City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Sviss
4
4
Ísland
0-1 Jóhann Berg Guðmundsson '3
Stephan Lichsteiner '15 1-1
Fabian Schär '27 2-1
Stephan Lichsteiner '30 3-1
Blerim Dzemaili '54 , víti 4-1
4-2 Kolbeinn Sigþórsson '56
4-3 Jóhann Berg Guðmundsson '66
4-4 Jóhann Berg Guðmundsson '90
06.09.2013  -  18:30
Stade de Suisse
Undankeppni HM
Aðstæður: Hágæða
Dómari: Sergey Karasev (Rús)
Byrjunarlið:
1. Diego Benaglio (m)
2. Stephan Lichsteiner
5. Steve Von Bergen
9. Haris Seferovic
10. Granit Xhaka ('77)
11. Valon Behrami
13. Ricardo Rodriguez
14. Valentin Stocker ('79)
15. Blerim Dzemaili
16. Fabian Schär
23. Xherdan Shaqiri ('89)

Varamenn:
12. Marco Wölfli (m) ('89)
3. Reto Ziegler
4. Philippe Senderos
6. Michael Lang
7. Tranquillo Barnetta ('79)
17. Mario Gavranovic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Josip Drmic ('88)
Blerim Dzemaili ('24)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir. Elvar Geir heilsar frá Stade de Suisse þar sem leikur Sviss og Íslands hefst 18:30 að íslenskum tíma (20:30 að staðartíma).

Völlurinn lítur frábærlega út en hann er staðsettur í Bern og tekur 32 þúsund áhorfendur. Völlurinn er heimavöllur BSC Young Boys, og er byggður á sama stað og áður stóð Wankdorf-leikvangurinn, en á þeim velli var leikið til úrslita í HM 1954, þar sem Vestur-Þjóðverjar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn á ótrúlegan hátt með því að leggja stjörnum prýtt lið Ungverja. Þessi sigur hefur gjarnan verið kallaður "Kraftaverkið í Bern".
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands verður tilkynnt klukkutíma fyrir leik en miklar vangaveltur hafa verið í gangi um hvernig Lars Lagerback mun stilla upp. Emil Hallfreðsson er farinn heim til Ítalíu vegna meiðsla og þá hafa Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Sölvi Geir Ottesen og Alfreð Finnbogason allir verið tæpir.
Fyrir leik
Strákarnir og Lagerback hafa mikið talað um það i aðdraganda leiksins að þrátt fyrir að Sviss sé með gríðarlega öflugt lið trúi þeir á góð úrslit í kvöld. Sviss er á toppi riðilsins, hefur ekki tapað leik og aðeins fengið eitt mark á sig. Fjórar umferðir eru eftir í riðlinum og hefur Ísland sett stefnuna á að landa þremur sigrum úr þeim.
Fyrir leik
Veðbankar telja ekki miklar líkur á að íslenska liðið endi uppi með þrjú stig í kvöld. Stuðullinn 13 er á íslenskan sigur hjá Bet365. Stuðullinn 1,28 er á sigur Sviss og 5,75 á jafntefli.
Fyrir leik
Rússinn Sergey Karasev dæmir leikinn en hann er að fara að dæma sinn fjórða landsleik á ferlinum. Hann á tvo leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á ferilsskránni en hefur mestmegnis dæmt í Evrópudeildinni.
Fyrir leik
Hættulegasti sóknarmaður Sviss er Xherdan Shaqiri, vængmaður FC Bayern München. Þessi lágvaxni og lipri leikmaður lék með U21-landsliði Sviss sem var í riðli með Íslandi á Evrópumóti þess aldursflokks í Danmörku. Annar leikmaður sem lék á sama móti og er lykilmaður í aðallandsliði Sviss í dag er miðjumaðurinn öflugi Granit Xhaka sem leikur fyrir Borussia Mönchengladbach.

Í vörninni má svo finna þekkta leikmenn á borð við miðvörðinn Philippe Senderos sem íslenskir fótboltaáhugamenn þekkja úr enska boltanum. Bakvörðurinn sókndjarfi Stephan Lichtsteiner hjá Juventus er líka leikmaður sem verður væntanlega áberandi í kvöld.
Fyrir leik
Það má búast við að Sviss byrji leikinn á því að pressa. Liðið hefur afskaplega þétta miðju og líklegt að Ísland muni frekar leita upp kantana en í gegnum miðsvæðið.
Fyrir leik
Fjölmiðlamönnunum á vellinum er boðið upp á pulsur. Meðal manna sem eru að störfum er hinn norski Hjörtur Hjartarson sem starfar fyrir TV2. Mikill tvífari þar á ferð. Það er létt yfir svissnesku blaðamönnunum sem hafa hlegið samfleytt í fimm mínútur. Yfir hverju veit ég ekki.
Alfreð Finnbogason:
Switzerland - Iceland tonight! C'mon Iceland!!!! #ksí4life #3points #bern
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði:
Áfram við
Fyrir leik
Ég var að spjalla við Sigga dúllu liðsstjóra. Hann segir að menn séu vel gíraðir. Spáir 3-1 sigri Íslands. Gylfi með tvö og Kolbeinn eitt.
Fyrir leik
Það er ekki búist við alveg fullum velli. 27.000 manns eru svissneskir kollegar mínir að reikna með.
Fyrir leik
Þrír af leikmönnum íslenska hópsins hafa spilað hverja einustu mínútu í undankeppninni. Það eru þeir Hannes Þór Halldórsson, Ragnar Sigurðsson og Birkir Bjarnason sem verða væntanlega allir í byrjunarliðinu á eftir.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson

Birkir Már Sævarsson
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Ari Freyr Skúlason

Birkir Bjarnason
Aron Einar Gunnarsson
Helgi Valur Daníelsson
Jóhann Berg Guðmundsson

Gylfi Þór Sigurðsson
Kolbeinn Sigþórsson
Fyrir leik
Hannes Þór Halldórsson heldur stöðu sinni í markinu og vörnin er nákvæmlega eins og við birtum í mögulegu byrjunarliði í gær. Helgi Valur Daníelsson er með Aroni Einari fyrirliða á miðjunni en Eiður Smári byrjar á bekknum.

Gylfi Þór Sigurðsson er rétt fyrir aftan Kolbein sem er fremstur en Alfreð Finnbogason byrjar á bekknum. Alfreð hefur verið að glíma við meiðsli í tá.

Við vorum að fá þær upplýsingar að Jóhann Berg byrjaði á hægri kanti og Birkir þeim vinstri. Svo skipta þeir ef það er ekki að ganga að óskum.
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður:
Hvaða rugl er það að hafa Eið og Alfreð á bekknum. Auðvitað er Alfreð tæpur , en Eiður. Hann er í toppstandi.
Fyrir leik
Fyrir áhugasama má horfa á Heimi Hallgrímsson fara yfir byrjunarliðið með því að smella hér.
Jón Kári Eldon:
Eiður er langbestur í þessu liði. Óskiljanlegt að bekkja hann! #GOAT
Fyrir leik
Hér í Bern rignir þessa stundina. Leikmenn æfðu í 30 gráðu hita í morgun og þetta er því klárlega hitaskúr. Íslenska liðið er að hita upp. Byrjunarliðið sér og varamenn sér eins og tíðkast.

Athygli vekur að Alfreð Finnbogason er ekki að hita upp.
Fyrir leik
Varamennirnir Philippe Senderos og Eiður Smári Guðjohnsen að spjalla saman á miðjum vellinum.
Fyrir leik
Vallarþulurinn hér að fara yfir liðin. Hann nær íslensku nöfnunum bara skrambi vel. Enginn Páll Sævar samt #röddin
Fyrir leik
Liðin eru mætt í göngin og búa sig undir að mæta út á völlinn. Það rignir enn. Stemningin er þó góð meðal áhorfenda enda þetta fína þak yfir stúkunum.
Hörður Snævar Jónsson, íþróttafréttamaður:
Alfreð kemur ekkert við sögu í kvöld, hlaupaskórnir hjá honum! Verður klár í slaginn á þriðjudag gegn Albönum
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir að baki. Það var ansi vel tekið undir með þeim svissneska.
Fyrir leik
Umboðsmaður Alfreðs hefur staðfest það á Twitter að hann mun ekki taka neinn þátt í leiknum í kvöld. Jæja, þetta er að bresta á.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Ísland byrjaði með boltann.
2. mín
Birkir Bjarna fékk höfuðhögg strax í upphafi og aukaspyrna dæmd. Fyrstu tvær mínúturnar fara fram á vallarhelmingi Sviss.
3. mín MARK!
Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
ÞVÍLÍKT MARK!!! Birkir Bjarna með stungu á Gylfa sem var vinstra megin og átti fyrirgjöf inn í teiginn. Jóhann Berg tók á móti knettinum og smurði honum við samskeytin með hörkuskoti! Þvílík byrjun og rosalegt mark.
5. mín
Sviss átti aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn en boltinn í vegginn. Eftir það hættuleg sókn en boltinn naumlega framhjá.
6. mín
Þetta líka markið hjá Jóa Berg... eitthvað sem maður vill horfa á aftur og aftur. Mikið tempó í leiknum.
9. mín
Birkir Bjarnason er vel peppaður í leikinn! Mikil barátta í honum. Átti þrusuflotta tæklingu hér rétt áðan. Æðislegur leikmaður.
Árni Freyr Helgason:
Það mætti halda að Birkir væri á spítti ef miðað er við þessar fyrstu mínútur í leiknum #fotbolti
13. mín
Sviss með skot eftir horn. Framhjá.
15. mín MARK!
Stephan Lichsteiner (Sviss)
Sviss jafnar í 1-1! Lichtsteiner með skalla í bláhornið eftir fyrirgjöf frá vinstri. Át Ara Frey í loftinu þarna.
17. mín
Hætta við mark Sviss. Gylfi í teignum og komst í skotfæri en skotið í varnarmann.
Guðmundur Marinó Ingvarsson:
Helgi Valur fjóra metra frá manninum sem sendir fyrir #hakan #gólfið #drasl
Stefán Hirst Friðriksson:
Enn og aftur er hæð Ara að kosta okkur mark. Hann er bara því miður of lítill.
21. mín
Rússneski dómarinn að leyfa mikið og það er ég bara ánægður með. Hefur haldið línu vel. Einhverjir heimamenn pirraðir.
24. mín
Kári með skalla eftir horn en dæmdur brotlegur. Arnór, Sölvi og Ólafur Ingi eru að hita upp.
24. mín Gult spjald: Blerim Dzemaili (Sviss)
Braut á Aroni í miðjuboganum. Sparkaði hreinlega í andlitið á honum.
26. mín Gult spjald: Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Braut á Behrami sem hefur verið óþolandi í leiknum. Vælandi og getur ekki staðið í lappirnar.
27. mín MARK!
Fabian Schär (Sviss)
Í kjölfarið á horni nær Sviss forystunni. Skothríð að íslenska markinu, boltinn berst fyrir fætur Fabian Schär rétt fyrir utan markteiginn og hann skorar. Íslandi tókst ekki að koma boltanum í burtu. Ótrúlega ljótt og leiðinlegt mark.
Tómas Þór Þórðarson, mbl.is:
Burt með boltann jesús minn!!
Kristján Atli Ragnarsson:
Vörnin heldur áfram að vera vandamál. Ef við ættum 2-3 Gylfa-kalíber varnarmenn væri þetta lið á leið á HM. Gæðamunur á vörn og sókn.
30. mín MARK!
Stephan Lichsteiner (Sviss)
Hröð sókn Sviss eftir misheppnaða sendingu Helga Vals. Allt galopið hægra megin og Lichsteiner skorar sitt annað mark. Var við enda vítateigsins hægra megin, skaut í fjærhornið. Hannes Þór í boltanum en kom ekki vörnum við, átti að gera betur þó.
Birgir H. Stefánsson:
Helgi Valur... hvaða grín var þetta?
Einar Matthías Kristjánsson:
Ansi sloppy hjá Helga Val og þeir hafa klárlega kortlagt Ara sem veikleika á vörninni okkar og herja á hann.
34. mín
Hættuleg sókn hjá Sviss en boltinn hitti ekki rammann.
Benedikt Grétarsson, RÚV:
Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig Helgi Valur labbar alltaf í liðið?
37. mín
Gylfi með aukaspyrnu af löngu færi en skot hans framhjá. Ágætis tilraun samt.
38. mín
Sjálfstraust Helga Vals virðist alveg hrunið. Rétt í þessu átti hann sendingu beint á mótherja. Verið alveg glórulaus í leiknum hingað til. Lagerback ræðir við Eið Smára sem er að hita upp.
Valur Páll Eiríksson:
jæja Lárus Lagerback, núna tekur þú Helga Val útaf
40. mín
Heimamenn eru alltaf líklegir þegar þeir fara í sókn. Haris Seferovic skallaði yfir eftir fyrirgjöf frá vinstri.
Óskar Hrafn Þorvaldsson:
Getur ekki einhver beðið Aron Einar um að halda stöðu? Hann er eins og hauslaust hænsni a miðjunni. Alltaf spilaður út. #vaknalars
42. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ SVISS! En Ari Freyr náði að kasta sér fyrir knöttinn á síðustu stundu.
44. mín
Jói Berg með sendingu frá hægri, hitti á kollinn á Birki Bjarnasyni en hann í þröngu færi og átti skalla sem Benaglio greip auðveldlega.
45. mín
Hálfleikur - Draumabyrjun Íslands varð skyndilega að martröð.
46. mín
Inn:Eiður Smári Guðjohnsen (Ísland) Út:Helgi Valur Daníelsson (Ísland)
Eiður inn fyrir Helga sem átti arfaslakan fyrri hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
47. mín
ÞVÍLÍK NEGLA! Dzemaili með þrumuskot af löngu færi. Hannes varði í horn.
48. mín
Lofandi íslensk sókn. Jói Berg renndi knettinum til vinstri á Gylfa sem skaut í varnarmann.
53. mín
SVISS FÆR VÍTI! Birkir Már lét sóla sig illilega og braut svo á leikmanni Sviss. Úffff... afskaplega kjánalegt.
54. mín Mark úr víti!
Blerim Dzemaili (Sviss)
Þvílíkt öryggi á punktinum. Hannes átti enga möguleika. Game Over. Við fáum ekkert úr þessum leik.
56. mín MARK!
Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Jæja! Vonandi þarf ég að éta sokk eftir síðustu færslu! Kolbeinn hirðir boltann af varnarmanni og kemur honum í netið. Sterk lykt af aukaspyrnu í aðdragandanum, Kolbeinn virtist brjóta.
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður:
Kolbeinn er topp eintak. En er ekki rétt að auglýsa eftir varnarmönnum.
59. mín
Fólk sem sá mark Kolbeins í sjónvarpinu segir að það hafi verið rétt hjá Rússanum með flautuna að dæma ekki aukaspyrnu á Kolbein. Svisslendingurinn hafi sparkað í sjálfan sig.
60. mín
Góð sókn. Eiður Smári í skallafæri en náði ekki til boltans.
61. mín
Þess má geta að Ísland hefur skorað 67% þeirra marka sem Sviss hefur fengið á sig í riðlinum.
62. mín
Góður kafli hjá Íslandi núna. Svisslendingur var nálægt því að skora sjálfsmark en boltinn lak rétt framhjá. Kolbeinn skallaði framhjá eftir hornið.
62. mín
Við erum að tapa þessum leik vegna gæðaleysis varnarlega. Svo einfalt er það.
64. mín
Svissararnir óhræddir við að láta vaða. Sem betur fer fara langflest skotin ekki á rammann.
66. mín MARK!
Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
HEIMSKLASSA MARK! Mögnuð sending frá Gylfa og Jói Berg með annað frábært mark. Hörkuskot uppi í hornið. Ótrúlega góð afgreiðsla.
72. mín Gult spjald: Kári Árnason (Ísland)
75. mín
ÞVÍLÍKT FÆRI! Trúi þessu ekki. Gylfi í dauðafæri en skotið í markvörðinn, aftur í Gylfa og í markspyrnu. Munaði ansi litlu að við næðum að jafna. Frábær undirbúningur hjá Eiði Smára.
77. mín
Inn:Josip Drmic (Sviss) Út:Granit Xhaka (Sviss)
79. mín
Inn:Tranquillo Barnetta (Sviss) Út:Valentin Stocker (Sviss)
80. mín
Tíu mínútur til stefnu. Miklu miklu meira öryggi komið í spilamennsku íslenska liðsins núna. Vonandi náum við fjórða markinu!!
82. mín
Inn:Ólafur Ingi Skúlason (Ísland) Út:Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Hlynur Bæringsson, körfuboltamaður:
Gaman að sjá hvað það eru margir leikmenn með gott touch í þessu liði. Fyrir 10 árum fannst mér allir nema Eiður vera mest í því að hreinsa
85. mín
Fyrirliðinn Aron Einar með skottilraun af löngu færi en yfir markið. Um að gera að reyna.
Smári Jökull Jónsson:
Svíarnir kvörtuðu einna mest undan íhaldssemi í tíð Lars, hélt mikið í sömu leikmennina. Vonandi áttar hann sig á því nú að Eiður á að byrja
88. mín
Íslenska liðið virðist vera orðið of þreytt. Er nóg eftir á tanknum til að geta jafnað þetta?
88. mín Gult spjald: Josip Drmic (Sviss)
Stöðvaði hraða sókn.
89. mín
Inn:Marco Wölfli (Sviss) Út:Xherdan Shaqiri (Sviss)
90. mín MARK!
Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Stoðsending: Birkir Bjarnason
ÉG Á EKKI ORÐ!!! ÉG Á EKKI ORÐ! Kolbeinn Sigþórsson renndi boltanum út á Birki Bjarnason sem var á kantinum. Birkir sótti að miðjunni og sá Jóa Berg lausan. Jói átti þriðja draumaskotið! Fallegasta þrenna sem ég hef séð á ævinni! HÖLDUM ÞETTA ÚT!
Leik lokið!
ÞVÍLÍKT STIG! Ég titra
Guðjón Baldvinsson:
Næst þegar eg hitti Joa Berg skal eg hneygja mig fyrir honum! Vaaa what a game !!!
Tómas Þór Þórðarson:
Óskabarn þjóðarinnar þennan föstudaginn @Gudmundsson7. Þvílík frammistaða. Vá, bara vá.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson ('82)
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson

Varamenn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
3. Hallgrímur Jónasson
10. Arnór Smárason
13. Jóhann Laxdal
16. Ólafur Ingi Skúlason ('82)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kári Árnason ('72)
Aron Einar Gunnarsson ('26)

Rauð spjöld: