eitthvað högg á sig í kringum markið, en hann er eitthvað þjakaður og lá lengi eftir markið
71. mín
Liðin eru bæði jöfn á mörkum og spjöldum, það er alveg eftir gangi leiksins
73. mín
Fram er heldur sprækara liðið á vellinum, en þeir þruma hverjum boltanum á fætur öðrum inn í teig
74. mín
Stuðningsmenn Þórs láta vel í sér heyra núna. Þeir eru síður en svo ánægðir með sína menn núna, enda spilamennska þeira ekki upp á marga fiska.
76. mín
Joshua Wicks ver gríðar vel eftir gott skot Almarrs
78. mín
Edin Beslija tekur hræðilega á móti boltanum í góðu færi í teig framara.
80. mín
Inn:Baldvin Ólafsson (Þór ) Út:Jónas Sigurbergsson (Þór )
Jónas fer útaf, hann er búinn að standa sig ágætlega í leiknum
82. mín
Inn:Jón Gunnar Eysteinsson (Fram) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (Fram)
84. mín
Hólmbert á frábæra hælsendingu inn í teig en Þór hreinsaði
86. mín Gult spjald: Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
Hólmbert fær gult spjald eftir að hafa staðið fyrir skoti markmanns Þórsara
87. mín
Inn:Aron Bjarnason (Fram) Út:Haukur Baldvinsson (Fram)
88. mín
Sam Hewson gengur útaf haltrandi, en kemur snögglega til baka. Eitthvað þjakaður þó
Leik lokið!
Leik lokið, hvorugt liðið átti mikið meira skilið en eitt stig og því ættu flestir að ganga frá vellinum nokkuð sáttir.

Viðtöl og umfjöllun kemur á eftir
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
Daði Guðmundsson ('31)
9. Haukur Baldvinsson ('87)
10. Orri Gunnarsson
11. Almarr Ormarsson
13. Viktor Bjarki Arnarsson ('82)
14. Halldór Arnarsson

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
8. Aron Þórður Albertsson
16. Aron Bjarnason ('87)
23. Benedikt Októ Bjarnason ('31)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hólmbert Aron Friðjónsson ('86)
Samuel Hewson ('29)
Halldór Hermann Jónsson ('25)
Halldór Arnarsson ('21)

Rauð spjöld: