City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
FH
2
2
Víkingur Ó.
Björn Daníel Sverrisson '27 1-0
Albert Brynjar Ingason '48 2-0
Róbert Örn Óskarsson '60
2-1 Toni Espinosa '63
2-2 Insa Bohigues Fransisco '79
01.09.2013  -  18:00
Kaplakriki
Pepsi-deild karla
Dómari: Kristinn Jakobsson
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
4. Sam Tillen
7. Ingimundur Níels Óskarsson
10. Björn Daníel Sverrisson
14. Albert Brynjar Ingason ('61)
16. Jón Ragnar Jónsson ('80)
17. Atli Viðar Björnsson ('72)
21. Guðmann Þórisson

Varamenn:
11. Atli Guðnason ('80)
13. Kristján Gauti Emilsson ('72)

Liðsstjórn:
Emil Pálsson
Daði Lárusson

Gul spjöld:
Davíð Þór Viðarsson ('31)
Sam Tillen ('3)

Rauð spjöld:
Róbert Örn Óskarsson ('60)
Fyrir leik
Kæru lesendur, hér fer fram textalýsing úr viðureign FH og Víkings Ólafsvík sem fram fer klukkan 18:00 í kvöld.
Alexander Freyr Tamimi
Fyrir leik
FH gerir tvær breytingar á liði sínu frá 3-1 tapi á KRvelli í síðustu umferð. Guðmann Þórisson kemur inn fyrir Brynjar Ásgeir Guðmundsson sem tekur úr leikbann og Ólafur Páll Snorrason kemur inn fyrir Emil Pálsson sem er á bekknum. Atli Guðnason og Kristján Gauti Emilsson eru báðir á bekknum eins og gegn KR.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Ejub gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu sínu. Sumuel Jimenez, Björn Pálsson, Tomasz Luba og Eyþór Atli byrja ekki og í þeirra stað koma þeir Emir Dokara, Alfreð Már Hjaltalín, Juan Mauel Torres og Antonio Jose Mossi.
Fyrir leik
Fyrir leik eru FH-ingar í 2. sæti með 36 stig, 4 stigum á eftir KR (sem á einnig leik inni) en Víkingar eru á akkúrat hinum enda töflunnar í 11 sæti með 13 stig þremur stigum frá öruggu sæti.
1. mín
Kristinn Jakobsson hefur flautað leikinn á. Það eru fínar aðstæður til að spila flottan bolta hér í Hafnarfirðinum.
3. mín Gult spjald: Sam Tillen (FH)
Sam Tillen fær ansi klaufalegt spjald þegar hann sparkar boltanum í burtu eftir að Atli Viðar var dæmdur rangstæður.
5. mín
Juan Torres nálægt því að sleppa í gegn eftir langan bolta frá Alfreði. Einn besti leikmaður deildarinnar til þessa, Guðmann Þórisson, bjargaði að lokum með fínni tæklingu.
9. mín Gult spjald: Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.)
Guðmundur Steinn fær gult spjald fyrir brot á Davíði Viðars.
10. mín
FH-ingar vilja víti þegar boltinn virðist skoppa í hönd varnarmanns Víkinga inní teig. Kristinn Jakobs slær á þær kröfur.
12. mín
Fh-ingar eru líklegri en gestirnir eins og er.

Tvær sóknir í röð má engu mun að þeir sleppi í gegn. Fyrst var Atli rangstæður en í seinna skiptið ratar sending Atla ekki alla leið á Albert sem var við það að sleppa í gegn.
18. mín
Atli Viðar í fínu skotfæri á vítateigslínunni. Hann hitti boltann illa og skaut í varnarmann Víkings. FH fær hornspyrnu sem Guðmann skallar að marki en aftur eru varnarmenn Víkinga að vinna vinnuna sína og blokka skotið.
20. mín
Fyrir utan nokkur hálffæri og hættulegar hornspyrnur heimamanna er ekki mikið að gerast í leiknum.
21. mín
Fyrsta dauðafæri leiksins. Ólafur Páll slapp einn í gegn eftir fyrirgjöf frá Ingimundi Níels en Einar gerði vel og varði skot hans. Óli Palli var á markteig og átti að gera betur.
27. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Stoðsending: Sam Tillen
Björn Daníel skorar með skalla eftir hornspyrnu Sam Tillen. Það er spurning hvort að Pétur Viðars hafi skallað hann á Björn en sem stendur fær Tillen stoðsendinguna.
28. mín
Ólsarar nálægt því að jafna í næstu sókn en skot Torres fer af varnarmanni FH og rétt framhjá markinu.
30. mín
Stórsókn FH! Ingimundur Níels á góða fyrirgjöf á Atla Viðar sem á skalla en Einar ver vel í markinu. Einar þarf svo að grípa inní stuttu seinna þegar FH-ingar gerðu sig aftur líklega.
31. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Davíð fær gult spjald fyrir brot út á miðjum velli.
32. mín
Ingimundur er búinn að vera frískur á kantinum hjá FH. Nú á hann sendingu útí teiginn á Albert Ingason sem á skot í varnarmann Víkinga úr fínu færi.
35. mín
"Sestu niður Ejub! Þú ert alltaf vælandi!!!" öskrar áhorfandi (líklega FH). Ejub lítur uppí stúku og hristir hausinn... og sest ekki niður.
38. mín
Antonio Mossi á skot úr aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. Boltinn fór yfir vegginn en var of laus og Róbert grípur hann örugglega.
40. mín
Dauðafæri hjá Víkingum. Torres á flotta sendingu inná teiginn en Guðmundur Steinn skallar í þverslána af markteig. Sendingin var örlítið of há fyrir Guðmund sem þurfti að nota alla sína hæð til að ná til boltans.
45. mín
Kristinn Jakobsson flautar til hálfleiks. FH-ingar hafa verið betri aðilinn í leiknum og leiða sanngjarnt 1-0. Gestirnir vöknuðu þó aðeins til lífsins í lokin og hefðu hæglega getað jafnað.

Þetta verður vonandi áfram spennandi í seinni hálfleik enda mikið undir hjá báðum liðum.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
48. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (FH)
Stoðsending: Ólafur Páll Snorrason
Albert Brynjar skorar eftir hornspyrnu Ólafs Páls! Boltinn var kominn ansi innarlega og Albert stóð nánast inn í markinu þegar hann kom honum yfir línuna.

Þetta verður erfitt fyrir Ólsara úr þessu.
52. mín
Albert Brynjar næstum búinn að bæta við marki eftir vandræðagang í vörn gestanna. Skot hans hafnar í varnarmanni og útaf. Það kom ekkert úr hornspyrnunni sem fylgdi, en það er nánast undantekning.
56. mín
Hér er hiti í mönnum. Insa Fransisco á í útistöðum við Atla viðar og Ingimund og Ingimundir virtist slá í löpp Insa þegar hann lá eftir viðskipti þeirra.

Svosem ekkert stórmál en þó nóg fyrir áhorfendur til að láta heyri í sér. Þeir sögðu meðal annars Ejub að setjast. Hann stendur enn.
60. mín Rautt spjald: Róbert Örn Óskarsson (FH)
Róbert Örn brýtur á Guðmundi Steini sem var kominn framhjá honum og þ.a.l. dæmir Kiddi rautt og víti. Þetta er annað rauða spjald Róberts í sumar og þ.a.l. er hann kominn í tveggja leikja bann.

Róbert missti einmitt af fyrri leiknum gegn Víkingum vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í fyrri umferðinni.

Insa átti góðan sprett úr vörninni og frábæra sendingu á Guðmund sem slapp einn í gegn.
61. mín
Inn:Daði Lárusson (FH) Út:Albert Brynjar Ingason (FH)
63. mín MARK!
Toni Espinosa (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Guðmundur Steinn Hafsteinsson
Mossi skorar úr vítinu en Daði var nálægt því að verja það.
64. mín
Inn:Björn Pálsson (Víkingur Ó.) Út:Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ó.)
65. mín
Guðmundur Steinn við það að komast í færi en skot hans fór yfir markið. Þetta mark og rauða spjald litar þennan leik allt öðrum litum og það verður spennandi að sjá hvort gestirnir nái að nýta sér liðsmuninn.
66. mín
Það er stuð í stúkunni og áhorfendur beggja liða láta vel í sér heyra. Ólsarar líklegri til að jafna en FH að bæta við.
68. mín
Insa með skalla yfir markið eftir sendingu frá Damir. Insa fékk boltann á fjærstöng en óáreittur skalli hans flaug yfir markið.
69. mín
Guðmundur Steinn nálægt því að pota boltanum inn þegar Mossi á sendingu fyrir markið eftir að hafa fíflað varnarmenn FH uppúr skónum. Guðmundur náði ekki til boltans sem rúllaði framhjá markinu án þess að nokkur kom nálægt honum.
72. mín
Inn:Eyþór Helgi Birgisson (Víkingur Ó.) Út:Juan Manuel Torres Tena (Víkingur Ó.)
72. mín
Inn:Kristján Gauti Emilsson (FH) Út:Atli Viðar Björnsson (FH)
76. mín
Björn Daníel og Einar Hjörleifsson lenda í samstuði eftir að Björn reyndi að skalla aukaspyrnu Ólafs. Björn lá eftir en er sem betur fer staðinn upp.
79. mín MARK!
Insa Bohigues Fransisco (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Toni Espinosa
Víkingar jafna! Insa skallar boltann glæsilega inn eftir gott horn Espinosa Mossi. Þetta er alveg magnað og eitthvað segir mér að það verða fleiri mörk í þessum leik.

Hver hefði trúað þessu eftir að FH komst í 2-0!
80. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Jón Ragnar Jónsson (FH)
Atli Guðnason kemur inn fyrir Jón Ragnar. Óli Palli fer í hægri bak í stað Jóns.
86. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Víkingur Ó.) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.)
87. mín
FH-ingar í stórsókn sem endar á því að Björn Daníel skýtur boltanum framhjá úr þröngu færi.
90. mín
Venjulegur leiktími er liðinn og bara uppbótatíminn eftir. Miðað við síðustu mínútur er greinilegt að Ólsarar eru sáttari við sinn hlut en FH-ingar.
92. mín
Bæði lið nálægt því að skora. Fyrst Davíð Þór fyrir FH en svo Eyþór fyrir Víkinga.
93. mín
Dauðafæri hjá Víkingum. Eyþór Helgi einn gegn Daða sem ver vel í markinu.
Leik lokið!
Flottum leik lokið í Kaplakrika. Nánari umfjöllun og viðtöl seinna í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Einar Hjörleifsson (m)
Brynjar Kristmundsson ('64)
Alfreð Már Hjaltalín
4. Damir Muminovic
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('86)
11. Abdel-Farid Zato-Arouna
13. Emir Dokara
19. Juan Manuel Torres Tena ('72)
20. Eldar Masic
25. Insa Bohigues Fransisco
27. Toni Espinosa

Varamenn:
30. Sergio Lloves Ferreiro (m)
5. Björn Pálsson ('64)
9. Guðmundur Magnússon ('86)
10. Steinar Már Ragnarsson
11. Eyþór Helgi Birgisson ('72)
21. Fannar Hilmarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('9)

Rauð spjöld: