City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Grindavík
0
4
Fjölnir
0-1 Ragnar Leósson '7
0-2 Aron Sigurðarson '23
0-3 Þórir Guðjónsson '46
0-4 Ragnar Leósson '61
09.09.2013  -  18:00
Grindavíkurvöllur
1.deild Karla
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Byrjunarlið:
Marko Valdimar Stefánsson ('34)
2. Jordan Edridge
3. Daníel Leó Grétarsson
5. Juraj Grizelj
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Jóhann Helgason
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Scott Ramsay ('67)
17. Magnús Björgvinsson
20. Stefán Þór Pálsson ('67)

Varamenn:
12. Ægir Þorsteinsson (m)
Óli Baldur Bjarnason ('67)
11. Igor Stanojevic ('67)
18. Guðfinnur Þórir Ómarsson
21. Guðmundur Egill Bergsteinsson ('34)
24. Björn Berg Bryde
25. Alexander Magnússon

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Sæl og verið velkominn í beina textalýsingu hér á fotbolti.net frá Grindavíkurvelli. Hér í dag mætast Grindavík og Fjölnir í risaleik í toppbaráttuni. Magnús Bjarni heiti ég og skrifa hér í stað Björns Steinars sem er vant við látinn.
Fyrir leik
Grindavík eru með 36 stig í fyrsta sæti og með sigri geta þeir verið einir á toppnum og stigið mikilvægt skref í áttinni að Pepsi deildinni.

Fjölnir eru með 34 stig og geta komist upp fyrir Grindavík í topp sætið með sigri.

Bæði lið töpuðu síðasta leik hjá, Grindavík gegn Selfossi og Fjölnir töpuðu gegn Þrótti.
Fyrir leik
Tvær breytingar eru á byrjunarliði Grindavikur, úr liðinu detta Óli Baldur Bjarnason og Jósef Kristinn Jósefsson sem tekur út leikbann hér í dag. Í stað þeirra koma þeir Magnús Björgvinsson og Marko Valdimar Stefánsson inní liðið.
Fyrir leik
Fjórar breytingar eru frá seinasta leik hjá Fjölni. Þeir Kolbeinn Kristinsson, Guðmundur Böðvar og Hilmar Þór Hilmarsson detta útúr liðinu og í staðinn koma þeir Árni Kristinn, Ómar Hákonarson og Matt Ratajczak.
Fyrir leik
Gott veður er hér í dag Grindavík eins og yfirleitt smá kuldi samt en engin vindur.
Fyrir leik
Þetta er að skella á !. Liðin labba hér inná völlin, spái góðum leik hér í dag.

Grindavík byrjar með boltann og leika í átt að Þorbirni.
7. mín MARK!
Ragnar Leósson (Fjölnir)
Stoðsending: Þórir Guðjónsson
Maaaark !!!

Fjölnir hafa komist yfir hér í Grindavík, Þórir fór upp vinstri kantinn sendi boltann fyrir á Ragnar Leósson sem setti boltann öruggt í markið.
10. mín
Stefán Þór á fínt skot af vinstri kanti fyrir Grindavík en Þórður í marki Fjölnis ver það örugglega.
14. mín
Fjölnir á góða sókn þegar Aron sendir flottann bolta inná Ragnar sem setur boltann yfir.
14. mín
Og beint í næstu sókn kemst Magnús Björgvinsson einn í gegn en setur boltann fram hjá mark Fjölnis, fínt færi.
23. mín MARK!
Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Maaaaaark !!!

Aron Sigurðarson kemur Fjölni í 2-0

Aron slapp einn inn fyrir við miðjuna og setti hann örugglega framhjá Benóný í marki Grindavíkur.
30. mín
Leikurinn stopp meðan hugað er að Marko Valdimar leikmanni Grindavíkur.

Hann er borinn útaf og kemur að öllum líkindum ekki meira við hér í dag.
34. mín
Inn:Guðmundur Egill Bergsteinsson (Grindavík) Út:Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík)
Þetta verður æ erfiðara hjá Grindavík núna, engin af "fyrstu 4" varnarmönnunum með það sem eftir er af leik.
38. mín
Grindavík heppnir að vera ekki komnir 3-0 undir Ragnar Leósson á flott skot fyrir utan sem endar í stönginni. Fjölnis menn hafa komið miklu betur stemmdir til leiks og stjórna þessum leik frá A-Ö
43. mín
Aron Sigurðarson vinnur boltann á miðjunni, labbar framhjá leikmönnum Grindavíkur en skýtur beint á Benóný í marki Grindavíkur.
45. mín
Dauðafæri !!!!

Alex Freyr skeiðar upp vinstri kantinn sendir hann fyrir og Magnús Björgvinsson kiksar hann í fyrsta og í næstu tilraun ver Þórður í horn.
45. mín
Annað dauðafæri !!!

Juraj sendir flottann bolta fyrir úr hornspyrnu og Alex skýtur að marki en aftur ver Þórður Ingason í marki Fjölnis
45. mín
Flautað til hálfleiks hér Í Grindavík, verðskuldað 2-0 fyrir Fjölni þó þeir megi vera heppnir að hafa ekki fengið mark á hér undir lokin. Ætla að fá mér kaffi sopa og svo byrjum við seinni hálfleik eftir svona um 15 mínútur.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
46. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Guðmundur Karl Guðmundsson
Maaaark !!!

Þórir Guðjónsson skorar mark eftir góða sendingu frá Guðmundi Karli.

Ef þetta var erfitt fyrir Grindavík fyrir þá er þetta orðið enn erfiðara núna
51. mín
Grindavík með hræðilega hornspyrnu sem varnarmaður Fjölnis sparkar frá og svo senda Grindvíkingar inní box en hún er það slök að Þórður Ingason tekur hann á kassann.
53. mín Gult spjald: Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Bergsveinn brýtur á Juraj þegar Grindvíkingar sækja hratt fram
54. mín
Juraj með flotta aukaspyrnu en Jóhann skallar knöttinn yfir
56. mín
Grindavík fékk hornspyrnu Scott Ramsey tók en Fjölnismenn skölluðu í burtu.
57. mín
Aron Sigurðarson á skot sem Benóný missti frá en náði boltanum aftur um leið
59. mín
Aðeins að lifna yfir Grindvíkingum en hann Stefán Þór Pálsson á laust skot framhjá úr góðu færi.
60. mín
Juraj tekur hornspyrnu en Þórður slær hann í burtu.
61. mín MARK!
Ragnar Leósson (Fjölnir)
Maaaark !!!!

Ragnar Leósson skorar tók boltan viðstöðulaust á lofti og hann lekur í gegnum Benóný í marki Grindavíkur sem átti að gera miklu betur þarna.
64. mín
Juraj tekur góða aukaspyrnu fyrir Grindavík fyrir markið en engin mætir boltanum og Þórður slær boltann í burtu.
66. mín
Guðmundur Egill hleypur upp vinstri kantinn en Scott Ramsey skýtur í varnarmann og í horn.

Juraj tekur mjög gott horn fyrir sem Mattíhas skallar og Fjölnis menn bjarga á línu, Grindvíkingar gætu ekki keypt sér mark ef þeir gætu það.
67. mín
Inn:Igor Stanojevic (Grindavík) Út:Scott Ramsay (Grindavík)
67. mín
Inn:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík) Út:Stefán Þór Pálsson (Grindavík)
Tvöföld skipting hjá Grindvíkingum.
75. mín
Aron Sigurðarson með skot sem fer yfir markið.
77. mín
Inn:Kolbeinn Kristinsson (Fjölnir) Út:Árni Kristinn Gunnarsson (Fjölnir)
Fjölnis menn gera breytingu.
83. mín
Inn:Marinó Þór Jakobsson (Fjölnir) Út:Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Maður leiksins að mínu mati að fara útaf, hefur verið gjörsamlega frábær hér í dag.
84. mín
Igor hjá Grindavík á gott skot en fer rétt framhjá.

Grindvíkingar verða að skora 1-2 því pakkinn fyrir neðan er mjög jafn og að öllum líkindum mun það ráðast á markatölu hvaða lið fara upp.
90. mín
Marinó hjá Fjölni á skot framhjá og núna er uppbótartíminn bara eftir.
90. mín
Igor á fínt skot sem Þórður Ingason ver í horn.
Leik lokið!
Öruggur og verðskuldaður sigur Fjölnis hér í Grindavík. Komu mun ákveðnari og sterkari til leiks og pökkuðu heimamönnum saman. Með heppni hefði Grindavík geta skorað eitt til tvo mörk en það gekk ekkert upp hjá þeim í dag.
Byrjunarlið:
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
10. Aron Sigurðarson ('83)
22. Ragnar Leósson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bergsveinn Ólafsson ('53)

Rauð spjöld: